Morgunblaðið - 26.11.2010, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 26.11.2010, Qupperneq 36
36 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2010 Fyrsti hluti myndaflokksins Draumurinn um veginn, sem fjallar um píla- grímsgöngu Thors Vilhjálms- sonar rithöf- undar eftir Jak- obsveginum á Spáni, verður frumsýndur hér á landi í Háskólabíói í dag kl. 18. Er myndin í fullri kvikmyndalengd. Kvikmyndaverstöðin framleiðir myndaflokkinn og er Erlendur Sveinsson leikstjóri. Í framhaldinu verður myndin tekin til sýningar á síðdegissýn- ingum kl. 18. Draumurinn um veginn er ekki heimildarmynd í venjulegum skiln- ingi, heldur eins konar blanda heimildamyndaforms og frásagn- araðferðar leikinna mynda. Kvik- myndað var á Spáni, í Frakklandi og hér á landi. Frumsýna Drauminn um veginn Pílagrímurinn Thor Sinfóníuhljóm- sveit unga fólks- ins leikur í Lang- holtskirkju á morgun, laug- ardag, klukkan 17. Fluttur verð- ur einn vinsæl- asti píanókonsert allra tíma eftir Edvard Grieg og „stóra“ sinfónía Schuberts í C-dúr nr. 8: Die Große. Einleikari með hljómsveitinni er Birna Hallgríms- dóttir píanóleikari en stjórnandi Gunnsteinn Ólafsson. Píanókonsertinn í a-moll op. 16 er meðal vinsælustu verka norska tónskáldsins Edvards Griegs. Hann samdi konsertinn árið 1868, þá að- eins 24 ára. Stóra C-dúr-sinfónían er síðasta hljómkviðan sem Schu- bert lauk við að fullu. Birna Hallgrímsdóttir stundaði nám í píanóleik við LHÍ, við Royal- College of Music og í Stavanger í Noregi. Hún hefur tekið þátt í mörgum masterklössum erlendis og alþjóðlegum píanókeppnum. Unga fólkið leikur Grieg og Schubert Birna Hallgrímsdóttir Á þriðju og fjórðu tónleikum raðarinnar sem kallast Klassík í hádeginu í Gerðubergi, í dag, föstudag, og á sunnudag, flytja þau Joaquin Páll Palomares fiðluleikari og Nína Margrét Grímsdóttir píanóleikari þrjár sónötur fyrir fiðlu og píanó eft- ir Johann Sebastian Bach. Þetta er seinni hluti heildar- flutnings þeirra á þessum sjaldheyrðu meistaraverkum en sónöturnar, sem hafa í tímans rás fallið í skugga einleiksverka Bachs fyrir fiðlu, eru nú smám saman að heyrast víðar í lifandi flutningi. Tónleikarnir í Gerðubergi hefjast kl. 12.15 í dag og kl. 13.15 á sunnudag. Tónlist Flytja þrjár són- ötur eftir J.S. Bach Nína Margrét Grímsdóttir Listaverkamarkaður verður haldinn í gamla Hagkaupahús- inu á Garðatorgi í Garðabæ á morgun, laugardag, milli kl. 11 og 18. Hópur listamanna úr Grósku, félagi myndlist- armanna í Garðabæ, verður þar með listaverk til sýnis og sölu á sanngjörnu og nið- ursettu verði. Forsvarsmenn listaverkamarkaðarins segja að um sé að ræða nýnæmi hér á landi en margir ættu að kannast við slíka markaði frá erlendum borgum. Að sögn Þóru Einarsdóttur, eins for- svarsmanna markaðarins, sýna og selja 23 félagar málverk, glerverk og leirverk. Myndlist Listaverkamark- aður á Garðatorgi Garðatorg í Garðabæ Karlakór Reykjavíkur heldur fimm aðventutónleika í ár og verða þeir fyrstu á morgun í Skálholtskirkju, kl. 16. Sveinn Dúa Hjörleifsson tenór syng- ur einsöng með kórnum og fé- lagar í Drengjakór Reykjavík- ur koma einnig fram sem og trompetleikararnir Ásgeir H. Steingrímsson og Eiríkur Örn Pálsson. Lenka Mateova leik- ur á orgel. Stjórnandi Karla- kórs Reykjavíkur er Friðrik S. Kristinsson. 4. og 5. desember heldur kórinn svo tvenna aðventu- tónleika í Hallgrímskirkju hvorn dag og hefjast þeir kl. 17 og 20. Miðasala fer fram á tónleika- stöðum og á vef kórsins, karlakorreykjavikur.is. Tónlist Karlakór Reykja- víkur í Skálholti Friðrik S. Kristinsson Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is „Þetta er skemmtileg blanda af nýju og gömlu,“ segir Hörður Áskelsson, stjórnandi Schola Cantorum, um efn- isskrá aðventutónleika kórsins í Hallgrímskrikju á sunnudag. „Blanda, í orðsins fyllstu merk- ingu,“ bætir hann við, „því annars vegar flytjum við latneskar mótettur frá um 1600, frá gullöld endurreisn- arinnar, sem allar fjalla um spádóm- inn um komu Krists og um Maríu, og hins vegar koma á milli þeirra ís- lensk verk frá okkar tímum sem öll fjalla um sama efni. Það myndast mjög áhugaverðir kontrastar við að skipta svona á milli endurreisnarverkanna og þeirra ís- lensku.“ Syngja í Kölnardómkirkju Hörður segir dagskrána nokkuð byggða upp með hliðsjón af því að kórinn endurtekur efnisskrána í hinni frægu dómkirkju Köln- arborgar í Þýskalandi 3. desember næstkomandi. Hörður hefur sjálfur leikið á org- eltónleikum í dómkirkjunni en boðið til kórsins barst eftir að hann hafði stungið upp á því að koma með kór- inn með sér í áttræðisafmæli Klais orgelsmiðs, sem smíðaði orgelin í bæði Hallgrímskirkju og Köln- ardómkirkjuna; kórinn mun því taka nokkur lög á orgelverkstæðinu í Bonn auk þess að syngja í dómkirkj- unni. „Við sóttum um styrk til Loftbrú- arinnar, og fengum, en hóparnir mega ekki vera stærri en átta manns og því verða söngvararnir aðeins átta í þessu verkefni,“ segir Hörður. „Það er mjög spennandi að leysa þetta verkefni með þessum litla hópi – þetta gerir miklar kröfur til söngv- aranna; sum verkin eru fyrir átta raddir og fyrir vikið eru söngv- ararnir átta öll einsöngvarar. Ég var með í höndunum óflutt verk eftir einn kórfélagann, Guðrúnu Eddu Gunarsdóttur, og fannst það smellpassa í dagskrána. Þá rétti ann- ar félagi, Hafsteinn Þórólfsson, upp höndina og spurði hvort hann mætti líka semja. Hann valdi einn af lat- neskum aðventutextum kaþ- ólsku kirkjunnar og samdi líka verk,“ segir Hörður. Skipta á milli verka frá endur- reisnartíma og nýrra íslenskra Morgunblaðið/Golli Schola cantorum „Þetta gerir miklar kröfur til söngvaranna,“ segir Hörður Áskelsson um efnisskrá tónleikanna. Við fórum í hljóð- verið strax morg- uninn eftir tónleika og vorum svo í þrjá daga að þessu 38 » Aðventutónleikar Schola cantor- um verða haldnir í Hall- grímskirkju á sunnu- daginn kemur kl. 17. Yfirskriftin er Aðvent- an og María. Flutt verður úrval aðvent- umótetta frá end- urreisnartímanum og ís- lenskrar kórtónlistar aðventunnar. Latnesku mót- etturnar, sem allar eru frá því um 1600, og íslensku verkin eru sung- in á víxl. Kórinn frumflytur jafn- framt verkin Hátíð fer að höndum ein eftir Guðrúnu Eddu Gunn- arsdóttur og Prope est Dominus eftir Hafstein Þórólfsson, en þau eru bæði félagar í Schola cantor- um. Önnur íslensk verk eru eftir Báru Grímsdóttur, Hjálmar H. Ragnarsson, Róbert A. Ottósson og Þorkel Sigurbjörnsson. Flytja úrval aðventumótetta AÐVENTUTÓNLEIKAR SCHOLA CANTORUM Bára Grímsdóttir er eitt tónskáldanna  Schola Cantorum syngur í Hallgríms- kirkju á sunnudag spennandi að vera fjarri vinum og að þurfa að eyða sumrinu á lítilli eyju langt frá höf- uðborginni. Henni gekk ekki sem skyldi í náminu í fimmta bekk og ætlar hún að vinna það upp yfir sumarið. Hún skrifar Arnfríði kennaranum sínum reglu- lega bréf yfir sumarið og sendir henni skólaverkefni sem hún hefur unnið til að sýna fram á að hún eigi fullt erindi upp í sjötta bekk. Bókin eru þessi bréf sem Ólöf Arndís sendir Arnfríði, bréfin frá Flatey. Í bréfunum segir hún frá lífinu í Flatey sem reynist vera sannkölluð ævintýraeyja en þar eignast hún nýja og skemmtilega ÍFlateyjarbréfunum segir frástelpuskottinu Ólöfu Arndísisem hefur nýlokið við fimmtabekk. Í sumarfríinu fer hún út í Flatey á Breiðafirði með foreldrum sínum og yngri bróður en foreldrar hennar hafa tekið að sér rekstur kaffihúss þar yfir sumartímann. Ólöfu Arndísi líst ekkert á þennan ráðahag í upphafi, henni finnst ekki vini. Ólöf Arndís kynnist lífinu á ann- an hátt en hún þekkir, hún nýtur þess að vera úti í náttúrunni og skapa sína eigin afþreyingu en ekki vera mötuð á henni eins og heima í Reykjavík. Ólöf Arndís er skemmtileg persóna sem skrifar lífleg bréf og kann að lýsa því sem fyrir ber. Þessi saga Kristjönu er ætluð fyrir börn á aldrinum 7 til 12 ára og ættu þau svo sannarlega að hafa gaman af henni um leið og þau fræðast um ým- islegt. En Kristjana er svo snjöll að flétta alls konar fróðleik inn í bréfin hennar Ólafar Arndísar. Til dæmis fer móðir Ólafar Arndísar yfir bréfin og lagfærir ýmislegt, er þá strikað yfir orð sem henni mislíkar og önnur betri sett í staðinn, t.d. hefur Ólöf Arndís skrifað næs og er í staðinn sett vinaleg og atast í staðinn fyrir böggað, og sést leiðréttingin á þessu í textanum án þess að það sé kennslulegt. Þetta ætti að auka orðaforða barna og vekja þau til umhugsunar um slettur og fjöl- breytileika málsins. Ólöf Arndís lærir ýmislegt nýtt í Flatey, t.d. um náttúr- una, sögu landsins eða gamla verk- hætti, og lýsir því fyrir kennaranum sínum í bréfunum og um leið lærir lesandinn án þess að átta sig á því. Kristjana laumar þessum fróðleik svo vel inn í textann á skemmtilegan hátt að lesandinn verður mikils fróðari að lestri Flateyjarbréfanna loknum án þess að gera sér grein fyrir því. Ég hafði mjög gaman af lestri bók- arinnar því Ólöf Arndís er lífleg stelpa sem lendir í alls konar ævin- týrum og lætur sér detta ýmislegt (mis)sniðugt í hug. Þetta er lífleg og létt bók og ætti að kæta alla krakka. Viðburðaríkt sumar í Flatey Flateyjarbréfin bbbmn Eftir Kristjönu Friðbjörnsdóttur JPV útgáfa 2010 INGVELDUR GEIRSDÓTTIR BÆKUR Vel fléttað Kristjana Friðbjörnsd.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.