Morgunblaðið - 26.11.2010, Síða 28

Morgunblaðið - 26.11.2010, Síða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2010 ✝ Víglundur Guð-mundsson fæddist á Grímsstöðum í Landeyjum 16. febr- úar 1922. Hann lést á heimili sínu 18. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðbjörg Sveinsdóttir, f. 12. september 1889 á Grjótá í Fljótshlíð, d. 21. mars 1937, og Guðmundur Sæ- mundsson, f. 10. febr- úar 1891 í Nikulás- arhúsum í Fljótshlíð, d. 15. mars 1966. Alsystkini Víglundar voru: 1) Sæmundur, f. 1914, d. 1985, 2) Þóra, f. 1916, d. 1988, 3) Trausti, f. 1919, d. 2002, 4) Fjóla, f. 1920, d. 2000, 5) Gunnar Níels, f. 1924,d. 2010, 6) Sólveig, f. 1927, d. 1974, 7) Rakel, f. 1930, 8) Teitur, f. 1931, 9) Ásta, f. 1934. Hálfsystkini Víg- lundar samfeðra og Margrétar Kristjánsdóttur, f. 13. desember 1916, d. 12. júlí 2004, 1) Guðbjörg, f. 1942, 2) Anna Hlín, f. 1944, 3) Kristín, f. 1946, 4) Olga, f. 1953. Hinn 16. júní 1945 kvæntist Víg- lundur Ólöfu Karlsdóttur, f. 12. janúar 1927, d. 5. október 2003. Laxdal og Ólöf Magnea. 6) Jóhann Sigurður, f. 23.1. 1954, maki Halla Sjöfn Hallgrímsdóttir, f. 11.4. 1954. Börn þeirra eru Guðmundur Örn, Rakel Sólrós og Andri Þór. 7) Íris, f. 24.4. 1958, maki Böðvar Bjarna- son, f. 17.3. 1956. Börn þeirra eru Bjarni, Haukur, d. 2003, og Símon. 8) Lilja, f. 24.4. 1958, maki Njáll Karlsson, f. 7.6. 1957. Börn þeirra eru: Elín, Karl og Tómas. 9) Ragn- heiður, f. 15.7. 1960, maki Kristján Valur Guðmundsson, f. 15.10. 1955. Börn þeirra eru Ólafur Ingi og Guðrún Jóna. Langafabörnin eru orðin 37 og eitt langalangafabarn. Víglundur og Ólöf bjuggu á Stokkseyri þar sem Víglundur byggði þeim húsið Ásbyrgi. Árið 1964 flutti fjölskyldan til Keflavík- ur og byggði hann þeim hús þar og bjó hann þar til dánardags. Fyrstu búskaparárin var Víglundur til sjós en annars vann hann við smíðar og var sannkallaður þúsundþjala- smiður og undi hann sér aldrei bet- ur en úti í bílskúr við smíðarnar. Víglundur var mikill náttúruunn- andi og laxveiðimaður af lífi og sál og afar fengsæll. Eftir að heilsu fór að hraka stytti það Víglundi mikið stundirnar að hafa sólstof- una þar sem hann ræktaði blóm, vínber, epli o.fl. með mikilli ástúð og elju eins og honum einum var lagið. Útför Víglundar fer fram í Keflavíkurkirkju í dag, 26. nóv- ember 2010, og hefst athöfnin kl. 14. Foreldrar hennar voru Karl Frímann Magnússon, f. 4.10. 1886, d. 30.1. 1944, og Kristín Tóm- asdóttir, f. 4.6. 1888, d. 12.2. 1967. Víg- lundur og Ólöf eign- uðust níu börn, þau eru: 1) Guðbjörg Kristín, f. 6.11. 1945, maki Guðmundur Ingi Guðjónsson, f. 24.9. 1942. Börn þeirra eru Hjördís, Guðjón og Víglundur. 2) Guðmundur Karl, f. 15.11. 1946, d. 7.10. 1993, maki Aðalheiður Sig- tryggsdóttir, f. 3.6. 1939, d. 3.6. 2001. Börn þeirra eru Melkorka, Ellý Halldóra, Halla, Olgeir, d. 1998, og Jóhann. 3) Magnea Inga, f. 3.3. 1948, maki Gunnar Magnús Magnússon, f. 12.1. 1948. Börn þeirra eru Unnur Ólöf, Bylgja Dís og Sævar. 4) Hafrún Ólöf, f. 10.11. 1949, maki Júlíus Sævar Baldvins- son, f. 28.8. 1947, d. 27.5. 1997. Börn þeirra eru Kristín Jóhanna, Anna Hulda, Karl og Júlíus. 5) Sverrir, f. 1.11. 1951, maki Hall- fríður Anna Matthíasdóttir, f. 1.2. 1953. Börn þeirra eru Víglundur Elsku besti pabbi minn. Þá ert þú kominn til himnaríkis á þann stað sem þú varst búinn að bíða eftir. Ég er fyrst og fremst þakklát fyrir hvað þú varst sáttur við Guð og menn. Við höfum átt mörg yndisleg kvöld á Grenó, þar sem við horfðum á sjón- varpið og spjölluðum saman. Þú sýndir handavinnunni minni alltaf mikinn áhuga. Kvöldið áður en þú dóst sýndi ég þér perlutrén sem ég er að föndra og þú áttir mörg orð yfir hvað þetta væri fallegt. Ég var búin að gera tré sem þú áttir að fá í jóla- gjöf. Þetta tré stendur við hliðina á myndinni af þér þar sem þú brosir til mín, og ég heyri röddina þína þegar þú segir Hafrún mín. Minningin um þig og allar yndislegu stundirnar okkar eiga eftir að ylja mér um hjartarætur um ókomna tíð. Bjart- sýni, jákvæðni, gleði, kærleikur, frið- ur og fegurð, það ert þú. Þegar ég var tíu ára var ég með þér á Laugarvatni þar sem þú vannst við að byggja sumarbústað. Þetta var yndislegur tími og alltaf man ég vís- una sem þú samdir eitt kvöldið: „Uppi á Laugarvatni eru fjórir menn, ef þeir eru ekki farnir, þá eru þeir þar enn.“ Mér fannst þú vera stórskáld. Ég átti besta pabba í heimi og hef alltaf átt. Ég fór líka stundum með þér út á sjó þegar verið var að leggja netin og tók oft á móti þér á bryggj- unni þegar þú komst í land. Mér fannst alltaf jafnspennandi að fara með fiskinn heim, þótt ég væri ekki dugleg að borða hann, en þá leyfðir þú mér bara að borða fullan disk af kartöflum, stöppuðum í miklu smjöri. Þetta var mín aðalfæða á þessum ár- um og ég trúi því að þess vegna sé ég svona hraust. Allar stundirnar sem þú lékst þér við okkur systkinin. Oft var þröngt í búi hjá ykkur mömmu en alltaf fengum við nóg að borða, falleg föt sem mamma prjónaði og saumaði og leikföng, bæði dúkkuvagna og bíla, sem þú smíðaðir. Þú hefur alltaf stutt mig og hvatt áfram í öllu sem mér hefur dottið í hug að gera á ævinni. Alltaf gat ég treyst á þig. Þú varst svo ótrúlegur, eins og þegar þú fékkst nýju Biblíuna þá lastu hana alla, hvert einasta orð. Já, geri aðrir betur hátt á níræðisaldri. Það var unun að ræða við þig um trúna og þú varst al- veg fullviss um líf eftir dauðann og varst mjög fróður um Guðsorð. Það gladdi mig svo mikið að þú skyldir fá að upplifa að verða langalangafi. Kvöldið sem þú áttir með okkur á af- mælisdaginn minn fyrir nokkrum dögum, umkringdur afabörnunum, langafabörnunum og langalangafa- barninu í stofunni minni, verður alger gullmoli í minningunni um þig. Það er gott að vita hvað þú varst tilbúinn að fara og fullkomlega æðru- laus gagnvart því að standa frammi fyrir almættinu og fá inngöngu í himnaríki þar sem mamma, Guð- mundur, Haukur og Júlli biðu þín. Guð varðveiti þig elsku pabbi minn og gefi okkur öllum styrk til að vera áfram svona samrýnd fjölskylda eins og þið mamma sköpuðuð með ykkar ástríki. Ég ætla að leggja hönd um hálsinn þinn, hjartans elsku besti pabbi minn, með kossum mínum hvísla hlýtt að þér kærust er þér jólaósk frá mér. (Guðrún Jóhannsdóttir) Kærleikskveðja, þín dóttir, Hafrún Ólöf Víglundsdóttir. „Einstakur“ er orð sem notað er þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt, faðm- lagi eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð með brosi eða vinsemd. „Einstakur“ lýsir fólki sem stjórnast af rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra. „Einstakur“ á við þá sem eru dáðir og dýrmætir og hverra skarð verður aldrei fyllt. „Einstakur“ er orð sem best lýsir þér. (Terri Fernandez) Elsku pabbi. Ég er svo þakklát fyr- ir að hafa boðið fólkinu okkar til veislu 30. október síðastliðinn. Þú varst kátur og hress, svo ánægður að hitta öll afabörnin þín sem eru nú enginn smáhópur. Þú ætlaðir að koma aftur til Eyrarbakka fyrir jól, en ákvaðst að fara í þína hinstu för, þar sem ég veit að mamma tók vel á móti þér. Ég verð að minnast á öll ferðalögin með ykkur mömmu til Kanarí, Danmerkur og um landið okkar, það eru yndislegar minningar. Takk fyrir allt. Smávinir fagrir foldar skart, fífill í haga, rauð og blá. Brekkusóley, við mættum margt muna hvort öðru að segja frá. Faðir og vinur alls, sem er, annastu þennan græna reit. Blessaður faðir, blómin hér blessaðu þau í hverri sveit. Vesalings sóley, sérðu mig? sofðu nú vært og byrgðu þig. Hægur er dúr á daggarnótt, dreymi þig ljósið. Sofðu rótt. (Jónas Hallgrímsson) Góða nótt pabbi minn, Guðbjörg og Guðmundur. Í dag kveð ég pabba minn, einn af mínum bestu vinum. Á þessum tíma- mótum er mér efst í huga þakklæti fyrir þá handleiðslu sem þið mamma veittuð mér. Þér er vel lýst í þessum þankabrotum sem mamma lét setja saman í tilefni af áttræðisafmælinu þínu fyrir tæpum níu árum. Á ljúfum degi lít ég farinn veg. Það lifna í endurminning kærir fundir. Mitt ljóð er þökk um árin yndisleg, um elskuvafin spor og gleðistundir. Og ljúf var gangan, létt í sókn og vörn, og lánið mest á hamingjunnar brautum, ég eignast með þér ófá „undrabörn“, sem urðu bros í dagsins gleði og þrautum. Og þótt að kveldi og kulið verði svalt, ég kærleiksylinn finn í hverju spori. Þú leiðir mig og lífgar hjá mér allt, sem lífið gefur best á nýju vori. (Svanur Karlsson) Takk fyrir allt pabbi. Þín dóttir, Lilja. Nú er komið að kveðjustund elsku pabbi minn og ég er sorgmædd. „Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ (Kahlil Gibran) Þú varst einstakur með alla þína umhyggju, jákvæðni og óbilandi trú á öllum. Þegar ég las þetta ljóð komst þú strax upp í huga minn, ómæld um- hyggja þín fyrir öðrum. Þín verður sárt saknað. Svo sárt að kveðja en ég kemst ekki hjá því kominn er tíminn sem ætlaður var mér ég get engu breytt og því verð ég að fara og nú er víst komið að erfiðri stund. Að kveðja. Ég vil engin tár eða sorgmædda hugi á frelsarans fund nú ég fara skal beint það er erfitt að kveðja en lífið er gleði og þið eigið eftir að skilja svo margt. Og lifa. Ég bið fyrir ykkur sem berjist við tárin bið fyrir ykkur sem elskið mig heitt bið um það eitt að þið brosið og hlæið bið um að birtan í sál ykkar sé. Ég bið um að guð megi græða öll sárin bið um að þið getið brosað svo breitt bið um að ást mín til alls þessa nægi bið þess að friðurinn verð’ ykkar vé. Ég græt ei mín örlög ég geri það ekki ég óttast á engan hátt endalok mín það eina sem ég nú í hjarta mér þrái er það að þið séuð við lífið nú sátt. Og lifið. Ég bið þess að börnin mín birtunnar njóti og bið ykkur hin um að gæta þess vel þau fái að njóta og finna sig elskuð þau fái að muna og hugsa til mín. Ég lifði. Ég bið fyrir ykkur sem berjist við tárin bið fyrir ykkur sem elskið mig heitt bið um það eitt að þið brosið og hlæið bið um að birtan í sál ykkar sé. Ég bið um að guð megi græða öll sárin bið um að þið getið brosað svo breitt bið um að ást mín á ykkur nú nægi bið þess að friðurinn verð’ ykkar vé. Ég eilífan frið finn mig umlykja núna ég veit að ég bænheyrður nú verð ég vil engin tár en vil heyr’ ykkur hlæja og njót’ ykkar sérhverja stund. Og lifa. Með drottni nú geng ég í eilífu ljósi sem engils á himnum þið minnst getið mín ég takmarkalaust sendi til ykkar birtu ég elsk’ ykkur alla tíð. Og lifi. Ég bið fyrir ykkur sem berjist við tárin bið fyrir ykkur sem elskið mig heitt bið um það eitt að þið brosið og hlæið bið um að birtan í sál ykkar sé. Ég bið um að guð megi græða öll sárin bið um að þið getið brosað svo breitt bið um að ást mín á ykkur nú nægibið þess að friðurinn verð’ ykkar vé. (Bergljót Hreinsdóttir) Pabbi minn, minning þín er ljós í lífi mínu, hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín dóttir, Íris. Elsku pabbi minn. Mikið er þetta sárt að þú skulir vera farinn burt úr þessu lífi. Þetta var mikið högg þegar þú kvaddir þennan heim elsku pabbi minn, maður er aldrei tilbúinn að missa ástvin. En ég get alltaf yljað mér við það að við áttum svo margar góðar stundir saman. Pabbi, þú varst einstakur, jákvæður, bjartsýnn, til- litssamur, yndislegur og kærleiksrík- ari manni hef ég ekki kynnst. Alltaf var heimilið þitt og mömmu opið fyrir okkur og hjá ykkur fengum við fréttir hvert af öðru og eins eftir að mamma lést. Alltaf sýndir þú okkur svo mik- inn kærleika og ástúð. Þú misstir mikið þegar mamma dó og var sökn- uður þinn mikill en þú hélst áfram og ert búinn að eiga sjö yndisleg ár. En nú ertu kominn til mömmu og strák- anna okkar og veit ég að það hafa ver- ið miklir fagnaðarfundir. Ég vil þakka þér elsku pabbi alveg sérstaklega fyrir síðastliðin tvö ár sem ég og Valur höfum búið hjá þér. Þetta er búið að vera yndislegur tími og ómetanlegt fyrir okkur að hafa fengið að búa hjá þér. Þetta er dýr- mætur tími sem við gleymum aldrei. Nú kveð ég þig elsku pabbi minn og er söknuðurinn mikill og sár. Ég sakna þín, elsku pabbi. Minning þín er ljós í lífi okkar. Guð geymi þig. Elsku systkini mín, megi góður Guð styrkja og blessa ykkur. Þín dóttir, Ragnheiður. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (Vald. Briem) Elsku tengdapabbi, takk fyrir 34 ára samfylgd. Þín er sárt saknað. Þinn Valur. Elsku afi, ég minnist þín með hlýju. Ég fyllist þakklæti fyrir þann tíma sem við áttum saman. Ég átti varla stærri stuðningsmann en þig og fann ég sérstaklega fyrir því á þessu ári sem er að líða. Ég útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands og þú mættir, 88 ára gamall, á háværu tískusýninguna mína og brostir út að eyrum. Ég fann hversu stoltur þú varst af mér. Það var ómetanlegt að hafa þig þarna með mér, á stærsta degi lífs míns til þessa. Þú kallaðir mig alltaf listakonuna þína. Þess vegna er erfitt að núna mun ég fá þær gjafir sem ég hef gefið þér tilbaka. Hvort sem það var hand- verk úr grunnskóla eða lítil málverk sem ég gaf þér til gamans. Þó svo að ég fái þær tilbaka þá áttir þú þær og ég mun alltaf minnast þín í gegnum þær. Ég er þakklát fyrir þig og að hafa fengið að spjalla við þig um lífið og hvað það er hverfult. Ég er fegin að ég og Alexander tókum viðtal við þig og tókum það upp. Þannig mun ég alltaf muna röddina þína. Þú áttir hlýjasta hláturinn, þéttasta faðmlagið og fallegasta brosið. Þó svo að þú værir heilbrigður og hress þessi síðustu ár þá vissi ég að hvert augnablik með þér væri mik- ilvægt og að ég hefði ekki mikinn tíma. Það seinasta sem ég sagði við þig var: „Ég kem í heimsókn til þín bráðum,“ þegar við hittumst seinast í afmælinu á Eyrarbakka. Þó svo að ég sé sorgmædd yfir því að ég hafi ekki náð að koma í heimsókn í síðasta sinn þá átti ég margar heimsóknir að baki. Ég vil ekki minnast þín með eftirsjá því við áttum svo margar góðar stundir saman. Mér þykir svo vænt um þig, elsku afi minn, og þó að þú sért farinn þá verðurðu alltaf hjá mér í huga alveg eins og amma. Ég hugga mig við það að nú séuð þið saman ein- hvers staðar og fylgist með mér. Þitt barnabarn, Rakel Sólrós Jóhannsdóttir. Síðastliðinn fimmtudag rann upp sá dagur sem ég hafði alltaf kviðið fyrir, snemma morguns bárust mér þær sorgarfréttir að afi Víglundur væri dáinn. Þetta var eitthvað sem ég vissi að ég þyrfti að tækla á lífsleiðinni, en sennilega það sem ég treysti mér síst af öllu til. Nú þegar komið var að þessari óumflýjanlegu stund, rann upp fyrir mér að best væri að fara inn í daginn og sorgina sem honum fylgdi, að hætti afa, með jákvæðni og bros á vör. Afi, ef ég ætti að lýsa þér og lífs- Víglundur Guðmundsson HINSTA KVEÐJA Hann langafi var mjög kátur og hress og fannst mjög gaman að rækta plöntur. Okkur þótti rosalega vænt um hann. Nú þegar hann er dáinn munum við sakna hans endalaust því hann var svo góður. Álfheiður Stella og Emil. Víglundur langafi var alltaf ánægður og elskaði lífið. Hann var besti langafi sem hægt var að hugsa sér. Hann elskaði steina og blóm. Honum þótti af- ar vænt um fjölskylduna sína. Hann var alltaf svo góður, alltaf til staðar og það er erfitt að missa svona frábæran langafa. En nú er hann kominn á betri stað, til konu sinnar, Jesú og Guðs. Ísak Henningsson og Inga Steinunn Henningsdóttir. Elsku afi ég sakna þín. Ég elska þig. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgrímur Pétursson) Kveðja, Andrea Ósk.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.