Morgunblaðið - 15.12.2010, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.12.2010, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 2010 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Undanfarið hefur verið greint frá refum sem hafa lagt leið sína í þétt- býlið og dýrbítum í Borgarfirði og víðar. Dr. Páll Hersteinsson, pró- fessor við Háskóla Íslands, sem mik- ið hefur rannsakað íslenska refi, var spurður hvort fjölgun dýrbíta hefði verið skoðuð og hvort refir sæktu meira í sauðfé ef þeir hefðu ekki nóg æti í hinni villtu náttúru? „Nei, það hefur ekki verið skoðað sérstaklega. En á meðan bæði eru refir og sauðfé í landinu munu koma dýrbítir öðru hverju og sennilega ár- lega. Þessar fréttir hafa verið fleiri í blöðunum nú en undanfarið. Það get- ur vel verið að dýrbítir hafi verið fleiri í haust en áður,“ sagði Páll. „Við höfum fylgst með refastofn- inum sem var mjög stór á árunum milli 1950 og 1960. Síðan hrundi rjúpan og í kjölfarið hrundi refurinn. Refastofninn náði lágmarki 1973- 1975,“ sagði Páll. Hann telur að haustið 1978 hafi stofninn talið færri en 1.300 dýr. Þau gætu því hafa verið u.þ.b. 1.000 í lágmarkinu 1973-1975. Miðað er við hauststofn, þ.e. þegar yrðlingar eru orðnir sjálfstæðir og þekkjast illa frá fullorðnum dýrum. Páll segir að forsvarsmenn Bjarma- lands, félags refaveiðimanna, haldi því fram að allt hafi farið á verri veg þegar hann tók við veiðistjórn af Sveini heitnum Einarssyni. Þeir nefni sig þó ekki alltaf á nafn. „Ég tek við starfi veiðistjóra 1985. Refastofninn náði lágmarki tíu árum áður og fór stækkandi eftir það,“ sagði Páll. „Það er óskiljanleg sögu- fölsun að fullyrða að ref hafi tekið að fjölga þegar ég tók við sem veiði- stjóri.“ Hann sagði það enga furðu að refum skuli hafa fjölgað. „Við sjáum mjög stækkandi gæsa- stofna og eins að fýlnum fjölgar. Eft- ir 1990 eru mikil hlýindi og heiðlóu- stofninn, sem er um það bil helmingur vaðfugla sem refurinn ét- ur, fjórfaldast að stærð miðað við vetrartalningar.“ Páll bendir einnig á breytingu sem varð þegar hætt var að borga sérstaklega fyrir grenjaleit með reglugerðarbreytingu 1997. Í staðinn voru verðlaun fyrir hlaupa- dýr og grendýr hækkuð. Reglur vantar um útburð ætis „Þá fóru menn um allt land að bera út æti í stórum stíl fyrir ref og fóðra hann að vetrinum. Þau dýr sem ekki veiddust höfðu það mjög gott og frjósemin var mjög mikil. Refurinn náði aldrei að bregðast við því að fæðan minnkaði að vetrarlagi. Hann er í veislu yfir veturinn þegar mestu máli skiptir fyrir hann upp á frjósemi,“ sagði Páll. „Með þessu er- um við að halda við sterkum stofni sem við ættum að forðast. Auðvitað eigum við ekki að hafa stofninn stærri en náttúran getur borið.“ Páll vill ekki að vetrarveiði á ref- um verði hætt. „En ég vil að það verði mun strangari reglur um hverjir fá að bera út. Aðeins þeir sem hafa sýnt og sannað að þeir stundi þetta af einhverri alvöru fái að gera það.“ Páll telur að það hljóti að vera í verkahring sveit- arfélaganna, sem borgi fyrir refaveiðar, að hafa slíkt eftirlit. Hann segist hafa bent á það fyrir 5-6 árum að óheftur útburður að vetrarlagi gæti verið varasamur og fékk þá yfir sig „holskeflu af skömmum“ frá mönnum sem töldu hann vera á móti refaveiðum. Engin furða að refunum fjölgi  Fuglastofnar sem refir lifa m.a. á hafa stækkað mikið Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Refur Villtum refum hefur fjölgað mikið hér á landi á undanförnum árum. Þeir hafa haft nóg æti enda hefur orðið gríðarmikil fjölgun í mörgum íslenskum fuglastofnum, t.d. gæs, fýl og lóu, sem refirnir lifa meðal annars á. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Meðaleinkunn nema úr Mennaskól- anum Hraðbraut, sem þreyttu próf í grunnámi við Háskóla Íslands (HÍ) frá 2007 og þar til í ár, var alltaf undir meðaleinkunn hóps sem samanstóð af nemum úr fimm framhaldsskólum. Mennta- og menningarmálaráðu- neytið sendi HÍ fyrirspurn um gengi nemenda Hraðbrautar. HÍ kannaði þá námsgengi nemenda úr fram- haldsskólunum fimm en Menntaskól- inn Hraðbraut var þeirra á meðal. Þórður Kristinsson, kennslustjóri HÍ, sagði að námsgengi stúdenta úr fleiri skólum, væntanlega öllum framhalds- skólum, yrði skoðað á vormisseri. Sú skoðun verður gerð í samvinnu við skólameistara framhaldsskólanna. Þórður sagði að árangur nemenda úr hinum ýmsu framhaldsskólum hefði verið skoðaður af og til í gegnum árin. Nokkuð langt er um liðið síðan slík samantekt var gerð. Hann sagði erfitt að túlka niðurstöðurnar, sér- staklega vegna þess að nemendur koma úr ólíkum deildum og brautum framhaldsskólanna. Þeir skrá sig ekki endilega til háskólanáms í samræmi við námsleiðina sem þeir völdu til stúdentsprófs. Þá eru mjög fáir nem- endur úr sumum skólanna og því verður að fara gætilega í að álykta á grundvelli niðurstaðna. Munur á einkunnakvarða Í skýrslu menntamálanefndar Al- þingis um skýrslu Ríkisendurskoðun- ar um framkvæmd þjónustusamnings við Menntaskólann Hraðbraut kemur fram að menntamálanefnd hafi borist svar HÍ um árangur nemenda frá Hraðbraut þann 7. desember síðast- liðinn. „Þar kemur m.a. fram að heild- armeðaleinkunn nemenda í Háskóla Íslands skólaárið 2007-2008 sé 6,55 en heildarmeðaleinkunn nemenda sem útskrifast hafa úr Menntaskólanum Hraðbraut er 6,10. Skólaárið 2008- 2009 er heildarmeðaleinkunn nem- enda 6,76 en nemenda frá Mennta- skólanum Hraðbraut 6,15. Skólaárið 2009-2010 er heildarmeðaleinkunn nemenda 6,71 en nemenda frá Menntaskólanum Hraðbraut 6,35,“ segir m.a. í skýrslunni. Í könnun HÍ að þessu sinni var ein- ungis borinn saman árangur nem- enda í grunnnámi við HÍ. Skilyrði var að stúdentspróf þeirra væri frá árinu 2005 eða nýrra. Könnunin var gerð á grundvelli þeirra prófa sem voru tek- in en ekki einstaklinga. Háskólanem- arnir gangast undir misjafnlega mörg próf hver og einn. Þórður benti á að kennarar gæfu einkunnir og að almennt talað gætti smávegis munar á notkun einkunna- kvarða eftir námsgreinum. Í evrópsk- um háskólum eru t.d. almennt gefnar lægri einkunnir í raungreinum en í fé- lags- og hugvísindagreinum. Hraðbrautar- stúdentar undir meðaleinkunn  Meðaleinkunnir nema í HÍ kannaðar Hraðbraut » Menntaskólinn Hraðbraut tók til starfa haustið 2003. Fyrstu stúdentarnir voru brautskráðir 2005. » Nemendur Hraðbrautar lesa til stúdentsprófs á tveimur ár- um í stað fjögurra. » Skólinn býður upp á tvær námsbrautir, náttúrufræði- braut og málabraut. » Menntaskólinn Hraðbraut er einkarekinn framhaldsskóli. Próftökur stúdenta úr fimm framhaldsskólum Skólaár Próftökur alls Meðal- einkunn alls Nemar úr Hraðbraut Meðal- einkunn Hraðbraut 2007-2008 tæplega 4.900 6,55 212 próftökur 6,10 2008-2009 tæplega 7.900 6,76 440 próftökur 6,15 2009-2010 rúmlega 10.000 6,71 692 próftökur 6,35 Morgunblaðið/Jim Smart Íslenski refastofninn var áætl- aður vera um 10.000 dýr haust- ið 2007 og hafði þá tífaldast að stærð frá því 30 árum áður. Mat á stofnstærð refa hefur ekki verið endurskoðað síðan, að sögn dr. Páls Hersteinssonar. Sérsvið hans er vistfræði og at- ferlisfræði og hefur Páll rann- sakað íslenska refastofninn manna mest. Hann var veiði- stjóri á árunum 1985-1995 og þekkir því vel til refaveiða og fyrirkomulags þeirra. Nýlegar erfðafræðirann- sóknir benda til þess að íslenski refurinn hafi verið meira og minna einangraður og óbland- aður í 10.000 ár. Hann var eina villta landspendýrið þegar menn námu hér land. Íslenska tófan er af hundaætt eins og meira en 20 aðrar refategundir sem greinast í fjórar ættkvíslir. Tófan er eina tegund sinnar ættkvíslar. Frjósemi íslenskra refa hefur lítið breyst undanfarin ár. Meðalfjöldi legöra, sem sýnir fjölda fóstra sem tæf- urnar ganga með, sveiflast á milli 5 og 6. Árið 2000 fór hann upp í 6,1 en í ár hefur fjöldinn verið að meðaltali 5 legör sem er það minnsta sem mælst hefur. Frjósemi er nú í lágmarki REFIR HÉR Í 10.000 ÁR Páll Hersteinsson Samningur sjálfstætt starfandi heim- ilislækna og heilbrigðisyfirvalda fell- ur úr gildi um áramótin. Endurskoða á samninginn og viðræður hafa ekki leitt til neinnar niðurstöðu. „Þetta er svolítið viðkvæmt mál. Á næsta fundi munum við ræða kaup og kjör og hvort við störfum áfram. Ég held að það sé vilji fyrir því að svo verði,“ segir Björgvin Á. Bjarnason, formaður Heimilislækna utan heilsu- gæslu. Sjálfstætt starfandi heimilislæknar á höfuðborgarsvæðinu eru tólf og þeir sinna um 22.000 sjúklingum. Björgvin segir að fáir hafi áhuga á stöðum heimilislækna sem auglýstar séu lausar til umsóknar. „Það sár- vantar heimilislækna í borginni,“ seg- ir hann. Guðbjartur Hannesson, heil- brigðisráðherra, segir að vanga- veltur hafi verið um hvernig tengja megi starf- semi sjálfstætt starfandi heim- ilislækna við heilsugæsluna. Engar ákvarðanir hafi þó verið teknar í þeim efnum. „Það er hægt að útvista verkefni á vegum heilsugæslunnar,“ segir Guð- bjartur. Fundur sjálfstætt starfandi lækna og heilbrigðisyfirvalda er fyrirhug- aður á morgun. annalilja@mbl.is Samningur lækna er að renna út Guðbjartur Hannesson  Sinna 22 þúsund sjúklingum –einfalt og ódýrt TILBOÐ MÁNAÐARINS PANODIL HOT 926 KR. TILBOÐ GILDIR ÚT DESEMBER Spönginni • Hólagarði • Hagkaup Skeifunni • Hagkaup Akureyri • www.apotekid.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.