Morgunblaðið - 19.11.2010, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.11.2010, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2010 Í Kópavogi Verslanamiðstöðin Smáralind. Yfir fimmtíu manns sóttu íbúafund í Smáraskóla í Kópavogi í fyrradag þar sem fjallað var um fjárhags- áætlun bæjarins á næsta ári. Fjöl- margar tillögur komu frá fundar- gestum um það hvernig mætti spara hjá bænum. Má þar nefna styttingu skólaársins, lokun skíða- svæðisins í Bláfjöllum, fækkun nefnda, sameiningu sveitarfélaga og endurskoðun samninga við íþróttafélögin. Niðurstöður fund- arins í heild verða birtar á næstu dögum á heimasíðu bæjarins. Margar tillögur Meirihluti landsmanna er hlynntur íslenskum áliðnaði samkvæmt skoð- anakönnun sem Capacent vann fyr- ir Samtök álframleiðenda á Íslandi (Samál) sem stofnuð voru síðast- liðið sumar. Samtals eru 54,4% hlynnt áliðnaðinum samkvæmt könnuninni á meðan 22,6% eru nei- kvæð gagnvart honum. Í fréttatilkynningu frá Samál segir Rannveig Rist, stjórnar- formaður samtakanna, að samtökin muni „leggja sérstaka áherslu á upplýsingagjöf enda hafa skoðana- kannanir sýnt að aðeins 25% lands- manna telja sig þekkja vel til áliðn- aðar þrátt fyrir alla þá umfjöllun sem hann hefur fengið. Þá hefur það og sýnt sig að afstaða fólks sem býr í nágrenni við álverin er já- kvæðari í garð þeirra“. Þá segir að ljóst sé að eftir því sem fólk þekkir betur til áliðnaðar- ins sé það jákvæðara gagnvart hon- um. Aukin upplýsingagjöf sé því stærsta hagsmunamál áliðnaðarins á Íslandi í dag að því er segir í fréttatilkynningu Samál. Morgunblaðið/Eggert Álið Samtök álframleiðenda á Íslandi segja að upplýsingamiðlun sé stærsta hagsmuna- mál áliðnaðarins á Íslandi. Frá kynningarfundi á skoðanakönnun samtakanna í gær. Meirihlutinn hlynntur áliðnaði í skoðana- könnun fyrir samtök álframleiðenda Þjóðminjasafn Íslands hefur búið til spurningaskrá vegna heimildasöfn- unar. Tilgangurinn með þessari spurningaskrá er að kanna hvort og í hvaða mæli fólk gerir við bús- hluti, fatnað og annað heima hjá sér, hvað það býr til sjálft og hversu mikið það notar hlutina eða end- urnýtir. Þjóðminjasafnið hvetur fólk til að leggja söfnuninni lið og varðveita þannig mikilvæga þekk- ingu sem annars er hætt við að fari forgörðum. Sækja má spurn- ingaskrána á vefsíðu Þjóðminja- safnsins og senda svörin á net- fangið agust@thjodminjasafn.is. Morgunblaðið/Kristinn Viðgerðir Margir gera nú við fötin sín. Spurningaskrá um heimatilbúna hluti Uppboð verður haldið í Góða hirðinum, nytjamarkaði Sorpu, kl. 16.30 í dag í Fellsmúla 28. Uppboðshaldari verður enginn annar en tónlistarmaðurinn góðkunni KK og rennur allur ágóði uppboðsins óskiptur til Bjark- aráss, sem er ein af stofnunum Áss styrktarfélags sem veitir fötluðu fólki dagþjónustu, hæfingu og vinnu. Markmið Góða hirðisins er að stuðla að endurnotkun, minnka sóun og láta gott af sér leiða, því ágóði af sölu í Góða hirðinum rennur til ýmissa góðgerðarmála. Ef fer sem stefnir fara rúmlega 800 tonn af munum í end- urnotkun með þessum hætti í ár. Í Bjarkarás kemur fjölbreyttur hópur fullorðins fólks með ólíkar þarfir. Margir þeirra eru í starfsþjálfun af einhverju tagi, aðrir fá aðstoð við að efla félagslega færni og enn aðrir nýta listræna hæfileika sína til sköpunar eða taka þátt í ræktun grænmetis í gróðurhúsinu. Um 50 manns koma í Bjarkarás í viku hverri. Uppboð með KK í góða hirðinum Kristján Kristjánsson Á sunnudag nk. kl. 20:00 standa Al- Anon-fjölskyldudeildirnar á Íslandi fyrir fundi í Grafarvogskirkju í til- efni af 38 ára afmæli félagsins. Al-Anon er félagsskapur karla, kvenna og unglinga sem hafa orðið fyrir áhrifum af drykkju ættingja eða vina. Al-Anon er sjálfshjálp- araðferð sem byggð er á tólf reynslusporum AA-samtakanna. Til að gerast félagi þarf aðeins eitt, að ættingi eða vinur hafi átt eða eigi í vanda vegna alkóhólisma. Nafnleyndar er gætt í Al-Anon og engra félagsgjalda er krafist. Á fundinum munu þrír Al-Anon félagar, einn Alateen- og einn AA- félagi deila reynslu sinni. Allir eru hjartanlega velkomnir. Al-Anon-fundur STUTT Lionsklúbburinn Æsa í Njarðvík stendur fyrir markaði í Vatns- nesbásum, Víkurbraut 6 í Reykja- nesbæ, laugardaginn 20. nóvember frá kl. 13-17. Þá verður boðinn til sölu ýmiss konar varningur, bæði nýr og notaður, á frábærum kjör- um. Allur ágóði af sölunni rennur beint til líknarsjóðs Lionsklúbbsins Æsu. Lionsklúbburinn Æsa með markað Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Það er fráleitt að eyða kröftum og fjármunum í þennan Evrópuferil en skera á sama tíma niður í heil- brigðis-, mennta- og öðrum velferð- armálum,“ segir Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra, aðspurður hvort hann vilji hætta strax viðræðum við Evrópu- sambandið um aðild. „Þegar við stöndum frammi fyrir margvíslegum erfiðum viðfangsefnum í grunnþjón- ustunni þá velti ég fyrir mér for- gangsröðuninni og tel mörg önnur verkefni brýnni en þessar viðræður.“ Ættum við ekki að skilgreina okkar kröfur? „Það er ljóst að Evrópusam- bandið lítur á þessar viðræður sem aðildar- og aðlögunarviðræður,“ seg- ir Jón. „Af þeirra hálfu er farið út í þær á þeim forsendum að þegar og ef að samningi kemur þá uppfylli all- ur innri strúktúr hér á landi þær kröfur sem Evrópusambandið gerir. Núna erum við á forsendum Evrópu- sambandsins í þessum viðræðum og vinnum eftir þeirra aðferðafræði. Við skiljum þeirra aðferðafræði og þeirra kröfur, en ættum við ekki að skilgreina okkar kröfur?“ spyr Jón. Hann bendir á að ef mönnum sé kappsmál að halda áfram sé hægt að horfa til þeirrar aðferðafræði sem ESB hafi lagt upp með. „ESB leggur upp í þessar viðræður með ákveðin skilyrði sem þeir kalla opnunarskil- yrði eða „opening benchmarks“. ESB löndin setja þessi skilyrði ein- hliða og án þess að um þau sé samið. Á sama hátt gætum við sett fram okkar skilyrði. Í nefndaráliti meiri- hluta utanríkismálanefndar með til- lögunni um aðildarumsókn er gerð grein fyrir helstu hagsmunum Ís- lands og með því að setja þau fram sem okkar skilyrði fyrir því að fara í viðræður þá getum við fengið úr því skorið hvort það þurfi að eyða hér mikilli fyrirhöfn og fjármunum. Við erum hér að tala um atriði eins og þau hvort Ísland haldi var- anlega fullum yfirráðum yfir fisk- veiðiauðlindinni og hafi fullan rétt til að semja um deilistofna. Það yrði líka horft til þess að við getum stýrt landbúnaðinum út frá okkar eigin þjóðhagslegu sjónarmiðum. Afstaða til framhaldsviðræðna yrði svo tekin þegar svör við slíkum grundvallar- spurningum liggja fyrir. Þessi ríkisstjórn hefur gert margt mjög gott við mjög erfiðar að- stæður. Hvaða ríkisstjórn önnur hefði til dæmis getað tekið á efna- hagsmálunum og uppgjöri eftir hrun- ið? Það hefði verið fróðlegt að sjá Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn- arflokkinn koma að því verki, en þessir flokkar eru arkitektar hruns- ins. Af minni hálfu er hins vegar frá- leitt að halda að þessi ríkisstjórn sé mynduð utan um ESB-umsókn,“ segir Jón. Mörg verkefni brýnni en aðildarviðræður við ESB Morgunblaðið/Árni Sæberg Deiluefni Afstaða Jóns Bjarnasonar til ESB hefur legið fyrir í langan tíma. Jón og Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, í ræðustóli á Alþingi.  Segir fráleitt að kröftum og fjármunum sé eytt í ESB- viðræður um leið og hert sé að í heilbrigðis- og menntamálum Evrópumálin verða til umræðu á flokksráðsfundi Vinstri-grænna sem hefst í kvöld. Fram kom í Morgunblaðinu í gær að á fund- inum yrði lögð fram tillaga um að „yfirstandandi aðlögunarferli að Evrópusambandinu verði stöðvað, svokallaðri rýnivinnu vegna máls- ins hætt og að ekki komi til boð- aðra fjárveitinga úr sjóðum ESB inn í íslenskt efnahags- og stjórn- málalíf“. Jón segir að ferillinn varðandi aðild að ESB hafi verið mjög um- deildur innan Vinstri-grænna og bendir á fjölmargar ályktanir í þeim efnum. „Ég bendi á ályktun sem gerð var á flokksráðsfundi VG fyrir tæpu ári en þá var samþykkt ályktun um að standa vörð um sjálfstætt sjávarútvegs- og land- búnaðarráðuneyti og allra síst að gera breytingar þar á meðan Evr- ópusambandsumsóknin er í gangi. Sú samþykkt stendur og sýnir áherslu Vinstri-grænna á hversu mikilvægt það er að vera með sterkt og öflugt ráðuneyti þessara höfuðatvinnuvega þjóðarinnar og fletja það ekki út með sameiningu við önnur ráðuneyti. Í viðræðunum verður ekki hvað minnst tekist á um málaflokka sem eru á forræði þessa ráðuneytis,“ segir Jón. Fjölmargar ályktanir UMDEILDUR EVRÓPUSAMBANDSFERILL Einar Örn Gíslason einarorn@mbl.is „Við ætlum að létta þeim lífið. Þeir fá að koma með sinn eigin aðstoðar- mann inn á kjörstað,“ segir Hjalti Zóphóníasson, skrifstofustjóri borg- ara- og neytendaskrifstofu dóms- málaráðuneytisins, spurður að því hvernig fyrirkomulagi atkvæða- greiðslu blindra og sjónskertra verði háttað í stjórnlagaþingskosningun- um eftir rúma viku. Þetta er breyt- ing á því fyrirkomulagi sem haft hef- ur verið á undanfarna áratugi. Blindum og sjónskertum hefur stað- ið til boða að notast við þar til gerð spjöld, sem lögð eru ofan á kjörseðl- ana. Spjöldin eru merkt með blindra- letri og kjósandanum þannig gert auðvelt um vik að velja þann fram- bjóðanda eða framboðslista sem hann vill kjósa. Hjalti segir þetta óframkvæmanlegt nú, vegna hins mikla fjölda fram- bjóðenda. Auk aðstoðarmanns- ins verður fulltrúi kjörstjórnar að vera viðstaddur í kjörklefanum. Hjalti segir þetta gert til þess að tryggja það að að- stoðarmaðurinn fari í raun að vilja kjósandans. „Gróf mannréttindabrot“ Arnþór Helgason sendi skrifstofu Stjórnlagaþings nýverið tilkynningu þess efnis að hann ætlaði sér ekki að kjósa í kosningunum, þar sem hópi fólks væri ekki gert kleift að neyta atkvæðisréttar síns á sama hátt og öðrum borgurum landsins. Hann segir það ekki koma neinum við hvað hann kjósi, og fyrirkomulagið nú sé ekkert annað en mannréttindabrot af grófustu gerð. „Ég held að almenn lög um kosningar hljóti að gilda um réttindi blindra og sjónskertra. Ég er t.d. undrandi yfir því að ekki skuli reynt að hafa rafræna kosningu.“ Hjalti segir Blindrafélagið fella sig við aðstoðarmannafyrirkomulag- ið. Kristinn Halldór Einarsson, for- maður Blindrafélagsins, segir það að hluta til rétt. Félagið leggist hins vegar gegn því að fulltrúi kjörstjórn- ar sinni „eftirliti“ í kjörklefanum. „Þetta er þessi gamaldags hugsun- arháttur, sem við erum að benda á, að eitthvert yfirvald, hvort sem það er starfsmaður í félags- eða heil- brigðisþjónustu, eða yfirvald eins og kjörstjórn, telur sig þess umkomið að geta tekið sjálfræðið af einhverj- um fötluðum og dæmt um það hvort verið sé að fara að vilja hans. Þetta er margra áratuga gömul hugsun og forræðishyggja.“ Blindir og sjónskertir kjósa með tvo aðra sér við hlið  Óánægja vegna fyrirkomulags stjórnlagaþingskosninga Arnþór Helgason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.