Morgunblaðið - 19.11.2010, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 19.11.2010, Blaðsíða 34
Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is 34 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2010 Sudoku Frumstig 8 2 3 9 5 8 2 7 5 9 8 7 1 4 5 8 9 1 2 7 4 3 8 5 8 3 1 6 1 9 8 3 1 5 9 6 3 8 9 4 8 2 3 2 6 1 4 5 9 3 2 1 1 6 2 2 4 8 6 3 9 2 5 3 7 6 8 5 9 4 1 1 3 6 8 5 1 3 6 9 4 2 8 7 6 2 9 3 8 7 4 5 1 7 8 4 5 1 2 9 3 6 3 6 5 1 7 9 8 2 4 8 9 2 4 3 6 7 1 5 1 4 7 2 5 8 3 6 9 4 5 6 9 2 3 1 7 8 2 7 1 8 4 5 6 9 3 9 3 8 7 6 1 5 4 2 1 5 8 4 7 6 2 9 3 9 2 3 5 8 1 7 6 4 4 6 7 9 2 3 1 5 8 5 9 1 8 6 7 4 3 2 8 7 4 3 5 2 6 1 9 6 3 2 1 9 4 5 8 7 7 4 9 6 3 5 8 2 1 2 8 5 7 1 9 3 4 6 3 1 6 2 4 8 9 7 5 6 7 4 2 5 9 8 1 3 5 9 3 1 7 8 4 2 6 8 2 1 6 4 3 9 5 7 9 6 2 8 3 7 5 4 1 3 1 7 4 2 5 6 9 8 4 8 5 9 6 1 3 7 2 2 4 8 7 9 6 1 3 5 7 5 6 3 1 4 2 8 9 1 3 9 5 8 2 7 6 4 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er föstudagur 19. nóvember, 323. dagur ársins 2010 Orð dagsins: Ég lít svo á, að ekki séu þjáningar þessa tíma neitt í saman- burði við þá dýrð, sem oss mun opin- berast. (Rm. 8, 18.) Ádegi íslenskrar tungu sl. þriðju-dag kom víða fram að öllum Ís- lendingum bæri skylda til að stuðla að vexti og viðgangi íslenskunnar. Dr. Guðrún Theódórsdóttir bætti um betur í erindi sínu á hátíð Mímis, fé- lags stúdenta í íslenskum fræðum við Háskóla Íslands, og benti á að út- lendingar hérlendis og ekki síst nem- ar í íslensku fyrir erlenda stúdenta bæru líka ábyrgð í þessu efni. x x x Guðrún skýrði mál sitt út frákönnun á viðskiptum í pylsu- vagni. Þegar Íslendingur (Í) keypti sér pylsu væru samskiptin einföld. Eftir að hafa boðið góðan daginn segði hann frá því hvað hann vildi og pylsusalinn (P) færi þegar að taka til pöntunina. P: Góðan daginn. Í: Góðan daginn. Ég ætla að fá eina með öllu. Skömmu síðar væri afgreiðslu lokið og komið að næsta viðskiptavini. x x x Samskiptin við erlenda stúdentinn(E) væru með öðrum hætti. P: Góðan daginn. E: Hæ. P: Hæ. Stíl- brot frá venjulegum pylsu- viðskiptum. Síðan þögn sem Guðrún sagði annars óalgenga í samskiptum pylsukaupanda og pylsusala. E: Má ég tala lítil íslenska. P: Já. E: Við þig. P: Já. Löngu síðar. E: Ég ætla að fá einn pylsa. P: Eina pylsu, er rétt að segja. Pylsusalinn er þar með orðinn íslenskukennari. P: Með öllu? E: Já, með öllu. Og svo hrósar pylsusalinn erlenda nemandanum. P: Gott hjá þér að tala íslensku svona vel. E: Já, ég er að læra íslensku. Og eftir lang- ar samræður og góða æfingu í ís- lensku fær hann pylsuna sína. x x x Guðrún var skemmtileg í flutningisínum og salurinn veltist um af hlátri meðan hún greindi frá pylsu- kaupum erlenda nemandans. En boðskapurinn var einfaldur: Þó flest- ir Íslendingar vilji helst tala ensku við erlenda stúdenta hérlendis er það á valdi gestanna að tala íslensku eins og þeir helst vilja, en það er Íslend- inga allra að viðhalda tungumálinu og stuðla að vexti þess og viðgangi. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 útilega, 8 gægsni, 9 hvetja, 10 kvendýr, 11 draga við sig, 13 rýja, 15 vals, 18 hræðir, 21 rödd, 22 væta í rót, 23 auða bilið, 24 drápsmanns. Lóðrétt | 2 greftra, 3 reyna að finna, 4 ágengt, 5 úr- komu, 6 kvenkynfrumu, 7 skotts, 12 stormur, 14 ótta, 15 gaffal, 16 ginna, 17 ern- ina, 18 grískur bókstafur, 19 miskunnin, 20 meðvitund. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 byggt, 4 hasar, 7 tætir, 8 undið, 9 gín, 11 rænt, 13 bana, 14 ýsuna, 15 bjór, 17 koll, 20 áði, 22 krans, 23 legil, 24 ritar, 25 torfa. Lóðrétt: 1 bútur, 2 gotan, 3 torg, 4 hrun, 5 sadda, 6 riðla, 10 íburð, 12 Týr, 13 bak, 15 búkur, 16 ósatt, 18 orgar, 19 lalla, 20 ásar, 21 illt. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 Rc6 6. Bg5 e6 7. Dd2 a6 8. O-O-O Bd7 9. f4 b5 10. Bxf6 gxf6 11. Kb1 Db6 12. Rce2 Ra5 13. b3 Rb7 14. g3 Rc5 15. Bg2 Hc8 16. De3 Dc7 17. Hd2 Be7 18. Hc1 O-O 19. g4 Kh8 20. Rg3 Hg8 21. Bf3 Be8 22. Rh5 Rd7 23. h4 Dc5 24. Hd3 Rb6 25. c3 a5 26. Hc2 a4 27. b4 Dc7 28. g5 Rc4 29. Dc1 fxg5 30. hxg5 e5 Staðan kom upp á heimsbikarmóti í Moskvu sem fram fór árið 1990. Ís- lenski stórmeistarinn Jón L. Árnason hafði hvítt gegn kollega sínum Vladim- ir Tukmakov frá Úkraínu sem var þá hluti af Sovétríkjunum. 31. Hh2! glæsi- leg mannsfórn. 31. … exd4 32. Rf6! Kg7 svartur hefði orðið mát eftir 32. … Bxf6 33. Hxh7! Kxh7 34. Dh1+. 33. Hxh7+ Kf8 34. Dh1! Bxf6 35. gxf6 Bc6 36. Hh8 Ra3+ 37. Kb2 Rc4+ 38. Ka1 og svartur gafst upp. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Uppvaxið undrabarn. Norður ♠ÁKG9 ♥K976 ♦82 ♣K108 Vestur Austur ♠106 ♠752 ♥ÁG5 ♥D103 ♦G1065 ♦KD973 ♣D954 ♣G7 Suður ♠D843 ♥842 ♦Á4 ♣Á632 Suður spilar 4♠. Agustine Madala, undrabarnið frá Argentínu, er orðinn að Ítala og farinn að spila fyrir hönd nýja landsins með Norberto Bocchi sem makker. Þeir eru líkir spilarar, Bocchi og Madala: sækja geimin fast og spila best þegar útlitið er dökkt. Í nýliðnu boðsmóti í Kaup- mannahöfn vann Madala 4♠ glæsilega gegn Zia og Welland. Útspilið var tíg- ull. Madala drap á ♦Á, tók þrisvar tromp og gaf svo slag á tígul. Vörnin kom sér út á ♥Á og hjarta, en Welland í vestur lenti strax aftur inni á ♥G. Welland gerði sitt besta með því að spila ♣D, en Madala lét ekki blekkjast og felldi gosann annan hjá Zia. Hann taldi víst að vestur hefði komið út með lauf í upphafi frá ♣DG9, eða þá spilað litlu laufi í endastöðunni frá ♣DG án níunnar. Skarplega athugað. 19. nóvember 1919 Átta konur stofnuðu Félag ís- lenskra hjúkrunarkvenna. Fjórum áratugum síðar var nafninu breytt í Hjúkrunar- félag Íslands og árið 1994 var það sameinað Félagi háskóla- menntaðra hjúkrunarfræð- inga og myndað Félag ís- lenskra hjúkrunarfræðinga. 19. nóvember 1925 Finnur Jónsson listmálari opn- aði sýningu á verkum sínum „í litla salnum hjá Rosenberg“ í Reykjavík, nýkominn heim frá námi og starfi erlendis, m.a. með Der Sturm. Þetta er talin fyrsta abstraktsýningin hér- lendis. Alþýðublaðið sagði Finn einn af bestu listamönn- um heimsins en önnur blöð skrifuðu ekki vel um sýn- inguna. 19. nóvember 1974 Geirfinnur Einarsson hvarf í Keflavík. Þar með hófst rann- sókn eins umfangsmesta saka- máls síðari ára. Í febrúar 1977 lágu fyrir játningar þriggja manna um að þeir hefðu orðið Geirfinni að bana. Dómur yfir þeim og þremur öðrum var kveðinn upp rúmum fimm ár- um síðar. 19. nóvember 2003 Kaupþing Búnaðarbanki gerði kaupréttarsamninga við 62 lykilstarfsmenn. Tveimur dög- um síðar féllu forstjórinn og stjórnarformaðurinn frá kauprétti sínum, eftir að margir fluttu viðskipti sín frá bankanum. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist… „Mér hefur alltaf þótt afmælisdagurinn minn vera mikilvægur. Þegar ég var yngri, þá var ég alltaf svolítið hrædd um að enginn myndi muna eftir honum. En það gerðist sem betur fer aldrei,“ segir afmælisbarnið Guðrún Ásmundsdóttir, sem er 75 ára í dag. Guðrún á að baki langan og farsælan feril sem leikkona og leikskáld. Hún lét af störfum hjá Borgarleikhúsinu þegar hún varð sjötug, en hefur síður en svo setið með hendur í skauti síðan þá. „Ég hef verið að fást við svo margt skemmtilegt undanfarin ár, nú vinn ég að dagskrá sem verður sýnd í Þjóðmenningarhúsinu og heitir „Ekki skamma mig séra Tumi. Þar er fjallað um vináttu Fjölnismannanna Jónasar Hallgrímssonar og Tómasar Sæmundssonar.“ Guðrún á von á lágstemmdum veisluhöldum í ár, „Ég hélt stórveislu lífs míns þegar ég varð sjötug. Svo átti ég dásamlegan dag í fyrra. Börnin mín buðu mér í hádegismat, þegar ég kom heim stóð Ólöf Arn- alds í anddyrinu og söng við píanóundirleik. Ekkert átti ég píanóið og fór að grennslast fyrir um hvaðan undirleikurinn kæmi. Þá kom í ljós að börnin höfðu gefið mér píanó í afmælisgjöf.“ annalilja@mbl.is Guðrún Ásmundsdóttir leikkona er 75 ára í dag Söngkona í anddyrinu Flóðogfjara 19. nóvember Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur Reykjavík 4.49 3,6 11.03 1,0 17.04 3,5 23.12 0,8 10.10 16.18 Ísafjörður 0.32 0,5 6.40 2,0 12.58 0,6 18.53 1,9 10.36 16.01 Siglufjörður 2.36 0,3 8.49 1,2 15.07 0,3 21.16 1,2 10.20 15.43 Djúpivogur 1.52 2,0 8.12 0,7 14.09 1,9 20.10 0,6 9.45 15.42 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Eyddu ekki orku þinni í óþarfa því þú hefur í mörgu að snúast í dag sem krefst óskiptrar athygli þinnar. Afleiðingarnar eru minniháttar, en samt fyrir hendi ef þú dregur lappirnar. (20. apríl - 20. maí)  Naut Þú vilt standa upp úr og falla í hópinn á sama tíma. Slökktu á gemsanum, þá hefurðu meiri tíma. Reyndu að skilja aðra betur. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Það sem fólk segir ekki segir manni oft meira en það sem það segir. Fæst er eins og virðist í fljótu bragði svo það skiptir sköp- um að þú gefir þér nægan tíma. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Því meira sem þú krefst þess að fá þínu framgengt því erfiðara verður það. Láttu lítið á þér bera og ekki búast við miklu í stöðu þar sem þú þarft að treysta á aðra. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þér stendur margt til boða þessa dag- ana og veist ekki enn hvað þér er fyrir bestu. Bjartsýni og eldmóður eru rétta umhverfið fyrir þá sem þora að vera til. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þú vilt velta öllum möguleikum fyrir þér og spyrð þig því hvort hann/hún sé sá/sú rétti/rétta. Lestu meira, þú hefur gott af því. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Þú lætur um of reka á reiðanum. Gerðu ekkert sem getur varpað skugga á samband þitt og þeirra sem þér eru kærir. Ferðalag er í kortunum. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Reyndu að láta fara lítið fyrir þér í dag og láttu ekki freistast þótt forvitnileg umræðuefni séu í gangi. Þú þarft að takast á við gamla drauga. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Samskiptaörðugleikar halda áfram að valda þér gremju í dag. Sýndu sann- an liðsanda og fórnaðu þér fyrir liðið. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þið þurfið ekki að láta hugfallast þótt á móti blási um stund. Hugsið fyrst og fremst um eigin hag. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Láttu ekki hugleiðingar um fram- tíðina skemma fyrir þér nútíðina. Reyndu að blanda þér ekki í deilur ættingja. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Taktu frá tíma fyrir vini þína sem þú hefur ekki haft aðstæður til að sinna um hríð. Kapp er best með forsjá. Stjörnuspá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.