Morgunblaðið - 15.12.2010, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.12.2010, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 2010 Matarsendingar til útlanda Láttu okkur sjá um alla fyrirhöfnina – útvega vottorð, pakka og senda. www.noatun.is STUTTAR FRÉTTIR ● Skuldabréfavísitala Gam Manage- ment, GAMMA: GBI, lækkaði lítillega í gær, í 16,3 milljarða króna viðskiptum. Verðtryggð skuldabréf hækkuðu í verði um 0,1% og nam velta með þau 1,2 milljörðum króna. Mun meiri velta var með óverðtryggð skuldabréf, eða 12,5 milljarðar króna. Óverðtryggða vísitalan lækkaði um 0,2% í gær. Lítil breyting á markaði ● Alls voru greidd- ar 405 milljónir króna í sektir vegna brota Haga, Kjarnafæðis, Kjöt- bankans, Kjöt- afurða-stöðvar KS, Norðlenska, Reykjagarðs og Sláturfélags Suð- urlands á samkeppnislögum. Lagt er bann við því að verslanir Haga gefi upp afslátt á kjötvörum nema um raunverulega lækkun frá gild- andi smásöluverði sé að ræða, en lög banna verðsamráð milli framleiðanda og smásala. Brutu samkeppnislög með verðmerkingum FRÉTTASKÝRING Þórður Gunnarsson thg@mbl.is Þegar danski fjárfestingabankinn Capinordic Bank varð gjaldþrota í febrúar á þessu ári tryggði danska ríkið allar innistæður í danska hluta starfseminnar að fullu. Capinordic Bank var einnig með starfsemi í Sví- þjóð, en þar ábyrgðist hinn danski tryggingasjóður innistæðna aðeins innistæður upp að 50.000 evrum. Raunar ábyrgðist danski trygg- ingasjóðurinn aðeins innistæður upp að 50.000 evrum í Danmörku, en sér- stök eining um fjármálastöðugleika sem Danir komu á fót haustið 2008 sá um það sem var umfram 50.000 evrur. Sænskar innistæður nutu hins vegar ekki sama forgangs og hinar dönsku. Móðurfélag greiddi upp í topp Capinordic Bank var í eigu fjárfest- ingafélagsins Capinordic A/S, sem á höfuðstöðvar sínar í Danmörku. Cap- inordic hefur nú breytt um nafn og heitir NewCap A/S, en félagið er skráð á hlutabréfamarkað. NewCap veitti ábyrgð til innistæðueigenda í Svíþjóð vegna þeirra fjárhæða sem danski innistæðutryggingasjóðurinn tryggði ekki. Capinordic gaf engu að síður út ákveðna hámarksábyrgð á slíkri tryggingu. Þannig tryggir New- Cap ekki innistæður umfram 50.000 evrur um meira en samanlagða upp- hæð sem samsvarar 75 milljónum danskra króna. Jafnframt kom fram í tilkynningu frá danska fjármálaeft- irlitinu, daginn sem Capinordic Bank skilaði inn bankaleyfinu, að frá trygg- ingu danska tryggingasjóðsins á evr- unum 50.000 skyldu dragast skuld- bindingar viðkomandi innistæðueigenda hjá bankanum. Sá sem átti þannig tíu evra innlán hjá Capinordic, en skuldaði bankanum á sama tíma fimm evrur, fékk aðeins fimm evrur tryggðar. Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá NewCap í gær var ákveðið að tryggja innistæður sænskra innlánaeigenda umfram 50.000 evrur, vegna þess að NewCap hefur ennþá viðskiptahagsmuni í Sví- þjóð þó svo að Capinordic Bank sé kominn í þrot. Innlánaeigendum mismun- að af hálfu tryggingasjóðs  Danskir innstæðueigendur voru betur tryggðir en útlendingar Danmörk Innistæður Capinordic Bank í Danmörku voru tryggðar upp í topp af danska ríkinu, en hið sama verður ekki sagt um innistæður í Svíþjóð. Morgunblaðið/Ómar                                           !"# $% " &'( )* '$* ++,-./ +.0-1/ ++2-34 20-41, +3-,4 +/-54/ ++.-2 +-,5++ +5/-2+ +4,-+4 ++1-+, +.0-3 ++,-2. 20-/0, +3-105 +/-.04 ++.-4, +-,54+ +5/-51 +4,-4. 20/-.+2 ++1-1 +.+-,1 ++,-/+ 20-//, +3-1/1 +/-.41 ++.-./ +-,53+ +55-25 +41-0+ Um einn af hverjum tíu viðskipta- vinum Avant, sem eiga endur- greiðslukröfu á fyrirtækið vegna ólöglegra gengislána, mun ekki fá kröfur sínar að fullu greiddar sam- kvæmt frumvarpi til nauðasamn- inga hjá félaginu. Þar er gert ráð fyrir því að þeir sem eigi kröfu allt að einni milljón fái hana greidda, en þeir sem eigi hærri kröfur fái þær ekki greiddar að fullu. Friðjón Örn Friðjónsson, formað- ur bráðabirgðastjórnar Avant, seg- ir að í nauðasamningsdrögunum sé verið að teygja sig töluvert langt til að rétta hlut þeirra sem greitt höfðu of mikið til félagsins, en hafa beri einnig í huga að ef félagið færi í gjaldþrotameðferð er alls óvíst að þessir kröfuhafar fengju nokkuð í sinn hlut. Í nauðasamningunum er einnig gert ráð fyrir því að Lands- bankinn, sem er langstærsti kröfu- hafi Avant og með veð í stærstum hluta eigna fyrirtækisins, taki rekstur þess yfir. bjarni@mbl.is Ekki fá allir kröfuhafar sitt frá Avant Þegar fjallað var um gjaldþrot Cap- inordic Bank í dönskum fjölmiðlum fyrr á þessu ári var bankinn víða kallaður „velhaverbank,“ eða banki þeirra sem eiga mikið. Capinordic Bank lenti í vandræðum snemma á þessu ári og í janúar var veittur frestur til 3. febrúar til að koma eig- infjárhlutfalli bankans í samt lag. Sá frestur var síðan framlengdur til 10. febrúar, en þann dag skilaði Capinordic Bank inn bankaleyfi sínu til danska fjármálaeftirlitsins. Það var hins vegar hinn 4. febrúar sama ár sem móðurfélagið, Cap- inordic A/S, hafði lýst yfir fullri tryggingu á innistæðum í sænska hluta bankans, og sú yfirlýsing heldur enn í dag. Fram kom á Politi- ken fyrr á árinu að kostnaður danska ríkisins vegna falls bankans næmi yfir 700 milljónum dollara. Banki hinna auðugu CAPINORDIC BANK Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Málum slitastjórnar Glitnis gegn Pálma Haraldssyni, Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Þorsteini Jónssyni, Ingibjörgu Pálmadóttur, Jóni Sig- urðssyni, Hannesi Smárasyni, Lár- usi Welding og PwC á Íslandi var í gær vísað frá dómi af dómstóli í New York. Segir í úrskurði dómara að dómstóllinn hafi ekki lögsögu í málinu vegna þess að bæði stefn- andi og stefndu séu íslensk. Steinunn Guðbjartsdóttir, for- maður slitastjórnar, segir að dóm- arinn hafi sett tvö skilyrði fyrir því að málinu yrði vísað frá. „Í fyrsta lagi þurfa stefndu að lýsa því yfir fyrir dómi að þau muni ekki mót- mæla lögsögu íslensks dómstóls í málinu. Í öðru lagi þurfa þau að lýsa því yfir að þau muni ekki mót- mæla því að dómur, sem fellur á Ís- landi, sé aðfararhæfur í New York.“ Ákveðin vonbrigði Steinunn segir að niðurstaða dómsins sé ákveðin vonbrigði. „Það er hins vegar eðli dómsmála að stundum vinnur maður og stundum ekki. Næst á dagskrá hjá okkur verður að leggjast yfir málið að nýju og ákveða næstu skref. Við bú- um nú yfir meiri upplýsingum en áður og ýmsir möguleikar eru okk- ur opnir.“ Steinunn segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um það hvort úrskurði dómsins verði áfrýj- að, en tvö dómstig eru fyrir ofan dómstólinn, sem tók á málinu í gær. Í úrskurðinum var ekkert fjallað um hver ætti að bera málskostnað, en aðilar hafa nú þegar varið um- talsverðum fjárhæðum í málið. Tal- að hefur verið um að kostnaður ein- stakra aðila sé kominn í tugi milljóna króna. Steinunn sagðist í samtali við Morgunblaðið ekki vera viss um hverjar hefðir væru í Bandaríkjunum varðandi máls- kostnað, en fundað yrði með lög- fræðingum um þann þátt málsins. Óhætt er segja að með úr- skurðinum hafi dómarinn, Charles E. Ramos, fallist á rök stefndu í málinu, en þeir hafa frá fyrsta degi haldið því fram að New York væri ekki rétti stað- urinn til að taka á málinu, þar sem að- ilar væru íslenskir. Máli Glitnis gegn Jóni Ás- geiri vísað frá dómi í gær  Stefndu lýsi því yfir að íslenskur dómur í málinu sé aðfararhæfur í New York Morgunblaðið/Ómar Stefnt Hannes Smárason og Jón Ásgeir Jóhannesson voru í hópi stefndu. Steinunn Guðbjartsdóttir, for- maður slitastjórnar Glitnis, segir að málinu sé ekki lokið af hálfu slitastjórnarinnar, en eftir eigi að ákveða næstu skref. Málið í New York snerist um útgáfu Glitnis á skuldabréfum í New York-ríki að fjárhæð einn milljarður dala og krafðist slitastjórnin bóta sem námu meira en tveimur milljörðum dala. Bréfin sem um ræðir voru seld í september 2007 til fjár- festa sem slitastjórnin heldur fram að hafi verið blekktir hvað varðaði slæma fjár- hagslega stöðu bankans. Þá hélt slitastjórnin því fram að þetta fé hefði svo verið notað af eigendum bankans og aðilum þeim tengdum til að bjarga eig- in fyrirtækjum. Málinu hvergi nærri lokið SKULDABRÉFAÚTGÁFA Steinunn Guðbjartsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.