Morgunblaðið - 15.12.2010, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.12.2010, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 2010 MOSAIK Hamarshöfða 4 - 110 Reykjavík sími 587 1960 - www.mosaik.is Legsteinar og fylgihlutir Vönduð vinna og frágangur Yfir 40 ára reynsla Sendum myndalista ✝ Andrea KristínHannesdóttir fæddist 9. september 1928 í Reykjavík. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Skjóli 3. desember 2010. Foreldrar hennar voru Ólöf Guðrún Stefánsdóttir fædd á Stokkseyri 12. maí 1900, d. 23. júlí 1985 og Hannes Jónsson f. 26. maí 1892, d. 23. júlí 1971. Al- systkini Andreu voru: Sveinbjörn, f. 30.11. 1921, látinn, Stefán, f. 22.4. 1923, lát- inn, Pétur, f. 5.5. 1924, látinn, Sesselja, f. 6.6. 1925, Ólafur Hannes, f. 7.11. 1926, Björgvin, f. 20.6. 1930, látinn, Jóhann, f. 20.6. 1930, Jón Stefán, f. 6.1. 1936, lát- inn, Sigurður Ágúst, f. 17.8. 1937, Þor- björg Rósa, f. 12.2. 1939. Hálfsystir Andreu var Mál- fríður, f. 2.8. 1920, látin. Móðir hennar var fyrri kona Hann- esar, Andrea Kristín Andrésdóttir, f. 24.11. 1883, d. 2.8. 1920. Andrea Hann- esdóttir lauk skyldu- námi eins og flestir unglingar þá á dög- um. Hún starfaði lengstan hluta starfsævi sinnar hjá Flug- málastjórn í flugturninum á Reykjavíkurflugvelli. Útför Andreu fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 15. desem- ber 2010, og hefst athöfnin kl. 13. Mig langar að minnast systur minnar, Andreu, eða Gógó eins og hún var kölluð alla ævi. Fyrsta minningin er frá portinu við Verkamannabústaðina við Ás- vallagötu og Hringbraut. Þar var alltaf skjól, sem myndaðist af því að húsin voru byggð utan um risavaxinn ferhyrning. Þar undu börnin á öllum aldri sér við leiki af öllum gerðum. Þetta voru aðal- legar krakkar upp að fermingu, oft um 100 þegar flest var. Þarna var enginn útundan. Allir fengu að vera með. Enginn var súkkul- að eða stikk og sto eins og það var kallað í þá daga, ef viðkom- andi skipti ekki máli. Þarna réð alræði öreigans. Enginn átti neitt, hvorki dót né annað, og þess vegna voru allir jafnir. Þetta voru aðallega börn úr verka- mannabústöðunum, Samvinnubú- stöðunum og Sólvallagötu. Enn verða vinafundir þegar krakkar úr verkóportinu hittast 60 eða 70 árum síðar. Þarna var Gógó ein af drottningunum ásamt fleiri stelp- um úr hverfunum í kring. Í þessu stéttlausa samfélagi réð gleðin ein ofar öllu öðru. Þarna lærðu menn dugnað, heiðarleika og góða siði, sem dugðu alla ævi. Þá voru engir leikskólar og þess vegna urðu eldri stelpurnar að passa yngri systkini sín allan daginn. Bestu eiginleikar Gógó voru hógværð, vinnusemi og fórnfýsi. Fjölskylda okkar bjó í lítilli þriggja herbergja íbúð, allt upp í tíu eða tólf þegar flest var og margir urðu að sofa á gólfinu. Stelpurnar voru duglegar að hjálpa mömmu sinni og enginn kvartaði um þrengsli. Þegar Gógó fór út á vinnu- markaðinn fór hún að starfa hjá Flugmálastjórn í turninum á Reykjavíkurflugvelli. Þar vann hún þar til hún fór á eftirlaun. Hún var vel liðin og eftirsótt fyrir vandvirkni og dugnað. Gógó bjó hjá foreldrum sínum lengst af og þegar hún fór á eft- irlaun hugsaði hún um þau og hélt þeim heimili uns yfir lauk. Við systkinin verðum henni æv- inlega skuldbundin fyrir fórnfýsi hennar, alúð og hlýju, sem hún sýndi foreldrum okkar langt um- fram skyldu. Guð blessi minningu hennar. Ólafur Hannes Hannesson. Í dag kveðjum við Andreu Hannesdóttur, eða Gógó frænku, mikla sómakonu, sem reyndist okkur öllum svo vel. Gógó hélt heimili með afa Hannesi og ömmu Ólöfu á Ásvallagötu 65 og gerði það með miklum myndarbrag. Hún var föðursystir okkar Hannesar, en Pétur faðir okkar, sem nú er látinn, og Gógó voru tengd afar nánum böndum. Svo var reyndar um allan systkina- hópinn, sem stóð sameinaður, oft í gegnum kröpp kjör og erfiða lífsbaráttu, en aldrei var kvartað. Stórfjölskyldan hittist reglu- lega á Ásvallagötunni og það er okkur minnisstætt, þegar allur hópurinn kom saman á þessu litla en hlýlega heimili og naut rjóma- tertanna hennar frænku okkar, en hún var einstaklega myndar- leg húsmóðir. Kökurnar runnu ljúflega niður með heitum póli- tískum umræðum, enda í systk- inahópnum skapfólk með ákveðnar skoðanir, ekki síst í anda sjálfstæðisstefnunnar. Oftar en ekki voru þessi skoðanaskipti mjög lærdómsrík fyrir okkur sem börn og unglinga og endurspegl- uðu gjarnan samfélagsleg átök þessa tíma. Gógó vann lengst af hjá Flug- málastjórn Íslands og gat sér þar gott orð, enda samviskusöm og trú þeim verkefnum, sem henni voru falin. Hún var hlédræg kona, sem hafði ekki mörg orð um hlut- ina, en stefnuföst og ákveðin. Húmorinn var líka í góðu lagi. Gógó var ógift og barnlaus en mikil fjölskyldumanneskja og barngóð. Við systkinin áttum með henni margar góðar stundir, bæði á Ásvallagötunni og í Stórholtinu. Hún var ráðagóð og átti alltaf eitthvað gott í handraðanum, sem gladdi börnin. Fjölskyldur okkar Hannesar og móðir okkar, Guðrún Árnadóttir, nutum góðs af samvistum við þessa hjartahlýju konu og minn- umst hennar með hlýhug og þakklæti. Gógó átti við erfið veik- indi að stríða síðustu æviárin, en bar sig með reisn þar til yfir lauk. Við sendum ættingjum og vinum innilegar samúðarkveðjur og biðj- um Guð að blessa minningu henn- ar. Sólveig Pétursdóttir og Hannes Pétursson. Andrea Kristín Hannesdóttir Kveðja að norðan. 94 ár eru nokkuð langur tími í lífi manns og mörgum auðnast ekki svo langt líf. Það- an af síður að fólki auðnist svo lang- ur aldur við bærilega heilsu. Sigur- jón var líklega, þrátt fyrir slæma fötlun eftir slys á yngri árum, óvenjuhraustur maður. Hann vann lengst af erfið störf, langan vinnu- dag, en stóð uppréttur alla tíð þar til fyrir fáum vikum. Hann ók bíl sínum þar til síðasta vor og rafskutlunni í mestallt sumar. Mér auðnaðist að verða samtíða Sigurjóni í tæp 55 ár, eða síðan við Rósa dóttir hans tókum saman. Ekki sýndist nú stofnað til þess sambands af mikilli fyrirhyggju þá, en aldrei sáust þess merki af hálfu hans að hann efaðist um fram- haldið fyrir okkar hönd enda af al- þýðufólki kominn. Sigurjón var mikill áhugamaður um velgengni afkomenda sinna og fylgdist grannt með þeim allt til þess síðasta. Greiðslukort vildi hann aldr- ei fá sér því hann varð alltaf að eiga reiðufé ef barnabörn, barnabarna- börn aða barnabarnabarnabörnin kæmu í heimsókn, hann átti alltaf eitthvað, og alltaf fékk hann „smell“ fyrir sem ekki var illa þeginn. Hann hafði alla tíð yfirsýn yfir hagi fjöl- skyldu sinnar þótt hún væri dreifð um landið og heiminn. Sigurjón átti sér, þrátt fyrir harða Sigurjón Guðmundsson ✝ Sigurjón Guð-mundsson fæddist í Reykjavík 13. júlí 1916. Hann lést á Droplaugarstöðum 18. nóvember 2010. Útför Sigurjóns fór fram frá Bústaða- kirkju 25. nóvember 2010. lífsbaráttu, sín áhuga- mál. Hann byggði sér sumarbústað í Svína- dal löngu áður en slík mannvirki fengu hlut- verk stöðutáknsins. Húsið byggði hann að mestu úr stúunar- timbri sem féll til við uppskipun úr fragt- skipunum, alla vega þykkt og allavega breitt og afar erfitt til vinnslu, en hann lét það samt verða að húsi sem stendur enn. Hann byggði sér skúr á lóðinni í Hólmgarðinum þar sem hann gerði við ýmsa hluti og smíðaði aðra. Hann hélt þessu föndri áfram eftir að hann var fluttur í þjónustuíbúðina í Lönguhlíð og var síðasta verkið hans svolítið fuglahús sem nú er orðið með Pólýhúðuðu þaki frá Didda yngri. Þannig var hann nánast til síðustu stundar; sívinnandi og sívak- andi yfir velferð fjölskyldu sinnar og vina. Af þeim árum sem við Sigurjón áttum samleið hefur fjölskylda okk- ar Rósu lengst af búið á landsbyggð- inni, eða í yfir 40 ár. Það hefur því orðið meira hlutskipti þeirra Eddu og Gumma að aðstoða föður sinn eft- ir að hann varð minna sjálfbjarga. Viljum við færa þeim þakklæti okkar fyrir þeirra óeigingjarna hlut að því máli og einnig starfsfólkinu í Löngu- hlíð 3 og á Droplaugarstöðum fyrir þeirra umönnun. Sigurjón minn. Við Rósa, börn okkar, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn, þökkum þér af al- hug fyrir lífshlaup þitt og fyrir allt sem þú varst okkur og allt sem þú skilur eftir í hugum okkar og minn- ingum. Heimir Ingimarsson. Elsku pabbi, nú kveðjumst við í bili. Ég á svo margar góðar minningar um þig sem eru einstakar fyrir mér. Bæði æskuminningar og þær sem eru nýliðnar. Meðal þess sem kemur strax upp í hugann er ferð sem við fórum austur í Krossgerði í gamla daga. Við vorum bara tvö að fara austur að hitta ömmu og eyða sum- arfríinu. Okkur langaði bæði að hlusta á uppáhaldstónlistina okkar í bílnum á leiðinni. Þú vildir hlusta á Rolling Stones en ég vildi fá að hlusta á Stjórnina. Okkur kom sam- an um að skiptast á, þú fékkst að hlusta á þína tónlist í hálftíma og ég fékk að hlusta á mína næsta hálftím- ann og þannig gekk ferðin. Þetta var lýsandi fyrir okkar samanband, okk- ur samdi nefnilega alltaf svo vel og ég man ekki til þess að við höfum nokkurn tímann rifist, þó við höfum kannski þrætt um ómerka hluti. Önnur góð minning sem lýsir þér svo vel og er mér sérstaklega minnis- stæð var eljusemi þín við söfnun ým- iss konar menningarefnis. Þú fórst alltaf ákaflega vel með þær bækur og þann vínyl sem þú sankaðir að þér. Fékk ég mikið að njóta þess eig- inleika hjá þér því þú tókst mjög samviskusamlega upp barnaefni fyr- ir mig og merktir það mjög skil- merkilega og ennþá er til safn VHS- spólna með teiknimyndum frá 9. og 10. áratugnum. Þú hélst áhugamál- um þínum í gegnum allt lífið. Þú varst svo einlægur í þeim, enda varstu óvenju mikill viskubrunnur er kom að þeirri tónlist og þeim tónlist- armönnum sem þú hafðir dálæti á og þú varst óspar á að deila þeirri vitn- eskju með fólki sem var í kringum þig. Þú háðir nokkra bardaga við þinn sjúkdóm í gegnum lífið, en þegar hann herjaði ekki á þig varstu glað- ur, og þú varst glaðlyndur eins og þú lýstir þér sjálfum fyrir mér ekki alls fyrir löngu. Fyrir nánast sléttum þremur árum áttir þú veikindatíma- bil og varst ákaflega þreyttur þá eins og þú varst nú. En þinn tími var ekki þá, því við áttum eftir að eiga árin sem á eftir komu saman og við nýtt- um þau vel. Fórum við meðal annars Einar Björgvinsson ✝ Einar Björg-vinsson fæddist í Krossgerði á Berufjarðarströnd 31. ágúst árið 1949. Hann lést 29. nóv- ember síðastliðinn. Útför Einars fór fram frá Laugarnes- kirkju 10. desember 2010. í þrjár utanlandsferðir sem ég er óendanlega þakklát fyrir núna. Það var svo gaman að ferðast með þér. Þeg- ar við fórum til Berl- ínar þegar þú varst sextugur gastu frætt mig um allt sem þú vissir um stríðin sem þar voru háð og í hin- um ótrúlegustu smá- atriðum. Eins voru gönguferðirnar um króka og kima Kaup- mannahafnar, sem þú kallaðir þitt annað heimili, mjög skemmtilegar og fræðandi. Þú sagðir mörg orð þína síðustu daga sem mér þótti ákaflega vænt um að heyra og þau voru mörg faðm- lögin. Ég vona að þú hafir vitað að ég stóð alltaf með þér. Ég er þakklát fyrir allt það sem við gerðum saman og það sem þú gafst mér, eina eftir- sjáin er kannski að hafa ekki faðmað þig bara örlítið fastar í síðasta skipt- ið sem við hittumst. Þú ákvaðst að þetta yrði þín síð- asta barátta og það virði ég við þig. Nú færðu hvíld og frið. Minningin um þig mun lifa með mér um ókomna tíð. Þín dóttir, Þórey Rósa. Einar bróðir minn var mér alltaf nálægur. Þó vorum við ekki í stöð- ugu samneyti. Ég var 15 mánaða þegar hann fæddist og man ekki eft- ir lífinu án hans. Stundum var langt á milli okkar, við hvort í sínum lands- hlutanum eða hvort í sínu landinu. Við fórum snemma að heiman í skóla og í ævintýraleit. Alltaf skrif- uðumst við á eins og það hét þá og í bréfunum frá honum voru alltaf góð- ar lýsingar á því sem hann var að fást við hverju sinni. Þá var ekki um tölvupóst að ræða heldur alvöru sendibréf, sem sett voru í umslag, frímerkt og farið með á pósthús. Og alltaf var eftirvænting eftir að fá bréf með fréttum af sín- um. Einar var hugmynda- og uppá- tækjasamur og duglegur að leika sér bæði með öðrum og líka einn. Alveg ótrúlega góður að leika sér einn. Um tíu ára aldurinn hafði Einar það fyrir sið að fara út og upp fyrir hús í Krossgerði og lesa veðurlýsingar á landinu og var þá byrjað í Reykjavík og veðri lýst á öllum veðurathugun- arstöðvum sem þá voru. Eftir þess- um veðurlýsingum man fólk sem komið er yfir miðjan aldur og e.t.v. frekar þeir sem bjuggu úti á landi. Sumar eitt tóku vegfarendur um Berufjarðarströnd eftir tveimur krökkum sem stóðu á haus um lengri tíma upp við veg. Þetta voru Einar og frænka hans á hinum bænum í Krossgerði. Þegar þau sáu bíl út á Hvarfi tóku þau á sprett hlupu upp að vegi og stilltu sér upp. Þetta varð til þess að ferðalangar stoppuðu spurðu um nafn á bænum og þegar því hafði verið svarað fengu þau sælgæti að launum. Enda var það markmiðið. Svo voru það allir æðarungarnir sem hann tók í fóstur og annaðist af alúð. Hann var mikill dýravinur og voru kettir í sérstöku uppáhaldi hjá honum. Hann lagðist á gólfið með þeim, lygndi aftur augunum og varð dreyminn á svip þar sem hann klappaði dýrunum. Ég þakka bróður mínum fyrir það sem hann kenndi um lífið og við- fangsefni þess og finnst ég ríkari fyrir vikið. Ég sakna hans. Kristborg. Nafni. Það var heitið sem hann Einar frændi minn gaf mér. Hann kallaði mig nafna alla tíð, jafnvel þótt hann hafi verið farinn að draga að- eins úr því hin síðari ár. Og ég svar- aði honum í sömu mynt. Hann var, er og verður alltaf nafni í mínum huga. Það er óhætt að segja að við tveir höfum átt mikið sameiginlegt. Allt frá því að þekkja efnisatriði seinni heimsstyrjaldar ofan í smáatriði til þess að geta notið góðrar tónlistar. Mér verður það lengi minnisstætt að fá að fylgja nafna og frænku minni, Þóreyju Rósu, um stræti Kaup- mannahafnar nú fyrir nokkrum mánuðum. Nafni þekkti borgina eins og lófann á sér og eftir að við vorum búin að vandræðast um hvar við ætt- um að fá okkur að borða tók nafni á strik, beint upp Vesterbrogade, og inn á þennan líka dýrindis kínverska stað. Nafni var bæði gjafmildur og góð- ur maður. Ef foreldrar mínir voru eitthvað tregir til að láta mig hafa 50 krónur til nammikaupa var óhætt að leita til nafna, hann bætti það upp. Hann leyfði mér, þá rétt rúmlega ell- efu eða tólf ára, að lesa yfir handritið að bók sinni, Íslendingur á vígaslóð. Þótti mér vænt um það. Ekki síst var nafni jólabarn. Jólin komu að mínu mati þegar nafni og Þórey Rósa komu í heimsókn á að- fangadag með alla jólapakka fjöl- skyldunnar. Þá hefð hélt hann alla tíð. Enginn var heldur skilinn eftir, ekki einu sinni kötturinn, enda mundi nafni alltaf eftir að koma með smá harðfiskbita handa honum. Ég kveð hann nafna minn og vin, Einar Björgvinsson, með söknuði og óska honum alls hins besta á sinni áframhaldandi vegferð. Einar Björgvin Sigurbergsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.