Morgunblaðið - 19.11.2010, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.11.2010, Blaðsíða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2010 Rautt spjald Það er engu líkara en að gangbrautarvörðurinn sé að lyfta rauða spjaldinu, en líkast til hefur hann þó aðeins verið að vísa niðurlútum skólakrökkum yfir umferðarþungan veginn. Golli Bruno Waterfield, blaðamaður The Daily Telegraph í Brussel, hefur í skrifum fjallað ítarlega um evrópsk málefni og Evrópu- sambandið frá árinu 2000. Á vefnum EU- observer (www.eu- observer.com) er ný- leg grein eftir hann sem ber heitið „Evr- ópusambandið eða frelsi Íra“ (The EU versus Irish freedom). Í greininni leggur blaðamaðurinn út af ræðu forseta ráðherraráðs Evrópu- sambandsins, Her- mans Van Rompuys, sem hann flutti í síð- ustu viku. Ræðan er talin vera svar við vaxandi gagnrýni á Evrópusambandið innan landa sam- bandsins, ekki síst meðal Íra. Ræða Van Rompuys er full yf- irlætis gagnvart gagn- rýnisröddum og ljóst að forsvarsmenn sam- bandsins svara slíkum efasemdum af fullri hörku. Þessu gerir blaða- maðurinn ágæt skil og vekur at- hygli á þeim tóni sem Van Rompuy slær í ræðunni en hann segir meðal annars: „Í hverju aðildarríki finnst fólk sem trúir því að land þeirra geti komist einsamalt af í al- þjóðavæddum heimi. Það er meira en blekking; það er lygi“ (þýð. greinarhöfundur). Líkt og blaðamaðurinn bendir á þá er þarna um mikinn hroka að ræða gagnvart sjálfstæði og full- veldi þeirra þjóða sem Van Rompuy talar til og ljóst að spjót- unum er beint að Írum. Við þetta má bæta að efi Portúgala um að framtíð þeirra sé innan evrusvæð- isins er ekki til að róa taugar Van Rompuys og félaga. Engin þjóð getur talist þjóð með- al þjóða nema fullveldi hennar sé tryggt, lýðræði og sjálfsforræði yfir auðlindum og framtíðin í hennar höndum. Mikilvægt er að bregðast af mikilli einurð við þeirri hugsun sem lesa má úr ræðu Van Rompuys og Bruno Waterfield bendir svo ágætlega á í grein sinni. Alræðis- valdi miðstýringarinnar er ógnað og Brussel sveiflar vendinum. Nú sem aldrei fyrr verður að standa vörð um sjálfsákvörð- unarrétt þjóðarinnar og möguleika hennar til að ráða sjálf örlögum sínum. Þó gefið hafi á bátinn hjá ís- lenskri þjóð er löngu ljóst að staða ríkja innan Evrópusambandsins er engu betri og lítið þangað að sækja. Bruno Waterfield segir í lok sinnar greinar: „Alþjóðasinnar og alheimssinnar meðal okkar munu sjá að frelsi Íra, líkt og annarra, verður aðeins ógnað af hug- myndafræði embættismanna og yf- irstéttar sem líta á fullveldi sem lygi“(þýð. greinarhöfundur). Við þetta er engu að bæta. Eftir Gunnar Braga Sveinsson » Alræðisvaldi mið- stýringarinnar er ógnað og Brussel sveifl- ar vendinum. Gunnar Bragi Sveinsson Höfundur er alþingismaður Framsóknarflokksins. Evrópusambandið eða frelsið? Viðræður Íslands og Evr- ópusambandsins lúta reglum sem ESB hefur sett slíku ferli. Grundvöllur þeirra við- ræðna er svokölluð opn- unarskilyrði og lokunarskil- yrði (opening/closing benchmark) sem ESB setur umsóknarlandinu. Opnunar- og lokunarskilyrði ESB eru fyrirframskilyrði sem samn- inganefndin og aðildarlönd ESB setja einhliða. Opnunarskilyrðin eru sett eftir að samanburði á lagaumhverfi umsókn- arlands og ESB er lokið (rýnivinna). Af hálfu ESB virðist litið svo á að þessi skilyrði séu ófrávíkjanleg og um þau sé ekki hægt að semja. Við lok samningavinnu í hverjum mála- flokki getur ESB, með sama hætti, sett lokunarskilyrði. Þetta verklag ESB felur í sér kröfur um ákveðna aðlögun þeirra ríkja sem sækja um aðild, eigi samningar yfirhöfuð að nást. Aðeins eftir að opnunarskilyrði hafa verið uppfyllt af umsóknarrík- inu er mögulegt að hefja eiginlegar samningaviðræður um tiltekinn kafla viðræðnanna og aðildina í heild. Þrátt fyrir að deilt sé um það hvort Ísland eigi að ganga í Evr- ópusambandið er nokkur sam- hljómur meðal flestra um það hverjir séu grundvallarhagsmunir Íslands. Þessi atriði eru að nokkru leyti skilgreind í áliti meirihluta utanríkismálanefndar Alþing- is. Þar er um ræða full og varanleg yfirráð okkar yfir eigin fiskveiðilögsögu, rétt til samninga um deilistofna, matvælaöryggi, fyr- irkomulag landbúnaðar, bann við innflutningi lifandi dýra og samningsrétt verkalýðsfélaga, svo það helsta sé nefnt. Það er eðlilegast að ætla að hugur fylgi máli í samþykktum og yfirlýsingum stjórn- málamanna um að þeir muni þá aðeins styðja aðild Íslands að ESB að þessi tilteknu atriði séu tryggð. Ísland getur því rétt eins og ESB sett fram sín opnunarskilyrði áður en tíma, fé og mannafla er varið til undirbúningsvinnu fyrir hina eiginlegu samninga. Viðræður Ís- lands og ESB eru viðræður tveggja jafn rétt- hárra aðila að þjóðarrétti sem geta þá aðeins farið fram að aðilar virði hvor annars rétt. Samninganefnd ESB yrði í framhaldi af opn- unarskilyrðum Íslands að leita til ráðherra- ráðsins eftir bindandi samþykki þess, að þessi skilyrði gildi. Þannig væri hægt að fara í samningaviðræður um sjávarútvegsmál þegar ESB hefði m.a. fallist á full og varanleg yfir- ráð okkar yfir eigin fiskveiðilögsögu og sam- bærilegan rétt til samninga um deilistofna. Með þessu er viðræðuferlið ekki sett í upp- nám heldur er farið eftir þeirri forskrift sem Evrópusambandið sjálft setur viðræðunum og í forgrunni verða þá þau skilyrði sem Alþingi sjálft ákvað. Fari svo að ráðherraráð ESB hafni þessum skilyrðum er komin upp ný staða. Ef litið er til samþykkta Alþingis um viðræðurnar þá er einmitt gert ráð fyrir að málið fari aftur til þingsins, ef farið er út fyrir þau skilyrði og meginlínur sem þingið setti. Eftir Jón Bjarnason » Ísland getur rétt eins og ESB sett fram sín opn- unarskilyrði áður en tíma, fé og mannafla er varið til undir- búningsvinnu fyrir hina eigin- legu samninga. Jón Bjarnason Um skilyrði ESB-viðræðna Höfundur er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.