Morgunblaðið - 15.12.2010, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.12.2010, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 2010 Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Íbarnabókinni Þyngdarafliðeftir Önnu Ingólfsdóttur ogElísabetu Brynhildardótturer velt upp spurningunni hvað myndi gerast ef þyngdaraflið héldi okkur ekki niðri á jörðinni. Samstarf Önnu og Elísabetar hófst fyrir hálfgerða tilviljun. „Ég var búin að vera með þessa bók í maganum í mörg ár og var hálfnuð með hana þegar ég hitti Elísabetu fyrir tilviljun á Eskifirði, hún er menntaður myndskreytir frá Bretlandi, og ég sagði henni frá sögunni minni. Þá kom í ljós að eina sagan sem hún hefur skrifað fjallaði um þyngdar- aflið. Þannig að við smullum sam- an,“ segir Anna um upphafið að samstarfi þeirra. „Svo leið eitt og hálft ár þang- að til ég hafði samband við hana og spurði hvort hún væri til í að vinna þessa sögu með mér. Stuttu síðar var auglýst hönnunar- samkeppni um forsíðu Símaskrár- innar, við sendum inn þrjár hug- myndir í forsíðusamkeppninni og fengum þrjú efstu sætin af 1530 innsendum tillögum sem var frá- bært. Okkur þótti þetta góð byrjun á samstarfinu. Við höfum síðan verið að vinna þessa sögu undanfarið ár með þessari út- komu.“ Sagan kom á ástarsambandi Spurð hvernig hugmyndin að sög- unni kom þarf Anna aðeins að hugsa sig um. „Ég eiginlega man það ekki,“ segir hún hugsi. „Ég held að all- ir spái í það hvað gerist Vildu hvorki láta fálæti né mótlæti stoppa sig Mannabarnið Ísak og jarðarbarnið Jara berjast við þyngdaraflið í nýrri barnabók eftir Önnu Ing- ólfsdóttur og Elísabetu Brynhildardóttur. Stöll- urnar hófu samstarfið á að vinna samkeppni um forsíðu Símaskrárinnar og hafa nú gefið út bók saman. Morgunblaðið/Golli Höfundar Anna Ingólfsdóttir og Elísabet Brynhildardóttir unnu vel saman. Þyngdaraflið Jara, dóttir móður Jarðar, gleymir sér í leik að þyngdaraflinu. Það eina sem kemst að hjá mjög mörgum um þessar mundi eru jólin. Vefsíðan Mymerrychristmas.com er tilvalin fyrir slíkt fólk þar sem það getur velt sér enn meira upp úr jól- unum og öllu því sem þeim tengist. Síðuhaldari býr í Salt Lake City í Utah. Hann byrjaði að deila jólunum með öðrum með aðstoð faxtækis árið 1991. Það hugsjónastarf hefur vaxið í þessa glæsilegu síðu sem fékk yfir átta milljónir heimsókna um síðustu jól. Markmiðið með síðunni er að óska veröldinni gleðilegra jóla og að heimsókn á hana fylli fólk gleði og hlýju. Á síðunni má meðal annars hlusta á Merry Christmas-netútvarp sem spilar að sjálfsögðu bara jólatónlist. Fréttum um jólin, sem birtast í öðrum miðlum, er safnað saman á einn stað, fjallað er um norðurpólinn þar sem ameríski jólasveinninn býr, það eru uppskriftir og jólasögur, jólatónlist, jólaminningar og jólamenning þar sem má lesa hátíðarhúmor, jólasögur og skoða lista yfir jólakvikmyndir. Er það góður listi til að fara yfir áður en haldið er á myndbandaleiguna í des- ember. Það er nánast allt sem viðkemur jólunum á Mymerrychristmas.com. Vefsíðan www.mymerrychristmas.com Reuters Jól Vefsíðan hentar vel fyrir þá sem halda mikið upp á jólatímann. Jól þetta og jólin hitt Þessa dagana fer Sinfóníuhljómsveit Íslands í jólaheimsóknir á sjúkrahús og hjúkrunarheimili á höfuðborgar- svæðinu. Hljómsveitin skiptir sér þá upp í minni strengjasveitir og blásara- hópa sem fara á milli staða og leika létta og ljúfa jólatónlist. Farið hefur verið í þessar jólaheimsóknir árlega frá árinu 1985. Í dag kl. 10 verður hljómsveitin á Grund, kl. 10.30 á Grensásdeild og í Sjálfsbjörg, Hátúni, kl. 11.30 í Seljahlíð og kl. 14 á Landakoti. Þessa dagana er hljómsveitin einnig að æfa fyrir þrenna jólatónleika sem haldnir verða 17. og 18. desember. Endilega … … hlýðið á Sinfóníuna Í jólaskapi Sinfóníuhljómsveitin. Heyrnarhjálp og hópur erlendra kvenna sem standa að veitingahús- inu Veröldin okkar – Mömmu- eldhús á Akranesi, sameinuðust í að halda námskeið í tveimur hlut- um þar sem fólk frá ólíkum menn- ingarheimum fékk tækifæri til að hittast og deila reynslu, skemmtun og fræðslu sín á milli. „Þarna sam- einast tveir hópar sem eiga það sameiginlegt að þurfa að kljást við ákveðna hindrun í samskiptum,“ segir Málfríður Gunnarsdóttir hjá Heyrnarhjálp. Hugmyndin að verkefninu spratt af því að hópur frá Heyrnarhjálp fór á opnun Mömmueldhússins og samdi þeim afar vel. „Það var svo gott andrúmsloft og jákvæðni gagnvart því að tengjast öðru fólki. Þá fórum við að velta því fyrir okkur að í raun eiga heyrnar- skertir og þeir sem flytja til ókunns lands það sameiginlegt að eiga erf- itt með að tjá sig og skilja aðra. Báðir hóparnir hafa þó svo margt áhugavert fram að færa og því er sérlega gaman að leiða þá saman.“ Heyrnarhjálp og Mömmu- eldhúsið hafa hlotið verefnastyrki frá Evrópuári 2010 – gegn fátækt og félagslegri einangrun. Á námskeiðinu voru kynningar á Palestínu, Póllandi og Íslandi, nám- skeið í matargerð þeirra landa, danskennsla í austurlenskum hóp- dansi, magadans og ljóðaupplestur á táknmáli. Hafa margt áhuga- vert fram að færa Heyrnahjálp Flutt voru ljóð á táknmáli. ÍS L E N S K A /S IA .I S /U T I 52 23 6 11 /1 0 Gönguskór á jólatilboði 20% afsláttur HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND WWW.UTILIF.IS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.