Morgunblaðið - 15.12.2010, Page 31

Morgunblaðið - 15.12.2010, Page 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 2010 Sýnd kl. 6 (ísl. tal) Sýnd kl. 6 Sýnd kl. 8 og 10 EINN BESTI SPENNUTRYLLIR ÁRSINS... SEM GEFUR FYRRI MYNDINNI EKKERT EFTIR! HVERSU LANGTMYNDIR ÞÚ GANGA FYRIR ÞÁ SEM ÞÚ ELSKAR? ÞRÆLMÖGNUÐ SPENNUMYND HHH Sýnd kl. 8 og 10:30 HHH “Heldur manni í heljargreipum. Ég sef með kveikt ljósin á næstunni...” T.V. - Kvikmyndir.is FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA! Sýnd kl. 7 og 10 KOMDU Í FERÐALAG OG UPPLIFÐU ÆVINTÝRI NARNIA EINS OG ÞÚ HEFURALDREI SÉÐ ÁÐUR. -bara lúxus Sími 553 2075 www.laugarasbio.is Þú færð 5% endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum SMÁRABÍÓ Nánar á Miði.is 5% Nánar á Miði.isBORGARBÍÓ NARNIA 3 3D kl. 5.45 - 8 - 10.15 FASTER kl. 8 Síðasta sýning PARANORMAL ACTIVITY 2 kl. 10 NIKO OG LEIÐIN TIL STJARNANNA KL. 5.45 7 16 16 L Nánar á Miði.is NARNIA 3 3D kl. 4 - 5.30 - 8 - 10.30 NARNIA 3 3D LÚXUS kl. 5.30 - 8 - 10.30 FASTER kl. 8 - 10.10 PARANORMAL ACTIVITY 2 kl. 8 - 10.10 THE NEXT THREE DAYS KL. 10.10 NIKO OG LEIÐIN TIL STJARNANNA KL. 4 - 6 JACKASS 3D ÓTEXTAÐ KL. 5.50 - 8 ARTHÚR 3 KL. 3.40 7 7 16 16 12 L 12 L NARNIA 3 3D kl. 6 - 9 FASTER kl. 8 - 10.10 AGORA KL. 6 - 9 NIKO OG LEIÐIN TIL STJARNANNA KL. 6 UNSTOPPABLE KL. 10.10 EASY A KL. 6 YOU WILL MEET A TALL DARK STRANGER KL. 8 7 16 14 L L L L HÁSKÓLABÍÓGLERAUGU SELD SÉR ÍSL. TALÍSL. TAL T.V. - KVIKMYNDIR.IS Hann leitar hefnda á þeim sem sviku hann. Frábær hasarmynd! "MYND SEM HITTIR Í MARK!" -H.H, MBL HEIMSFRUMSÝNING Í 3-D AF KVIKMYNDUM Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Hefur einhver séð hundhlaupa undan æðandi eld-hafi í kjölfar mikillar sprengingar? Eða bíl springa í loft upp við það eitt að fara eina eða tvær veltur? Karatemann fljúga fimm metra aftur á bak eftir vænt spark frá keppinauti? Sennilega ekki en þó mjög líklega í kvikmynd- um og þá sérstaklega Hollywood- hasarmyndum þar sem lögmál eðl- isfræðinnar skipta oft á tíðum litlu máli. Fyrsta dæmið, um hundinn hlaupandi, er fengið úr kvikmynd hamfarakvikmyndaleikstjórans Ro- lands Emmerich, Independence Day. Í myndinni tekst litlum hundi að hlaupa undan eldhafi miklu og sleppur lifandi, áhorfendum til gríð- arlegs léttis. Dæmin eru mýmörg um þessi eðlisfræðibrot kvikmynd- anna og hér verður til gamans farið yfir nokkur þeirra. Var fanga leitað á nokkrum fróðlegum síðum verald- arvefjarins.    1. Bílar springa. Bílar virðast springa af minnsta tilefni í kvik- myndum, oft við það eitt að keyra á ljósastaur. Ef bílar væru í raunveru- leikanum jafnviðkvæmir fyrir sprengingum og í kvikmyndum væru líklega tugir bíla að springa hér á landi á ári hverju. En til þess að eldsneytistankur springi í loft upp þarf bæði súrefni og einhvers konar neista eða kveikju, ekki satt? Menn þurfa því ekki að flýja eftir að hafa velt bílnum. 2. Hljóð sem ferðast á hraða ljóss- ins. Í kvikmyndum kemur þruman oft á sama tíma og eldingin en flestir vita að þruman kemur mörgum sek- úndum síðar, allt eftir fjarlægð áheyrandans frá eldingunni og þrumunni sem henni fylgir. En það virkar greinilega ekki nógu vel í kvikmyndum að hafa það þannig. 3. Geislavirkni er skærgræn og sjáanleg og veldur því að maður lýs- ir í myrkri verði maður fyrir henni. Eee … nei. 4. Fólk flýgur tugi metra eftir spörk eða haglabyssuskot. Þetta lít- ur vel út í kvikmyndum en ef kraft- urinn væri slíkur í haglabyssunni myndi skotmaðurinn líka fljúga aft- ur á bak. Þá hefur sú manneskja ekki enn fundist á jörðu sem getur sparkað fólki tugi metra. Og sú yrði væntanlega að standa upp við vegg eða annað fast við jörð til að fljúga ekki sjálf aftur á bak í sparkinu. 5. Hljóð berst um geiminn. Nei, því miður, það heyrir enginn í þér ef þú æpir í geimnum, t.d. ef geimvera er um það bil að fara að éta þig. Geimurinn er tómarúm og hljóð berst eingöngu um efni. 6. Leiftrandi byssukúlur. Þegar byssukúlur eru sýndar koma glóandi í „slow motion“ út úr byssuhlaupum er það uppspuni. Byssukúlur eru húðaðar kopar og úr blýi og eiga ekki að snerta hlaupið þegar þær fljúga út. Og þó svo koparinn og stálið í hlaupinu myndu snertast ætti ekki að koma neistaflug af snertingu kopars og stáls. 7. Byssukúlur beygja fyrir horn. Í hasarmyndinni Wanted geta menn látið byssukúlurnar beygja. Ef til vill er þetta eina myndin þar sem eðlis- fræðilögmál eru brotin með þessum hætti og þarf varla að útskýra frek- ar af hverju þetta er ekki hægt. 8. Stokkið í gegnum rúðu án þess að fá á sig skrámu. Rúðugler er bæði sterkt og þykkt. Reyni menn að stökkva í gegnum stóra og mikla rúðu veldur það nær örugglega miklu líkamstjóni. Lögmál eðlisfræðinnar brotin »Nei, því miður, þaðheyrir enginn í þér ef þú æpir í geimnum, t.d. ef geimvera er um það bil að fara að éta þig. Beygjur Byssukúlur taka beygjur í kvikmyndinni Wanted. Angelina Jolie óárennileg í þeirri hasarmynd. Kvikmyndin The Social Network sópar að sér verðlaunum þessa dag- ana. Samtök kvikmyndagagnrýn- enda í New York, The New York Film Critics Circle, völdu myndina þá bestu á árinu sem er að líða nú í vikunni og leikstjóra myndarinnar, David Fincher, besta leikstjórann. Þá voru kvikmyndagagnrýnendur í San Fransisco, samtökin San Franc- isco Film Critics Circle, á sama máli og kusu myndina einnig þá bestu á árinu í gær. Þá þótti handritið einnig það besta í flokki þeirra sem skrifuð eru eftir öðru verki. Fincher varð einnig fyrir valinu sem besti leik- stjórinn. Þetta mikla lof sem kvik- myndin hefur fengið frá gagnrýn- endum þykir auka líkurnar á því að hún verði sigursæl á Óskarsverð- laununum á næsta ári. Af öðrum sem líklegar eru taldar til verðlauna má m.a. nefna The Black Swan, The Fighter, Inception, 127 Hours, The Town, Toy Story 3, True Grit og Winter’s Bone. Lofuð Kvikmyndin The Social Net- work hrífur gagnrýnendur. Social Net- work best

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.