Morgunblaðið - 26.11.2010, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 26.11.2010, Qupperneq 25
UMRÆÐAN 25Stjórnlagaþing MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2010 Kosningar á Ís- landi hafa verið frá því að stéttarflokkar komu fram 1916, bar- átta milli stétta landsins. Þrátt fyrir að einstaklingar sem kjósa sama flokkinn hafi gerólíkar skoð- anir um hvernig landinu skuli stjórnað geta þeir þó tilheyrt sama stjórn- málaflokknum. Erfitt er að sjá hver ber raunverulega sigur úr býtum aðrir en þeir sem hafa fengið valdið að gjöf frá almenn- ingi. Hvað getur því almenningur gert þegar hann hefur komist að því að þeir sem hafa fengið þeirra umboð til valds fari illa með það? Eins og staðan er í dag getur hinn almenni borgari lítið annað gert en beðið og kosið hugsanlega öðruvísi næst og vonað það besta. Margt getur gerst á fjórum árum inni á þingi. Einnig getur lítið sem ekkert gerst og oft er það versta leiðin að gera ekkert. Myndi almenningur ekki vilja taka því fagnandi að geta sjálfur veitt þingheimi aðhald? Ekki ein- ungis setið á bekknum og horft á. Horft á meðan þingið gerir ekk- ert. Hvað ef forsetinn okkar fengi meiri vald? Það vald fengi hann einungis í nafni þjóðarinnar og væri í raun umboðs- maður almennings. Hann yrði raunveru- legt sameiningartákn þjóðarinnar en bæt- um á hann aukinni þjónustu við okkur, hina almennu borg- ara. Beint lýðræði þjóðar, þar sem hún veitir forsetanum umboðið sitt til þess að fara með hennar mál er eitthvað sem þarf og að mínu mati mun koma. Hvernig væri ef við gætum haft áhrif með því að búa til okkar eigin neitunarheimild ef valdhafar fara yfir strikið og stjórnarandstaðan getur ann- aðhvort ekki stöðvað þá eða er þá með þeim. Eins og dæmi er um þegar Alþingi samþykkti í sameiningu að skaffa sér eft- irlaun og svo þenja ríkisstyrki til stjórnmálaflokka. Íslendingar eru fróð og sterk þjóð sem gengið hefur í gegnum marga erfiðleika og því tel ég hana vel geta valdið því valdi sem hér er skotið að. Forsetinn á að vera sameiningartákn þjóðar og því á að koma þessu kerfi á. Beint lýðræði með undir- skriftalistum sem og almennum netkosningum. Eftir Kolbein Aðalsteinsson Kolbeinn Aðalsteinsson Höfundur er stjórnlagaþings- frambjóðandi, líftæknifræðingur og ákærður nímenningur. Forsetinn – umboðsmaður almennings Alþingi fer með fjárveitingarvaldið að meginstefnu til á meðan sveitarfélög fara með fjárveiting- arvaldið að hluta, samkvæmt 2. mgr. 78. gr. stjskr. sbr. 2. mgr. 9. gr. sveit- arstjórnarlaga nr. 45/ 1998. Samkvæmt 2. ml. 40. gr. stjskr. má ekki taka lán nema samkvæmt lagaheimild og er þar átt við að einungis þurfi einfald- an meirihluta þings. Við opinbera stefnumótun kem- ur sú staða iðulega upp að taka þarf lán til að fjármagna þær ákvarðanir sem teknar hafa ver- ið. Það getur verið hluti af al- mennri pólitík að eyða meira eitt árið heldur en það næsta. Ríkið getur þurft að taka lán til að fjármagna tilteknar fram- kvæmdir eða til að greiða fyrir velferð- arþjónustu í kjölfar hallareksturs. Slíkt er gott og gilt og á ekki að vera tak- markað um of. Hins vegar verður að líta til þess að ef engar hindranir standa í vegi fyrir því að meirihluti hvers tíma geti skuldsett fram- tíðarkynslóðir er komið framar því sem góðu hófi gegn- ir. Það er óþolandi að hið op- inbera geti skuldsett framtíð- arkynslóðir án þess að brýn nauðsyn standi til. Ég held að það sé orðið tímabært að taka til fullrar skoðunar hvort ekki sé orðið nauðsynlegt að binda hend- ur fjárveitingavaldsins í stjórn- arskrá. Hugmyndin sem ég hef verið að velta fyrir mér er hvort ekki sé hægt að koma sér saman um reglu sem kæmi í veg fyrir óþarfa skuldsetningu án þess að binda hendur fjárveitingavaldsins um of. Það væri til að mynda hægt að hugsa sér að skuldsetn- ing yfir ákveðnu hlutfalli þjóð- arframleiðslu yrði einungis heimil ef brýna nauðsyn bæri til í þágu allsherjarreglu, öryggis ríkisins eða að almannahagsmunir þess krefðust. Að auki væri hægt að hugsa sér að til þyrfti aukinn meirihluta Alþingis til sam- þykktar á skuldsetningu sem færi yfir tiltekið (hærra) hámark þjóð- arframleiðslu ársins, eða áranna, á undan. Eitt er þó víst. Við viljum ekki vakna við það að valdhafar hafi skuldsett borgarana þannig að sjálfstæði þjóðarinnar sé í hættu, án þess að full rök standi til. Stjórnarskráin er góð. Lengi má þó gott bæta. Takmörkun á skuldsetning- arheimild Alþingis Eftir Vilhjálm Þór Á. Vilhjálmsson Vilhjálmur Þór Á. Vilhjálmsson Höfundur er lögfræðingur og fram- bjóðandi til stjórnlagaþings (3-18-3.) Stjórnarskrá geymir grundvallarreglur um stjórnskipun ríkis. Stjórnarskrá þarf að vera hnitmiðuð og inni- halda kjarna máls; allir eiga að geta lært og skilið aðalatriði hennar. Nánari útfærslur á at- riðum sem taka breyt- ingum í tímans rás verði sett í löggjöf. Al- menn stjórnmálaleg stefnumið og óskalistar eiga ekki heima í stjórn- arskrá. Núgildandi stjórnarskrá hefur reynst vel og til hennar er ekki hægt að rekja ófarir okkar síðustu ár. Hins vegar líta margir svo á að nauðsyn- legt sé fyrir þjóðina að „byrja upp á nýtt“. Þau ákvæði sem helst þarf að skoða eru: Að skýra betur valdmörk löggjaf- arvalds, framkvæmdavalds og dóms- valds og tryggja eftirlit, þannig að enginn verði of valdamikill. Norræn fyrirmynd okkar hefur verið þing- bundin stjórn. Því er erfitt að skipa framkvæmdavald óháð Alþingi nema kjósa forsætisráðherra beinni kosn- ingu, eins og Bandalag jafn- aðarmanna lagði til 1983, eða að breyta stöðu forsetaembættisins að bandarískri eða franskri fyrirmynd. Að skýra betur hlutverk forseta Ís- lands, svo sem í 26. grein um mál- skotsrétt, sem ég tel rétt að embættið hafi. Að endurskoða kosn- ingalögin, fækka al- þingismönnum og gefa kjósendum kost á per- sónutengdu vali. Ég tel að einmennings- kjördæmi komi til greina, því þannig bæru alþingismenn beina ábyrgð gagnvart kjós- endum og yrðu sjálf- stæðari gagnvart flokksvaldi. Reynsla stærstu lýðræðisríkja heims hefur verið góð og hefur stuðlað að tveggja flokka kerfi. Valkostir eru skýrir enda þarf fólk að vita hvað það er að kjósa yfir sig. Skoða má blöndu ein- menningskjörs og landslistakjörs. Eitt kjördæmi yfir landið býður auknu flokksræði og einsleitni heim. Efla þarf beina þátttöku almenn- ings og með nýrri tækni er það ein- falt í framkvæmd. Ég hef kynnt í ræðu og riti þá skoðun að ákvæði í kvótafrumvarpi yrðu lögð fyrir alla landsmenn í þjóðaratkvæðagreiðslu, fyrst fyrir 20 árum. Einnig hef ég hvatt sveitarfélög til að gefa íbúum sínum kost á beinum áhrifum á úrslit mála. Mannréttindi og jafnrétti er for- senda lýðræðis og á að vera lífsstíll okkar. Valdhafar eru þjónar fólksins og stjórnarskráin á að tryggja að þeir gangi ekki um of á rétt einstaklinga. Endurskoðun stjórnarskrár Eftir Guðjón Ingva Stefánsson Guðjón Ingvi Stefánsson Höfundur er verkfræðingur /8386. Framboð til stjórnlagaþings: Komið þið sæl. Þetta er: Harald Sigurbjörn Holsvik # 4228 # 4228 Mætum á kjörstað 4228 Við Íslendingar er- um sérfræðingar í að kvarta. Nánast allir eru tilbúnir að tjá sig um vandamál. En fæstir reyna að sjá út lausn, enda er það miklu erfiðara mál en að koma auga á það, sem miður fer. En nú gefst þér tækifæri til að hafa áhrif á gang mála. Á laugardaginn verður kosið í stjórnlaganefnd til að fara yfir regluverkið sjálft, stjórn- arskrá landsins. Það er bókstaflega skylda þín að kjósa í þessum mik- ilvægu kosningum. Ég er vissulega í framboði og stoltur að tilheyra hópi þeirra 522 manna sem buðu sig fram, sem hafa nenningu til að tjá sig um úrbætur en ekki velta sér í vandamál- unum endalaust. Eftir áratuga leit að útleið úr þeim ógöngum sem íslensk stjórnvöld glíma við í, set ég á oddinn aðskilnað lög- gjafarvalds og fram- kvæmdavalds. Þetta er hægt að gera með einni einustu setningu í stjórnarskránni: „Kjörnir þingmenn og varaþingmenn mega ekki gegna starfi ráðherra.“ Þótt þessi eina setning verði af- rakstur þingsins, þá tel ég að til- ganginum sé náð. Meðal afleiðinga þessarar einu setningar er að ráð- herrar verða valdir úr röðum fag- lærðra manna en ekki settir í ráð- herrastól vegna afreka eða hrossakaupa í stjórnmálum. Vissulega eru mörg önnur mikil- væg mál sem þarf að ræða á stjórn- lagaþinginu, en öll eru þau eins og andlitsfarði samanborið við að- skilnað löggjafar og fram- kvæmdavalds. Þessi hugmynd um aðskilnað valdanna er síður en svo ný. Grikkinn Aristóteles setti hana fram árhundruðum fyrir Krists burð. Frambjóðendurnir 522 eru flestir eðalfólk og því erfitt fyrir kjósand- ann að gera upp hug sinn. Þá er hentugt að raða mönnum eftir mál- efnum. Ef þú ert sammála mínum sjónarmiðum, þætti mér vænt að vera meðal þeirra sem þú kýst, nr. 3095. Meira um þau málefni sem ég set á oddinn má finna á vefnum www.kristjaningvarsson.is. Hættu að væla Eftir Kristján Ingvarsson Kristján Ingvarsson Höfundur er verkfræðingur og fram- bjóðandi 3095 til stjórnlagaþings. Skömmin er al- gjörlega ríkisstjórn- arinnar. Sem sá sér leik á borði að tefla grunnstoðum rétt- arríkisins í hættu til þess eins að draga frá sér athygli og skapa sér þá ímynd að hún standi fyrir umbótum. Kjósendum stendur flestum á sama um stjórnlagaþing og átta sig ekki á flóknu kosningakerfinu. Menn sem hafa haft það fyrir reglu að kjósa í öllum kosningum hafa ákveðið að sniðganga þessar. Ég hygg að kosningaþátttaka geti vart slefað yfir helming kjósenda. Stjórn- arskrána á ekki að gera að pólitísku bitbeini. Þeir sem njóta nú mestrar athygli eiga það sameiginlegt að eiga sér stóra hags- munaaðila að baki. Þannig fór nú um sjó- ferð þá að kosningar væru besta leiðin til þess að velja spek- úlanta til þess að end- urskoða stjórn- arskrána. Það er ekki við frambjóðendur að sakast. Flestir buðu sig fram í von um að þeir gætu orðið þjóðinni til heilla. Það eina sem mætti telja mörgum til ámælis var að þeir voru ginnkeyptir af loforðum um umbæt- ur sem kitlaði hégómagirnd þeirra svo að þeir litu framhjá því að þeir ætluðu sér embætti sem er handan þekkingar þeirra að sinna. Það er ekki vegna þess að frambjóðend- urnir séu af verri toga en fólk flest, heldur eiga leikmenn jafnmikið er- indi til starfa við rafvirkjun og á stjórnlagaþing; það er að segja ekk- ert erindi. Fyrst stjórnlagaþing á að vera lág- kúrulegt pólitískt útspil ríkisstjórn- arinnar, af hverju er ég þá að bjóða mig fram? Vegna þess að sá þögli meirihluti kjósenda sem er andsnú- inn þessu stjórnlagaþingi verður að eiga sér rödd. Stjórnlagaþingið verð- ur því miður ekki umflúið svo ég get ekki sparað ykkur kostnaðinn af því en ef ég næ kjöri þá yrði þar allavega íhaldssöm rödd sem mun verjast árásum á frelsið og réttlætið. Komist bara róttæklingar á stjórnlagaþing er hætta á ferðum. Ég hvet þá sem hneykslast á þessu útspili og vilja vernda stjórnarskrána að kjósa mig. Það er skömm að stjórnlagaþingi Eftir Brynjólf Svein Ívarsson Brynjólfur Sveinn Ívarsson Höfundur er nemi og er frambjóðandi 9035 til stjórnlagaþings. St j ó rn l agaþ ing www.mbl.is/stjornlagathing

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.