Morgunblaðið - 19.11.2010, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.11.2010, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2010 ✝ Ragnar Björnssonfæddist í Vetur- húsum á Jökuldals- heiði þann 30. mars 1918. Hann var sonur hjónanna Björns Jó- hannssonar, bónda þar og síðar skóla- stjóra á Vopnafirði, og Önnu Magn- úsdóttur ljósmóður. Systkini Ragnars voru: 1) Ívar, f. 1916, d. 1990, 2) Ragnheið- ur Jóhanna, f. 1917, d. 1917, 3) Hörður, f. 1920, d. 2001, 4) Jóhann, f. 1921, d. 2003, 5) Magnús, f. 1923, d. 1990, 6) Sigurður, f. 1924, 7) Björn, f. 1927, 8) Einar, f. 1928, d. 1959. Árið 1943 gekk Ragnar að eiga Aðalbjörgu Ingólfsdóttur, f. 1921, d. 1980. Hún var dóttir Ingólfs Þor- kelssonar, verkamanns í Hafnar- firði, og Guðrúnar Benediktsdóttur húsmóður. Ragnar og Aðalbjörg, sem ávallt var nefnd Dúfa, eign- uðust sjö börn. Þau eru: 1) Gunnar Ingi, verkfræðingur, f. 1944, maki Valdís Bjarnadóttir, arkitekt. Þeirra börn: a) Orri, f. 1977, b) Tinna, f. 1979, maki Michel van Tol, og c) Nanna, f. 1984. 2) Ragn- heiður, leikskólakennari, f. 1947, maki Egill Þórðarson, verkfræð- dís Erla Baldvinsdóttir, kennari. Þeirra börn: a) Baldvin Örn, f. 1982, maki Guðlaug Ásmunds- dóttir, b) Birkir Ísak, f. 1989, c) Sandra Dögg, f. 1993. 7) Ingibjörg, hjúkrunarfræðingur, f. 1962, maki Lúther Sigurðsson, læknir. Þeirra börn: a) Hrafnhildur, f. 1991, b) Auðunn, f. 1993. Ragnar fluttist ungur með for- eldrum sínum til Vopnafjarðar þar sem hann ólst upp. Fluttist hann til Hafnarfjarðar rúmlega tvítugur þar sem hann kynntist eiginkonu sinni, Dúfu. Reistu þau hús að Hringbraut 33 og bjuggu þar börn- um sínum myndarlegt heimili. Ragnar sinnti margvíslegum störf- um til sjós og lands en var lengst af matsveinn á farskipum. Síðustu ár- in starfaði hann sem matsveinn á Hrafnistu í Hafnarfirði og sem gangavörður í Víðistaðaskóla. Ragnar hóf sambúð með eftirlif- andi sambýliskonu sinni, Jónu Ás- geirsdóttur, árið 1988. Bjuggu þau lengst af á Breiðvangi 28 eða þar til Ragnar fluttist á Hrafnistu síð- astliðið vor. Ragnar var söngmaður góður og söng árum saman með Karlakórn- um Þröstum í Hafnarfirði. Eftir að hann komst á eftirlaun gerðist hann einnig hestamaður og reið út langt fram undir nírætt. Útför Ragnars fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 19. nóv- ember 2010, og hefst athöfnin klukkan 13. ingur. Dætur Ragn- heiðar: a) Björk Jak- obsdóttir, f. 1966, maki Gunnar Helga- son og eru þeirra synir Ásgrímur, f. 1993, og Óli Gunnar, f. 1999, b) Aðalbjörg Óladóttir, f. 1970, maki Björn Sigurðs- son og eru þeirra börn Sif, f. 1994, Arn- ór, f. 1998, og Daði, f. 2004. Sonur Ragn- heiðar og Egils er c) Ragnar, f. 1981. 3) Anna Birna, hjúkrunarfræðingur, f. 1949, maki Snorri Sigurjónsson, verkfræðingur. Dætur Önnu Birnu: a) Ingibjörg Ósk Sigurjónsdóttir, maki Leó Þór Lúðvíksson og eru þeirra dætur Sóley Dúfa, f. 1999, og Móeiður Ýr, f. 2005, b) Erla Rún Sigurjónsdóttir, f. 1978, maki Þor- varður K. Benediktsson og eru þeirra synir Daði Hrafn, f. 2005, og Jökull Örn, f. 2010. 4) Ásgrímur, læknir, f. 1950, maki Unni Larsen, læknir. Dóttir Ásgríms er Nanna Björk, f. 1974, maki Sigurður Bollason og eru þeirra börn Ásta Matthea, f. 2004, Lúther Bolli, f. 2006, og óskírður drengur, f. 2010. 5) Stúlka, f. 1957, d. 1957 6) Einar, tæknifræðingur, f. 1959, maki Haf- Nú er komið að kveðjustund, pabbi minn. Og minningarnar streyma fram í hugann. Minningar um gönguferðir niður á bryggju og í fjöruna. Minningar um þig úti á sjó í vondum veðrum. Þær stundir gátu verið erfiðar, en erfiðastar voru þær fyrir mömmu. Hins vegar var mjög gaman að fara með mömmu að taka á móti þér þegar þú komst að landi og fá að fara um borð. Stóra áfallið varð í lífi þínu og okkar allra, þegar mamma lést fyr- ir aldur fram og við urðum að til- kynna þér það um síma út á sjó. En við áttum samt eftir það margar gleðilegar stundir saman á ferðalögum, samkomum og við- burðum, innanlands og erlendis. Margar ferðir fórum við um land- ið seinni árin. Þar miðlaðir þú fróð- leik og reynslu. Það voru sögur frá síldarárum, vertíð, vegavinnu, skemmtunum, vetrarferðum. Allir tónleikarnir sem við fórum á saman ásamt Jónu og þú naust svo vel. Þú hafðir alltaf gaman af að dansa og varst eftirsóttur dansherra. Alltaf þurftir þú að vita um allt sem við börnin þín og nánasta fólk var að gera. Þú gafst þig allan að okkur börnunum þínum – stoltur af af- komendum og frændfólki. Þú varst jákvæður og góður sögumaður með góðan húmor, dróst fram jákvæðu hliðarnar, talaðir ekki illa um nokk- urn mann, söngmaður og skemmtir þér vel í góðra vina hópi. Þú byrj- aðir ungur í kirkjukór á Vopnafirði og síðar sem tenór í Karlakórnum Þröstum. Snyrtimennska var þér eðlislæg. Þú hafðir gaman af að klæða þig upp á og varst alltaf fínn í tauinu. Ég er þakklát fyrir að þú varst pabbi minn. Ég fann alltaf ást þína og kærleik. Takk fyrir allt, pabbi minn. Þú varst einstakur. Þín er sárt saknað. Kysstu mömmu frá mér. Þín dóttir, Ragnheiður. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Vald. Briem) Við systkinin kveðjum hann Ragnar með söknuði. Hann var ein- staklega góður og skemmtilegur maður og minnumst við hans með þökk og sorg í hjarta. Ragnar kom inn í líf okkar þegar móðir okkar, Jóna Ásgeirsdóttir, og hann fóru að eiga stefnumót, sem síðar leiddi til sambúðar á Breið- vanginum síðastliðin 22 ár. Ragnar var hávaxinn og glæsileg- ur, hrókur alls fagnaðar og glaður í lund. Okkur þótti alltaf vænt um hvað þau áttu góðan tíma saman, bæði heilsuhraust, samhent og nutu lífsins vel. Báðum þótti sér- staklega gaman að söng og dansi. Ragnar hafði góða söngrödd og naut þess að koma fram með Karlakórnum Þröstum eins oft og lengi og kostur var. Auk þess var hann mikill hestamaður. Hann átti langt og gæfuríkt líf og við erum þakklát fyrir að hafa fengið að vera samferða honum. Nú er komið að kveðjustund. Við biðjum Guð að fylgja honum og varðveita. Blessuð sé minning hans. Sjöfn, Edda, Kristinn, Ásgeir, Guðjón og makar. Um frostavetur fæddist þú við fjúk í heiðabænum, þar var hæsta byggða bú burtu langt frá sænum. En síðar lá þín sjómannsför um sjávarbreiður víðar, að landi ávallt kom þinn knör í konuhendur blíðar. Þú sóttir helzt í söng og dans í samhljóm kórabræðra og kátur lékst í kvennafans kærra dætra og mæðra. Þín var ávallt lundin létt, lék oft kímni á vörum, þú kunnir hvorki háð né prett, en háttvís varst í svörum. Þú vildir ekkert hik né hangs, heldur framkvæmd líta, hvorki þvarga þvers né langs, en þrusa öllu og flýta. Það á ekki að hugsa hátt heldur verkum sinna, lyfta tóli og byrja brátt, þá bjargast öll sú vinna. Fagurkeri á fatnað varst, fínn í veizlum glaður, öll þín klæði ávallt barst eins og fyrirmaður. Lifað hefur langa tíð, ljúft og sárt á stundum, en oftast var þó ævin blíð á okkar gleðifundum. Ævikvöldið komið er, hann kveður líf sitt glaður, til næturhvíldar hallar sér heill og góður maður. Þinn tengdasonur, Egill Þórðarson. Með miklum söknuði kveð ég ást- kæran tengdaföður minn, Ragnar Björnsson. Honum kynntist ég fyr- ir nálægt hálfri öld, stuttu eftir að ég kynntist elsta syni hans, Gunn- ari, á unglingsárum í MR. Ragnar var þá matsveinn á millilandaskip- um og löngum stundum fjarri konu sinni Dúfu og sex börnum. Heim- komu hans var ávallt beðið með mikilli eftirvæntingu. Mér er minn- isstæð sú hlýja og gleði sem hann sýndi mér frá fyrstu tíð, eiginleikar sem ávallt einkenndu hann. Ragnar var með eindæmum hjálpsamur og léttur í lund. Öll þau ár sem ég hef þekkt hann hef ég aldrei heyrt hann hækka róminn nema þegar hann tók lagið, sem var ósjaldan. Þá voru háir tónar honum eðlilegir og auðveldir. Vegna tíðrar fjarveru Ragnars má segja að ég hafi kynnst honum best eftir að við Gunnar fluttum 1966 til Þýskalands til náms. Í þá daga voru samskipti við fjölskyldur okkar takmörkuð við löng bréf og eitt símtal heim um hver jól. Því reyndum við að hitta Ragnar eins oft og mögulegt var þegar hann kom í nálæga höfn. Nokkur hundr- uð kílómetra ferð í miðstöðvarlaus- um og ísköldum bjölluskrjóð var vel þess virði til að geta eytt með tengdapabba þeim frístundum sem honum gáfust milli þess sem hann reiddi fram dýrindis matarkrásir. Þetta var á þeim árum þegar vöruúrval á Íslandi var takmarkað og hafði tengdapabbi því ætíð lang- an innkaupalista meðferðis. Aðdá- unarverður var dugnaður hans við að uppfylla allar óskir, en gott þótti honum að fá aðstoð við innkaupin. Listarnir áttu það til að lengjast nokkuð ef kvisaðist í bréfi að við myndum e.t.v. mæta í höfn. Að fara með tengdapabba í búðir var upp- lifun út af fyrir sig. Hann hafði un- un af að klæða sig upp og treysti fatasmekk tengdadótturinnar full- komlega, þótt stundum hafi það fregnast að þegar heim var komið hafi tengdamóðir mín ekki þóst þekkja spjátrunginn sem kom frá borði í táningafötunum sem við hipparnir höfðum valið á hann. Tengdapabbi hafði unun af ferða- lögum. Eitt sinn að sumarlagi tók Ragnar Dúfu sína með í einn túr og frí milli skipsferða. Við sóttum þau til Hamborgar og skoðuðum ýmsa staði á leiðinni til Darmstadt, þar sem við bjuggum. Svo var haldið suður á bóginn með tjöld og svefn- poka, að stúdenta sið. Svo til óskilj- anlegt er hvernig við komumst öll fyrir í Bjöllunni með útilegubúnað fyrir fjóra. Þessi ferð varð ógleym- anleg. Ragnar þekkti heimshöfin eftir áralangar siglingar en fjalla- toppar utan íslenskra tinda voru honum að mestu ókunnir. Þrátt fyr- ir óhemju lofthræðslu Dúfu nutum við fegurðar Alpanna svífandi í kláfi þar sem Bjallan komst ekki upp. Tvær síðustu ferðir með Ragnari koma einnig upp í hugann. Í hring- ferð um landið heimsóttum við m.a. Veturhús á Jökuldalsheiði þar sem hann fæddist frostaveturinn mikla 1918 og stoltur nærri níræður öld- ungurinn þrammaði t.d. í Kverkfjöll og Öskju og fór létt með það. Hin ferðin var til Englands þar sem glæsiparið hann og Jóna dönsuðu í brúðkaupi dóttur okkar fyrir aðeins tveimur árum. Ég er þakklát fyrir að hafa tengst Ragnari og hans yndislegu fjöl- skyldu. „Börnunum okkar reyndist hann ætíð hinn besti afi.“ Valdís Bjarnadóttir. Heiðin með sín horfnu sel, henni gleymir enginn. Heiman bjó hún virkta vel Veturhúsadrenginn. (Þorsteinn Valdimarsson) Svo orti Þorsteinn um æskuvin sinn Ragnar Björnsson. Ragnar væri eflaust sammála mér að hann hafi átt gott líf. Gott líf og viðburðaríkt. Fæddur frostavet- urinn mikla í mars 1918 á baðstofu- lofti Veturhúsa, heiðarbýlis á Jökul- dalsheiði, móðir hans ljósmóðir sveitarinnar, þannig að faðir hans gróf sig upp um þekjuna til að leita hjálpar. Eyddi æskuárum í fjörug- um bræðrahóp á Vopnafirði. Hann og hans bræður gengu undir nafn- inu strákarnir í skólanum, stundum óþekkir en mannvænlegir. Stundaði framhaldsnám á Laugum. Fluttist til Hafnarfjarðar á stríðsárum ung- ur maður, spengilegur. Ferðaðist um Hafnarfjörð á reiðhjóli, alltaf vel klæddur, frægur af dansmennt og sundkunnáttu. Kynntist Aðalbjörgu Ingólfsdóttur af Kaldablóðsættinni, kölluð Dúfa alla tíð, yndislegri konu sem hann kvæntist og komu þau sex börnum til manns. Dúfa sá að mestu um uppeldið meðan Ragnar dró björg í bú, kokkur á fraktskipum en hafði samt tíma til að syngja, auðvit- að sem tenór í Þröstunum. Þegar börnin voru komin á legg 1980, féll Dúfa frá langt um aldur fram. Seinna kynntist Ragnar annarri yndislegri konu, Jónu Ásgeirsdótt- ur, sem var hans stoð og stytta fram í andlátið. Ragnar var ljúfur maður, fordómalaus, elskaður af afkomend- um sínum enda hvers manns hug- ljúfi, alltaf jákvæður, lagði aldrei illa orð til nokkurs manns. Frægt er þegar einn tengdasonur barnabarns sagði í heyranda hljóði „Það besta við þessa fjölskyldu er Ragnar“. Ég sjálfur myndi lýsa tengdaföður mín- um sem geðgóðum, jákvæðum fram- kvæmdamanni. Annálað snyrti- menni, vel klæddur fram í andlátið. Talaði aldrei illa um nokkurn mann og trúði á framkvæmdir „Íslandi allt“. Alltaf þegar einhver var að byggja eða breyta var Ragnar mættur hjá börnum eða barnabörn- um, stundum fór hann fram meira með kapp en forsjá en hann þoldi ekkert droll, viðkvæðið var „drífum þetta af“. Fór svo á endanum að menn fóru stundum leynt með fram- kvæmdir sínar enda ekki gott til af- spurnar að hafa áttræða menn í ak- korðsvinnu. Með söknuði kveð ég Ragnar, manninn sem var alltaf til í eitthvað nýtt. Byrjaði hesta- mennsku sjötugur, vígði sundlaug með Hrafnhildi dóttur minni níræð- ur, stakk sér beint á magann með stæl. Lúther Sigurðsson. Regnið dynur á glugganum og í fanginu held ég á nýfæddum syni mínum og þá hringir síminn og faðir minn tilkynnir mér að afi Ragnar sé dáinn. Hugurinn leitar upp á Hring- braut; ilmur af bakkelsi og þau heiðurshjónin afi Ragnar og amma Dúfa umvafin börnum með út- breiddan faðminn. Afi Ragnar var kraftmikill. Hann var mikill fjölskyldumaður, glað- lyndur og söngelskur. Hann var hestamaður. Afi var vinnusamur og einstaklega lífsglaður maður. Aldr- ei heyrði ég hann hallmæla nokkr- um manni og ekki bar hann harma sína á torg. Hann var mikill náttúruunnandi og get ég ekki annað en brosað við tilhugsun um atvik sem átti sér stað þegar hann hvarf yfir fjallið góða á fögrum degi á hestbaki á ní- ræðisaldri og ekki spurðist til hans um nokkurt skeið og aðspurður hvar hann hefði verið var svarið einfalt; þetta var fagur dagur og til- valinn til útreiðar og ég er nú full- orðinn og sló hann sér á lær og hló hrossahlátri. Ragnar elskaði að vera í sumar- dvalarstað föður míns Ásgríms í Grimstad í Noregi. Þar synti hann í ísköldum sjónum og kleif upp á næstu tinda og spennti á sig vinnu- belti; allt áður er klukkan sló níu að morgni og hann kominn á níræð- isaldur. Síðan vorum við hin vakin upp og það skyldi snæða morgun- verð og byrja að vinna. Hann sagði alltaf að vinnan göfgaði manninn. Mér þótti vænt um að eitt af því seinasta sem hann ræddi um áður en hann hvarf á vit horfinna ástvina var nýfæddur sonur minn er hann kallaði Lilla tólfta. Hann var alltaf glaðlyndur og kátur og hann sagði við mig að þegar hann færi yfir móðuna miklu vildi hann að drukk- inn væri snaps og að mikið yrði sungið. Því miður verð ég fjarri heimahögum, þar sem ég á ekki heimangengt vegna nýfædds sonar. Fallinn er mikill ættarhöfðingi í hárri elli, elskaður og umvafinn ást- vinum. Er ég held til Íslands mun ég horfa á landið með augum afa míns sem sá fegurðina í fjallgarðinum, læknum, tungumálinu og fólkinu sjálfu. Þú elskaðir stökunnar máttuga mál, myndsmíð vors þjóðaranda, þar ættirnar fága eldgamalt stál, í einvistum fjalla og stranda - við öræfamorgunsins brúnabál, við brimþunga mannauðra sanda. (Einar Ben.) Guð blessi minningu afa míns, Ragnars Björnssonar. Nanna Ásgrímsdóttir. Elsku afi okkar er nú fallinn frá 92 ára að aldri. Það togast á í okkur mikill söknuður og á sama tíma léttir. Söknuður yfir því að hafa misst afa okkar og frábæra mann- eskju úr lífi okkar ásamt létti yfir því að afi fékk að fara áður en Elli kerling svipti hann sjálfsvirðing- u.Við vonum, elsku afi, að við ber- um gæfu til að vera jafn heilsteypt- ar í okkar lífi og þú varst í þínu. Þessi einstaka fordómalausa og skilyrðislausa ást sem þú barst til allra í kringum þig. Aldrei neinar aðfinnslur en alltaf tilbúinn að hjálpa og vera til staðar. Bankaðir bara upp á, baðst um kaffi og eftir gott spjall og fréttaflutning spurðir þú hvað ætti að gera næst. Taka hurðirnar í gegn? Skipta um gólf- efni? Byggja garðskúr? Hlaða vegg? Og jú, það var eitt sem þú vildir fá og fékkst í staðinn; það var tími, tími til að vera saman, tími til að bardúsa, tími til að spjalla. Kaffitími. Og nú ertu farinn en við yljum okkur við minningar. Við munum eftir þegar þú lúrðir á stofugólfinu á Hringbrautinni og hlustaðir á fréttirnar, hversu gott var að setjast hjá þér og hvíla sig. Við munum gönguferðir niður á bryggju. Hversu óborganlega fynd- ið það var þegar þú lést skrölta í fölsku tönnunum. Við munum hestalyktina og útreiðatúra upp í Sörla. Við munum eftir léttlyndi þínu, húmor og æðruleysi alveg fram til síðasta dags. Við vonum að við fáum að deyja eins og þú, elskaður af öllum og með stórfjölskylduna í kringum þig. Þessar stundir sem við áttum Ragnar Björnsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.