Morgunblaðið - 26.11.2010, Page 18
FRÉTTASKÝRING
Örn Arnarson
ornarnar@mbl.is
Það er til marks um hina miklu
spennu sem ríkir á evrusvæðinu að
umræðan er í auknum mæli farin að
beinast að því hvort nægilegt púður
sé yfirhöfuð í vopnabúri Evrópusam-
bandsins til þess að takast á við
skuldakreppu í Portúgal og á Spáni.
Fjármálamarkaðir endurspegla í
auknum mæli ótta um að portúgölsk
stjórnvöld þurfi á næstunni að leita á
náðir ESB og Alþjóðagjaldeyris-
sjóðsins eftir neyðarláni.
Neyðarlánveiting til írska ríkisins
hefur ekki megnað að draga úr djúp-
stæðum ótta um að skuldakreppan á
evrusvæðinu haldi áfram að breiðast
út. Áhættuálag á ríkisskuldabréf Ír-
lands, Portúgal og Spánar hélt áfram
að hækka í gær og enn sem komið er
bendir fátt til þess að sú þróun gangi
til baka á næstunni. Þá ekki síst
vegna fregna um að stjórnvöld í Berl-
ín hyggist ekki að beita sér af minni
krafti en áður fyrir breytingum á
reglum um skuldabréf á evrusvæðinu
sem fela í sér að varðir kröfuhafar
þurfi að bera verulegan skaða við
greiðslufall útgefanda. Fregnir af því
að þýsk stjórnvöld vildu að slíkar
reglur tækju gildi fyrr frekar en síð-
ar leiddu meðal annars til þess að
skuldatryggingaálag á verst stöddu
evruríkin rauk upp á mörkuðum í
gær.
Gengið á bjargráðasjóð
Þetta ófremdarástand á evrusvæð-
inu hefur leitt til þess að sérfræðing-
ar eru í auknum mæli farnir að beina
sjónum að því hvaða úrræði Evrópu-
sambandið hefur í raun og veru til
þess að bregðast við áframhaldandi
skuldakreppu. Sem kunnugt er var
750 milljarða evra neyðarsjóður sett-
ur á laggirnar í vor eftir að bjarga
þurfti gríska ríkinu frá greiðslufalli.
Aðildarríki ESB leggja 440 milljarða
til þessa sjóðs á meðan að AGS legg-
ur fram það sem eftir stendur. Eins
og fram kemur í umfjöllun Wall
Street Journal er í raun aðeins á
bilinu 300-350 milljónir til reiðu af
hálfu ESB í sjóðnum þegar búið er að
taka tillit til kostnaðarins sem fylgir
því að fjármagna heildarupphæðina.
Írsk stjórnvöld munu fá á bilinu 80-
90 milljarða evra af þessari upphæð
og talið er að fjármögnunarþörf
Portúgals næstu árin sé um 50 millj-
arðar evra. Hinsvegar er fjármagns-
þörf spænskra stjórnvalda vegna fyr-
irsjáanlegs hallareksturs og
gjalddaga á útgefnum skuldabréfum
á næstum árum 350 milljarðar evra.
Með öðrum orðum: Neyðarsjóður
ESB myndi ekki ráða við ef dyrnar
lokuðust fyrir Spán á fjármálamörk-
uðum. Það er að segja ekki nema með
gríðarlegri aukningu framlaga í sjóð-
inn og með enn meiri þátttöku AGS.
Örvæntingafull úrræði
á tímum örvæntingar
Það segir meira en mörg orð að
umræða á sér nú þegar stað um
þessa hættu. Þannig var haft eftir
Axel Weber, seðlabankastjóra
Þýskalands og áhrifamanni í stjórn
Evrópska seðlabankans, í gær að að-
ildarríki væru meira en reiðubúin að
leggja meira í púkkið ef til þess
kæmi. Ekki eru allir jafn sannfærðir
um að svo sé og hvort aðildarríkin
séu yfirhöfuð aflögufær, það er segja
fyrir utan Þýskaland. Næg er svo
óvissan um hvort þýskir skattgreið-
endur séu reiðubúnir til að fjár-
magna slíkt.
Aðrar hugmyndir hafa verið viðr-
aðar. Þannig er fjallað um í Financial
Times í gær þá hugmynd að Evr-
ópski seðlabankinn grípi til sinna
ráða og kaupi ríkisskuldabréf stórra
skuldugra evruríkja á borð við Spán
og Ítalíu fyrir þúsund til tvö þúsund
milljarða evra til þess að draga end-
anlega úr þeirri miklu spennu sem er
á mörkuðum. Það er vissulega til
marks um hversu alvarlegt ástandið
er að slíkar hugmyndir séu viðraðar í
fullri alvöru.
Óveðursskýin hrannast upp
á meðan loftvogin fellur
Viðvarandi skuldakreppan er farin að ganga á neyðarsjóð Evrópusambandsins
Reuters
Línan dregin Mótmælaborði gegn niðurskurði portúgalskra stjórnvalda
fyrir utan háskóla í Lissabon.
FRÉTTASKÝRING
Þórður Gunnarsson
thg@mbl.is
Vanskilahlutfall útlána nýju bank-
anna hjó nærri 40% um mitt ár, en
þetta kemur fram í nýju hefti Fjár-
málastöðugleika sem Seðlabanki Ís-
lands birti í gær. Þar segir jafn-
framt að „vegna hugsanlegra
útlánatapa umfram niðurfærslu
vegna kaupa á eignum gömlu bank-
anna þarf vaxtamunur næstu miss-
eri að vera nægur til þess að eigið fé
skerðist ekki.“ Már Guðmundsson
seðlabankastjóri var spurður út í
þetta á kynningarfundi vegna út-
gáfu Fjármálastöðugleika í gær.
Spurt var hvort þeim er sátu við
stjórnvölinn á þeim tíma hefðu
hugsanlega verið mislagðar hendur
við endurreisn bankakerfisins, með
því að skipta bönkunum upp í inn-
lenda og erlenda fremur en góða og
vonda banka – í ljósi hás vanskila-
hlutfalls. Már svaraði því að „það
hefði aldrei staðið til að búa til góða
og vonda banka“, heldur var stefnan
að skipta bönkunum eftir innlendri
og erlendri starfsemi. Már sagði
jafnframt að á tímabili hefði verið
rætt um að skipta nýju bönkunum
upp aftur. Hins vegar yrði það ekki
gert úr því sem komið væri.
Virðisrýrnun og endurheimtur
Fram kemur í Fjármálastöðug-
leika að samanlögð virðisrýrnun út-
lána á fyrstu sex mánuðum ársins
hafi numið um 39 milljörðum króna.
Á sama tíma hafa bankarnir hins
vegar tekjufært um 33 milljarða
vegna endurmats á yfirteknum út-
lánum, en takmörk eru á því hversu
lengi er hægt að tekjufæra aukin
verðmæti einstakra útlána. Endur-
mat eigna var samanlagt um 33% af
öllum rekstrartekjum bankanna.
Orð seðlabankastjóra um að bank-
arnir þurfi á ríflegum vaxtamun að
halda á næstu misserum voru ekki
að tilefnislausu, enda át
virðisrýrnun upp tæp-
lega 90% hreinna
vaxtatekna bankanna
þriggja á fyrri helm-
ingi ársins.
Samanlögð arð-
semi eiginfjár allra
bankanna þriggja,
Íslandsbanka,
NBI og Arion banka var 16% á fyrri
helmingi ársins. Sé leiðrétt fyrir
endurmati eigna er ljóst að arðsem-
in mælist mun lægri. Þó verður að
hafa í huga að á íslenskum fjármála-
stofnunum hvíla óvenju háar eigin-
fjárkvaðir, sem stuðla vissulega að
lægri arðsemi.
Í umfjöllun Seðlabankans segir að
fjármögnun bankanna sé að mestu
leyti byggð upp á innlánum, en 80%
þeirra innlána eru óbundin. Lausa-
fjáráhætta bankanna felist því fyrst
og fremst í umfangsmiklum úttekt-
um sparifjáreigenda. Um 16% inn-
lána í bankakerfinu eru í eigu er-
lendra aðila. „Bankarnir þurfa að
vera viðbúnir þeim möguleika að
hluti framangreinda innistæðna
verði færður úr landi með tilheyr-
andi áhrifum á lausafjárstöðu banka
og flæði á gjaldeyrismarkaði,“ en í
umfjöllun bankans er hvergi vikið að
hugsanlegum úttektum innlendra
aðila og útstreymi fjár í framhald-
inu.
Byggðastofnun í bankarekstur
Í Fjármálastöðugleika er greint
frá því að endurskipulagning spari-
sjóðakerfisins sé langt á veg komin.
„Verður þá lokið endurskipulagn-
ingu þeirra fimm minni sparisjóða
sem ekki uppfylltu skilyrði um lág-
mark eigin fjár í kjölfari banka-
hrunsins. […] eignast Seðlabanki Ís-
lands og Byggðastofnun stóran
hluta stofnfjár í sparisjóðunum.“ Í
umfjöllun Seðlabankans er síðan
ekki vikið frekar að hlut Byggða-
stofnunar í endurskipulagningu
sparisjóða.
Seðlabankastjóri: „Það stóð aldrei
til að búa til góða og vonda banka“
Morgunblaðið/Kristinn
Seðlabankastjóri Segir að stjórnvöld hafi aldrei ætlað sér að skipta hinum föllnu bönkum í góða og vonda banka.
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2010
● Greiningardeild
Arion banka telur
allar forsendur
vera fyrir hratt
hjaðnandi verð-
bólgu á næstunni.
Til að mynda virð-
ist gengisstyrking
krónunnar loks
vera að skila lækk-
unum í verðmælingum í nóvember,
þrátt fyrir að enn virðist verulegt svig-
rúm til frekari lækkana á einstaka lið-
um. Í Markaðspunktum greiningardeild-
arinnar segir að litlar líkur séu á því að
einhver kröftugur viðsnúningur verði í
innlendri eftirspurn á meðan atvinnu-
leysi er að rísa, kaupmáttur stendur í
stað og væntingar á niðurleið.
Spáir hjöðnun
● Skuldabréfavísitala GAMMA lækkaði
um 0,15 prósent í gær og var lokagildi
hennar 197,26 stig. Verðtryggði hluti
vísitölunnar lækkaði um 0,35 stig en sá
óverðtryggði hækkaði um 0,34 prósent.
Velta á skuldabréfamarkaði í gær nam
15,45 milljörðum króna og var mun
meiri með óverðtryggð bréf en verð-
tryggð.
Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hækk-
aði um 1,63 prósent í 27,1 milljónar
króna viðskiptum í gær. bjarni@mbl.is
Skuldabréf lækka
ÞETTA HELST…
!"# $% " &'( )* '$*
++,-./
+01-23
++2-+/
41-,,/
+0-//,
+5-,23
++,-,0
+-253
+/5-22
+.4-,/
++,-0,
+01-02
++2-.
41-.1/
+0-043
+5-,0/
++,-0
+-2/2
+/5-05
+.4-3
41.-.,24
++.-++
+0+-4/
++2-02
41-.5/
+0-00,
+5-.2.
++.-+4
+-2//
+//-23
+.2-22
Már vék sér undan því á fundinum
í gær að svara spurningum um
söluferli Sjóvár. Á sunnudaginn
síðastliðinn sagði
kaupendahópur
undir forystu
Heiðars Guð-
jónssonar sig
frá ferlinu.
Margt hefur
verið rætt og
ritað um
söluferlið í kjölfarið, en Heiðar
benti meðal annars á í aðsendri
grein í Morgunblaðinu í vikunni að
stjórnsýslulög kynnu að hafa verið
brotin í ferlinu. Már vildi í gær ekki
tjá sig um málið, nema hann sagði
að í það minnsta þrír lögfræðingar
úr Seðlabankanum, þar af einn
hæstaréttarlögmaður, hefðu vott-
að allar ákvarðanir sem teknar
voru af hálfu Seðlabankans í ferl-
inu án athugasemda.
Allt í samræmi við lög
SEÐLABANKASTJÓRI FÁMÁLL UM SÖLUFERLI SJÓVÁR