Morgunblaðið - 19.11.2010, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.11.2010, Blaðsíða 11
Hin árlega nærfatasýning Victori- a’s Secret fór fram á dögunum. Það er aldrei nein ládeyða yfir sýn- ingum Victoria’s Secret heldur er allt gefið í botn og litagleðin og glamúrinn keyrð upp í topp. Fræg- ar fyrirsætur sjást iðulega á þess- um sýningum og í ár sýndu meðal annars Adriana Lima, Chanel Iman og Karolina Kurkova. Poppstjörn- urnar Katy Perry og Akon sáu svo um að halda uppi stuðinu. Hér má sjá brot af litagleðinni sem boðið var upp á. Litskrúðug Behati Prinsloo var ekki daufleg. Liu Wen Nærföt fyrir ökumenn. Rokkað Magdalena Frackowiak var svolítið eins og lifandi tattú. Litríkt og lokkandi Mjalta- stúlka Can- dice Swa- nepoel á leið út í fjós. Morgunblaðið/Ernir Höfundar Auður og Embla hoppuðu af kæti þegar þær fengu bókina sína um Loðmar fyrst í hendur. skila,“ og Auður grípur orðið aftur: „Eða hingað og þangað, tvist og bast og víð og dreif, tilgangurinn með þessu er að lesandinn læri hvað orðið þýðir án þess að fletta því upp í orð- skýringunum.“ Blæbrigðaríkara Embla og Auður eru þó vissar um að börn og unglingar muni skilja flest orðin í bókinni. „Við segjum ekki að börn og unglingar skilji ekki þessi orð en þau nota frekar montinn en drjúgur með sig, við erum að reyna að gera málið blæbrigðaríkara. Hver og ein manneskja er með svo mis- munandi orðaforða að það er alltaf hægt að læra eitthvað af öðrum. Að okkar mati er fjölbreytileiki málsins ekki að minnka en málið er að breytast, það er að koma svo mikið af nýjum orðum inn í málið. Orðin koma í sveiflum en svo verður ótrú- lega glatað að nota eitthvert orð og þá kemur annað í staðinn,“ segir Auður og Embla bætir við: „Eins og orðið teiti sem er að koma aft- ur, einu sinni töluðu allir um partí, nú er talað um teiti. Það eru allir að mæta í teiti út um allt. Dansiball er annað sem er að koma inn og diskótek fer út. Orð eru eins og tískusveiflur í klæðaburði, koma og fara.“ Þær stöllur munu lesa upp víða fram að jólum en á þriðjudaginn lásu þær fyrir börn í 4. bekk í Háteigs- skóla. Þær segja krakkana yfirleitt skilja alveg söguþráð bókarinnar. „Þau skilja svo mikið út frá sam- hengi og taka svo mikið inn. Börn eru vön því að skilja ekki hvert orð og bæta við orðaforða sinn á hverjum einasta degi fyrirhafnarlaust. Við höldum að krakkar komi oft for- eldrum sínum á óvart með málfar- skunnáttu sinni sem sýnir að það þarf ekkert að einfalda hlutina fyrir börn- unum,“ segir þær. Hoppað af kæti Loðmar er fyrsta bók þeirra beggja og því var tilhlökkunin eðli- lega mikil að fá bókina úr prentun. „Þegar við gátum skoðað fyrstu eintökin úr prentuninni þustum við upp í Sölku með eftirvæntingarhnút í maganum. Að sjá bókina og hand- leika hana í fyrsta skipti var frábært og við hreinlega hoppuðum af kæti þegar við sáum hvað þetta heppn- aðist vel,“ segja þær stöllur og getur blaðamaður tekið undir það; bókin er mjög eiguleg. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2010 Rich Santos ritar um líf einhleypa karlmannsins á vefsíðu glanstímarits- ins Marie Claire, MarieClaire.com. Ný- lega gerði hann lista yfir átta hluti sem fara í taugarnar á honum í hegð- un para og er það eftirfarandi: 1. Þegar þau renna saman í eina per- sónu. Eins og vinur minn sem fór að halda með sama liði og kærasta hans í ameríska fótboltanum þó að hann hafi verið heitur aðdáandi ann- ars liðs alla sína ævi. 2. Þegar þau verða óaðskiljanleg. Það er óþolandi þegar pör geta ekki gert neitt sitt í hvoru lagi eða svara eða tala hvort fyrir annað. Og þegar það kemur fyrir að önnur persónan mætir ein síns liðs er eins og hún sé týnd án hins helmingsins. 3. Ganga mjög, mjög, mjög hægt á gangstéttum. Þegar ég geng er ég að reyna að komast frá A til B eins hratt og mögulegt er. Hvers vegna ganga pör svona hægt? 4. Reyna að búa til fleiri pör. Flestum pörum finnst eitthvað að fólki sem er einhleypt í of langan tíma svo þau taka það upp hjá sjálfum sér að reyna að fá alla til að flytja til sín í paraland. 5. Virka eins og fyrirtæki. Það var eðli- legt að spyrja foreldra sína hvort maður mætti vera úti lengi með vin- um sínum, en það hætti um 18 ára aldur. En það er ótrúlegt að þegar félagar mínir eru komnir á fast þurfa þeir alltaf að athuga hjá kær- ustum sínum hvort þeir geti gert hitt eða þetta með vinum sínum. 6. Snerta hvort annað fyrir framan mig. Fara í sleik og knúsa á al- mannafæri. 7. Eru með einkahúmor. Það er ekki fyndið að hlusta á pör segja einka- brandara sín á milli fyrir framan aðra, brandara sem enginn annar skilur. 8. Hverfa. Það er örugglega erfitt að finna jafnvægið þegar þú ert mjög hrifin/n af einhverjum en það er ekki bara hægt að gleyma vinum sínum og fjölskyldu. Sambönd Reuters Óþolandi? Þessi pör færu líklega í taugarnar á Rich Santos. Óþolandi hegðun para Auður og Embla myndskreyttu Loðmar sjálfar. „Námið í vöru- hönnun nýttist vel í þessu, það eru margir sem tengja vöru- hönnun við húsgögn og umbúð- ir en hún er miklu víðtækari,“ segja þær og vilja líka þakka Sölku fyrir að gefa þeim frjálsar hendur. „Þau eru yndisleg hjá Sölku og leyfðu okkur að nostra mikið við bókina, kápan er t.d. margþætt, hún er prent- uð, útskorin, þrykkt og húðuð til að verjast fingraförum,“ seg- ir Embla. Nostruðu við bókina LOÐMAR Opna sjö Loðmar hleypur undan Gímald- inu sem silast slepjulega áfram. Þema náttúru- og umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2011 er sjálfbær ferðaþjónusta. Verðlaunin verða veitt í 17. sinn og nema 350.000 dönskum krónum. Þau verða veitt fyrirtæki, samtökum eða einstaklingi sem hefur verið í fararbroddi og stuðlað að því að draga úr umhverfisáhrifum ferðaþjónustu á Norðurlöndum. Öllum er heimilt að senda inn tillögur um verðlaunahafa. Í tillögunum þarf eftirfarandi að koma fram auk rökstuðnings: • Kynning og lýsing á starfseminni. • Hver hefur haft veg og vanda af starfseminni. • Starfsemin skal vera faglega unnin og hafa þýðingu fyrir almenning í einu eða fleiri norrænu ríkjanna. • Tillagan má að hámarki vera tvær A4 síður og skal henta til fjölföldunar. Verðlaunahafinn verður valinn af nefnd sem skipuð er fulltrúum norrænu ríkjanna fimm og sjálfstjórnarsvæðanna Færeyja, Grænlands og Álandseyja. Tillögurnar skulu sendar inn á sérstöku eyðublaði og þurfa að berast skrifstofu sendinefndar Noregs í Norðurlandaráði, í síðasta lagi föstudaginn 10. desember 2010 kl. 12.00. Eyðublaðið er hægt að nálgast á vefsíðu Norðurlandaráðs, norden.org, eða hjá skrifstofu norsku sendinefndarinnar. Nordisk Råd Den norske delegation Stortinget, 0026 Oslo Sími +47 2331 3568 nordpost@stortinget.no F í t o n / S Í A Náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs 2011

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.