Morgunblaðið - 19.11.2010, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.11.2010, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 1 9. N Ó V E M B E R 2 0 1 0  Stofnað 1913  271. tölublað  98. árgangur  BERSÖGUL OG GRÓTESK ÁSTARSAGA BÚIST VIÐ ÁTAKAFUNDI GLAMÚR OG LITA- GLEÐI Á NÆR- FATASÝNINGU TEKIST Á UM ESB 9 VICTORIA’S SECRET 11MEGAS OG ÞÓRUNN SKRIFA 38 Fréttaskýring eftir Agnesi Bragadóttur  „Við getum ekki hækkað verðið hjá okkur því við berum okkur saman við erlenda flug- velli,“ segir Ásta Dís Óladóttir, framkvæmda- stjóri Fríhafn- arinnar, en lagt verður vörugjald á bjór og annað áfengi í Fríhöfninni um næstu áramót. Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra segir að til greina komi að gera breytingar á skatt- lagningu áfengis, einkum bjórs, þannig að miðað verði meira við styrkleika. »4 Áfengi í Fríhöfninni hækkar ekki þrátt fyrir vörugjald Leiðarvísir sambandsins » Könnun Eurobarometer var gerð af Capacent Gallup í maí og tóku 526 Íslendingar þátt í henni. » Kannanir Eurobarometer hafa í hartnær fjóra áratugi ver- ið notaðar við stefnumótun framkvæmdastjórnar ESB. » Einnig er fjallað um könnun Hagstofu ESB (Eurostat) í Morgunblaðinu í dag en þar kemur fram að Íslendingar flytj- ast fyrr úr foreldrahúsum en jafnaldrar þeirra víðast í ESB. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Svipað hlutfall Íslendinga og Kýp- verja, eða 52% annars vegar og 53% hins vegar, telur að ástandið á vinnu- markaði heima fyrir sé betra en að meðaltali í ríkjum Evrópusambands- ins. Þetta má lesa úr könnun Euro- barometer sem gerð var vegna aðild- arumsóknar Íslands að sambandinu en í henni kemur fram að íbúar að- eins átta ríkja, að Kýpverjum með- töldum, telja að ástandið á eigin vinnumarkaði sé betra en meðaltalið í ESB. Fram kemur í könnuninni að 41% Íslendinga telji ástandið í vinnumál- um að meðaltali betra í ESB en á Ís- landi en 7% taka ekki afstöðu. Til samanburðar telja 97% Grikkja að ástandið sé betra í ESB en í Grikk- landi. Hlutfallið er nánast það sama í Lettlandi og Litháen, eða 96%. Tekið skal fram að könnunin var gerð í maí eða um það leyti sem kreppan skall af öllu afli á Grikklandi. Spurningarmerki við evruna Þau tíðindi hafa síðan gerst að Ír- land er talið þurfa neyðaraðstoð frá Evrópusambandinu, auk þess sem spurningar hafa vaknað um framtíð evrunnar sem gjaldmiðils. Aðildarríki ESB eru nú 27 talsins en eins og fram kemur í Morgun- blaðinu í dag er atvinnuleysið meira í 17 af 27 aðildarríkjum sambandsins. Mælist það mest á Spáni, Lett- landi, Eistlandi og Litháen en þar er það á bilinu frá 18,2 til 20,8%. Vítahringur á evrusvæðinu Fjallað er um dökkt útlit á vinnu- markaðnum í mörgum ríkjum Evrópusambandsins í Morgun- blaðinu í dag en þar kemur fram í máli Matthews Lynns, dálkahöfund- ar hjá fréttaveitunni Bloomberg, að vegna djúpstæðs vanda á evrusvæð- inu sé útlit fyrir viðvarandi atvinnu- leysi. Írar og líklega Portúgalar þurfi á neyðaraðstoð frá ESB að halda sem aftur kalli á seðlaprentun og niður- skurð. Þá hafi væntingar um samruna evruríkja ekki ræst. Meiri bjartsýni en í ESB  Íslendingar hafa meiri tiltrú á eigin vinnumarkaði en íbúar flestra ESB-ríkja  Atvinnuleysi er minna hér en víðast hvar í ESB  Evrusvæðið í tilvistarkreppu MDræmar atvinnuhorfur »16 Pósthússtræti var lokað í gær, ekki þó vegna veðurblíðu eins og gjarnan gerist að sumarlagi. Götunni var lokað vegna töku stuttmyndarinnar Bona petit, sem er í leikstjórn Helenu Stefáns- dóttur. Ekki var annað að sjá en leikurunum lík- aði lífið hið besta er þeir stigu glaðlegan dans á götum úti. Engum fipaðist dansinn, þrátt fyrir að hann væri stiginn á ósléttu og steinilögðu strætinu. Götudans stiginn í Pósthússtræti Morgunblaðið/Eggert  Lárus Welding var yfirheyrður af sérstökum saksóknara í gær í tengslum við húsleitir, sem emb- ættið lét fara fram á þriðjudag. Hafa því tíu manns verið yfirheyrð- ir í tengslum við rannsóknina, enn sem komið er. Jón Ásgeir Jóhannesson og Pálmi Haraldsson hafa ekki verið kallaðir til yfirheyrslu, en rann- sóknin snýst um lánveitingar Glitn- is til félaga tengdra þeim, svo sem dótturfélags Fons. Þá eru lán til Baugs og 101 Capital til rann- sóknar, en 101 var í eigu eiginkonu Jóns Ásgeirs, Ingibjargar Pálma- dóttur. »20 Lárus Welding yfirheyrður í gær  Búist er við að margir eigi eftir að leggja leið sína til sýslumanna á næstunni til þess að ganga frá fyrirfram- greiddum arfi til erfingja sinna, en erfðafjárskattur verður hækkaður um næstu áramót, að sögn Eyrúnar Guðmundsdóttur, deildarstjóra sifja- og skipta- deildar sýslumannsembættisins í Reykjavík. Dánarbú þeirra sem látast fyrir áramótin munu þannig bera 5% skatt eins og áður en skatturinn verður síðan hækkaður í 10% eft- ir þau. »6 Skattur á arf hækk- ar um áramótin Íslensk gjöf fyrir sælkera SÆLKERAOSTAKÖRFUR Kynnið ykkur úrvalið á ms.isms.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.