Morgunblaðið - 26.11.2010, Page 30

Morgunblaðið - 26.11.2010, Page 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2010 ✝ Hallfríður Guð-mundsdóttir (Día) fæddist í Reykjavík 3. mars 1925. Hún lést á hjúkr- unarheimili Eir 22. nóvember 2010. For- eldrar hennar voru Guðmundur (Briskó) Jónsson, bifreiða- smiður frá Hlemmi- skeiði, f. 12.4. 1898, d. 22.8. 1977, og Rósa Bachmann, klæðskeri, f. 6.4. 1888, d. 19.2. 1951, frá Steinsholti, Melasveit. Systkini Guðrún Vilborg, f. 23.8. 1921, d. 19.6. 2004, Jón Bachmann, f. 5.7. 1923, d. 14.10. 1998, og Vilborg Jóna, f. 22.1. 1927, d. 24.8. 1993. Día giftist 29.7. 1945 Gunnari Guðmundssyni rafverktaka og verzlunarmanni, f. 10.9. 1923, frá isfræðingur. Kristín á 7 barna- börn. 3) Auðun Örn, f. 27.3. 1949, rafvirki, maki Hjördís Guðnadótt- ir, verzlunarmaður. Börn Auðuns eru Anna Sigrún, tannsmiður og Tinna Ósk, nemi. Auðun Örn á 5 barnabörn. Día lauk gagnfræðaprófi frá Ingimarsskóla 1942. Hún tók mik- inn þátt í frjálsíþróttastarfi á ung- lingsárum sínum og var í sýning- arflokkum sem fóru víða um landið. Día var afburðatónelsk, söng í mörgum kórum frá 12 ára aldri, síðar söng hún í mörg ár með óperukór Þjóðleikhússins. Spilaði vandræðalaust á flest hljóðfæri, þó mest á píanó og gít- ar. Hún nam hjá móður sinni margskonar handverk og sauma- skap. Vann við að teikna upp myndir fyrir handavinnufólk. Fór í Handíða- og myndlistaskólann þegar hún hafði komið börnum sínum upp og lauk þar námi á myndlistabraut 1971 og stundaði listmálun í mörg ár. Hallfríður verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju í dag, 26. nóv- ember 2010, og hefst athöfnin kl. 15. Auðunarstöðum, V.- Hún. Þau eignuðust 3 börn. Þau eru: 1) Guðmundur, formað- ur Rafiðnaðar- sambands Íslands, f. 29.10. 1945, maki Helena Sólbrá Krist- insdóttir textílhönn- uður. Börn Guð- mundar eru Björk, söngkona, Ingibjörg Hrönn, hand- listakona, Hallfríður, iðnhönnuður, Gunn- ar Örn, rafmagns- verkfræðingur, Elísa Ósk, nemi og Kristinn Þór, nemi. Guðmundur á 11 barnabörn. 2) Kristín, f. 29.12. 1946, launafulltrúi, maki Óli Már Aronsson, vélfræðingur. Börn Kristínar eru Hallfríður Ósk, stuðningsfulltrúi, María Una, kennari og Gunnar Aron, kerf- Nútímamanni er fyrirmunað að skilja hvernig húsfreyjur fyrri tíma fóru að. Ekkert rafmagn og ekkert af þeim hjálpartækjum sem í dag eru talin grundvallarnauðsyn. Í því umhverfi sem ég ólst upp í, hvort sem var á heimili pabba og mömmu eða þar sem ég var í sveit, tók hús- móðirin fullan þátt í umræðum um þjóðfélagsleg efni og mótaði um- hverfi sitt og viðhorf barna sinna. Mikil réttlætiskennd og áhyggjur af því hvernig lagfæra mætti þjóðfélag- ið, svo þeir sem minnst máttu sín gætu orðið bjargálna. Konur öðrum frekar lögðu grunninn að þeirri þjóðfélagsgerð, sem byggð var upp á síðustu öld. Eiginmenn, synir og dætur, fóru af heimilinu mótaðir af viðhorfum þeirra. Körlum eru síðan reistir minnisvarðar sakir þess að talið er að þeir hafi komið málum í höfn. En í viðtölum við þá kemur ætíð glöggt fram hvað varð til þess að móta lífsstefnu þeirra. For- skotinu var síðan glutrað niður á þeim fáu árum sem liðin eru af nýrri öld þar sem jöfnuður varð að víkja fyrir ofsafenginni karllægri keppni. Móðir mín var af þeirri kynslóð sem hefur upplifað mestu breyting- ar á samfélaginu. Hún var oft ekki sammála þeirri umræðu sem fram fór um stöðu konunnar. Gagnrýndi gjarnan viðhorf þeirra kynsystra sinna, sem mest höfðu sig í frammi þegar jafnræði kynjanna bar á góma og töluðu niður til þeirra kvenna sem völdu að sjá um rekstur heimilis og umsjón barna. Það var að hennar mati frekar staðfesting á karllægum viðmiðum, en baráttu fyrir jafnræði kynjanna og minni ójöfnuði í sam- félaginu. Í orðræðu hennar var kon- an sjálfstæð án þess að bera þyrfti það á torg, tók sínar ákvarðanir og framfylgdi þeim. Hún sá um rekstur heimilisins meðan faðir minn var fjarverandi við það að afla tekna. Tekið var á hlutum með útsjónar- semi svo þeir rúmuðust innan hins þrönga ramma. Hún saumaði öll föt á fjölskylduna samkvæmt nýjustu tísku hverju sinni, átti alltaf góðar saumavélar og fylgdist vel með nýj- ustu árgerðum þeirra. Tókst samt að hafa tíma til þess að læra á hljóðfæri og söng, vera í kórum og þátttakandi í öllum óperum Þjóðleikhússins. Fara í Myndlistarskólann og ljúka þar námi. Finna svigrúm í rekstri heimilisins til þess að fjárfesta í ís- skáp og tæma þar með pokana með matvælum hangandi út um eldhús- gluggann. Kaupa bíl og taka bílpróf á undan föður mínum. Stolt fór hún snemma á fætur á sunnudagsmorgn- um smurði nesti og bauð síðan bónda sínum og börnum í bíltúr til Þingvalla. Hún þurfti ekki að setja á langar ræður til þess að koma sjón- armiðum sínum á framfæri, en hlustað var á hana meðan hún talaði án endurtekninga og upphrópana. Uppeldinu fylgdu ekki hótanir eða bönn, en maður lærði að axla ábyrgð á afleiðingum gjörða sinna. Gera gott úr því sem var, án öfundar í garð annarra. Minn besti vinur. Guðmundur Gunnarsson. Nú er hún tengdamóðir mín, Hall- fríður Guðmundsdóttir, ávallt kölluð Día, fallin frá. Blessuð sé minning hennar. Hún hafði dvalið á hjúkr- unarheimilinu Eir um nokkra hríð vegna veikinda, þar sem hún hlaut góða umönnun hjá úrvalsstarfsfólki allt til síðasta dags. Hún hlaut hægt andlát eftir stutta banalegu með ást- vini við hlið sér. Þegar ég kynntist Díu fyrir rúm- um 40 árum var hún í blóma lífsins og þau hjónin hún og Gunnar höfðu skömmu áður opnað glæsilega versl- un, Rafbúð í Domus Medica, þar sem hún starfaði um árabil. Día var mjög lagin og listfeng manneskja. Allt lék í höndunum á henni, hvort sem hún saumaði föt á börnin sín þegar þau voru að alast upp, eða síð- ar þegar hún lagði myndlistina fyrir sig í ríkari mæli eftir að börnin þrjú voru flutt að heiman. Og margt fleira handverk liggur eftir hana. Til dæmis framleiddi ég á tímabili borð- lampa o.fl. vörur úr smíðajárni. Það var svo sem ekkert sérstaklega varið í þessa lampa við fyrstu sýn, það var ekki fyrr en Día var búin að sauma skermana á þá sem þeir urðu að raunverulegri söluvöru. Það hagaði þannig til fyrstu bú- skaparárin okkar Kristínar að við áttum mikið samneyti við tengdafor- eldra mína. Þar var allt á bestu lund og jafnvel bjuggum við inni á þeim um tíma. Við hjónin minnumst þess gjarnan þegar við birtumst stundum alveg óvænt rétt fyrir matartíma, að alltaf töfraði Día fram einhverjar kræsingar og krafðist þess að við myndum þiggja þessar góðgerðir. Día var mjög sjálfstæð í sinni list- sköpun og fór oft ein út á land til að mála. Ég á málverk af Heklu eftir hana sem mér þykir ákaflega vænt um. Svo bar við eitt sinn áður en far- símar komu til sögunnar að hún var alein uppi við Heklurætur að mála úti í náttúrunni. Við hjónin vorum þá flutt að Hellu. Síðla dags hringdi síminn hjá mér og var það Día, sem bað mig að koma og aðstoða sig, sem ég og gerði. Hún hafði þá fest bílinn í sandpytti og gengið marga kíló- metra að næsta bæ til að biðja um aðstoð. Gömul úrill kerling sem var heima við neitaði henni um aðra hjálp en að hringja. Sagði að fólk þar á bæ væri of upptekið við heyskap til að aðstoða. Skömmu síðar færði hún mér myndina góðu að gjöf, hún hafði Hallfríður Guðmundsdóttir HINSTA KVEÐJA Engin orð engin orð yfir það einstaka bara myndir maríutásur á himni og jökull á flugi (Sigrún Björnsdóttir) Hvíl í friði amma mín. Anna Sigrún Auðunsdóttir. ✝ Jón E. Asparfæddist á Ak- ureyri 24. janúar 1925. Hann lést 18. nóvember 2010. Jón var fimmta barn hjónanna Krist- bjargar Torfadóttur, f. 5. maí 1902, d. 22. maí 1987, og Hall- dórs Guðmundssonar Aspar, f. 25. maí 1894, d. 22. feb. 1935. Kristbjörg fæddist í Asparvík, en faðir hennar lést þegar hún var á þriðja ári og ólst hún upp hjá föðurbróður sínum Birni Björnssyni og konu hans Krístínu. Halldór fæddist í Aratungu í Stað- arsveit en fluttist þaðan, 11 ára, með foreldrum sínum vestur á Berufjörð í Reykhólasveit. Alls urðu börn þeirra 7, Björn Kristinn, f. 1920, d. 1951, Guðrún, f. 1922, Anna, f. 1923, d. 1999, Kristín, f. 1923, Baldur, f. 1925, d. 1926, óskírður, f. 1926, d. 1926, og Bald- ur, f. 1927. 19. febrúar 1949 kynntist Jón verðandi eiginkonu sinni Margréti Oddsdóttur, f. 7. jan. 1928, d. 11. apríl 2009, sem starfaði þá á Hótel KEA. Hún var fædd í Hlíð í Kolla- firði, Strandasýslu. Faðir hennar var Oddur Lýðsson frá Skrið- nesenni en móðir Sigríður Jóns- dóttir frá Tröllatungu. Margrét og Jón giftu sig 19. maí 1951. Jón og Margrét voru ötul- ir baráttumenn fyrir bættum kjörum fatl- aðra á Norðurlandi, m.a. áttu þau drjúgan þátt í að stofnað var sumardvalarheimili fyrir fötluð börn í Botni, Eyjafjarð- arsveit. Þau eignuðust tvö kjörbörn, Sigríði Oddnýju, f. 1960, og Halldór, f. 1966. Sig- ríður er gift Skúla Magnússyni, f. 1959, og eiga þau tvö börn, Mar- gréti, f. 1981, maki Bragi Thorodd- sen, f. 1981, og Magnús, f. 1984. Langafabörnin eru 2, Emelía Valey Magnúsdóttir, f. 2005, og Ólafur B. Thoroddsen, f. 2010. Haustið 1945 fór Jón í Loft- skeytaskólann í Reykjavík og lauk þaðan námi. 19. apríl 1947 hóf hann störf hjá Útgerðarfélagi Akureyr- inga hf. sem loftskeytamaður á bv. Kaldbaki, EA 1. 19. apríl 1958 hætti Jón til sjós og hóf störf á skrifstofu félagsins og vann þar alla tíð, lengst af sem skrifstofustjóri, þar til að hann lét af störfum vegna ald- urs, árið 1995. Útför Jóns fer fram frá Akureyr- arkirkju í dag, 26. nóvember 2010, og hefst athöfnin kl. 13.30. Akureyri hefur ávallt skipað há- an sess í lífi okkar systra, þar bjó móðurfólkið okkar og þangað var stefnt í sumarfrí á hverju ári. Þar upplifðum við gæsku, góðvild, kímni og hlátur fændfólksins sem tók okkur alltaf opnum örmum. Oft dvöldum við hjá Möggu frænku og Jóni Aspar á Ásveginum en þar byggðu þau sér hús við klappirnar með fallegt útsýni yfir Eyjafjörð- inn. Þar nutum við systur gestrisni og umhyggju og þegar nokkrar okkar voru í námi við menntaskól- ann gátum við leitað hjálpar hjá Jóni við lærdóminn og alltaf sá Magga um að til væri kaffi og með því. Magga og Jón hafa nú bæði kvatt þennan heim, Magga á síð- asta ári og nú um einu og hálfu ári seinna Jón. Eftir stendur minning um samhent hjón sem hlúðu að sínu og ræktuðu vel sinn frændgarð. Jón Aspar ólst upp á Akureyri næstyngstur 6 systkina. Hann réðst snemma til Útgerðarfélags Akur- eyringa og átti þar sína starfsævi, fyrst sem loftskeytamaður á tog- urum og seinna sem skrifstofustjóri félagsins. Við minnumst glettnis- glampa í augum hans þegar hann sagði sögur af sjómennskunni en hann hafði frá ýmsu að segja þegar hann kom í heimsókn til Hamborg- ar í Þýskalandi til einnar okkar. Jón fylgdist vel með þjóðmálum og hafði á þeim sínar skoðanir sem gaman var að ræða við hann um, en hornið í eldhúsinu á Ásveginum var oft staður slíkra umræðna. Hann átti sér ýmis hugðarefni, hann fór í veiði, spilaði brids og nú á seinni árum stundaði hann golf. Við minn- umst einnig Möggu og Jóns á ætt- armóti 2008 þar sem þau komu á húsbíl, en á seinni árum komu þau sér upp slíkum bíl og nutu þess að ferðast um í honum. Magga og Jón eignuðust tvö börn Sigríði Oddnýju og Halldór sem er fjölfatlaður en Jón og Magga tóku mjög virkan þátt í foreldrastarfi fatlaðra og gegndi Jón forystu á þeim vettvangi um hríð. Nú er komið að kveðjustund, eft- ir sitjum við og horfum yfir farinn veg. Við systur erum ríkar af minn- ingum um frændfólk sem gaf af sér góðvild og gæsku sem yljar, en Jón var ætíð í okkar huga einn af þeim. Við reiknum með að vel hafi verið tekið á móti honum af þeim sem á undan eru gengnir. Við systurnar þökkum fyrir góðar minningar og sendum okkar innilegustu samúðar- kveðjur til Halldórs, Sjoddýjar og fjölskyldu. Sólrún, Hauður, Þóra Sjöfn og Anna Margrét. Kæri Jón, kveðja til þín sem áttir svo stóran þátt í lífi mínu. Barninu hampaðir þú sem góðvinur foreldra minna. Ég naut þeirra forréttinda að ferðast með ykkur og fara í úti- legur. Unglinginn fljótfæra réðst þú á skrifstofuna til þín. Þú hlóst þín- um dillandi hlátri vel og lengi þegar ég hélt að ég gæti bara borgað fimm krónurnar sem munaði í bók- haldi, þú stundir þegar ég sagði að ég væri búin að læra á reiknivélina, sem ég átti að æfa mig á í þrjá daga, en þú næstum því skammaðir mig þegar ég lagaði til á skrifborð- inu þínu, það var alvarlegt. Ungu konuna leiddir þú upp að altarinu til að giftast systursyni þínum, þegar faðir minn lést rétt fyrir brúðkaup okkar. Þá kipptir þú í mig þegar ég ætlaði að ganga of hratt inn kirkjugólfið. Starfsmann- inn við málefni fatlaðra styrktir þú og sannfærðir þegar baráttan var hörð. Við vorum alls ekki alltaf sammála en gátum velt fyrir okkur ótal hugmyndum að góðri þjónustu. Þú varst mér og mínum börnum góður, fyrir það þakka ég. Sjálfur varst þú málefnalegur og einlægur og staðfastur í öllu sem þú gerðir. Ég mun sannarlega sakna þín, hnyttin tilsvörin og skemmtilega glottið þitt var alltaf svo notalegt. Kveðja frá henni Daddí þinni. Margrét. Það var kjarkmikill og framsýnn hópur fólks sem stofnaði Lands- samtökin Þroskahjálp á haustdög- um árið 1976, um það bera álykt- anir stofnfundar gleggst merki: „Landssamtökin Þroskahjálp hafa það að markmiði að sjá til þess að þroskaheftir fái jafnan rétt á við aðra þjóðfélagsþegna í orði og á borði.“ Með þessum fundi var tónn- inn gefinn. Fulltrúi Foreldrasam- taka barna með sérþarfir á Ak- ureyri á umræddum fundi var Jón E. Aspar. Á stofnfundi var Jón kos- inn fyrsti endurskoðandi samtak- anna. Það kemur heldur ekki á óvart að í fundargerð stofnfundar kemur fram að Jón hafi haft af- skipti af því hvernig fyrstu lög sam- takanna væru. Allar götur síðan hafa leiðir Landssamtakanna Þroskahjálpar og Jóns E. Aspar legið saman. Til Jóns gátu samtökin leitað ekki síst þegar tryggja þurfti form- og reglufestu. Jón var ásamt nokkrum öðrum frumherjum sæmdur gullmerki Landssamtak- anna Þroskahjálpar árið 1991. Jón E. Aspar og Margrét kona hans sem einnig er látin voru ötulir baráttumenn fyrir hag sonar síns, Halldórs. Ekkert vildu þau láta ógert til að tryggja hag hans sem best. Undirritaður kynntist því sem ungur maður þegar hann vann nokkur ár við kennslu og sumar- dvalir þar sem Halldór dvaldi. Þau hjón höfðu ákveðnar skoðanir og voru hreinskiptin við að koma þeim á framfæri. Á þessum tíma eign- aðist ég vináttu þeirra beggja. Það þýddi ekki það að við þyrftum að vera sömu skoðunar. Magga og Jón komu gjarnan í heimsókn á skrif- stofuna eða Jón hringdi til að láta vita af því að hann teldi að sam- tökin eða undirritaður færu vill vegar, vinskapurinn breyttist ekk- ert við það. Þau voru ekki síður ör- lát á hrósið ef þeim fannst eitthvað vel gert. Jón og Margrét og Halldór voru fastagestir á fjölskylduhátíð Þroskahjálpar í Skagafirði. Þar léku þau á als oddi og nutu sam- vista við samherja, niðurlag greinar sem Jón skrifaði fyrir Tímaritið Þroskahjálp árið 1994 vitnar um það: „Okkur hjónum kom saman um að þetta hefði ekki bara verið skemmtilegt heldur einnig gott mót.“ Síðast þegar ég talaði við Jón bar hann sig að vanda vel. Hann var þá orðinn ekill en kvaddi mig með þeim orðum að það væri ástæðu- laust að vorkenna sér. Þannig ætla ég að minnast hans. Landssamtökin Þroskahjálp kveðja ötulan baráttumann og votta börnum Jóns og öðrum ættingjum sína dýpstu samúð. Friðrik Sigurðsson, framkvæmdastjóri. Nú er genginn góður maður. Jón Aspar var mikill og góður maður, hann var mikill baráttumað- ur fyrir réttindum fatlaðra og stofnandi Foreldrafélags barna með sérþarfir á Akureyri og fyrsti for- maður þess, það félag breyttist síð- ar í Þroskahjálp á Norðurlandi eystra. Jón og Magga voru alla tíð ákafir stuðningsmenn félagsins og mættu á alla fundi og studdu og leiðbeindu okkur formönnunum sem á eftir komu í því sem við vorum að gera. Jón var líka ákaflega skemmti- legur í góðum félagsskap og eigum við margar góðar minningar frá þorrablótum sem við félagsmenn héldum á fyrstu árum félagsins, oft- ast á Botni sem er sumardvalar- heimili sem við foreldrarnir byggð- um upp saman fyrir börnin okkar og félagið á enn. Þá er einnig hægt að minnast allra útileganna á Steinsstöðum í Skagafirði, þorra- Jón E. Aspar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.