Morgunblaðið - 26.11.2010, Síða 16

Morgunblaðið - 26.11.2010, Síða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2010 FRÉTTASKÝRING Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Skipulagsstofnun hefur komist að þeirri niðurstöðu í nýju áliti sínu að heildaráhrif álvers á Bakka við Húsavík, Kröfluvirkjunar II, Þeista- reykjavirkjunar og háspennulína frá Kröflu og Þeistareykjum að Bakka muni óhjákvæmilega hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif í skilningi laga um mat á umhverfis- áhrifum. Í því felist að um sé að ræða veruleg óafturkræf umhverfisáhrif eða veruleg spjöll á umhverfinu sem ekki sé hægt að fyrirbyggja eða bæta úr með mótvægisaðgerðum. Skipulagsstofnun telur þó ljóst að framkvæmdirnar myndu skapa at- vinnutækifæri á svæðinu en hvetur jafnframt sveitarstjórnir og fram- kvæmdaaðila til að vinna að raun- hæfum áætlunum um samfélagslega uppbyggingu í tengslum við stöðu framkvæmdanna hverju sinni. Framkvæmdaaðilarnir; Lands- virkjun, Alcoa, Þeistareykir ehf. og Landsnet sendu frá sér sameigin- lega frummatssskýrslu í mars sl. Kynning á skýrslunni fór fram sl. vor og Skipulagsstofnun leitaði um- sagna við sameiginlega matið hjá 11 aðilum. Tíu umsagnir bárust og tvær athugasemdir. Framkvæmdaaðilar sendu svo matsskýrslu frá sér til Skipulagsstofnunar í 5. október sl. Stofnunin fékk síðan mun fleiri at- hugasemdir vegna einstakra fram- kvæmda, eða 11 athugasemdir vegna álvers Alcoa, átta vegna lagningar háspennulína og þrjár vegna Kröfu- virkjunar II. Engin athugasemd barst vegna Þeistareykjavirkjunar. Veruleg áhrif á stóru svæði Þessa sameiginlega umhverfis- mats hefur verið beðið með nokkurri eftirvæntingu, en sem kunnugt er hafa stjórnvöld ekki viljað taka af skarið með hvort og þá hvaða stór- iðjuframkvæmdir verði ráðist í á Norðausturlandi. Hafa ýmsir kostir verið uppi á borðinu og stjórnvöld viljað skoða fleiri möguleika en álver. Um þetta hefur þó ekki verið eining innan stjórnarflokkanna, VG og Samfylkingarinnar. Hið sameiginlega mat er unnið samkvæmt úrskurði þáverandi umhverfisráðherra, Þórunnar Sveinbjarnardóttur, í júlí 2008, um að meta skyldi sameiginlega umhverfisáhrif framkvæmd- anna fjögurra, í samræmi við lög um mat á umhverfisáhrif- um. Mótvægisaðgerðir af hálfu framkvæmdaaðila eru kynntar í matsskýrslum sem og verklag við að draga úr neikvæðum umhverfis- áhrifum þeirra, auk þess sem Skipu- lagsstofnun leggur fram skilyrði vegna einstakra framkvæmda. „Í ljósi þess hve framkvæmdirnar munu valda umfangsmiklum áhrif- um á stóru svæði er það mat Skipu- lagsstofnunar að boðaðar mótvægis- aðgerðir framkvæmdaaðila geti ekki Áhrifin óafturkræf  Skipulagsstofnun telur umhverfisáhrif álvers- og virkjanaframkvæmda á Norð- austurlandi umtalsverð  Mótvægisaðgerðir dugi ekki til og óvissa um orkuöflun Tölvumynd/Mannvit-HRV Bakkaálver Svona gæti álver við Bakka við Húsavík litið út, ef ráðist yrði í framkvæmdir. Miðað við álit Skipulagsstofnunar er mikil óvissa um það. Sameiginleg umhverfisáhrif vegna álvers á Bakka, Þeistareykjavirkjunar, Kröfluvirkjunar II og háspennulína frá Kröflu og Þeistareykjum að Bakka við Húsavík Jarðfræði-jarðmyndanir Nokkuð neikvæð og varanleg Jarðfræði-yfirborðsvirkni jarðhita Óveruleg en mat háð óvissu Jarðhiti og orkuforði Óveruleg en mat háð óvissu Vatn Óveruleg Gróður* Verulega neikvæð en staðbundin Votlendi Nokkuð neikvæð og varanleg Dýralíf* Neikvæð áhrif á fugla Smádýr Óveruleg Örverur í hverum Óveruleg en mat háð óvissu Landslag Talsvert neikvæð Sjónræn áhrif-ásýnd Óveruleg frá þéttbýli Nokkuð neikvæð frá þjóðvegum Talsvert neikv. frá ferðamannast. Loft Óveruleg Samfélag-atvinna Talsvert jákvæð Samfélag-útivist og ferðaþjónusta Talsvert jákvæð Talsv. neikv. á náttúruferðamennsku Fornleifar Nokkuð neikvæð *Óveruleg áhrif á rekstrartíma framkvæmda fyrirbyggt eða bætt fyrir áhrifin og því munu framkvæmdirnar fjórar í heild sinni valda umtalsverðum um- hverfisáhrifum,“ segir í áliti Skipu- lagsstofnunar. Niðurstaða hennar byggist á því að um sé að ræða fjórar umfangs- miklar framkvæmdir sem hafi veru- leg áhrif á stóru svæði. Miðað við markmið framkvæmdanna sé mann- virkjum þeirra ætlað að standa til langs tíma og verði áhrif þeirra því varanleg og að stórum hluta óaftur- kræf. Þá munu framkvæmdirnar að mati stofnunarinnar auka verulega losun gróðurhúsalofttegunda hér á landi, þar sem hlutdeild framkvæmdanna í heildarlosun muni nema um 14% af heildarlosun CO2-ígilda á ári. Að auki muni framkvæmdirnar óhjákvæmi- lega leiða til losunar mengandi efna sem rýra loftgæði. Óvissa um orkuöflun Að mati Skipulagsstofnunar er mikil óvissa uppi um áhrif Kröflu- virkjunar II og Þeistareykjavirkjun- ar á jarðhitaauðlindina. Mikil óvissa sé fyrir hendi um hvort unnt verði að halda orkuvinnslu svo stórra virkj- ana innan marka sjálfbærni. Meiri líkur en minni séu á að orku- vinnslan verði ágeng ef farið verði of hratt í uppbyggingu 150 MW virkj- unar á Kröflu og 200 MW virkjunar á Þeistareykjum. Þá telur stofnunin ljóst að verði 346 þúsund tonna álver reist muni það þurfa meiri orku en fæst frá umræddum virkjunum. Það muni leiða til enn neikvæðari um- hverfisáhrifa, þar sem upp á vanti 140 MW til að knýja svo stórt álver. 17.000 hektarar af ósnortnu víðerni munu skerðast vegna framkvæmdanna 438 hektarar lands í heildina verða fyrir röskun vegna framkvæmdanna 130 hektarar af eldhrauni, sem nýtur náttúruverndar, munu skerðast 100 fornminjar á svæðinu í mikilli hættu og stór hluti gæti raskast verulega ‹ SKERÐING Á LANDI › » Það er nú leyfisveitenda, m.a. viðkomandi sveitarstjórna, Orku- stofnunar og Umhverfisstofn- unar, að kynna sér mats- skýrslur og hið sameigin- lega mat og taka rökstudda afstöðu til álits Skipulagsstofnunar. Sveit- arstjórnir gefa út fram- kvæmdaleyfi og þau þarf að auglýsa, en þau eru kæranleg til úrskurð- arnefndar skipulags- og bygg- ingarmála. Er sú nefnd sjálf- stætt stjórnvald og ákvarðanir hennar ekki kæranlegar til um- hverfisráðherra, sem hefur í raun enga aðkomu að málinu. Það er svo í verkahring Orku- stofnunar að gefa út virkj- analeyfi og Umhverfisstofnun þarf að gefa út starfsleyfi fyrir álver. Eftir á að koma í ljós hvað af þessu gengur eftir. Komið að leyfisveitendum HVER VERÐA NÆSTU SKREF Í MÁLINU? Frá Kröfluvirkjun Við erum afskaplega glöð yfir að þessu sé loksins lokið og nú er kominn tími til þess að gera eitt- hvað í málum. Við munum bíða og aðstoða þá aðila sem vilja byggja upp eftir fremsta megni,“ sagði Bergur Elías Ágústsson, sveit- arstjóri Norður- þings, í samtali við mbl.is um niðurstöðu Skipulagsstofn- unar. Bergur Elías telur enn líkur á að álver rísi á Bakka við Húsavík og fátt í álitinu komi á óvart. „Þetta er allt þekkt og þegar menn skoða hin einstöku álit eru þarna ábendingar sem verður að sjálfsögðu reynt að koma til móts við.“ – Hvernig sérðu framkvæmda- áætlunina fyrir þér? „Ég hefði vonað að nú fljótlega lægi fyrir einhver ákvörðun um að halda áfram að bora því að nú fá menn heimild til þess, þ.e. til þess að afla meiri orku á háhitasvæðinu. Fyrsta verkefnið sem þarf að vinna er að halda rannsóknum og bor- unum áfram á næsta ári. Það mun í sjálfu sér skapa störf og vonandi kemur hitt í framhaldinu,“ segir Bergur Elías. Veiting framkvæmdaleyfa „Það sem er í raun og veru eftir er að sveitarfélögin í Þingeyjar- sýslu þurfa að veita framkvæmda- leyfi og Umhverfisstofnun starfs- leyfi og að sjálfsögðu þarf að semja við orkukaupandann um nýtingu orkunnar. Það er eitt í þessu sem er mikilvægt að halda til haga en það er að við svona stórar fram- kvæmdir verður alltaf ákveðið rask. Það gera sér allir grein fyrir því. Við höfum haft það að leiðarljósi að reyna að takmarka umhverfisáhrif eins mikið og kostur er. Þegar öllu er á botninn hvolft er staðreyndin sú að nú þurfum við að fara að skapa störf.“ Þarf að fara að skapa fleiri störf Bergur Elías Ágústsson  Telur enn lík- legt að álver rísi Álver á Bakka við Húsavík er út af borðinu enda er ljóst að ekki er til næg raforka fyrir 360.000 tonna ál- ver á staðnum, segir Árni Finnsson, for- maður Nátt- úruvernd- arsamtaka Íslands. „Þetta er mikilvægur úr- skurður,“ segir Árni um álit Skipulagsstofn- unar. „Í öðru lagi held ég að margir þeir, ef ekki allir, sem hafa harka- lega gagnrýnt stjórnvöld og þá sér- staklega Þórunni Sveinbjarn- ardóttur, eða sitjandi umhverfisráðherra, fyrir að vilja ganga varlega fram ættu að hugsa sinn gang. Þeir ættu að biðjast af- sökunar, margir af þeim, vegna þessa.“ Hann segir niðurstöðuna viður- kenningu á þeirri málsmeðferð sem samtökin settu fram í kæru sinni. „Meginatriðið er að umhverfismat á að leiða í ljós öll hugsanleg áhrif. Þess vegna gerðum við kröfu um sameiginlegt mat. Það ætti að vera reglan, ekki undantekningin.“ Álver út af borðinu? Árni Finnsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.