Morgunblaðið - 19.11.2010, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.11.2010, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2010 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hjörtur J. Guðmundsson hjorturjg@mbl.is „Við sem stöndum að þessari tillögu lítum svo á að það þurfi einfaldlega að leita réttlætis fyrir Íslands hönd vegna ófyrirleitni Breta,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Gunnar hefur ásamt þrettán öðr- um þingmönnum úr Framsóknar- flokknum, Sjálfstæðisflokknum og Hreyfingunni lagt fram þingsálykt- unartillögu þess efnis að undirbúin verði málshöfðun gegn breska ríkinu fyrir alþjóðlegum dómstól vegna beitingar hryðjuverkalöggjafar gegn íslenska ríkinu og íslenskum fyrir- tækjum haustið 2008, skömmu eftir bankahrunið. Vilja krefjast skaðabóta Í tillögunni segir að málsóknin verði byggð á því „að beiting hryðju- verkalaganna hafi verið tilefnislaus, ekki lögum samkvæmt og hafi skað- að íslenskt orðspor og fjárhagslega hagsmuni þjóðarinnar“. Sett verði fram krafa um „skaðabætur fyrir það tjón sem ákvörðun breskra stjórnvalda olli íslenska ríkinu og ís- lenskum fyrirtækjum“. Gunnar segir að ekki hafi verið að fullu kannað hvort það væri mögu- legt að leita réttar Íslands fyrir al- þjóðlegum dómstólum bæði vegna beitingar hryðjuverkalaganna sem slíkra og að landið skyldi vera sett á lista yfir hryðjuverkasamtök. „Þetta er mál sem við teljum að stærstur hluti þjóðarinnar sé sam- mála okkur um að við eigum að leita réttar okkar í og láta reyna á þetta. Ég vona að hægt verði að sameinast um þessa tillögu í þinginu.“ Afsökunarbeiðni? Fyrir skömmu lýsti Liam Fox, varnarmálaráðherra Breta, því yfir í samtali við norska dagblaðið Aften- posten að beiting breskra stjórn- valda á hryðjuverkalögum gegn Ís- landi hafi verið grimmdarleg og að hún hefði aldrei átt að eiga sér stað. Nokkuð sem margir kusu að túlka sem óformlega afsökunarbeiðni ráð- herrans til Íslendinga. Vilja höfða mál gegn Bretum  Tillaga til þingsályktunar lögð fram af 14 þingmönnum í stjórnarandstöðunni  Eigum að leita réttar okkar fyrir dómstólum segir flutningsmaður tillögunnar Tillagan gengur út á að undirbúið verði skaðabóta- mál gegn breska ríkinu. „Við höfum frá upphafi lagt áherslu á skákstarf. Þegar Rimaskóli fagnaði tíu ára afmæli sínu þá unnum við fyrsta Íslandsmeistaratitilinn og síð- an hefur ekki orðið neitt lát á þessu,“ segir Helgi Árnason, skólastjóri Rimaskóla. Skáksveit skólans varð í byrjun september Norðurlandameistari barnaskólasveita í skák og af því tilefni bauð Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra sveitinni til kaffi- samsætis í ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu seinnipartinn í gær. Þá var skáksveit Menntaskólans í Reykjavík að sama skapi boðið, en hún varð Norður- landameistari framhaldsskóla í skák um miðjan september síðastliðinn, annað árið í röð, og skáksveit Salaskóla í Kópavogi, sem hlaut silf- urverðlaun á Norðurlandameistaramóti grunn- skóla um sama leyti, en sú sveit hefur áður ítrek- að unnið til verðlauna á skákmótum. Á myndinni heilsar Katrín upp á unga skák- meistara í Ráðherrabústaðnum. Ungir skákmeistarar í kaffi Morgunblaðið/Eggert Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Lögreglumaður var sakfelldur í Hæstarétti í gær fyrir að „hafa farið offari við framkvæmd lögreglustarfa“ og að hafa ekki gætt lögmætra aðferða er hann fyrirskipaði öðrum lögreglu- manni að aka með handtekinn mann út á Granda og skilja hann þar eftir. Lög- reglumaðurinn var sýknaður í héraðs- dómi. Arinbjörn Snorrason, formaður Lögreglufélags Reykjavíkur, segir niðurstöðu Hæstaréttar koma sér á óvart. „Okkur þótti niðurstaða héraðs- dóms sanngjörn og rökrétt,“ sagði Ar- inbjörn í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Lögregla var að störfum í miðbæ Reykjavíkur í janúar 2009 er maður kom aðvífandi og jós fúkyrðum yfir lögreglumennina og truflaði störf þeirra. Hann var handtekinn, en í stað þess að aka með hann á lögreglustöð var farið með hann út á Granda, þar sem honum var hleypt út úr bílnum. Færum menn til hliðar Í dómi Hæstaréttar segir að í lög- reglulögum sé svo mælt fyrir að hand- tekinn maður sé færður á lögreglu- stöð. Því eigi ákvörðun lögreglu- mannsins sér ekki stoð í lögum. „Oft beitum við ekki íþyngjandi aðgerðum eins og að færa menn á lögreglustöð í tilvikum þegar fólk er til vandræða. Þá færum við það til hliðar,“ segir Arin- björn. Aðspurður hvað hann telur íþyngj- andi aðgerð segir Arinbjörn: „Til dæm- is að færa mann á lögreglustöð eða fyr- ir varðstjóra. Lengi hefur verið brýnt fyrir lögreglumönnum að beita ekki íþyngjandi aðgerðum.“ Refsingu lögreglumannsins var frestað og hún mun falla niður eftir tvö ár haldi hann almennt skilorð. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgar- svæðisins, vildi ekki tjá sig um málið enda ekki gefist tími til að lesa dóminn. Niðurstaða héraðsdóms þótti sanngjörn og rökrétt  Lögreglumaður sakfelldur í Hæstarétti fyrir að fara offari Einhver brögð eru að því að kynningarblað um stjórnlaga- þing hafi ekki borist inn á heimili, eins og til stóð, en dreif- ingu á að vera lokið um allt land. Ágústa Hrund Steinarsdóttir, forstöðumaður markaðsdeildar Ís- landspósts, segir að dreifing kynn- ingarblaðsins hafi gengið vel, en hún biður þá sem ekki hafa fengið blaðið að hringja í þjónustuver Ís- landspósts í síma 580 1200 og blað- ið verði í framhaldinu sent heim til fólks. Í tilkynningu á vef stjórnlaga- þings segir að flestar kvartanir hafi borist úr Vesturbæ og Grafarvogi í Reykjavík en nokkrar annars stað- ar frá. Margir höfðu samband við dómsmálaráðuneytið í gær og í fyrradag og reyndi það að koma blaðinu til fólks strax, en ráðu- neytið mælist til þess að fólk snúi sér til Íslandspósts. egol@mbl.is Ekki hafa allir feng- ið blaðið  Kynningarblað um stjórnlagaþing Hæstiréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms þess efnis að Hagar hefðu brotið samkeppnislög og mis- notað markaðsráðandi stöðu sína „með aðgerðum sem beindust gegn keppinautum félagsins á mat- vörumarkaði og með því brotið gegn samkeppnislögum“. Högum er gert að greiða 315 milljónir króna í stjórnvaldssekt vegna brotanna. Sektin er sú hæsta sem lögð hefur verið á hér á landi vegna slíks brots. Brotið mun hafa falist í svonefndri undirverðlagningu, sem felur í sér að markaðsráðandi fyrirtæki selur vörur undir kostnaðarverði. Slík verðlagning getur m.a. leitt til þess að minni keppinautar hrökklist út af markaðnum. Þetta átti sér stað í verðstríði lágverðsverslana árið 2005, en þá seldu Hagar mjólk og mjólkurvörur undir kostnaðarverði í verslunum Bónuss í langan tíma. Vörurnar voru seldar með stórfelldu tapi og leiddi þetta til þess að versl- anirnar voru í heild reknar með tapi. annalilja@mbl.is Hæsta sektin lögð á Haga Gegn umfangsmiklum breytingum á stjórnarskránni. Auðkennistala: 7759 Óráðlegt er að ráðast í umfangsmiklar breytingar á stjórnarskránni. Það er til marks um ágæti hennar að hún hefur staðist tímans tönn stóráfallalaust. Bankahrunið gefur ekkert tilefni til að breyta henni. Orsakir þess er ekki að finna í henni. Þvert á móti er óráðlegt að ráðast í breytingar á stjórnarskránni á þessum umbrotatímum. Elías Blöndal Guðjónsson, lögfræðingur. elias@elias.is elias.is FRAMBOÐTIL STJÓRNLAGAÞINGS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.