Morgunblaðið - 15.12.2010, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.12.2010, Blaðsíða 11
ef þyngdaraflið heldur okkur ekki niðri. Þetta eru heimspekilegar vangaveltur. Það hafði blundað í mér lengi að skrifa en svo lærði ég bók- menntir og ritlist í Bandaríkjunum í fjarnámi og síðan þá er ég búin að vera að skrifa eitt og annað. Ég gaf út fyrstu bókina mína í fyrra, kisusögu sem heitir Mjallhvítur. Ég þurfti eiginlega að losa mig við Þyngdaraflið núna svo það mynd- aðist rými fyrir eitthvað nýtt.“ Anna og Elísabet gefa bókina út sjálfar. Ástæðan fyrir því, segir Anna, er að þær hafi ekki viljað láta stoppa sig af. „Ég held að mjög margir sem vinna skapandi vinnu láti aðra stoppa sig. Við vildum gera þetta sjálfar og hvorki láta fálæti né mótlæti stoppa okkur,“ segir Anna og bætir við að það hafi gert mikið fyrir hana að koma bókinni út. „Það hefur troðið slóð fyrir mig og sýnt mér og sannað fyrir mér að maður getur sjálfur haft svo mikil áhrif á hvað maður vill láta gerast í lífi sínu. Það hefur breytt miklu fyrir mig persónulega að hafa gert þetta. Við eigum öll drauma en hvað eru margir sem láta þá aldrei rætast? Það er búið að renna upp fyrir mér að kannski er stærsta skyldan okkar í lífinu að nýta hæfileika okkar. Það er eins og þessi saga hafi lyft þyngdaraflinu í mínu lífi og hún hefur líka lyft þyngdaraflinu í annarra lífi,“ segir Anna leyndar- dómsfull en lætur svo söguna fylgja: „Bókin er búin að koma ástarsambandi til leiðar sem nær frá Noregs til Mexíkó. Ég hafði samband við ungan jarðeðlisfræð- ing sem er núna við nám í Noregi og bað hann að lesa textann yfir. Í gegnum mig hitti hann manneskju frá Mexíkó sem var í heimsókn hér á landi. Þessar tvær mann- eskjur eru par í dag. Sagan er í rauninni búin að gera sig, hefur haft sitt þyngdarafl,“ segir Anna glöð í bragði að lokum. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 2010 „Uppáhalds- jólasveinninn minn er Gátta- þefur og er það út af nefinu. Það er gott að hafa gott nef í ýmsum skilningi, t.d. að hafa gott nef fyr- ir hlutunum,“ segir Atli Þór Al- bertsson leikari kankvís, spurður hver sé uppá- haldsjólasveinninn hans. Hann myndi líka vilja vera Gáttaþefur í augnablikinu. „Það segir í vísunni að hann fái aldrei kvef,“ segir Atli Þór nefmæltur, en hann finnur enga lykt af laufabrauði þessa dagana. Um Gáttaþef segir í Jólasveina- vísu Jóhannesar úr Kötlum: Ellefti var Gáttaþefur - aldrei fékk sá kvef, og hafði þó svo hlálegt og heljarstórt nef. Hann ilm af laufabrauði upp á heiðar fann, og léttur, eins og reykur, á lyktina rann Atli Þór segist hafa trúað lengi á jólasveinana sem krakki. „Ég gerði það náttúrlega því það hentaði mér. Því lengur sem ég hélt því fram að ég tryði á jólasveininn því lengur kom hann í heimsókn til mín,“ segir hann og kveðst enn vera spenntur fyrir jólasveinunum í gegnum börnin sín. „Ég er þakklátur þeim fyrir að vera ennþá starfandi svo þau fái að upplifa þetta.“ Það er honum líka ofarlega í huga að ekki sé gert upp á milli svein- anna þrettán. „Þegar maður spyr börn hver sé uppáhaldsjólasveinninn nefna þau oftast Stúf og Kertasníki. Stúf því hann er lítill og þau sjá sig sjálf í honum og Kertasníki því hann er sá sem gefur þeim mest. Við þurfum samstillt átak til að jafna þetta aðeins út, það er ekki drengilegt gagnvart hinum jóla- sveinunum að gleyma þeim. Ég styð jafnrétti meðal jólasveinanna, þetta eru bræður sem vinna í sama tilganginum,“ segir Atli Þór að lok- um. Uppáhaldsjólasveinn Atla Þórs Albertssonar Ljósmynd/Ragnar Th. Sigurðsson Jólasveinn Þessi sperrileggur býr í Mývatnssveit. Öfundar Gáttaþef af nefinu Atli Þór Albertsson Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is „Það er eitthvað í kreppunni sem kallar á nánara samfélag og hlýrra og því færði ég mig inn á heimilin í hönnuninni þetta árið, þar sem jólatréð ilmar og jólalög og sálmar hljóma um stofuna,“ segir Ólöf Erla Bjarnadóttir og á þar við nýj- ustu jólakúluna sem frá henni kemur, sem er græn og í hana grafinn texti úr þjóðvísunni „Hátíð fer að höndum ein“. „Þetta er fyrsta kúlan í nýrri seríu hjá mér og næstu fjögur ár bætist ein lína við á ári úr sálminum,“ segir Ólöf og bætir við að nýu kúlurnar teng- ist þó gömlu postulíns-jólakúlunum sem hún hefur hannað og unnið undanfarin 7 ár. „Þær kúlur voru allar hvítar og hugsaðar út frá ís- lenskri vetrarstemningu þar sem snjór, ís, krap, norðurljós og stjörnur gáfu tóninn. Núna vildi ég hafa þetta hlýlegra og græni litur íslensku sígrænu trjánna heldur svolítið utan um mann. Þessar fimm kúlur með sálmalínunum verða allar í grænum tón en þó verða engar tvær eins.“ Ólöf segist hvetja fólk til að kaupa sér gott íslenskt jólatré og styðja þannig íslenska skógar- bændur, hengja svo þessa þjóðlegu kúlu þar á, en einnig sé hægt að hengja kúlurnar hennar í glugga eða hvar sem fólki hentar. Hún segist verða vör við að fólk safni kúlunum. Vildi allar kúlurnar „Þetta eru safngripir og það er ákveðinn fjöldi fólks sem ég veit að kaupir alltaf nýja kúlu á hverju ári. Ég fékk pöntun um daginn þar sem manneskja vildi kaupa allar sjö á einu bretti.“ Vísan er fornt viðlag úr fórum Grunnavíkur-Jóns (1705-1779). Jó- hannes úr Kötlum orti svo fjögur erindi við þessa vísu en saman mynda þau sálminn „Hátíð fer að höndum ein“. Þjóðvísan er svona: Hátíð fer að höndum ein hana vér allir prýðum, lýðurinn tendri ljósin hrein, líður að tíðum, líður að helgum tíðum. Línur úr sálmi á jólakúlu Jólaúlan fæst í Kirsuberjatrénu og Epal. Hlýlegt Texti úr sálmi er grafinn í nýju kúluna. Eftirlit með salmonellu í kjúklingum á Íslandi felst í því að allir eldis- hópar eru rannsakaðir bæði fyrir slátrun og við slátrun. Niðurstöður úr slátursýnum liggja fyrir þremur dögum eftir slátrun. Þá er óheimilt að flytja hrátt kjöt til landins, en hægt er að fá heimild til þess og er leyfi til að flytja frosinn kjúkling til landsins háð vottorði um að hann sé laus við salmonellu. Ísland hóf markvissar aðgerðir gegn salmonellu í kjúklingum fyrir um 20 árum og tókst að ná tíðni salmonellu undir 1% á fimm árum. Í 12 ár var tíðnin undir 1% og í þrjú ár samfleytt (2005-2007) fannst engin salmonella í alifuglum. Árið 2008 byrjaði salmonella að greinast að nýju og hefur nú færst verulega í aukana. Færa má fyrir því rök að uppsprettan hafi verið í fóðri og borist þannig inn á kjúklingabúin. Þegar salmonella er einu sinni kom- in inn í kjúklingabú er erfitt að út- rýma henni og verjast frekari út- breiðslu. Sama á við um sláturhús og fóðurverksmiðjur. Til að ná tök- um á salmonellu eins og náðist fyrir 15 árum þurfa allir að leggjast á eitt. Nýta þarf þá þekkingu sem afl- að hefur verið í gegnum árin í sam- ræmdu átaki á öllum vígstöðvum og viðhalda góðu samstarfi milli fram- leiðenda og opinberra eftirlitsaðila. Ef salmonella finnst fyrir slátrun er öllum eldishópnum fargað og hann urðaður því ekki er heimilt að slátra slíkum hópum. Það sem af er þessu ári hefur þurft að farga 30 eldishópum vegna þessa. Ef salmon- ella finnst síðan við slátrun vegna mengunar sem fram kemur í lok eldistíma er allur sláturhópurinn innkallaður (sérhver hópur hefur sitt rekjanleikanúmer sem er prent- að á verðmiðann) og hefur þurft að innkalla 22 hópa það sem af er þessu ári. Þrátt fyrir aukningu á salmonellu í kjúklingum í eldi og í slátrun hefur það ekki komið fram í auknum sýk- ingum í fólki. Skýringin liggur vænt- anlega í því að þær salmonellu- tegundir sem um ræðir sýkja síður fólk og að fólk passar sig á að steikja kjúkling í gegn og bera ekki smit frá hráu kjöti í salöt eða annað meðlæti með höndum, hnífum eða skurðbrettum. Einnig verður að hafa í huga að þrátt fyrir að salmonella hafi greinst í þeim eldis- og slát- urhópum sem tilgreindir eru að framan þá er mestur hluti fram- leiðslunnar án salmonellu og aðeins hluti þeirra kjúklingahópa sem mengast kemst á markað áður en innköllun á sér stað. Þegar litið er til allra 606 sláturhópa sem fram- leiddir voru fyrstu 11 mánuði ársins voru 22 mengaðir hópar innkallaðir eða dreifing þeirra stöðvuð, alls 3,6%. Þó svo að tilfellum hafi fjölg- að á Íslandi er tíðnin lág borið sam- an við önnur Evrópuríki. Engu að síður verður að ítreka að ætíð skal meðhöndla hrátt kjöt þannig að ekki verði hætta á sýkingum. Eftirlit með salmonellu og að- gerðir hér á landi eru með svip- uðum hætti og í Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi. Önnur Evr- ópuríki grípa ekki til eins umfangs- mikilla aðgerða þegar salmonella greinist í kjúklingum. Árið 2003 var sett markmið innan Evrópusam- bandsins (ESB) um að ná tíðni á tveimur algengustu salmon- ellutegundum, Salmonella Typhim- urium og Salmonella Enteritidis, undir 1% fyrir lok árs 2011. Þess má geta að yfir 2000 tegundir af salmonellu eru þekktar og ef salm- onella finnst hér á landi er ætíð gripið til aðgerða, óháð tegund. Ekkert ríki bannar slátrun á salmon- ellumenguðum fuglum nema Ísland. Salmonellutíðni er mjög misjöfn milli landa innan ESB. Þar hefur löggjöf verið sett um aðgerðir gegn salmonellu með það að markmiði að lækka jafnt og þétt tíðni salmonellu í afurðum og hafa mörg aðildarríki náð umtalsverðum árangri síðustu ár. Sigurborg Daðadóttir, gæðastjóri hjá Matvælastofnun Örugg matvæli – allra hagur! Salmonella og eftirlit með kjúklingum Morgunblaðið/Árni Sæberg Kjúklingur „Ísland hóf markvissar að- gerðir gegn salmonellu í kjúklingum fyrir um 20 árum og tókst að ná tíðni salmonellu undir 1% á fimm árum.“ Virðing Réttlæti VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS Minnum á desember- uppbótina Desemberuppbót á að greiða ekki seinna en 15. desember.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.