Morgunblaðið - 19.11.2010, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 19.11.2010, Blaðsíða 35
DAGBÓK 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2010 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÉG VAR Á KÍNVERSKUM VEITINGASTAÐ ÞEGAR ÞAÐ VAR HNERRAÐ Á MIG! HVAÐ Á SVOLEIÐIS AÐ ÞÝÐA! BLOGGIÐ MITT ER ORÐIÐ MEIRA SPENNANDI! ER ÞETTA SNJÓR Á PEYSUNNI ÞINNI? ÞAÐ VERÐUR SÓLMYRKVI Á LAUGAR- DAGINN ÞAÐ ER VÍST HÆTTULEGT AÐ HORFA Á SÓLMYRKVA ÉG ÆTLAÐI AÐ NOTA SÓLGLERAUGU EKKI GERA ÞAÐ! SÓLGLERAUGU GETA EKKI VERNDAÐ AUGUN FYRIR SÓLMYRKVA, EKKERT GETUR VERNDAÐ AUGN FYRIR ÞVÍ! HVAÐ EF ÉG DREG FYRIR GLUGGANN, LEGGST UPP Í RÚM OG DREG SÆNGINA UPP FYRIR HAUS? MUNDU SONUR, AÐ EIGUR ÞÍNAR ERU EKKI ÞAÐ SEM SKIPTIR MESTU MÁLI Í LÍFINU... ...HELDUR ÞAÐ SEM ÞÚ ÁTT EFTIR ÞEGAR RÍKIÐ ER BÚIÐ AÐ TAKA SINN SKERF! VIÐ HEFÐUM ALDREI ÁTT AÐ LEYFA HONUM AÐ KOMAST Á FACEBOOK FORELDRAR MÍNIR MISSTU HELMINGINN AF SPARIFÉNU SÍNU VEGNA ÞESS AÐ VERÐBRÉFAMIÐLARINN ÞEIRRA SVINDLAÐI Á ÞEIM ÞESSI SEM HVARF? Ó NEI! ÞAU VORU HJÁ HONUM Í TUTTUGU ÁR KANNSKI ÆTTUM VIÐ AÐ KOMA PENINGUNUM OKKAR Á ÖRUGGARI STAÐ HVAR VÆRU PENINGARNIR OKKAR ÖRUGGIR? Í DJÚPRI HOLU Í BAKGARÐINUM OKKAR? ÞEIR ERU Í HERBERGI 754 ÞARNA ER ANNAR ÞEIRRA! FÆRÐU ÞIG, ÉG ÞARF AÐ TAKA ELECTRO FASTAN! ÞAÐ LIGGUR EKKERT Á! HANN ER EKKI AÐ FARA NEITT Hvar er Doddi? Mig langar að taka undir ábendingu sem birtist í Velvakanda í nýlega. Ég er ein af fjölmörgum við- skiptavinum Húsa- smiðjunnar í Hafn- arfirði sem sakna Dodda. Alltaf var hann boðinn og búinn að aðstoða með bros á vör. Í haust hóaði hann í mig og sagði mér að límið sem ég hafði verið að leita að viku fyrr væri komið aftur og það var ekki nóg að hann léti mig vita að fyrra bragði, heldur fór hann að límrekk- anum og rétti mér túpuna. Doddi er indæll starfsmaður sem alltaf heilsaði kankvíslega og lagði sitt af mörkum til að versl- unarferðin yrði ánægjulegri. Hvar er Doddi núna? Ég myndi leggja lykkju á leið mína ef hann er í sambærilegu starfi annars staðar. Takk fyrir góða þjónustu, Doddi. Gunnhildur Ó. Enn Icesave Ég skil aldrei hvers vegna ríkið á að borga. Ef maður skiptir við banka verður maður að taka áhættu, hvað varðar verðbréf. Sigríður Björnsdóttir. Ást er… … að vakna um miðja nótt til að kveðja hann. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Vinnustofa kl. 9, bingó kl. 13.30. Leikhúsferð í Þjóðleikhúsið kl. 19.30. Árskógar 4 | Smíðar kl. 9, jóga kl. 13.30. Bólstaðarhlíð 43 | Jólafagnaður verður fim. 2 des. kl. 18. Sr. Hans Markús flytur jólahugleiðingu, jólahlaðborð frá Lárusi Loftssyni. Gissur Páll Sigurðsson syngur við undirleik Jónasar Þóris, jólasögur. Uppl. í síma 535-2760. Dalbraut 18-20 | Söngstund kl. 14. Dalbraut 27 | Handavinna kl. 8, botsía kl. 10.45. Listamaður mánaðarins. Félag eldri borgara, Reykjavík | Dans- leikur á sunnudag kl. 20, Sighvatur Sveinsson leikur fyrir dansi. Félagsheimilið Boðinn | Leikfimi kl. 12. Félagsheimilið Gjábakki | Botsía, málm- og silfursmíði kl. 9.30 og 13, jóga kl. 10.50, félagsvist kl. 20.30. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Vatnsleikfimi kl. 8.15 og 9.15, málun kl. 10, félagsvist og leðursaumur kl. 13, skráning á jólahátíð stendur yfir. Fræðslufundur um alzheimer 22. nóv. kl. 14 í Jónshúsi. Félagsstarf Gerðubergi | Pottakaffi í Breiðholtslaug kl. 7.30, gestur er Lárus Haraldsson, formaður hverfisráðs. Vinnustofur opnar kl. 9-16.30, prjóna- kaffi kl. 10, gestur Stefán Eiríksson lög- reglustjóri, stafganga kl. 10.30. Frá há- degi er spilasalur opinn. Hátíðardagskrá verður í Mjódd kl. 16, m.a. syngur Gerðubergskórinn. Furugerði 1, félagsstarf | Messa kl. 14. Prestur er Ólafur Jóhannsson og Furu- gerðiskórinn leiðir söng. Ívar Sím- onarson gítarleikari spilar kl. 15. Háteigskirkja | Bridsaðstoð kl. 13. Hraunbær 105 | Handavinna, bingó kl. 13.30. Hraunsel | Rabb kl. 9, leikfimi kl. 11.30, brids kl. 12,30, dansleikur, Þorvaldur Halldórsson leikur og syngur, verð 1.000 kr. Biljardstofa og pílukast í kjallara. Hvassaleiti 56-58 | Lífsorkuleikfimi kl. 8.30, 9.30 og 10.30, opin vinnustofa frá kl. 9, námskeið í myndlist kl. 13, bingó kl. 13.30, vinningar og kaffisala í hléi. Hæðargarður 31 | Við Hringborðið/ kaffitár 8.50, gönuhlaup, Thachi og listasmiðjan kl. 9; myndlist. Gáfumanna- kaffi kl. 15, Hæðargarðsbíó kl. 16, búta- saums- og myndlistarsýning listasmiðju. „Hlustum á tónlist“ 23. nóv. Trausti Ólafsson verður með tónlistarkvöld kl. 20. Íþróttafélagið Glóð | Botsía í Gjábakka kl. 13. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Blaðakl. kl. 10.10, leikfimi kl. 11, bingó kl. 13.30. Norðurbrún 1 | Myndlist og útskurður, opin vinnustofa kl. 9-12. Vesturgata 7 | Skartgripa/kortagerð kl. 9, enska kl. 11.30, tölvukennsla kl. 13.30, sungið v/flygilinn kl. 14.30, dansað í að- alsal kl. 14.30-16. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja, leir- mótun kl. 9, handavinnustofa opin, morgunstund kl. 9.30, bingó kl. 13.30. Bjarni Stefán Konráðsson fór tilsjúkraþjálfara sem sagði að höf- uðið á honum sæti skakkt á efsta háls- lið. „Það er pent orðalag á þessari staðreynd,“ sagði Bjarni og bætti við: Þetta sjúkraþjálfarinn þurfti mér að tjá: „Vitgrannt höfuð, vinur minn, er vitlaust skrúfað á.“ Spurður að því, hvort ekki væri bara hægt að herða skrúfurnar, svaraði Bjarni: Nei, því hængur einn er á; þær eru forskrúfaðar, eitthvað bognar, eða þá ekki neitt til staðar. Ármann Þorgrímsson heyrði tal- að um sjálfbærar veiðar, sjálfbæra orku og velti því fyrir sér hvort hugtakið næði ekki einnig yfir mannfjölgun á jörðinni: Svo það verði sjálfbært þá setja ætti kvóta á unaðsstundir öllum hjá sem elska milli fóta. Friðrik Steingrímsson sá þegar að Ármann hafði lög að mæla: Innan tíðar eflaust má alla skjóta þrjóta, er mælast yfir mörkum á milli fóta kvóta. Jón Gissurarson orti þegar fór að hausta: Dagar styttast alveg er orðið dimmt á kvöldin. Yfirtökin eiga hér árans myrkravöldin. Ármann bætti við: Skuggabaldur skemmtir sér skarta faldi hvítum tindar norðankaldinn napur er næstum aldrei sunnanvindar. Höskuldur Búi Jónsson orti í orðastað sona sinna, sem þótti held- ur dimmt til að það væri dagur og tunglið elti þá alla leið í leikskól- ann: Dökkur skugginn daginn heftir dimm er aftur komin nótt. Nú fylgir tunglið okkur eftir eltir bíl og trítlar hljótt. Davíð Hjálmar Haraldsson mælti huggunarrík orð: Kemur senn úr suðri vor með sólarkoss um dranga og þýðan blæ sem þerrar hor og þrútinn, rakan vanga. Engilráð Sigurðardóttir orti eitt sinn í sama dúr: Þó að fjúki fölnað blað og fjari lífsins kraftur vita skuluð, vinir, að vorið kemur aftur. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af höfði og skrúfgangi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.