Morgunblaðið - 19.11.2010, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 19.11.2010, Blaðsíða 9
FRÉTTASKÝRING Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Ekki verður sagt að tilhlökkunar hafi gætt í röddum VG-félaga sem rætt var við í gær um flokksráðsfund þann sem hefst í dag og lýkur á morgun. Búist er við að til harðra átaka komi á fundinum milli tveggja öndverðra fylkinga; þeirra sem vilja stöðva aðlögunarferli að Evrópu- sambandinu, að ferlinu verði fram haldið eins og lagt var upp með, þ.e. samningaviðræður, ekki aðlögunar- viðræður; og hinna sem vilja að ferlið haldi áfram í óbreyttri mynd. Árni Þór Sigurðsson, formaður ut- anríkismálanefndar Alþingis, segist ósammála því mati flokksfélaga sinna að um aðlögunarferli sé að ræða. „Ég tel að það eigi að ljúka þessu ferli og þjóðin kjósi svo um heildarniðurstöðuna,“ sagði Árni Þór. Ásmundur Einar Daðason, þing- maður VG af Vesturlandi, sagði á hinn bóginn: „Það hefur komið á daginn undanfarna daga, á þann hátt að ekki verður í móti mælt, að það er ekkert annað í boði af hálfu ESB en hreint og klárt aðlögunarferli. Málið er nú ekki flóknara en það.“ Viðmælendur Morgunblaðsins telja að flokksráðið sé algjörlega klofið í afstöðu sinni til málsins og þeir telja einnig að mjög mjótt verði á mununum hvor tillagan verði sam- þykkt. Um 70 flutningsmenn Atli Gíslason, þingmaður VG, er fyrsti flutningsmaður tillögunnar um að ferlið verði stöðvað. Nálægt 70 manns munu vera meðflutnings- menn Atla. Í tillögunni er einnig lagt til að VG flýti næsta landsfundi, sem verði haldinn eigi síðar en 15. apríl nk., en hann hefði næst átt að halda haustið 2011. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins mun Atli leggja fram sjálf- stæða tillögu um að flýta landsfundi fari leikar þannig að tillagan um að stöðva aðlögunarferlið verði felld. Þeir VG-félagar sem verið hafa hvað gagnrýnastir á flokksforystuna eru gjarnan nefndir „órólega deildin í VG“. Þeim armi flokks- ins tilheyra m.a. ráðherrarnir Ögmundur Jónasson og Jón Bjarnason og þingmennirnir Ásmundur Ein- ar Daðason, Atli Gíslason, Guðfríð- ur Lilja Grétarsdótt- ir og Lilja Mósesdótt- ir. Ögmundur mun þó ekki vera einn af flutn- ingsmönnum tillögu Atla og félaga, en margsinnis hefur komið fram, m.a. hér í Morgun- blaðinu og einnig á heimasíðu hans, að hann er algjörlega andvígur því sem hann nefnir aðlögunarferli. Það er því talið öruggt að hann greiði til- lögu Atla Gíslasonar og annarra flutningsmanna atkvæði sitt. Órólega deildin ósátt Viðmælendur úr VG bentu meðal annars á það í samtölum í gær að það væru einfaldlega svo mörg mál sem VG þyrfti að ræða – og ræða í botn – á landsfundi, sem væri æðsta stofn- un flokksins, ekki flokksráðsfundur. Tiltekin voru mál, auk afstöðunnar til ESB, eins og Magma Energy og heilbrigðis- og velferðarmál, svo fátt eitt sé nefnt. „Vitanlega þurfa slík mál að ræð- ast á landsfundi flokksins, sem er æðsta stofnun hans. Það gengur ekki að flokksráðið eigi endanlegt orð um stefnumótun Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, því sú stofnun fer einungis með æðsta vald í öllum mál- efnum á milli landsfunda. Hvergi nema á landsfundi er hægt að taka ákvarðanir um breytta stefnu í jafn- stóru átakamáli og ESB-málið er,“ segir viðmælandi úr VG. Í 17. grein laga VG segir m.a.: „Landsfundur hefur æðsta vald í öll- um málum VG.“ Rifjuð eru upp orð Steingríms J. Sigfússonar frá því sumarið 2009, þegar hann hafi í ræðu sagt að ef á daginn kæmi að grundvallarskilyrði um aðildarviðræður við Evrópusam- bandið væru ekki uppfyllt, þá bæri mönnum að staldra við. Engar utanstefnur vil ek Flutningsmenn tillögunnar um að stöðva beri aðlögunarferlið segja að það sé einmitt það sem þeir séu að leggja til, að staldrað verði við, þar sem verið sé að brjóta þau grundvall- arskilyrði sem lagt hafi verið upp með. Það hafi verið lagt upp með samningaviðræður um aðild og ef samningur næðist tæki þjóðin af- stöðu til hans, ekkert annað. Alþingi hafi aldrei samþykkt að hefja aðlög- unarferli að Evrópusambandinu, en það ferli sem nú sé hafið sé ekkert annað en aðlögunarferli. „Í gamla daga var hér sagt: „Eng- ar utanstefnur vil ek hafa til Nor- egskonungs.“ Ég segi hið sama nú. Engar utanstefnur vil ég hafa til Brussel. Við eigum að ráða þessu sjálf og afþakka boðsferðir til Bruss- el og afþakka áróðursfjármuni úr sjóðum ESB. Við eigum ekki að láta ESB komast upp með að kaupa hér skoðanir og fylgi,“ segir Atli Gísla- son, sem telur að með því að halda ferlinu áfram sé VG að svíkja kjós- endur sína um land allt. Búist við miklum átakafundi hjá VG  Tvær fylkingar takast á um afstöðuna til aðildar að ESB Morgunblaðið/Brynjar Gauti 2006 Flokksráðstefna VG hefst í dag. Vart er víst að sama kátína ríki og árið 2006, þegar myndin var tekin. FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2010 NÝIR KJÓLAR Bæjarlind 6, sími 554 7030 Eddufelli 2, sími 557 1730 www.rita.is Str. s-xxl Snyrtisetrið húðfegrunarstofa Sími 533 3100, Barónstígur 47, Heilsuverndarstöðin, norðurendi, 101 Rvk Tækni fyrir andlit Vinnur gegn öldrun Árangur strax FRÍR PRUFUTÍMI Á FÖSTUDÖGUM Eitthvað á annað hundrað manns skipa flokksráð Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Fundurinn er haldinn í Hagaskóla í dag og á morgun og verður hann settur kl. fimm síðdegis. Fundurinn er opinn öllum fé- lögum, en einungis þeir sem eru í flokksráði hafa atkvæðisrétt á fund- inum. Í gær höfðu á milli 80 og 90 manns skráð þátttöku sína, samkvæmt upplýsingum frá flokksskrifstofu VG. Sjöundi kafli laga VG fjallar um flokksráð. Hann er svohljóðandi: „Flokksráð mynda aðal- og varamenn í flokksstjórn, þingmenn og vara- þingmenn og sveitarstjórnarfulltrúar flokksins, formenn kjördæmisráða, formenn svæðisfélaga, formaður ungliðahreyfingar flokksins og 30 fulltrúar sem kosnir eru sérstaklega af landsfundi. Varaformaður flokks- stjórnar er jafnframt formaður flokksráðs. Fundir flokksráðs skulu vera opnir félagsmönnum Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs. Almennir félagar skulu hafa málfrelsi og tillögurétt, en ekki atkvæðisrétt. Flokksráð hefur æðsta vald í öllum málefnum VG á milli landsfunda. Fundir flokksráðs og flokksstjórnar eru lögmætir þegar meirihluti fulltrúa er viðstaddur. Flokksráðsfundi skal halda eigi sjaldnar en tvisvar á ári og ef helmingur for- manna kjördæmisráða óskar eftir fundi skal hann boð- aður svo fljótt sem verða má. Óski fjórðungur fulltrúa í flokksráði eftir fundi skal hann boðaður svo fljótt sem verða má og eigi síðar en innan þriggja vikna frá því að skrifleg beiðni þar um er send formanni flokks- ráðs.“ Á annað hundrað manns sitja í flokksráði VG ÞAÐ HRIKTIR Í EN NÁ ÞAU AÐ BERJA Í BRESTINA? Borgarráð Reykjavíkur biður alla þá einstaklinga sem vistaðir voru á stofnunum á vegum barnaverndaryf- irvalda í Reykjavík á árum áður og urðu fyrir ofbeldi eða illri meðferð af- sökunar. Þetta kemur fram í sér- stakri bókun, sem samþykkt var á fundi borgarráðs í gær. Í bókuninni segir einnig, að starfs- menn Reykjavíkurborgar muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að aðstoða og styðja þá einstaklinga sem um ræðir og þess óska, t.d. með við- tölum við ráðgjafa og sálfræðinga. Vísað er til niðurstaðna vistheim- ilanefndar, sem skipuð var til að kanna starfsemi vist- og meðferðar- heimila fyrir börn. Nefndin hefur skilað af sér þremur skýrslum þar sem meðal annars kemur fram að meiri líkur en minni séu taldar á því að vistmenn hafi á vissum starfstíma heimilanna orðið fyrir kynferðislegri áreitni af hálfu starfsfólks eða utanað- komandi aðila. Borgaryfirvöld segjast harma þá sorg og þungbæru reynslu sem börn sem vistuð voru á þessum heimilum urðu fyrir. Biðja vist- menn af- sökunar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.