Morgunblaðið - 09.12.2010, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 09.12.2010, Qupperneq 14
ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Akureyri Líkur eru á að gefin verði út sam- eiginleg kort fyrir öll skíðasvæðin við Eyjafjörð; Akureyri, Dalvík, Ólafsfjörð og Siglufjörð. Flott hug- mynd.    Margt smátt gerir eitt stórt og falleg hugsun gerir líka sitt. Nem- endur 10. bekkjar í Glerárskóla héldu árlegt ball í síðustu viku í tengslum við söngkeppni skólans, Gleróvisjón. Hagnaður af dans- leiknum hefur alltaf farið í ferðasjóð nemenda en í ár ákváðu krakkarnir að upphæðin rynni í styrktarsjóð fyrir Helgu Sigríði Sigurðardóttur, stúlkuna sem veiktist illa á dögunum og var flutt á sjúkrahús til Svíþjóðar.    Það var söguleg stund í Hofi síð- asta laugardag þegar systkinin Sig- rún Hjálmtýsdóttir, Diddú, og Páll Óskar héldu sameiginlega tónleika í fyrsta skipti. Ótrúlegt en satt. Þessir aðventutónleikar þeirra og Sinfóníu- hljómsveitar Norðurlands voru sér- lega skemmtilegir, eins og reikna mátti með.    Systkinin eru bæði frábærir listamenn og hljómsveitin er okkur sveitamönnum til mikils sóma. Toppurinn var líklega þegar Diddú söng Ó, helga nótt í lokin. Magnað.    Bæjarstjórn Akureyrar hefur samþykkt tillögu að breytingu á aðalskipulagi við Hlíðarenda ofan bæjarins. Þar mun SS Byggir því geta reist mjög umfangsmikla frí- stundabyggð.    KEA styrkti Hjálparstarf kirkj- unnar á Akureyri í vikunni um 500 þúsund krónur. Féð er ætlað til að kaupa matvæli til styrktar skjól- stæðingum hjálparstarfsins. Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri KEA, afhenti féð.    Jón Oddgeir Guðmundsson veitti gjöfinni viðtöku og sagði að á annað hundrað manns í Eyjafirði og Þingeyjarsveit leiti um þessar mundir eftir aðstoð hjá Hjálpar- starfi kirkjunnar, auk þess hafi stofnunin samband við einstaklinga sem hún telur hjálparþurfi og bjóði fram aðstoð sína.    Afkoma bæjarsjóðs Akureyrar, allrar samstæðunnar, verður jákvæð um rúmar 146 milljónir króna á næsta ári, miðað við fjárhagsáætlun sem lögð var fram í vikunni og var til fyrri umræðu í bæjarstjórn. Þess má geta að reiknað er með að bæjar- félagið og fyrirtæki þess greiði rúm- lega 8 milljarða króna í laun.    Hinir árlegu jólasöngvar Kórs Akureyrarkirkju undir stjórn Ey- þórs Inga Jónssonar verða á sunnu- daginn kl. 17 og aftur kl. 20. Aðgang- ur er ókeypis og allir velkomnir. Upplagt að æfa jólalögin í fallegu umhverfi.    Hljómsveitin Dikta heldur tvenna tónleika á Græna hattinum um helgina, á föstudags- og laugar- dagskvöld. Sögulegir og góðir tónleikar Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Glæsilegt Systkinin Páll Óskar og Sigrún Hjálmtýsdóttir ásamt stjórn- andanum, Guðmundi Óla Gunnarssyni, eftir aðventutónleika SN í Hofi. 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 2010 RADISSON BLU HÓTEL SAGA (Harvard II) Föstud. 10. des. kl. 8-10 Fundarstjóri: Bolli Héðinsson Vilhálmur Bjarnason viðskiptafræðingur og framkvæmdastjóri Samtaka fjárfesta Vala Valtýsdóttir héraðsdómslögmaður, yfirmaður skatta- og lögfræðisviðs hjá Deloitte Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Reykjavík afhendir Hjálparstarfi kirkjunnar styrk að upphæð 500.000 kr. Hjálparstarf kirkjunnar veitir fjölmörgum ungum barna- fjölskyldum aðstoð með matar- úthlutun og einnig stuðning til að börn geti haldið áfram í tómstunda- starfi og námi þegar fjölskyldan er mjög tekjulág eða hefur orðið fyrir fjárhagslegu áfalli. Styrkja fjölskyldur Í fyrradag fékk Slysavarnaskóli sjómanna afhenta 10 flotgalla frá VÍS. Gjöfin er liður í þriggja ára forvarnasamstarfi um bætta örygg- ismenningu um borð í fiskiskipum og um auknar forvarnir gegn slys- um meðal sjómanna. Í tilkynningu segir að í rúmt ár hafi Slysavarnaskóli sjómanna og VÍS unnið með útgerðum, sem tryggðar eru hjá VÍS, í því að koma á bættri öryggismenningu um borð í fiskiskipum og gera störf sjó- manna þannig öruggari en þau eru í dag. Þetta hefur verið gert með sameiginlegri skuldbindingu út- gerða og sjómanna um að stuðla að breyttu viðhorfi og aukinni áherslu á öryggismál sjómanna. Gert er áhættumat um borð í fiskiskipum auk þess sem tekin er upp skipuleg atvikaskráning á slysum og öllum atvikum þar sem legið hefur nærri slysum. Margar útgerðir hafi stigið sín fyrstu skref í að bæta öryggis- menningu sjómanna um borð í sín- um fiskiskipum í samvinnu við VÍS og Slysavarnaskóla sjómanna. Góð gjöf Hlynur Angantýsson, deildarstjóri fyrirtækjaviðskipta VÍS, og Hilmar Snorra- son, skólastjóri Slysavarnaskóla sjómanna, auk nemenda skólans í hinum nýju göllum. Gaf Slysavarnaskóla sjómanna 10 flotgalla til að bæta öryggismenningu í fiskiskipum Í dag, fimmtudag, verður efnt til ljósagöngu og samstöðu á Ráð- hústorgi í tilefni af alþjóðlegu 16 daga átaki gegn kynbundnu of- beldi. Gengið verður með kyndla og kerti frá Akureyrarkirkju kl. 16:30. Flutt verður stutt ávarp og ljóðalestur auk þess sem söng- hópurinn Ungar raddir tekur nokkur lög. Í tilkynningu um átakið segir að hópar og samtök um allan heim hafi nýtt 16 daga átakið til að krefjast aðstoðar og stuðnings til handa brotaþolum, til að styrkja forvarnarstarf og þrýsta á um breytingar á löggjöf til að bæta réttarstöðu þeirra. Margt hafi áunnist undanfarin ár í bar- áttu gegn kynbundnu ofbeldi; ís- lensk stjórnvöld hafa gert ýt- arlega aðgerðaráætlun gegn ofbeldi á heimilum og kynferðis- ofbeldi og aðgerðaráætlun gegn mansali. Brýnt sé að fyrirhug- aður niðurskurður bitni ekki á framkvæmd þessar áætlana því vitað sé að efnahagsþrengingar geta leitt til aukins kynbundins ofbeldis og bitni oft harðar á konum. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Kyndilganga gegn kynbundnu ofbeldi Í kvöld, fimmtudag kl. 20:00, verður haldin samvera fyr- ir syrgjendur í Grafarvogskirkju. Að samverunni standa Landspítalinn, Þjóðkirkjan, Karitas – hjúkrunar- og ráð- gjafaþjónusta og Ný dögun, samtök um sorg og sorg- arviðbrögð, en þessir aðilar hafa mörg undanfarin ár staðið fyrir samveru sérstaklega ætlaða þeim sem hafa misst ástvin og vilja staldra við á aðventunni. Aðventan og jól eru oftast erfiður tíma fyrir þá sem syrgja. Hinar margvíslegu jóla- og fjölskylduhefðir sem tengjast þessum árstíma gera sorgina og missinn jafnvel sárari þegar skarð hefur verið höggvið í hópinn. Að þessu sinni verður samveran fyrir alla fjölskylduna og er öllum opin. Valgerður Hjartardóttir djákni og séra Halldór Reynisson leiða sam- veruna. Jólasálmar verða fluttir og ljós tendruð til að minnast látinna ást- vina. Hamrahlíðarkórinn flytur tónlist og að lokum verður boðið upp á veitingar. Samveran verður túlkuð á táknmáli. Samvera í kvöld fyrir syrgjendur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur opnað síðu á samskiptavefn- um Facebook. Tilgangurinn með því er að auka og efla upplýsingamiðlun frá lög- reglunni til almennings, einkum þeirra sem búa, starfa og dvelja á höfuðbogarsvæðinu. Síðan verður notuð til að vekja athygli á fréttum og tilkynningum frá lögreglunni, forvörnum gegn afbrotum og sam- bærilegu efni. Þeim sem hafa áhuga á því að gerast góðkunningjar lögreglunnar á facebook er bent á slóðina: http://www.facebook.com/pages/ Logreglan-a-hofudborgarsvaed- inu/123603131036577 Löggan á Fésbók STUTT

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.