Morgunblaðið - 15.12.2010, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.12.2010, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 2010 Speglun Húsið á hvolfi í tjörninni hefur eflaust glatt börnin sem þar sátu við bakkann en ekki síður svanurinn hvíti sem heilsaði upp á þau og spjallaði við þau svona líka kumpánlegur. Eggert Jerúsalem | Á hverjum föstudagseftirmiðdegi í rúmt ár hafa mörg hundruð ísraelskir gyðingar safnast sam- an á rykugu, litlu torgi í miðjum arabahluta Austur-Jerúsalem. Í hópnum eru líka nokkrir Palest- ínumenn, þar á meðal strákar, sem eru að selja ferskan appel- sínusafa. Fólkið kemur saman þarna í Sheikh Jarrah-hverfinu til að mót- mæla útburði palestínskra fjöl- skyldna úr heimilum sínum til að rýma fyrir ísraelskum land- tökumönnum. Þessi útburður er niðurlægjandi, stundum kemur til ofbeldis sem skýtur öðrum palestínskum fjöl- skyldum skelk í bringu. Ísraelskir stúdentar, sem þekktir eru undir heitinu Samstöðuhreyfing Sheikh Jarrah, urðu fyrstir til að skipu- leggja mótmæli. Síðan komu virðu- legir prófessorar, frægir rithöf- undar, fyrrverandi dómsmálaráðherra og fleiri. Í fyrstu beitti ísraelska lögreglan mótmælendurna valdi jafnvel þótt slík mótmæli væru fullkomlega lög- leg í Ísrael. Það leiddi til svo nei- kvæðrar umfjöllunar að lögreglan bakkaði, en hélt þó áfram að setja tálma á veginn, sem liggur að nýju byggðinni. Nú geta mótmælend- urnir aðeins haldið skiltum á lofti, barið bumbur, hrópað slagorð og sýnt samstöðu einfaldlega með því að mæta. Forsaga útburðarins er ekki beinlínis ein- föld. Nokkuð var um að gyðingar byggju í hverfinu áður en þeim var sparkað árið 1948 í sjálfstæðisstríði Ísr- aels. Mun fleiri Palest- ínumönnum var á sama tíma sparkað út úr hverfum í Vestur- Jerúsalem og fundu þeir sér ný heimili á stöðum á borð við Sheikh Jarrah, sem laut lögsögu Jórdaníu þar til Ísrael- ar tóku Austur-Jerúsalem aftur árið 1967. Þetta fólk var að mestu látið í friði þar til fyrir nokkrum árum þegar gyðingar fóru að setja fram kröfur til fasteigna, sem þeir misstu 1948. Palestínumenn, sem kynnu að vilja gera svipaða kröfu til fasteigna í Vestur-Jerúsalem, geta það ekki. Þar sem þeir settust að á „óvina- svæði“ á borð við Sheikh Jarrah eft- ir 1948 kveða ísraelsk lög á um að þeir megi ekki krefjast þess að end- urheimta fasteignir. Eitthvað er um að samtök kaup- sýslumanna úr röðum gyðinga hafi keypt fasteignir í Jerúsalem af aröbum. En aðrar eru einfaldlega teknar eignarnámi. Stundum eru lögð fram skjöl, sem ná aftur til valdadaga ottómana, en oft leikur vafi á um áreiðanleika þeirra og uppruna. Hvað sem því líður, eins og svo oft gerist í Ísrael er Palest- ínumönnum réttur smánarsamn- ingur. Sheikh Jarrah er síður en svo versta tilfellið. Önnur hverfi Palest- ínumanna í Jerúsalem eru klippt frá borginni með hinum svokallaða ísr- aelska „öryggisvegg“, sem þýðir að íbúarnir fá ekki almennilega þjón- ustu frá borginni þótt þeim sé gert að borga skatta. Óhirt sorp hleðst upp á götum úti. Ekki er hægt að treysta á vatnsveit- una. Börn ganga ekki lengur í skóla. Fólk missir vinnuna. Ástandið er jafnvel enn verra í palestínskum bæjum lengra í burtu eins og í Hebron þar sem ísraelskir landtökumenn hegða sér oft eins og byssuglaðir kúrekar úr villta vestr- inu, hunsa lög eigin lands og flæma brott Palestínumenn með því að höggva niður tré þeirra, eitra fyrir búpeningi og pynta þá með öðrum hætti, meira að segja skjóta þá til bana, án þess að hljóta refsingu fyr- ir. Þegar bandarískir stjórnarerind- rekar kvörtuðu undan innrás land- tökumanna úr röðum gyðinga í hverfi Palestínumanna svaraði Ben- jamin Netanyahu forsætisráðherra að Jerúsalem væri höfuðborg Ísr- aels. Með því er gefið til kynna að gyðingar geti rutt sér leið lengra og lengra inn í Austur-Jerúsalem og sömuleiðis reist byggðir á land- svæðum Palestínumanna umhverfis borgina, sem Ísrael segir nú að séu hluti af Jerúsalem. Markmiðið virð- ist vera að gera Jerúsalem að gyð- ingaborg með kaupum, með sögu- legum rökum og með valdi ef því er að skipta. Þetta átak er svo kerfisbundið og nýtur svo afgerandi stuðnings Ísr- aelsstjórnar að litlar horfur eru á að nokkur hundruð mótmælendur – sama hversu virtir þeir eru – geti stöðvað það. Eru þeir þá bara að sóa tíma sínum? Er þetta hanastél rót- tæklinga undir berum himni? Að minnsta kosti einn palest- ínskur herramaður taldi að svo væri ekki. Hann býr nokkrum götum frá staðnum þar sem mótmælendurnir safnast saman. „Ef ekki væri fyrir ykkur,“ sagði hann með gleðibros á vör, „væri úti um okkur öll.“ Ef til vill gerir hann sér of miklar væntingar. En það er engin spurn- ing að það að gyðingar skuli sýna samstöðu gerir að verkum að sum- um Palestínumönnum finnst þeir ekki vera alveg einir. Þess utan er erfiðara fyrir Palestínumenn að mótmæla vegna þess að þeir eiga á hættu að glata dýrmætum búsetu- leyfum sínum í Jerúsalem. Mótmælin eru líka þess virði af annarri ástæðu: þau eru góð fyrir Ísrael. Mótmæli eða borgaralegt andóf hefur sjaldnast áþreifanleg áhrif samstundis. Í einræðisríkjum geta þau jafnvel haft öfug áhrif og leitt til blóðugra gagnaðgerða. Þetta á sérstaklega við þegar andófið felst í að beita valdi, sem býður einfald- lega frekari valdbeitingu heim. Ísrael er ekki einræðisríki. Þvert á móti er það eina virka lýðræðis- ríkið í Mið-Austurlöndum. Þrátt fyr- ir allan aðskilnaðinn, mismununina og spennuna vegna uppruna og trú- ar er Jerúsalem einnig ein af síðustu fjölmenningarborgunum í Mið- Austurlöndum. Það eru allt of fáir gyðingar eftir í Teheran, Damaskus og Kaíró. Til samanburðar eru arab- ar 36% íbúa í Jerúsalem og fer fjölg- andi. Ísraelar þurfa einnig að verjast mikilli óvild af hálfu araba. En kerf- isbundin niðurlæging Palestínu- manna með því að leyfa landtöku- mönnum bókstaflega að komast upp með morð hefur spillingaráhrif á ísr- aelskt samfélag. Borgararnir dofna við það að minnihlutahópur er beitt- ur tilviljanakenndum hrottaskap og verða ónæmir fyrir því. Jafnvel þótt flestir Ísraelar sjái aldrei vega- tálma, öryggisvegginn eða fólk borið út með valdi þá er ávaninn að horfa í hina áttina, að óska þess að vita ekki, afbrigði spillingar. Þess vegna eru föstudags- mótmælin, hversu áhrifalítil sem þau eru til skamms tíma litið, nauð- synleg. Með því að sýna samstöðu verður Ísrael siðmenntaðri staður. Það heldur lífi í sómakenndinni, von um að koma megi á betra samfélagi – fyrir Palestínumenn jafnt sem Ísr- aela. Eftir Ian Buruma »Með því að sýna samstöðu verður Ísrael siðmenntaðri staður. Það heldur lífi í sómakenndinni, von um að koma megi á betra samfélagi – fyrir Palest- ínumenn jafnt sem Ísra- ela. Ian Buruma Höfundur er prófessor í mannrétt- indamálum við Bard College. Nýjasta bók hans heitir Taming the Gods: Religion and Democracy on Three Continents. ©Project Syndicate, 2010. www.project-syndicate.org Síðasta vígi sómakenndarinnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.