Morgunblaðið - 09.12.2010, Síða 6

Morgunblaðið - 09.12.2010, Síða 6
FRÉTTASKÝRING Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Frá haustinu 2008 hafa gjöld sem rík- ið innheimtir af eldsneyti hækkað verulega og samkvæmt fjárlagafrum- varpinu fyrir árið 2011 verða þau hækkuð enn frekar. Ríkið gerir ekki ráð fyrir að þessar hækkanir leiði til minni sölu á eldsneyti, raunar þvert á móti, því í forsendum fjárlaga er gert ráð fyrir að sala á bensíni og dísilolíu aukist talsvert. Þar með er reiknað með að sá dæmalausi samdráttur sem orðið hefur á umferð hér á landi snú- ist snarlega við. Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir að sala á bensíni aukist um 3,2% og á olíu um 5%. Aukin sala og hærri gjöld leiði til aukinna tekna upp á 1,6 milljarð. Upplýsingar um eldsneytissölu liggja ekki á lausu hjá olíufélögunum. Á hinn bóginn kemur fram í fjárlaga- frumvarpinu að skattstofn vörugjalda af bensíni og olíu hafi dregist veru- lega saman en hafi engu að síður skil- að meiri tekjum sökum gjaldahækk- ana á árunum 2009 og 2010. Í ljósi þess að umferð hefur stórminnkað á þessu tímabili kemur þessi niður- staða ekki á óvart. Raunar hefur Vegagerðin aldrei mælt svo mikinn samdrátt í umferð frá því mælingar hófust árið 1975. Hagsveiflur í umferðinni Friðleifur Ingi Brynjarsson, verk- efnisstjóri hjá Vegagerðinni, bendir á að í mörgum löndum, s.s. í Dan- mörku, fylgist stjórnmálamenn grannt með umferðartölum. Dragi úr umferð, jafnvel lítilsháttar, geti það verið merki um samdrátt í efnahags- lífinu. Nánast öll umsvif í hagkerfinu mælist í umferðartölum, þær séu eins konar rauntímamæling á hagsveifl- um. Mælingar Vegagerðarinnar sýna að nú stefnir í mesta samdrátt sem orðið hefur í umferð um hringveginn, eða um 4,2% á milli ára, þ.e. á milli 2009 og 2010. Samdrátturinn hófst strax haustið 2008 og ekkert lát virð- ist ætla að verða á honum. Umferðin er nú svipuð og árið 2005. Nýjar mælingar á þremur stöðum innan höfuðborgarsvæðisins sýna að samdráttur í umferð milli 2008 og 2010 nemur 4,5%. Minni akstur á höf- uðborgarsvæðinu hefur veruleg áhrif á tekjur af umferð enda er um helm- ingur allrar umferðar á landinu ýmist um höfuðborgarsvæðið eða Suðurnes. Runólfur Ólafsson, framkvæmda- stjóri Félags íslenskra bifreiðaeig- enda (FÍB), telur að áætlun um aukna sölu á bensíni og dísilolíu sé óraunhæf. „Það eru engin teikn í hag- kerfinu um þessa aukningu,“ sagði hann. Auðvitað voni hann að hjól at- vinnulífsins fari að snúast á nýjan leik en aukin gjöld á eldsneyti vinni gegn því markmiði að auka umferð. Í samantekt FÍB kemur fram að nú um mundir er um helmingur af út- söluverði eldsneytis opinber gjöld en Runólfur segir að svo hafi verið um langa hríð. Krónurnar safnast saman Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, gagnrýndi hækk- anirnar í fyrirspurnartíma á Alþingi í gær. Steingrímur J. Sigfússon sagði m.a. að ekki væri vaninn að tala um skattahækkanir þegar gjöldin væru aðeins látin fylgja verðlagi, líkt og væri raunin. Undantekningin væri hækkun á kolefnisgjaldi en sú hækk- un væri hófleg. Birgir sagði í sjálfu sér rétt að í krónum talið væru hækkanirnar ekki miklar. „En allt þetta litla, hóflega, smálega, sem ráðherra var að vísa til hér, það safnast nú saman.“ Hækka eldsneytisgjöld og reikna með meiri umferð  Í fjárlagafrumvarpinu er gert er ráð fyrir að sala á bensíni og dísilolíu aukist  Umferð um hringveginn aldrei minnkað meira  Færri aka um höfuðborgina Hækkaðar álögur á eldsneyti Vörugjald á bensíni Bensíngjald (95 oktan) Bensíngjald (annað bensín, s.s. 98 oktan) Kolefnisgjald á bensín Olíugjald (gas- og dísilolía) Kolefnisgjald á gas- og dísilolíu 9,28 kr. 32,95 kr. 34,92 kr. 2,90 kr. 41,00 kr. 2,60 kr. Bensín Olía Fyrir desember 2008 Breyting í desember 2008 Breyting í júní/júlí 2009 Breyting í janúar/febrúar 2010 Fjárlög 2011 10,44 kr. 20,44 kr. 22,94 kr. 23,86 kr. 37,07 kr. 38,55 kr. 40,85 kr. 39,28 kr. 4,35 kr. 41,00 kr. 46,12 kr. 52,77 kr. 54,88 kr. 3,80 kr. Desember 2008 Júlí 2009 Febrúar 2010 Fjárlög 2011 Desember 2008 Fjárlög 2011 Desember 2008 Fjárlög 2011 Janúar 2010 Fjárlög 2011 Janúar 2010 Fjárlög 2011 Desember 2008 Júní 2009 Febrúar 2010 Fjárlög 2011 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 2010 Eignaleigufyrir- tæki hafa samtals afskrifað kröfur á einstaklinga upp á 27 milljarða króna vegna bíla- samninga og bíla- lána í kjölfar dóms Hæsta- réttar. Heildar- afskriftir krafna eignaleigufyrir- tækja á einstaklinga vegna dómsins eru metnar á 44,5 milljarða króna. Þar fyrir utan höfðu ríflega 5 þúsund einstaklingar nýtt sér það úrræði eignaleigufyrirtækja að lækka höfuðstól á erlendum bílalán- um og bílasamningum gegn því að færa þau yfir í íslenskar krónur. Heildarlækkun vegna þessa úrræðis nam tæpum þremur milljörðum króna. Afskriftir bílalána og bílasamn- inga vegna greiðsluaðlögunar eru metnar á 226 milljónir króna og sambærileg tala fyrir sértæka skuldaaðlögun er tæpar 54 milljónir króna. Samtals nema því afskriftir vegna bílafjármögnunar einstaklinga nú þegar rúmum 30 milljörðum króna. Því er ljóst að þegar endur- útreikningum á erlendum bílalánum og samingum lýkur verður heildar- lækkun þeirra rúmlega 48 millj- arðar króna. Guðjón Rúnarsson, fram- kvæmdastjóri SFF, segir að þessar tölur sýni að afskriftir til ein- staklinga og heimila nemi nú 52 milljörðum kr. vegna fasteignaveð- lána og bílalána. Samtök fjármála- fyrirtækja birtu í nóvember tölur yfir afskriftir fasteignaveðlána ein- staklinga hjá bönkum og sparisjóð- um og námu þær 22 milljörðum. Afskrifa 27 milljarða vegna bíla  52 milljarðar vegna bíla og fasteigna Guðjón Rúnarsson Ingunn AK kom til Vopnafjarðar í fyrrinótt með um 750 tonna loðnu- farm. Að sögn Magnúsar Róberts- sonar, vinnslustjóra hjá HB Granda, er verið að frysta stærstu loðnuna úr aflanum og var reiknað með að því verki lyki seint í gærkvöldi eða í nótt. Á vefsíðu HB Granda í gær kom fram að Faxi RE væri á leiðinni til Vopnafjarðar með um 260 tonna afla og haft eftir Albert Sveinssyni skipstjóra að veiðarnar væru erf- iðar. Loðnan hefur staðið djúpt og verið mjög dreifð, jafnvel á nóttunni. Loðna fryst á Vopnafirði Tæplega 1.300 fjölskyldur leituðu á náðir hjálpar- samtaka í Reykjavík í gær en þá fór fram síðasta venju- lega matarúthlutun fyrir jól hjá bæði Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálp Íslands. Þá varð nokkur fjöldi frá að hverfa hjá Fjölskylduhjálpinni. Ragnhildur Guðmundsdóttir, formaður stjórnar Mæðrastyrksnefndar, segir að um 630 fjölskyldur hafi fengið úthlutað mat í gær og sé það meira en á sama tíma í fyrra. „Þróunin er þannig að fjöldinn sígur upp á við þegar líður á mánuðinn. Það segir manni það að fólk klárar ekki dæmið, bæði vegna lágra launa og hvernig hlutirnir snúast hinum venjulega launamanni í óhag,“ segir Ragnhildur. Mikil röð myndaðist fyrir utan hús Fjölskylduhjálpar- innar í Eskihlíð og þurfti töluverður hópur frá að hverfa sem gat ekki beðið eða vegna kulda að sögn Ásgerðar Jónu Flosadóttur, formanns samtakanna. Alls fengu 665 fjölskyldur aðstoð hjá Fjölskylduhjálpinni í gær og segir Ásgerður það mjög mikið fyrir byrjun mánaðar. „Ég yrði ekki hissa ef fjöldinn færi upp í þúsund fjölskyldur á næsta ári. Það eru alltaf fleiri og fleiri sem stíga fram og leita sér aðstoðar sem hafa reynt að þreyja þorrann og ekki komið.“ kjartan@mbl.is Fjölskyldur í neyð  Á annað þúsund fjölskyldur fengu mataraðstoð í gær  Síðustu venjulegu matarúthlutanirnar fyrir jólin Morgunblaðið/Ernir Nóg að gera Verkefnin voru ærin hjá starfsfólkinu. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, hefur heyrt í mönnum sem hafa áhyggjur af því að síhækkandi bensínverð geti dregið úr félagslífi í hinum dreifðari byggðum, s.s. kóra- og leikhússtarfi. Víða þurfa menn og konur að aka langar vegalengdir til að sinna áhugmálum sínum og köllun, t.d. í Skagafirði þar sem um 60 félagar í karlakórnum Heimi æfa söng tvisvar í viku. Jón Sigurðsson, formaður kórsins, segir að þeir sem komi lengst að þurfi að aka um 100 kílómetra til að komast á æfingar í menningarhúsinu Miðgarði og aftur til baka. Í hverri viku þurfa þeir því að aka 200 kílómetra eða um og yfir 800 km í mánuði. Séu menn á bifreið sem eyðir um 15 lítrum á hundraðið, þarf viðkomandi að eyða 25.000 krónum í bensín á mánuði. Í janúar 2008 hefði bensínið í þessar ferðir kostað um 16.000 krónur. Jón segir að enginn hafi hætt í karlakórnum af þessum sökum, menn borgi einfaldlega meira fyrir eldsneytið. Algengt sé að kórfélagar safn- ist saman í bíla og skiptist á að aka. „Þetta hefur áhrif á allt þjóðfélag- ið. Ég er vörubílstjóri og verktaki og þetta setur okkur mjög þröngar skorður með allar framkvæmdir,“ segir Jón. Honum líst afar illa á aukin gjöld á eyðslufreka bíla enda þurfi margir á landsbyggðinni á öflugum bílum að halda. „Það á að reyna að koma okkur í einhverjar pútur.“ Kórfélagar skiptast á að aka SÍFELLT DÝRARA AÐ KOMAST Á KÓRÆFINGAR Hraustir Kraftur er í starfi karlakórsins Heimis. Opið til 22 til jóla ALLAR VERSLANIR FULLAR AF JÓLAVÖRUM

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.