Morgunblaðið - 19.11.2010, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 19.11.2010, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN 25Bréf til blaðsins MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2010 Á dögunum var sagt frá vandaðri rannsókn á skaðlegum áhrifum hinna ýmsu vímuefna á heilsu manna svo og samfélagsleg áhrif á ýmsan veg. Okkur bind- indismönnum kom ekki á óvart þegar áfengið var talið háskaleg- asta vímuefnið litið til allra sam- félagslegra þátta, en í þriðja sæti hvað varðaði skaðleg og bein áhrif á heilsu manna. Það er t.d. ískyggilegt að neyzla áfengis fer stöðugt vaxandi meðal eldra fólks, svo mjög að meðferð- araðilar greina mikinn fjölda þeirra sem þurfa hreinlega að njóta að- stoðar vegna drykkjuvandamála. Gleðilegt er það hins vegar að kannanir sýna að neyzla í efstu bekkjum grunnskólans sé í lág- marki, mun færri sýnast vera farnir að neyta áfengis en áður hefur ver- ið eða „dreypa á hinum dýru veig- um“ eins og víndýrkendur mundu orða það. Slíkt er fagnaðarefni og vonandi verður áframhald á þeirri þróun, því ekki er fordæmi hinna eldri svo alltof margra slíkt að til fyrirmyndar sé og alltaf malar áróðursvélin um að áfengið sé gleði- gjafi, nauðsynlegt ívaf allra mann- funda og matarboða. Það er ekki að ófyrirsynju að ég nefni áróðurinn og „hinar dýru veigar“, því í öllum vaðlinum um dýrð þeirra er aldrei vikið orði að þeim skelfilegu skuggahliðum sem áfengið hefur í för með sér. Hin skaðlegu áhrif áfengis með tilheyr- andi mengun um samfélagið allt og þurfti ekki rannsóknir til, sá skað- valdur var morgunljós mörgum fyrr og síðar og m.a. því fólki sem 17. nóvember 1885 eða fyrir 125 árum stofnaði stúkuna Einingin númer 14. Þá hófst þetta merka mannbóta- starf þess félagsskapar sem hefur verið í fararbroddi þeirra sem hafa haldið varðstöðu um hin heilbrigðu gildi bindindis svo og ekki síður beitt sér gegn þeim ofuráhrifum sem áfengisauðvaldið hefur í krafti auðmagnsins sem þar er að baki. Auðvitað var og er hin heilbrigða lífssýn bindindis í fyrirrúmi og í þeirri sveit hafa margir þjóðþekktir einstaklingar verið með sín miklu áhrif út í samfélagið, en mestu hef- ur þó skipt sá fjöldi vaskra fé- lagsmanna sem þarna hafa lagt hönd á plóg. Það er hins vegar annað atriði einnig sem okkur þykir býsna merkilegt og við viljum halda á lofti sem einkennismerki bindindishreyf- ingarinnar allt frá því í árdaga, en það er sú jafnréttishugsjón sem fólst og felst í algeru jafnrétti kvenna og karla í hreyfingunni. Í stúkunum gegndu bæði konur sem karlar æðstu stjórnunarstöðum og svo er blessunarlega enn. Eins og margir hafa minnt á í ræðu og riti þá voru stúkurnar hinn ágætasti félagsmálaskóli svo mörg- um, þar sem fólk fékk mæta tilsögn í fundarsiðum sem stjórnun, aldrei metið sem skyldi. Ég er stoltur af því að hafa mátt vera í þessari far- sælu fylgd um áratugi og sannleik- urinn sá að 125 ár í samfelldu fé- lagsstarfi eru tákn þess, að enn er þörf fyrir slíkt og aldrei sem þá er erfiðleikar eru í samfélaginu al- mennt svo sem nú er. HELGI SELJAN, fyrrv. alþm. Varðstaðan góð um heilbrigð gildi Frá Helga Seljan Helgi Seljan Vel gengur að dæla sandinum úr Landeyjahöfn. Verkinu miðar vel. Þetta er gleðilegt. Þegar ég var við Dyrhólaós um 1940 í sveit var Dyrhólaós oft til friðs, sem var að þakka góðu veðri, og var ósinn op- inn. Svo kom vindur að austan eða suðaustan einn daginn og bar með sér sand í briminu úr Kötlu 1918 í óendanlegu magni. Einnig er oft sterkur sandstraumur úr austri með ströndinni, ber óhemju magn af sandi vestur með ströndinni. Er að mínu mati vanmet- inn straumur, þetta snarlokaði oft Dyrhólaósi og gat hann verið lok- aður mánuðum saman á þeim tíma (1940). Allt fór á flot. Stundum öll sveitin. Þegar ég skoðaði Landeyjahöfn um leið og hún opnaði mundi ég eftir þessum löngu liðnu dögum þegar austanátt, þungur austanstraumur með landinu og sandur úr Kötlu frá 1918 lokaði útrás úr Dyrhólaósi sem hendi væri veifað. Ekki var hægt að opna ósinn aftur með handafli og skóflum fyrr en oft löngu seinna og þá við alveg sérstök skilyrði með strauma og vindátt. Það var háð heppni hvenær ósinn opnaðist aftur. Ég sá ekki betur en núverandi Landeyjahöfn myndi við eins skil- yrði fá sömu örlög og Dyrhólaós í gamla daga fékk. Flóðalda af sandi myndi í austanátt og miklu brimi bera með sér risahaug af gosösku og sandi úr Markarfljóti sem lokaði al- veg fyrir nýju höfnina sem hendi væri veifað. Nú stendur Landeyjahöfn örlítið út frá ströndinni. Svona sandhaugur á leið vestur myndi rekast á höfnina og um leið fylla hana af gosefnum. Sandurinn fer ekki framhjá. Þrýstir sér inn um mynni hafnarinnar og lokar því ásamt því að fylla höfnina sjálfa af sandi. Vel gengur að dæla og Herjólfur mun sigla, samkvæmt frétt í sjón- varpi. Höfnin er hrein vegna dæl- ingar. Þetta dugar samt stutt ef nýtt stórt sandflóð kemur að austan með stóran sandhaug og fyllir höfnina. Hún er opin og varnarlaus. Hún er lík Dyrhólaósi í gamla daga, þegar strandstraumur að austan og aust- anbrim lokaði opinu á Dyrhólaósi á einni nóttu. Mokaði sandi inn. Ég kom með þá tillögu að veita gegnum höfnina smáá sem heitir Ál- ar og er líklega tveir rúmmetrar. Auðvitað er þetta of lítið og því var svarað og vatnið yrði að vera 70 rúmmetrar. Þá kom greinarhöf- undur með þá tillögu að veita vatn- inu gegnum brunadælur og slöngur til að auka slagkraftinn og þetta væri notað til botnhreinsunar. Þetta má útskýra betur. Annars er það skoðun höfundar að næsta verkefni við Landeyjahöfn væri að setja upp varnargarða vestan við Markarfljót og veita Markarfljóti beint til hafs og verja höfnina fyrir sterkum sand- straum úr austri. Margt í þessari grein er lauslegt, sem útskýra má betur. Þó dælt sé úr höfninni í dag þá þolir hún ekki aftakaveður úr austri og mjög sterkan sandstraum sam- fara því. Setja má lokur eða hurð á hafnarmynnið á Landeyjahöfn. Er lausleg tillaga til að opna um- ræðuna. LÚÐVÍK GIZURARSON, hæstaréttarlögmaður. Vandamál Landeyjahafnar Frá Lúðvík Gizurarsyni Lúðvík Gizurarson Þjóðfundur hefur talað. „Tryggjum full- veldi og sjálfstæði Ís- lands.“ Kosning til stjórn- lagaþings er því í raun kosning um fullveldi Íslands og sjálfstæði. Þvert á óskir forsætis- ráðherra og annarra ESB-sinna. En aðal- hlutverk stjórnlaga- þingsins í þeirra aug- um er að útþynna svo fullveldisákvæði núverandi stjórnarskrár, að innlimun Íslands í ESB með allar sínar dýrmætu auðlindir geti farið fram. Já, þvert á niðurstöðu þjóðfundar, sem ályktaði líka um að auðlindir Ís- lands skyldu vera í þjóðareign. Sem yrðu það aldrei gengi Ísland í ESB. Því stjórnarskrá Íslands vík- ur fyrir stjórnarskrá ESB (Lissa- bon-sáttmálanum) gangi Ísland í ESB. Þetta er veruleikinn. Um þetta verður fyrst og fremst tekist á í komandi kosningum til stjórnlaga- þings. Sem verða því í raun for- kosningin að Evrópusambandinu. Því er afar mikilvægt að allir þjóð- frelsis- og fullveldissinnar grand- skoði hvern frambjóðanda til stjórnlagaþings, áður en honum er greitt at- kvæði. Í þeim tilgangi að sem fæstir ESB- sinnar komist á stjórn- lagaþing, en sem flest- ir yfirlýstir andstæð- ingar aðildar Íslands að ESB. Einmitt til að styrkja enn frekar fullveldisákvæði nú- verandi stjórnarskrár, eins og þjóðfundur ályktaði í raun um, auk okkar dýrmætu auðlinda í þjóðareign. Kjósum því áfram fullvalda Ís- land utan ESB, með því að kjósa þá sem vilja enn sterkara fullveld- isákvæði stjórnarskrárinnar, eða að staðinn verði a.m.k. vörður um núverandi ákvæði um fullveldi Ís- lands. Kosið um full- veldið eða ESB Eftir Guðm. Jónas Kristjánsson » Því er afar mikilvægt að allir þjóðfrelsis- og fullveldissinnar grandskoði hvern fram- bjóðanda til stjórnlaga- þings, áður en honum er greitt atkvæði Guðm. Jónas Kristjánsson Höfundur er bókhaldari. Þann 30. júlí sl. birti Neytendastofa ákvörð- un sína varðandi kvört- un mína vegna Lýs- ingar hf. frá því í fyrra. Í stuttu máli þá snýr kvörtunin aðallega að því að gleymst hefur að verðtryggja hinn svo- kallaða íslenska hluta lánsins, geta til um breytilega vexti og vaxtaálag. Þrátt fyrir skort á þessum ákvæðum hefur Lýs- ing innheimt allt þrennt af lántak- endum. Neytendastofa hefur nú bannað fyrirtækinu notkun á þess- um ímynduðu skilmálum. Eftir að Hæstiréttur Íslands komst að þeirri niðurstöðu, þann 16. júní, að kaupleigusamningar væru lán en ekki leiga og að gengistrygg- ing þeirra stæðist ekki lög, var eigin- lega fátt eftir í samningunum sem stóðst skoðun nema þá kannski nafn leigutaka og skráningarnúmer bif- reiðarinnar. Mikill misskilningur er að merki- legasta niðurstaða dómsins hafi ver- ið sú að gengistrygging væri ólög- leg. Það hafa gerendur í málinu vitað frá upphafi og var því merkilegasta niðurstaðan sú að Lýsing hefði dulbúið neytendalán sem leigusamn- inga. Starfsfólk fjármögnunarfyrir- tækjanna hafði nefnilega fundið leið, með gerð þessara samninga, til að sneiða hjá öllum lögum er málin varða. Lögmenn fyrirtækjanna hafa síðan beitt lagatækni af verstu gerð og útúrsnúningum í túlkunum á samningum og dómum til að berjast gegn góðum viðskiptaháttum. Þeir hafa líka fulla ástæðu til þess að ætla að þeir komist upp með þessa hegð- un þar sem eftirlitsaðilar hafa hing- að til starfað með bundið fyrir aug- un. Lýsing hefur ekki einungis látið sér nægja að brjóta gegn lögum um vexti og verðtryggingu heldur státa þeir af afar frjálslegri túlkun á öllum lögum sem kunna að ná yfir viðskipti með neytendalán. Nú síðast með því að áskilja sér rétt til endurútreikn- ings á íslenskum hluta lána miðað við óverðtryggða vexti Seðlabanka Íslands. Af öllum mála- vöxtum er ljóst að ábyrgð forstjóra Lýs- ingar hf., Halldórs Jörgensen, er mikil og það er hrein svívirða að á hinu nýja Íslandi skuli maður í hans stöðu vera með yfir 5 millj. kr. í mán- aðarlaun. Ég hygg að í flestum siðmenntuðum ríkjum byðist slíkum mönnum eingöngu framtíðarstarf við hellu- og núm- eraplötugerð en á Íslandi er allt eins líklegt að hann muni starfa fyrir hið opinbera. Í kjölfar dómsins, þann 16. júní, var látið í það skína, meðal annars af fulltrúum framkvæmdavaldsins, að dómarar Hæstaréttar hefðu sett uppbyggingu samfélagsins í uppnám með því að dæma eingöngu eftir lög- um en ekki geðþótta stjórnenda fjár- málafyrirtækja og stjórnvalda. Þessi viðbrögð sýndu ekki einungis tals- menn fyrirtækjanna á Alþingi því mikil örvænting greip um sig hjá stjórnendum allra fjármögnunarfyr- irtækja. Þessi örvænting var þó með öllu óþörf og í versta falli tóm upp- gerð. Þann 16. september sl. dæmdi Hæstiréttur nefnilega, eftir mikinn þrýsting frá framkvæmdavaldinu, Lýsingu í vil og skar þar með stjórn- endur þessara fyrirtækja niður úr snörunni. Lýsingu hf. voru í raun dæmdar skaðabætur vegna lögbrota fyrirtækisins í formi óverðtryggðra vaxta sem þolandanum, lántaka, er gert að greiða aftur í tímann til að lögbrjóturinn geti haldið starfsem- inni áfram. Stjórnendur Lýsingar sitja nú með pálmann í höndunum eftir margra mánaða svívirðilega fram- komu við neytendur og eftir að hafa í langan tíma stundað vonda við- skiptahætti. Sá orðrómur komst á kreik að dómararnir hefðu ákveðið að láta óopinbera almannahagsmuni vega þyngst í niðurstöðu dómsins. Hvaða forsendur dómarar höfðu til að meta afleiðingar dómsins fyrir fjármálakerfið og jafnvel samfélagið allt, þyrfti að upplýsa. Með skír- skotun til almannahagsmuna gáfu þeir sér ekki aðeins að eðlilegt sé að ríkistryggja skuldbindingar einka- fyrirtækja heldur líka að almanna- hagsmunir séu undir því komnir að kröfuhafar fjármálafyrirtækjanna fái greitt að fullu. Þessi orðrómur fékk byr undir báða vængi aðeins korteri eftir að dómur hafði fallið. Þá birtist hinn hvatvísi flökkuráðherra með nýtt frumvarp sem allt eins hefði getað verið prentað á bréfsefni SP- fjármögnunar og undirritað af for- stjóra Lýsingar hf. Þetta frumvarp hafði ráðherrann svo dulbúið sem lausn fyrir lántaka en staðreyndin er sú að skjalið inniheldur nákvæmlega sömu úrræði og fyrirtækin höfðu reynt að troða upp á lántakendur fyrr á árinu. Dómsvaldið hefur nú fullkomnað skörun hins þrískipta valds á Íslandi og hreinsað upp leif- arnar af vanrækslu framkvæmda- valdsins. Í ofanálag hefur neyt- endum verið skipað neðar á listann en fjármagnseigendum og kröfu- höfum. Dómarar Hæstaréttar gera báða aðila að þolendum í málinu þrátt fyrir að lögin geri, í vafa- tilfellum, neytendum hærra undir höfði en lánveitendum. Nú stendur upp á framkvæmda- valdið að reyna að breiða yfir slóð vanrækslu og óstjórnar síðari ára með hjálp allra meðspilara. Með nýj- um lögum mun ráðherra setja feitt pennastrik yfir alla galla í bílasamn- ingum og hugsanlega draga áður- nefnd fyrirtæki neðan úr undir- heimum. Kjósendur og neytendur sitja eftir með sárt ennið því þrátt fyrir hina miklu kröfu um endurnýj- un þá hefur almenningur ekki fengið nýtt hugarfar með öðru fólki heldur sama innrætið bakvið annan bókstaf. Lýsing á skipulögðum glæp? Eftir Þorstein Guðmundsson »Með nýjum lögum mun ráðherra setja feitt pennastrik yfir alla galla í bílasamningum og hugsanlega draga áð- urnefnd fyrirtæki neðan úr undirheimum. Þorsteinn Guðmundsson Höfundur er laganemi og situr í stjórn Borgarahreyfingarinnar. Morgunblaðið birtir alla út- gáfudaga aðsendar umræðu- greinar frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í samráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni, í bréfum til blaðsins eða á vefn- um mbl.is. Blaðið birtir ekki greinar sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starf- semi einstakra stofnana, fyr- irtækja eða samtaka eða til að kynna viðburði, svo sem fundi og ráðstefnur. Innsendikerfið Þeir sem þurfa að senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Formið er undir liðnum „Senda inn efni“ ofarlega á forsíðu mbl.is. Einn- ig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Ekki er lengur tekið við greinum sem sendar eru í tölvupósti. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið, en næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá notandasvæðið virkt. Móttaka aðsendra greina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.