Morgunblaðið - 15.12.2010, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 15.12.2010, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 2010 Ítímans rás hefur komið útfjöldinn allur af bókum þarsem saga byggðar og mann-lífs á Siglufirði er sögð. Hver höfundurinn hefur haft sinn hátt- inn á; sumir hafa reifað söguna í annálum og bækur um síldarárin eru margar. Og af nægu er af taka því sú var tíðina að Siglu- fjörður var einn af fjölmennari bæjum landsins og uppgangs- staður þegar síldveiðin var mest og best. Af sjálfu sér leiddi því að fólk víða af landinu flykktist í þennan sérstæð- ara gullgrafarabæ „þar sem óþrjót- andi möguleikar virtust bíða í rekstri og athafnasemi“, eins og Örlygur Kristfinnsson segir í ein- um af kafla bókarinnar Svipmyndir úr síldarbæ. Kaflarnir eru í bók Örlygs eru tuttugu talsins. Í hverjum þeirra er – alla jafna – sögð saga einstakra manna sem settu svip sinn á bæjar- lífið. Þótt fyrr eða síðir fenni í flestra spor lifa frásagnir af ein- staka mönnum og þær er vert að skrá, rétt eins og í þessari bók er gert. Höfundurinn líkir verki sínu raunar við bútasaum, þar sem í stutta kafla séu saman þræddar margar sögur um sama manninn. Sumir þeirra voru aðkomumenn og bundu bagga sína ekki sömu hnút- um og samferðamenn. Fyrir vikið spunnust af þeim sögur sem enn eru hafðir yfir á góðri stundu og notaðar „meðan það er ekki meið- andi og af illkvittni sagt,“ eins og Örlygur kemst að orði í formála. Saga Gústa guðsmanns á Siglu- firði hefur áður verið sögð og sung- in – og í sjálfu sér kemur fátt nýtt fram í kaflanum um kappann. En sakir þess hve sagan er hér smekk- lega skrifuð hefur hún mikið gildi. Þá er veigur í sögunum um vörubíl- stjórann Magga á Ásnum og Nor- gor eggjabónda, sem báðir voru einsetumenn og kannski ekki allra. Ævibrot þeirra skrifar Örlygur af smekkvísi og skilningi. Sama má og segja um frásögn hans af Vigfúsi Friðjónssyni. Hann var síldar- spekúlant og bjó í Reykjavík lengstum – enda þótt heimahagana á Siglufirði yfirgæfi hann aldrei í raun. Bókin Svipmyndir úr Siglufirði er vönduð að allri gerð, prentuð á vandaðan pappír, umbrot er smekklegt. Myndirnar eru góðar og annað en fátæklegur samtín- ingur úr fjölskyldualbúmum eins og oft vill verða. Kaflar eru sumir óþarflega líkir hver öðrum í efni og stíl – sem rýrir þó í engu heildar- gildi bókarinnar. Snotrar mannlífsmyndir Svipmyndir úr síldarbæ bbbbn Efir Örlyg Kristfinnsson. Uppheimar Akranesi 2010. 240 bls. SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON BÆKUR Morgunblaðið/Golli Örlygur Kristfinnsson Í hverjum kafla bókarinnar segir hann sögu ein- stakra manna sem settu svip sinn á bæjarlífið á Siglufirði. Stríðsrekstur eða náttúruham-farir í fjarlægum löndumsnerta Íslendinga sjaldnastsvo neinu nemi. Á sjón- varpsskjá birtast myndir af atburð- um: leikrit sem varir í fáeina daga. En svo þrýtur áhorfendur örendið og sviðsljós fjölmiðla beinast að nýrri uppákomu. Eftir standa þó óleyst vandamál í hamfara- landinu sem sjaldnast er mikið fjallað um. Starfi björgunarliða eru sömuleið- is sjaldnast gerð þau skil sem verðugt er og hér heima velta fáir fyrir sér að Íslend- ingar geti lagt lið með þeim hætti sem um munar. Sú var þó raunin í jarð- skjálftunum á Haítí fyrr á þessu ári, þar sem mikill fjöldi fólks fórst, bygg- ingar hrundu sem og innviðir alls samfélagsins. Liðsmenn Íslensku alþjóðabjörg- unarsveitarinnar voru fyrstu hjálpar- liðar á vettvang í Haítí og gegndu þar mikilvægu hlutverki. Fljótt hefði fennt í spor þess mikilvæga starfs sem Íslendingar unnu þar hefði Slysavarnafélagið Landsbjörg ekki staðið svo myndarlega að málum að gefa út bók um leiðangurinn til hins fjarlæga lands. Sagan er rakin; allt frá því að fyrsta kvaðning barst uns leiðangursmenn komu heim nokkrum vikum síðar eftir frækilega för. „Eftir að hafa séð örbirgðina og ástandið á Haítí hafði ég mjög lítið þol til að hlusta á fólk hér heima kvarta yfir því hvað það hefði það slæmt,“ segir Guðjón S. Guðjónsson, einn leiðangursmanna, í viðtali í bókinni. Stutt viðtöl eru birt við þá og hver segir söguna frá ólíkum kögunarhól. Hver kafli í bókinni er ein opna: knappur en efnisríkur texti, auk þess sem afmörkuð atriði eru dregin út og skýrð frekar. Á hægri síðu hverrar opnu er stór mynd og flestar þeirra koma frá hinum frænku Íslendingum. Má því segja að framsetning og stíll bókarinnar sé í samræmi við nútíma- legar hugmyndir um hvernig bók skal vera og sett upp: engar mála- lengingar og myndefnið nýtur sín. Óhætt er því að gefa kverinu góða einkunn. Þetta er holl lesning sem undirstrikar að samhjálp og þéttriðið öryggisnet er ein af frumforsendum siðaðs samfélags. Holl lesning frá Haítí Hamfarir á Haítí bbbnn Eftir Kristínu Elfu Guðnadóttur. Útgefandi: Slysavarnafélagið Landsbjörg Reykjavík 2010. 116 bls. SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON BÆKUR Ljósmynd/Landsbjörg Að störfum Íslenskir björgunar- sveitamenn á Haítí. Það er áratugur síðan Sigur-ður Flosason og GunnarGunnarsson sendu frá sér„Sálma lífsins“ síðan „Sálma jólanna“ árið eftir. Á fyrstu skífunni lék Sigurður á fjórar helstu saxófóntegundirnar, sleppti ten- órnum á „Sálm- um jólanna“ og nú er barýton- saxinn einnig á burtu og styrkir það skífuna. Ekki það að Sigurður sé ekki fínn barýtonblásari, heldur verður heilarsvipurinn sterkari, þar sem sópraninn rímar beint við altó- inn. Garbaresk heiðríkja er oft sterk þegar blásið er í sópraninn, en þegar sveiflan bankar á er altóinn þaninn, enda nýtur óvenju persónulegur stíll hans sín best í altóleiknum. Lögin eru 13 á skífunni og þessi tónlist verður ekki svo auðveldlega flokkuð. Hún spannar nokkuð hefð- bundið sálmaspil til dynjandi sveiflu eins og í frábærri túlkun þeirra fé- laga á 16. aldar vísnalaginu „Nú þökkum guði glaðir“. Það hefst á voldugum göngubassa orgelsins, síð- an markar Sigurður laglínuna og spinnur leikandi létt á altóinn með þessum fína tóni sem hann hefur komið sér upp þegar allt bíbopp er fjarri – blanda meistara svingtímans og kúldjassins. Tvö fyrstu verk skífunnar eru hunang í flutningi þeirra félaga: Passíusálmalagið „Ég byrja frelsun mína“ og lag Jóns Leifs við „Vertu guð faðir, faðir minn“ sem þeir gefa eilítinn arabískan blæ, en arabísk tónlist hefur haft mikil áhrif bæði á evrópska og afríska tónlist sé grannt skoðað. „Nú hverfur sól í haf“ eftir Þorkel Sigurbjörsson“ býr yfir sömu töfrum í flutningi þeirra, en þeir rjúfa seiðinn og auka tilbreytnina með hefðbundnari sálmaflutningi á „Ver hjá mér herra“ eftir William Henry Monk, en þennan sálm, „Abide with me“, má líka heyra á skífu Theloniusar Monks „Monks mood“. Hinn sterki púls sem ein- kennir hryn barokksins og djassins nýtur sín vel í hinni fögru laglínu Lullys „Sigurhátíð sæl og blíð“. Þarna eru líka sálmar eftir Björgvin Guðmundsson og Jakob Hall- grímsson og lögin sem allir þekkja: „Nú legg ég augun aftur“ og „Guð gaf mér eyra“ sem reynist aría eftir Rousseau en ekki íslenskt þjóðlag. Þeir félagar hafa oft verið frjálsari í spunanum, en þeir trylla dálítið í sálmi Þorkels Sigurbjörnssonar „Faðir vor þín eilífa elska vakir“. Samstarf þeirra Sigurðar og Gunnars, djasssaxófónleikarans sem einnig er slyngur í klassíkinni og kirkjuorgelleikarans sem er fínn svingpíanisti, hefur þroskast á þess- um áratug sem liðinn er frá „Sálm- um lífsins“ og ber nýja skífan því sannarlega vitni. Sálmasveifla í áratug Geisladiskur Sálmar lífsinsbbbbn Sigurður Flosason sópran- og altsaxó- fónn og Gunnar Gunnarsson Klais orgel Hallgrímskirkju. Dimma DM 46. 2010. VERNHARÐUR LINNET TÓNLIST Morgunblaðið/Ásdís Sigurður og Gunnar „Hefðbundið sálmaspil til dynjandi sveiflu.“ Gjafakort Borgarleikhússins Töfrandi stundir í jólapakkann 568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is Fólkið í kjallaranum – síðasta sýning á morgun Ofviðrið (Stóra sviðið) Þri 28/12 kl. 20:00 fors Mið 12/1 kl. 20:00 5.k Þri 25/1 kl. 20:00 Mið 29/12 kl. 20:00 frums Fim 13/1 kl. 20:00 6.k Mið 26/1 kl. 20:00 Sun 2/1 kl. 20:00 2.k Þri 18/1 kl. 20:00 Sun 30/1 kl. 20:00 8.k Lau 8/1 kl. 20:00 3.k Mið 19/1 kl. 20:00 Sun 6/2 kl. 20:00 9.k Sun 9/1 kl. 20:00 4.k Fös 21/1 kl. 20:00 7.k Fim 10/2 kl. 20:00 10.k Ástir, átök og leiftrandi húmor Fólkið í kjallaranum (Nýja svið) Fim 16/12 kl. 20:00 lokas "Fantagóð sýning" - EB, Fbl Fjölskyldan (Stóra svið) Lau 18/12 kl. 19:00 9.k Fös 7/1 kl. 19:00 Sun 23/1 kl. 19:00 Fim 30/12 kl. 19:00 Lau 15/1 kl. 19:00 "Stjörnuleikur sem endar með flugeldasýningu", BS, pressan.is Jesús litli (Litla svið) Fim 16/12 kl. 20:00 Mið 29/12 kl. 19:00 aukas Fim 30/12 kl. 21:00 Lau 18/12 kl. 19:00 Mið 29/12 kl. 21:00 aukas Lau 18/12 kl. 21:00 Fim 30/12 kl. 19:00 Gríman 2010: Leiksýning ársins Jesús litli - leikferð (Hof - Hamraborg) Lau 15/1 kl. 16:00 Sun 16/1 kl. 20:00 Mið 19/1 kl. 21:00 Lau 15/1 kl. 20:00 Þri 18/1 kl. 21:00 Fim 20/1 kl. 19:00 Sun 16/1 kl. 16:00 Mið 19/1 kl. 19:00 Fim 20/1 kl. 21:00 Sýnt í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri í samstarfi við LA Faust (Stóra svið) Fim 6/1 kl. 20:00 Sun 16/1 kl. 20:00 Fös 14/1 kl. 22:00 Fim 20/1 kl. 20:00 Aukasýningar vegna fjölda áskorana Hátíðartilboð Gjafakort Þjóðleikhússins Miðasala Hverfisgötu I 551 1200 I leikhusid.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.