Morgunblaðið - 19.11.2010, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.11.2010, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2010 ● Hömlur ehf., dótturfélag Landsbank- ans, hafa selt iðnfyrirtækið Límtré Vír- net ehf. til Uxahryggja ehf. Söluverð hlutafjár Límtrés Vírnets er 120 millj- ónir króna en þar að auki nema vaxta- berandi skuldir um 600 milljónum króna, samkvæmt fréttatilkynningu frá Landsbankanum. Uxahryggir eru félag stofnað af heimamönnum á Suður- og Vesturlandi gagngert til að koma að kaupum á Límtré Vírneti, segir í tilkynn- ingu Landsbankans. Hluthafar í Uxahryggjum eru átta, þ. á m. Fjárfestingarfélagið Stekkur ehf. sem er í eigu Kristins Aðalsteins- sonar, sonar Aðalsteins Jónssonar á Eskifirði, sem á 45% hlut, Bingó ehf. sem er í eigu Hjörleifs Jakobssonar, forstjóra Kjalars, sem er fjárfestinga- félag Ólafs Ólafssonar, sem á 35% hlut, en aðrir hluthafar, þ.e. Pétur Geirs- son, Guðmundur Magnússon og Eignar- haldsfélag Suðurlands eiga þar minni hluti ásamt Bláskógabyggð, Borgar- byggð, og Hrunamannahreppi. Límtré Vírnet ehf. selt á 720 milljónir króna Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Lárus Welding var yfirheyrður af sérstökum saksóknara í gær, að því er heimildir Morg- unblaðsins herma, og eru þau því orðin tíu sem komið hafa til yfirheyrslu vegna rann- sóknar sérstaks saksóknara á málum tengd- um Glitni. Þeir sem hafa verið yfirheyrðir í kjölfar umfangsmikilla húsleita lögreglunnar á þriðjudag eru þau Bernhard Bogason, Bjarni Jóhannsson, Guðmundur Hjaltason, Guðný Sigurðardóttir, Jóhannes Baldursson, Magn- ús Pálmi Örnólfsson, Rósant Már Torfason, Þorvaldur Lúðvík Sigurðsson og Þórleifur Stefán Björnsson auk Lárusar Welding. Allt þetta fólk er núverandi eða fyrrverandi starfsmenn Glitnis, FL Group og Saga Fjár- festingarbanka. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hafa þeir Jón Ásgeir Jóhannesson og Pálmi Haraldsson ekki verið kallaðir til yfirheyrslu að svo stöddu. Jón Ásgeir mun hafa haft sam- band við saksóknara og boðist til að koma í yfirheyrslu, en var sagt að það þyrfti ekki. Jón mun svo hafa farið til London á miðviku- dag. Ekki allir handteknir Rannsókn saksóknara snýr að lánveiting- um Glitnis til Stíms hf., Stoða hf. og FS 38 ehf. til hlutabréfakaupa og kaupa Glitnis á skuldabréfi útgefnu af Stím og kaupa á hluta- bréfum í Tryggingamiðstöðinni. Seljandi skuldabréfsins var Saga Fjárfestingarbanki. Af þeim sem yfirheyrðir voru í kjölfar hús- leitanna á þriðjudag voru sumir handteknir en aðrir ekki. Ólafur Þór Hauksson, sérstak- ur saksóknari, sagðist í samtali við Morg- unblaðið ekki geta gefið upp hverjir hefðu verið handteknir og hverjir ekki og sagðist heldur ekki geta gefið upp hver réttarstaða einstakra manna væri í málinu. Hann sagði hins vegar að handtökurnar hefðu verið notaðar til að verja rannsókn- arhagsmuni – til að koma í veg fyrir að við- komendur gætu spillt rannsóknarhagsmun- um, t.d. með því að hafa samband við aðra sem rannsóknin beindist að. Ekki er því óvar- legt að álykta sem svo að þeir, sem hand- teknir voru liggi frekar undir grun um refsi- verða háttsemi en þeir sem kallaðir voru til yfirheyrslu en þurftu ekki að sæta handtöku. Lárus í yfirheyrslu í gærmorgun Morgunblaðið/Kristinn Bankastjóri Lárus Welding var forstjóri Glitnis þegar lánveitingar þær, sem til rannsóknar eru hjá sérstökum saksóknara, áttu sér stað. Lárus mun hafa mætt til yfirheyrslu í gærmorgun.  Jón Ásgeir Jóhannesson og Pálmi Haraldsson ekki kallaðir til yfirheyrslu af sérstökum saksóknara  Handtökum beitt til að verja rannsóknarhagsmuni  Ekki allir hinna yfirheyrðu voru handteknir ● Icelandair Group hagnaðist um 5,2 milljarða króna á þriðja fjórðungi þessa árs og nemur því hagnaðurinn 3,6 millj- örðum króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Tekjur á fjórðungnum voru tveimur og hálfum milljarði meiri en á sama tímabili 2009, eða 31 milljarður króna. Gjöld voru 22 milljarðar króna, borið saman við 21,7 milljarða í fyrra. Hagn- aður fyrir skatta og fjármagnsliði, EBITDA, var því rúmir níu milljarðar króna, borið saman við sjö milljarða í fyrra. Þá ákvað stjórn félagsins á dögunum að hækka hlutafé félagsins um 500- 1.059 milljónir hluti með útboði. Verð hvers hlutar verður 2,5 og mun því upp- hæð nýs hlutafjár nema 1.250-2.648 milljónum króna. Icelandair Group hagn- ast um 5,2 ma. króna ● Í úttekt Viðskiptablaðs Morgun- blaðsins í gær var sagt að eigið fé Íbúðalánasjóðsins væri neikvætt. Þetta er ekki rétt. Eigið féð er já- kvætt um u.þ.b. 8,4 milljarða króna, samkvæmt árshlutauppgjöri 2010. Eiginfjárhlutfall sjóðsins er því 2,1%. Beðist er velvirðingar á mistökunum. ÍLS með jákvætt eigið fé ● Ónákvæmni gætti í frétt Viðskipta- blaðsins á fimmtudag um sameiningu Skýrr og EJS. Rekstrarlausnir Skýrr og EJS mynda einingu sem bera mun nafn EJS og starfa þar samtals um 190 manns. Í heildina verður þá starfs- mannafjöldi hins sameinaða félags fyr- irtækjanna tveggja um 470. Beðist er velvirðingar á mistökunum. 470 hjá Skýrr Í lögfræðiáliti, sem lögmaður slitastjórnar Glitnis hefur lagt fyrir rétt á Man- hattan í New York, segir að stjórnstöð sam- særisins um að ná fé út úr Glitni banka hafi verið í New York vikuna sem hófst 5. sept- ember 2007. Þá hafi bankinn til- kynnt kaup á tæplega 40% hlut í Tryggingamiðstöðinni og að ætl- unin hafi verið selja hlutinn á ný til hóps fjárfesta. Fram kemur í skjöl- um sem slitastjórn Glitnis hefur lagt fram að Lárus Welding, for- stjóri Glitnis, hafi undirbúið frétta- tilkynningar og annað vegna yf- irtökunnar á Tryggingamiðstöðinni meðan hann var staddur í New York. Að sama skapi hafi hann hitt bankamenn frá Credit Suisse, þar sem hann er sagður hafa staðfest að ekki væri ætlun Glitnis að kaupa Trygginga- miðstöðina fyrir sjálfan sig. Heldur hafi ætlunin verið að „liðka fyrir eigendaskiptum hlutabréfanna en ekki að Glitnir ætti fyrirtækið til langs tíma.“ thg@mbl.is Liðkuðu fyr- ir eigenda- skiptum TM Lárus Welding Þórður Gunnarsson thg@mbl.is Margvísleg tengsl eru innan hóps þeirra sem hafa verið yfirheyrðir af sérstökum saksóknara vegna rann- sóknar á lánveitingum Glitnis síð- ustu mánuðina fyrir hrun bankans. Fram hefur komið að húsleitir, yf- irheyrslur og handtökur fyrr í vik- unni hafi tengst fimm mismunandi málum, þar af þremur þeirra vegna Stím-málsins svokallaða. Einn þeirra sem yfirheyrðir voru er Bjarni Jóhannsson, fyrrverandi við- skiptastjóri hjá Glitni. Bjarni var samstarfsfélagi Lárusar Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis og Gunnars Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Baugs, hjá Fjárfestinga- banka atvinnulífsins (FBA), sem síð- ar átti eftir að renna inn í samein- aðan banka sem að endingu var nefndur Glitnir. Bjarni sá um við- skipti Baugs fyrir FBA og síðar Glitni, allt fram að bankahruni í októ- ber 2008. Bjarni skrifaði dómstjóra Héraðs- dóms Reykjavíkur 13. október síð- astliðinn þar sem hann lýsti óánægju með starfsaðferðir slitastjórnar Glitnis. Vísaði Bjarni þar til harka- legrar framgöngu lögmanns Kroll. Helgi I. Jónsson, dómstjóri, hefur þó úrskurðað að ekki sé efni til aðgerða, að teknu tilliti til rökstuðnings slita- stjórnar Glitnis fyrir sínu máli. Skólafélagar að norðan Fram hefur komið að fagfjárfesta- sjóður á vegum Glitnis, GLB FX, keypti skuldabréf á Stím af Saga Capital í ágúst 2008 á einn milljarð króna. Sjóðstjóri GLB FX var Magnús Pálmi Örnólfsson, en heim- ildir Morgunblaðsins herma að hann hafi verið einn þeirra sem sérstakur saksóknari yfirheyrði vegna rann- sóknarinnar á Glitni. Magnús Pálmi var bekkjarbróðir þeirra Rósants Más Torfasonar og Jóhannesar Baldurssonar í Menntaskólanum á Akureyri, en tveir þeir síðastnefndu hafa einnig verið yfirheyrðir af sér- stökum saksóknara. Magnús Pálmi er hins vegar ættaður frá Bolungar- vík. Í dag deilir Magnús Pálmi skrif- stofu með hinum bolvíska Jakobi Valgeiri Flosasyni, útgerðarmanni. Jakob Valgeir var stjórnarformaður Stíms, en hefur ekki verið yfirheyrð- ur af sérstökum saksóknara. Guðný Sigurðardóttir, sem var viðskiptastjóri hjá Glitni, var einnig yfirheyrð í vikunni. Bæði hún og áð- urnefndur Rósant Már tengjast Aur- um-málinu, sem er eitt þeirra atriða sem bæði sérstakur saksóknari og slitastjórn Glitnis hafa rannsakað. Guðný hafði hins vegar líka umsjón með lánveitingum til fasteigna- félagsins Landic Property, en hluti rannsóknar sérstaks saksóknara snýr að viðskiptum tengdum Landic. Guðmundur Hjaltason, fyrrver- andi forstöðumaður fyrirtækjasviðs Glitnis, var yfirheyrður í vikunni. Hann starfar í dag hjá Saga fjárfest- ingabanka, en tveir aðrir starfsmenn Saga voru yfirheyrðir í vikunni. Innbyrðis tengsl frá fornu fari  Hinir yfirheyrðu þekktust á ýmsa vegu utan bankans Morgunblaðið/Árni Sæberg Glitnir Þeir sem voru yfirheyrðir tengjast innbyrðis á ýmsa vegu. Sigurmar K. Albertsson, fyrrver- andi formaður Lögmannafélags Ís- lands og aðallögfræðingur Lýs- ingar, skrifaði slitastjórn Glitnis fyrir skömmu og óskaði þess að málaferli á hendur Ingibjörgu S. Pálmadóttur yrðu felld niður. Seg- ist Sigurmar í vitnisburði fyrir dómstólnum í New York hafa þekkt Ingibjörgu lengi og hafa skrifað slitastjórninni áðurgreint erindi meðal annars af þeim sökum. Vill mál Ingi- bjargar burt                                            !"# $% " &'( )* '$* ++,-./ +01-., ++2-.3 ,2-4., +/-005 +5-.5 ++.-5 +-.314 +03-04 +4.-2/ ++,-54 +01-05 ++2-55 ,2-41, +/-/.+ +5-32/ ++.-1, +-.4.3 +04-,0 +4.-4+ ,24-21./ ++,-1, +/2-, ++2-1/ ,2-54, +/-//5 +5-345 ++3-,3 +-.40. +04-01 +4.-13 Þegar fólk er kallað til yfirheyrslu hjá lög- reglu fær það annaðhvort réttarstöðu vitnis eða réttarstöðu sakbornings. Sá sem hefur réttarstöðu sakbornings hefur ríkari réttarvernd en vitni. Vitni þarf al- mennt að svara öllum spurningum, sem ekki snerta hagsmuni þess sjálfs eða ná- kominna. Sakborningur getur hins vegar neitað að svara öllum spurningum. Það getur hins vegar komið ákæruvald- inu illa ef það kemur í ljós að maður, sem upphaflega var vitni, sé hugsanlega sekur. Áhöld eru um hvað má nota í dómsmáli af því sem hann sagði við lögreglu sem vitni. Af þessum sökum getur það þjónað rannsóknarhagsmunum að láta sem flesta hafa réttarstöðu sakbornings, því það kemur ekki í veg fyrir málshöfðun síðar meir. Saksóknari hefur hins vegar ekki frjálsar hendur með þetta, því sá á aðeins að hafa slíka réttarstöðu sem grunaður er um afbrot. Til varnar rannsókninni RÉTTARSTAÐAN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.