Morgunblaðið - 26.11.2010, Side 13

Morgunblaðið - 26.11.2010, Side 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2010 Verjum fullveldið Megininntak stjórnarskrár okkar er fjarri því að vera úrelt og skemmst er að minnast gagngerrar endurskoðunar mannréttinda- ákvæða hennar. Stjórnarskráin kom bankaþrotinu ekki við og hún stendur ekki í vegi uppbyggingar eftir það. Afleitt væri að eyðileggja stjórnarskrána, ofan á allt annað. Teikn eru á lofti um að sótt sé að fullveldinu og þess vegna eigi að gera breytingar á stjórnarskránni. Nú er því mikilvægast af öllu að staðinn verði traustur vörður um fullveldi landsins. Stjórnarskrá er alvörumál. Þar er skipað grundvallar- lögum hvers ríkis, sem standa eiga óháð dægurhug- myndum, skyndilausnum og tískusveiflum. Stjórnarskrá skal örsjaldan breytt og aðeins eftir vandlega umhugsun og af fullri yfirvegun. FRAMBOÐ TIL STJÓRNLAGAÞINGS 27. NÓVEMBER 2010 Netfang: thorsteinn.arnalds@gmail.com Sími: 899 8643 Þorsteinn Arnalds, verkfræðingur Auðkennistala í kosningu 2358 Þorsteinn Arnalds 2358 Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Kosningar til stjórnlagaþings eru á morgun. Þar til í gær var óljóst hvernig blindir og sjónskertir ættu að bera sig að í kjörklefanum, en þeir hafa lýst yfir óánægju með vinnu- brögð dóms- og mannréttindaráðu- neytisins. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins lagði fram frumvarp í gær um breyt- ingar á kosningalögum í því skyni að jafna aðstöðu blindra og sjónskerta í kjörklefanum. Frumvarpið var rætt utan dag- skrár á fundi allsherjarnefndar í gær. Að sögn Róberts Marshall, for- manns nefndarinnar, var það ekki rætt frekar að sinni. „Það getur vel verið að við gerum breytingar á kosningalögunum. En það verður ekki gert einum til tveimur dögum fyrir kosningadag,“ sagði Róbert í samtali við Morgunblaðið í gær. At- kvæðagreiðslu utan kjörfundar lýk- ur á hádegi í dag. Ekki ástæða til að setja lög „Fulltrúi kjörstjórnar mun ekki fara með inn í kjörklefann, það næg- ir að hafa aðstoðarmann með sér,“ segir Ögmundur Jónasson, dóms- og mannréttindaráðherra. „Hann und- irritar pappír, sem tryggir aðkomu kjörstjórnar að þessari ákvörðun.“ Ögmundur segir að ekki hafi þótt ástæða til að renna skýrari lagastoð undir þetta og því hafi frumvarpið ekki komið til umræðu. Fundi Ögmundar með Gísla Helgasyni og Ragnari Aðalsteins- syni lauk í fyrradag án nokkurrar niðurstöðu, en Gísli er einn fimm blindra og sjónskertra einstaklinga, sem rituðu ráðherranum bréf þar sem athugasemdir voru gerðar við fyrirkomulag kosninganna. „Ráðherra sleit fundinum, þegar við vildum ekki fallast á að hafa full- trúa kjörstjórnar inni í kjörklefan- um. Við skildum í hálfgerðum stytt- ingi,“ segir Gísli. „Hann var mjög harður á því að fulltrúi ríkisins væri viðstaddur vegna þess að það væri svo auðvelt að misnota þetta fólk.“ Engin lausn frá ráðherra Gísli segist ánægður með niður- stöðuna sem náðist í gær og segir hana vera samhljóða varakröfu, sem sett var fram á fundinum í fyrradag. „Komið hefur fram í fjölmiðlum að Ögmundur Jónasson hafi lagt til lausnir. Það er ekki rétt. Hann kom ekki fram með eina einustu lausn eða hugmynd um hvernig hægt væri að leysa þetta.“ Hann segir að yfirleitt sé fram- kvæmd kosninga á þann veg að blindir og sjónskertir geta notast við spjöld með upphleyptum stöfum. „Ráðuneytið ákvað að sú leið væri ekki fær við þessar kosningar. Ég veit ekki hvort hún var könnuð af einhverri alvöru.“ Gísli segist binda vonir við að í framtíðinni verði blindum og sjón- skertum gert kleift að kjósa rafrænt. „En það verður aldrei hægt að búa til svo fullkomið kosningakerfi að það þurfi ekki einhverjir aðstoð.“ Blindir fá að kjósa án fulltrúa kjörstjórnar inni í klefanum Morgunblaðið/Golli Fundur Á fundi með dómsmálaráðherra í fyrradag komu ekki fram neinar lausnir að mati Gísla Helgasonar.  Segja ráðherra ekki hafa komið með neinar lausnir Umræðan seint af stað » Hvers vegna fer þessi um- ræða fram svona skömmu fyrir kosningar? » Gísli segir að þetta hafi ver- ið athugað fyrir nokkrum vik- um. „Við vöknuðum þá við vondan draum. En það er spurning hvort við eigum alltaf að þurfa að berjast fyrir því sem er búið að binda í lög.“ 83% þátttakenda í könnun, sem MMR gerði segj- ast vera andvíg því að leyfa neyslu kannabis- efna. Af þeim sem tóku afstöðu var 68,1% sem sagðist mjög andvígt, 15% sögðust frekar and- víg, 9,1% var frekar fylgjandi og 7,8% sögðust mjög fylgjandi. Nokkur munur reyndist á afstöðu svarenda eftir kyni, aldri og heim- ilistekjum. Af þeim sem tóku af- stöðu voru 25% karla, samanborið við 9,1% kvenna, sem sögðust fylgj- andi því að neysla kannabisefna yrði gerð lögleg á Íslandi. Þá sögð- ust 34,6% þeirra sem tóku afstöðu á aldrinum 18 til 29 ára fylgjandi því að neysla kannabisefna yrði gerð lögleg samanborið við 13,5% í ald- urshópnum 30-49 ára og 7,1% í ald- urshópnum 50-67 ára. Þá sögðust 38,3% þeirra, sem tóku afstöðu og búa á heimilum með mánaðartekjur undir 250 þús- und krónum, fylgjandi því að neysla kannabisefna yrði gerð lögleg samanborið við 11,6-16,2% í öðrum tekjuhópum. Ef karlar á aldrinum 18-29 ára eru skoðaðir sérstaklega þá kemur í ljós að 51% þeirra sem tóku af- stöðu sagðist fylgjandi því að neysla kannabisefna yrði gerð lög- leg á Íslandi. Þetta er töluvert hærra hlutfall en meðal kvenna í sama aldurshópi, en 19,4% þeirra sögðust því fylgjandi að neysla kannabisefna yrði gerð lögleg. Mikil andstaða við neyslu kannabisefna Einar Örn Gíslason einarorn@mbl.is Að sögn Björns Blöndal, aðstoðar- manns Jóns Gnarr, borgarstjóra Reykjavíkur, hefur lítið þokast í við- ræðum borgarinnar og ríkisstjórnar vegna skertra framlaga til sveitarfé- laga á næsta ári. Fram kom í bókun fulltrúa Besta flokksins og Samfylk- ingarinnar á borgarráðsfundi hinn 21. október síðastliðinn að niður- skurðurinn þýddi auknar byrðar á borgina sem næmi 845 milljónum króna á næsta ári. Ef ekki yrði breyt- ing á fjárlagafrumvarpinu þýddi það að „óbrúað bil“ í fjárhagsáætlun næsta árs yrði 1.720 milljónir, „sem ná þarf með auknum tekjum og auk- inni hagræðingu“. Greiða ekki bætur áfram Skerðing framlaga ríkisins, sem snertir öll sveitarfélög, skýrist af því að ríkið kemur ekki til með að bæta sveitarfélögum 1.200 milljónar kostnaðarauka sem hlýst af hækkun tryggingagjalds líkt og gert var í ár. Ríkissjóður greiddi bæturnar í formi viðbótarframlags í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Sveitarfélögin höfðu gert ráð fyrir þessum fjármunum, en samkvæmt fjárlögum verða bætur ekki greiddar á næsta ári. Jafnframt er gert ráð fyrir því að framlag ríkis- ins til húsaleigubótakerfisins dragist saman um 556 milljónir, eða um 20%. Alls nemur niðurskurður framlaga til sveitarstjórnarmála samkvæmt fjárlögum um 2.800 milljónum króna. Óviðunandi hjá ríkinu Borgarráð Reykjavíkurborgar fól Jóni Gnarr borgarstjóra á fundi sín- um í lok október að taka upp viðræð- ur við forystu ríkisstjórinnar, í sam- vinnu við önnur sveitarfélög um tryggingagjalds- og húsaleigubætur. Í samþykkt borgarráðs er það sagt óviðunandi að „ríkið velti hag- ræðingarþörf sinni yfir á sveitar- félögin á þessum tímum.“ Björn seg- ist ekki hafa gefist upp varðandi tryggingagjöldin. Ekki sé heldur bú- ið að skera úr um húsaleigubæturn- ar. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, benti á það í erindi sínu á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga í síðasta mánuði að óhjákvæmilegt væri að sveitarfélög drægju úr greiðslu húsaleigubóta í samræmi við niðurskurðinn frá ríkinu. Þetta kæmi þeim tekjulægri einna verst, og væri að því leyti „verulega van- hugsað útspil.“ Um 80% þeirra sem þægju húsaleigubætur væru með undir 2 milljónir króna í árstekjur. Þetta væri sá hópur „sem á hvað erf- iðast um þessar mundir,“ sagði Aldís. Lítið þokast í við- ræðum sveitar- félaga og ríkisins  Óvíst hvort ríkið bætir sveitarfélög- um upp hækkun tryggingagjalds Morgunblaðið/Heiddi Halli Brúa þarf stórt bil í fjármálum Reykjavíkurborgar á næsta ári.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.