Morgunblaðið - 15.12.2010, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 15.12.2010, Blaðsíða 27
DAGBÓK 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 2010 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand NÝR HANDFRJÁLS- BÚNAÐUR! ÞESSIR NÖRDAR! FINNST ÞÉR ÉG NOKKUÐ VERA OF STJÓRNSÖM? ÞÚ ÞARFT EKKI AÐ SVARA MÉR NÚNA, HUGSAÐU BARA MÁLIÐ HVAÐ ER ÞAÐ SEM ER HARÐ- BANNAÐ!? EF ÞÚ FÆRÐ LÁNAÐA VAX- LITI HJÁ EINHVERJUM, HVAÐ ER ÞAÐ EINA SEM ÞÚ MÁTT ALLS EKKI GERA VIÐ ÞÁ!? ÉG SKAL GEFA ÞÉR VÍSBENDINGU... EKKI SKILJA ÞÁ EFTIR ÚTI Í SÓLINNI!!! ÉG KEYPTI ALLT ÞAÐ SEM OKKUR VANTAÐI Í GARÐINN HVERS KONAR FRÆ KEYPTIRÐU FRÆ? ÉG VISSI AÐ ÉG HEFÐI GLEYMT EINHVERJU ÉG KANNAST VIÐ HANN, ÞETTA ER WOLVERINE HVAÐ ER HANN AÐ GERA HÉR? BEST AÐ ÉG ELTI HANN... ...OG KOMIST AÐ ÞVÍ ÉG ER FARINN Í „CHAI TE” TÍMA TIL AÐ LÆRA AÐ VERJA MIG „CHAI TE”? ÁTTU EKKI VIÐ „TAI CHI”? NEI HÉRNA STENDUR „CHAI TE” SVONA NÚ, LÁTTU VAÐA OG SJÁÐU HVORT ÞÚ GETUR NÁÐ AÐ KOMA MÉR Í GÓLFIÐ Gefum gleði Í byrjun desember af- henti ÖBÍ hvatning- arverðlaun. Þessi at- höfn í Salnum var bæði hátíðleg og ánægjuleg. Ungu kon- urnar sem fengu verð- launin ljómuðu og all- ir komust í hátíðarskap. Okkur, sem höfum unnið áratugum sam- an að málefnum fatl- aðra, finnst á stund- um muna ef til vill hálfu hænufeti fram á við. Þá lendir blaut tuska fordóma og fáfræði framan í manni. En allt breytist, guði sé lof. Á heimleiðinni ók ég yfir Tjarnar- brúna og sjá, á fleygiferð yfir ísinn ýtti einhver öðrum í hjólastól. Ánægjan geislaði af báðum. Allir þurfa útiveru og hreyfingu, öll þekkjum við einhvern sem kemst ekki hjálparlaust út. Gefum gleði og nærveru á aðvent- unni. Gleðin er ætíð til góðs og aldrei of mikið af henni. Erna Arngrímsdóttir. Icesave Komandi kynslóðir hafa fáa mál- svara. Er það fagnaðarefni að hafa samið um að framtíðarkynslóðir borgi þær skuldir sem núverandi kynslóð hef- ur stofnað til? Hugsandi borgari. Tek undir með Össuri Ég hefði áhuga á að tjá mig um nýgerða Ice- save-samninga. Þó ég sé ekki stuðnings- maður Samfylkingar vil ég samt taka undir með Össuri Skarphéð- inssyni að skyn- samlegast væri að þjóðin samþykkti samninginn ef til þjóðaratkvæða- greiðslu kæmi, og þá gef ég mér að þingið myndi samþykkja samning- inn. Ráðherra talaði í Morgun- blaðinu um fljúgandi gæsir sem ætti að grípa. Ekki veit ég hvort utanrík- isráðherra er mikið fyrir gæsir, en betri er einn fugl í hendi en tveir í skógi. Þar á ég við að við vitum hvar við stöndum ef við samþykkjum þennan samning í tölum, greiðslu- skilmálum og slíku. Hins vegar gæti niðurstaða EFTA-dómstólsins verið okkur óhagstæðari en þeir samn- ingar sem nú hafa náðst um Icesave. Sigurður Guðjón Haraldsson. Ást er… … vandræðaleg fyrstu kynni. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Vinnustofa kl. 9, postulín. Lesið úr nýjum bókum kl. 12.15, út- skurður/postulín/Grandabíó kl. 13. Hug- vekja kl. 11, sr. Örn Bárður, jólakaffihlað- borð kl. 14.30. Árskógar 4 | Handavinna/smíði/ útskurður kl. 9. Heilsugæsla kl. 10. Bústaðakirkja | Jólasamvera kl. 13.30 í dag. Í safnaðarheimili á eftir verður jóla- dagskrá í söng og tali með pökkum, súkkulaði og veitingum. Veislustjóri Jó- hanna V. Þórhallsdóttir. Dalbraut 18-20 | Handav. kl. 9, leikfimi kl. 10, ferð í Bónus kl. 14.40. Dalbraut 27 | Handavinnustofa kl. 8, vefn- aður kl. 9, leikfimi kl. 11. Jólasokkasýning. Ferðaklúbburinn Flækjufótur | Jóla- ljósaferð 16. des. kl. 16.15 frá Nettó í Mjódd. Uppl. í s. 898-2468. Félag eldri borgara, Reykjavík | Göngu- hrólfar ganga frá Ásgarði, Stangarhyl, kl. 10. Söngvaka kl. 14, umsjón Helgi Seljan og Sigurður Jónsson. Söngfélag FEB, æf- ing kl. 17. Félagsheimilið Gjábakki | Botsía kl. 9.30 og 10.30, glerlist 9.30/13, félagsvist kl. 13, viðtalstími kl. 15, bobb kl. 16.30, línudans kl. 18, samkvæmisd. kl. 19. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Vatnsleikfimi kl. 8.15 og 12.10, kvenna- leikfimi í Sjálandi kl. 9.15/10, kl. 11 í Ás- garði, bútasaumur og brids kl. 13. Félagsstarf Gerðubergi | Vinnustofur kl. 9, leikfimi kl. 10.30, sungið og dansað. Spilasalur opinn. Helgistund kl. 14 í sam- starfi við Fella- og Hólakirkju, börn frá leik- skólanum Hraunborg koma, Litróf o.fl. Á morgun heimsækir Gerðubergskórinn Maríuhús, lagt af stað kl. 13.30. Grensáskirkja | Samvera kl. 12.10, jóla- hugvekja og jólamatur. Skráning í síma 528-4410. Hraunsel | Pútt kl. 10, línudans kl. 11, boltaleikfimi kl. 12, glerbræðsla/ handavinna/tréskurður kl. 13, bingó kl. 13.30, vatnsleikfimi kl. 14.40, kóræfing 5. jan. kl. 16, nýir kórfélagar velkomnir. Bók- menntaklúbbur fellur niður í des., byrjar 2. miðvikudag í janúar. Hvassaleiti 56-58 | Jóga kl. 8.30 og 9.30. Vinnustofa kl. 9. Samverustund kl. 10.30, lestur og spjall. Böðun fyrir hádegi, fótaaðgerðir, hársnyrting. Hæðargarður 31 | Hringborðið kl. 8.50. Stefánsganga kl. 9. Listasmiðjan kl. 9. Gáfumannakaffi kl. 15. Sigla himinfley; Hæðargarðsbíó kl. 16. Fimmtudag kl. 13.30 jólaball Leikskólans Jörfa og Hæð- argarðs. Skemmtiatriði, jólasveinninn kemur í heimsókn. Íþróttafélagið Glóð | Ringó í Kópavogs- skóla kl. 14.40. Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun, lista- smiðja kl. 13, sjúkraleikfimi kl. 14.30, Eir- borgum v/Fróðengi. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Hjúkrun- arfræðingur kl. 10.30, glermálun kl. 13, Kristín Steinsd. les úr bók sinni Ljósa kl. 15. Norðurbrún 1 | Útskurður kl. 9, hjúkr- unarfræðingur kl. 10, félagsvist kl. 14. Vesturgata 7 | Sund kl. 10, spænska kl. 13, myndmennt kl. 11.30, verslunarferð í Bónus kl. 13. Tréskurður kl. 14 30. Vitatorg, félagsmiðstöð | Tréskurður, bókband, handavinna, morgunstund, verslunarferð kl. 12.20, upplestur, dans, Vitatorgsbandið. Demonar og fóbíur nefnist ljóða-safn Sveins Auðunssonar sem komið er út, en á bókarkápu er hon- um lýst sem einum „af þessum ís- lensku alþýðumönnum sem eru þeirri sérgáfu gæddir að nær því allt í umhverfinu verður þeim að yrkisefni“. Fremst í bókinni er „Hið óorta kvæði“: Það aldrei skalt birta sem anda þíns kirkja á inni að geyma þó hæst sé og mest, því best eru skáld þau sem aldregi yrkja; hið óorta kvæði er dýrast og best. Hinum bragelsku alþýðumönnum er þannig lýst, að kveðskapurinn sé skráður niður á ólíklegustu stöðum eins og í göngutúrum, fjallgöngum og í smákompur og á snepla. „Þess- ir menn eru fleiri en marga grunar og mikið af því sem þeir yrkja hverfur með þeim og jafnvel fyrr.“ Annar bragur í bókinni nefnist „Höfgi“: Lægir storm á hugans hafi, hníga öldur, lægir vind. Innlönd böðuð aftantrafi, andinn sest á hæsta tind. Við blasir sjón til allra átta útsýn fegri en lýsa má. Veröld senn mun syfjuð hátta, sofna vært og hvíldir fá. Höfgur svefn á sígur brána, seitlar húm í vitund inn. Fellur djúpt í draumagjána dagsþreytt önd á koddann sinn. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af hinu óorta kvæði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.