Morgunblaðið - 15.12.2010, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.12.2010, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 2010 Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Reykjavíkurborg rekur sjö sundlaugar. Með styttri af- greiðslutíma lækka heildarútgjöld vegna þeirra um tæp- ar 50 milljónir á næsta ári, gangi fjárhagsáætlun eftir. Til dæmis er áformað að sundlaugin í Grafarvogi loki 90 mínútum fyrr á kvöldin. Samkvæmt útkomuspá fyrir ár- ið 2010 eru útgjöld vegna sundlauganna 949,6 milljónir og áformað er að þau verði 900 milljónir á næsta ári. „Þetta er ein uppáhaldshagræðingartillaga okkar,“ segir Diljá Ámundadóttir, formaður Íþrótta- og tóm- stundaráðs Reykjavíkur. „ÍTR þarf að mæta miklum nið- urskurði á næsta ári. Við erum með sjö sundlaugar í okk- ar 120 þúsund manna borg, sem allar eru opnar frá klukkan sex eða sjö á morgnana og fram á síðkvöld. Með því að stytta afgreiðslutímann urðu þessar 50 milljónir til.“ Diljá segir að í öllum tilfellum verði lokað fyrr á kvöldin og þetta gildi fyrir allar laugar borgarinnar nema Laugardalslaug. „Við viljum forðast uppsagnir í lengstu lög, en það gæti komið til þeirra,“ segir Diljá. Spara um 50 milljónir í sundlaugum borgarinnar Morgunblaðið/Jakob Fannar Sundlaugar Minni þjónusta verður í boði á næsta ári.  Afgreiðslutími sundlauga styttur um 30-90 mínútur Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is A T A R N A Hrærivél MUM 4405 Vélin sem hefur verið elskuð og dáð í íslenskum eldhúsum í áraraðir. Jólaverð: 22.900 kr. stgr. (Fullt verð: 28.900 kr.) fyrir Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Ögmundur Jónasson, dóms- og mannréttindaráðherra, hefur vísað máli varðandi starfsemi öryggis- sveitar við bandaríska sendiráðið við Laufásveg í Reykjavík áfram til ríkissaksóknara. Vafi leikur á hvort starfsemin standist íslensk lög. Til- kynnti ráðherra þetta um leið og kynnt var könnun ríkislögreglu- stjóra á starfsemi sveitarinnar. Byggist könnunin á svörum banda- rískra stjórnvalda við spurninga- lista embættisins. Það var mat ríkislögreglustjóra að svör stjórnvalda vestanhafs væru fjarri því að vera fullnægjandi, sér- staklega varðandi það hvort íslensk lög hefðu verið brotin með eftirlit- inu. Ætti ráðherra því að meta hvort ástæða væri til að vísa málinu áfram til ríkissaksóknara. „Ef það er svo að íslenskir rík- isborgarar telja á sér brotið eða ís- lensk lög um friðhelgi einkalífsins þá lít ég á það sem skyldu mína sem ráðherra dóms- og mannréttinda- mála að grafast fyrir um slík mál. Það er eðlilegt að ríkissaksóknari taki það að sér en hann tekur sjálf- stæða ákvörðun um hvort og hvern- ig hann fjalli um málið,“ sagði Ög- mundur. Öryggissveit stenst lög Það var niðurstaða ríkislög- reglustjóra að samkvæmt Vínar- samningnum um stjórnmála- samband og skyldur gistiríkja gagnvart sendiráðum bryti stofnun öryggissveitar við bandaríska sendi- ráðið ekki gegn íslenskum lögum. Þær skorður væru þó settar að um- svif hennar takmörkuðust við sendi- ráðssvæðið. Utan þess svæðis giltu íslensk lög um eftirlitið og væri það í verkahring íslensku lögreglunnar. Í svörum bandarískra stjórn- valda kemur fram að slíkar örygg- issveitir hafi verið stofnaðar í kjöl- far mannskæðrar árásar á sendiráð þeirra í Austur-Afríku árið 1998. Hins vegar kemur ekkert fram um hvenær slík sveit var stofnuð hér á landi. Sveitirnar fylgist meðal ann- ars með grunsamlegu atferli og um- ferð í nágrenni sendiráðsbygginga. Þá eru skráningarnúmer grun- samlegra bifreiða skráð niður. Slík- um atvikum er síðan haldið til haga í miðlægum gagnagrunni. Þá segir í svörunum að sendi- ráðið hafi miðlað ljósmyndum af einstaklingum, sem sýnt hafi af sér grunsamlegt athæfi, til ríkislög- reglustjóra til frekari rannsóknar. Í athugasemd ríkislögreglustjóra við það svar segir að embættið hafi aldrei brugðist við slíkum send- ingum sendiráðsins. Telji það við- komandi einstakling ógna öryggi þess beri því að hringja í neyð- arsíma lögreglunnar. Þögul um þátt Íslendinga Meðal þeirra spurninga sem ríkislögreglustjóri lagði fyrir banda- rísk stjórnvöld var hvort íslenska ríkisborgara væri að finna í starfs- liði öryggissveitarinnar. Þá var ósk- að eftir nöfnum fyrrverandi og nú- verandi íslenskra starfsmanna hennar. Engin svör fengust við þeim spurningum. Þá bárust engin svör um stærð öryggissvæðis umhverfis sendiráð- ið, hvort öryggissveitin hefði látið til sín taka utan þess svæðis og hvort hún stæði fyrir sambærilegu eftirliti við heimili sendiráðsstarfs- manna. Morgunblaðið/Eggert Rannsókn Ögmundur Jónasson kynnir blaðamönnum skýrslu ríkislögreglu- stjóra. Sagði hann meðal annars að í andrúmslofti kalda stríðsins hefðu stór- veldin talið sér leyfast að gera ýmislegt sem orkaði í besta falli tvímælis. Ríkissaksóknari kanni hvort sendiráð brjóti lög  Svör bandarískra stjórnvalda talin ófullnægjandi sagði Dagur og talaði um ömmuhag- fræði í þessu sambandi. Að öðru leyti sagðist hann ekki vilja eyða löngum tíma í að ræða fjárhagsáætlunina, „Hún talar fyrir sig sjálf,“ sagði Dagur. Sóley Tómasdóttir sagði réttlæt- ingu á gjaldskrárhækkunum á leik- skólum með ólíkindum. „Jafnaðar- manninum þykir sjálfsagt að láta barnafjölskyldur borga brúsann,“ sagði Sóley og átti þar við Dag. „Stefnuleysið er algert og það er gripið til ódýrustu trikkanna í bók- inni. Ég skil ekki hvernig fólk getur þrifist í stjórnmálum án þess að hafa eitthvað sem það trúir á,“ sagði Sól- ey. Gjaldskrár- hækkanir og ömmuhagfræði  Átök um fjárhagsáætlun borgarinnar Morgunblaðið/Ernir Fjárhagsáætlun Jón Gnarr á Borg- arstrjórnarfundinum í gær. Ekkert er útilokað » Sóley Tómasdóttir tók dæmi um áhrif gjaldskrárhækkana á leikskólum á ólíkar fjölskyldur og taldi að þær kæmu fyrst og fremst niður á þeim sem síst mættu við því. » „Okkur fannst skynsamlegt að fara þessa blönduðu leið,“ sagði Jón Gnarr. „Þetta úti- lokar ekki að útsvarið verði fullnýtt.“ BAKSVIÐS Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Síðari umræða um fjárhagsáætlun Reykjavíkur 2011 fór fram í gær. Nokkrar breytingar verða gerðar á fjárhagsáætluninni. Meðal þeirra er að borgin hyggst leggja 20 millj- ónir til að efla tómstundastarf barna úr efnalitlum fjölskyldum. Einnig munu þriðja og fjórða systkini á leik- skólum fá 100% afslátt. „Það er álag á alla,“ sagði Jón Gnarr borgarstjóri og vísaði til gagnrýni á hækkanir á leikskóla- gjaldi. „Gjaldskrár hafa verið frystar í tvö ár. Við höfum ekki efni á að halda úti þessari þjónustu án þess að hækka gjaldskrár.“ Borgarstjóri sagði fjárhagsáætl- unina góða miðað við aðstæður og sagðist feginn að hafa stofnað Besta flokkinn. Hann sagði flokkinn hafa vaxið að virðingu og þakkaði Samfylkingunni fyrir að hafa þorað að taka áhættuna með samstarfinu. Hraunað yfir stjórnmálamenn Hanna Birna Kristjánsdóttir, odd- viti sjálfstæðismanna, sagðist hafa orðið fyrir vonbrigðum með áhersl- urnar í fjárhagsáætluninni. Hún sagði Besta flokkinn hafa komist til valda með því „að hrauna yfir stjórn- málamenn“. Fátt nýtt kæmi fram í áætluninni, búist hefði verið við öðru þar sem Besti flokkurinn þættist vera boð- beri breytinga. Flokkurinn hefði gef- ist upp á að fylgja eigin hugsjónum. „Þetta er eins og hver önnur fjár- hagsáætlun,“ sagði Hanna Birna og sagði flokkinn í besta falli órólega deild innan Samfylkingarinnar. „Við sem höfum verið hér lengur en eitt ár sjáum að áætlunun er gerð af Samfylkingunni.“ Hún sagði að minnihlutinn hefði boðið fram krafta sína við vinnslu sameiginlegrar aðgerðaáætlunar. Það hefði ekki verið þegið. Stoltur af áætluninni Dagur B. Eggertsson sagði stórar og þungar yfirlýsingar um gjald- skrárhækkanir hafa einkennt um- ræðuna um fjárhagsáætlunina. Auð- velt væri að „stilla upp ýmsum dæmum á jaðrinum“, eins og Sóley Tómasdóttir hefði gert. „Ég er stoltur af áætluninni,“ Meirihluti allsherjarnefndar leggur til í nefndaráliti sínu að fram fari sjálfstæð og óháð rannsókn á starfsemi Íbúðalánasjóðs frá aðdraganda breytinganna á fjár- mögnun og lánareglum sjóðsins sem hrint var í fram- kvæmd á árinu 2004. Í kjölfar þess fari fram heildarend- urskoðun á stefnu og starfsemi Íbúðalánasjóðs. Þá segir í álitinu að nefndin hafi fjallað nokkuð um áhrif af þessum breytingum á stefnu og starfsemi sjóðs- ins og á fasteignamarkaðinn í heild sinni og innkomu bankanna á húsnæðislánamarkaðinn árið 2004 sem hafði einnig veruleg áhrif, m.a. á skuldsetningu heimila og sveitarfélaga en einnig á stöðu Íbúðalánasjóðs. Telur meirihluti nefndarinnar því brýnt að samhliða rannsókn á starfsemi Íbúðalánasjóðs verði þessi innkoma bank- anna á markaðinn og áhrif hennar rannsökuð. Ennfremur er það mat meirihlutans að nauðsynlegt sé að mat verði lagt á það hversu sjóðnum hefur tekist að sinna lögbundnu hlutverki sínu á þessu tímabili. Þá verði mótuð stefna um fjármögnun húsnæðislánakerfisins í heild sinni samhliða rannsókninni. Tekið er fram í nefndarálitinu að umfjöllun nefnd- arinnar um málið tengist beiðni Íbúðalánasjóðs um 33 milljarða kr. viðbótarfjármagn í frumvarpi til fjár- aukalaga. kjartan@mbl.is Íbúðalánasjóður verði rannsakaður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.