Morgunblaðið - 15.12.2010, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.12.2010, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 2010 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Maðurinn, sem talinn er hafa gert sprengjuárás- ina í Stokkhólmi á laugardag, fékk þjálfun í hryðjuverkum í Írak hjá hreyfingu sem tengist hryðjuverkanetinu al-Qaeda, að sögn sænskra fjölmiðla í gær. Svenska Dagbladet sagði að á vefsíðum ísl- amskra öfgasamtaka kæmi fram að Taymour Abdelwahab, sem er talinn hafa framið verknað- inn, hefði verið í þjálfunarbúðum hreyfingar sem nefnist „Íslamska ríkið Írak“ og tengist al-Qaeda. Að sögn sænskra fjölmiðla hefur rannsókn Fékk þjálfun í hryðjuverkum í Írak  Öryggislögreglan í Svíþjóð hefur hafið umfangsmikla leit í samstarfi við yfirvöld í mörgum öðrum löndum að vitorðsmönnum árásarmannsins í Stokkhólmi málsins einnig leitt í ljós að sprengjurnar sem maðurinn var með innan á sér hafi verið öflugri en talið var í fyrstu og hefðu getað valdið miklu mann- tjóni ef þær hefðu ekki sprung- ið fyrr en hann áformaði. Árás- armaðurinn var sá eini sem beið bana þegar hann sprengdi bíl sinn og síðan sjálfan sig ná- lægt fjölfarinni göngugötu í miðborg Stokkhólms. Sænsk yfirvöld fjölguðu lögreglumönnum á göt- um borgarinnar í gær til að ræða við fólk og afla Lögreglumenn í Stokkhólmi. upplýsinga um árásina. Talið er að árásarmað- urinn hafi verið einn að verki en notið aðstoðar annarra við undirbúninginn og lögreglan hefur því hafið umfangsmikla leit að hugsanlegum vit- orðsmönnum. Sérfræðingar FBI aðstoða Säpo Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hefur sent sjö sprengjusérfræðinga til Svíþjóðar til að að- stoða sænsku öryggislögregluna Säpo sem annast rannsókn málsins. Säpo kvaðst hafa umfangsmik- ið samstarf við yfirvöld á Norðurlöndum, í öðrum Evrópuríkjum og Bandaríkjunum við leitina að hugsanlegum vitorðsmönnum. Um 200 öfgamenn » Svíþjóðardemókratarnir, sem eru lengst til hægri í sænskum stjórnmálum, kröfð- ust í gær umræðu á sænska þinginu um íslamska öfga- menn eftir sjálfsmorðsárásina í Stokkhólmi. » Hermt er að í skýrslu öryggislögreglunnar Säpo komi fram að hún viti um 200 íslamska öfgamenn í Sví- þjóð. Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, hélt enn einu sinni velli á þingi landsins í gær og sýndi að það er aldrei hægt að afskrifa hann þótt öll spjót standi á honum. Berlusconi sigraði með þriggja atkvæða mun í neðri deild þingsins þegar atkvæði voru greidd um til- lögu stjórnarandstöðunnar um van- traust á stjórnina. 314 þingmenn greiddu atkvæði með tillögunni, 311 á móti henni og tveir sátu hjá. Áður hafði öldungadeildin samþykkt með miklum meirihluta tillögu um að lýsa yfir trausti á stjórninni. Vantrauststillagan í neðri deild- inni var lögð fram eftir að gamall bandamaður Berlusconis, Gian- franco Fini, forseti neðri deildar- innar, sneri baki við honum ásamt um það bil 40 öðrum þingmönn- um. Berlusconi sagði eftir at- kvæðagreiðsluna að hann væri „rólegur eins og venjulega“ og færi á leiðtogafund Evrópusambandsins í Brussel í vikunni „í miklu sterkari stöðu en áður“. Nokkrir fréttaskýrendur sögðu þó að þrátt fyrir sigurinn í gær væri stjórn Berlusconis enn mjög veik og hún kynni að falla áður en fimm ára kjörtímabili hennar lýkur árið 2013. Átök á götum Rómar „Þetta þýðir að stjórnin er ekki lengur með traustan meirihluta,“ sagði Giacomo Marramao, prófess- or í stjórnmálaheimspeki í Róm. „Ef Berlusconi vill sitja áfram við stjórnartaumana við þessar aðstæð- ur er það mikið hættuspil vegna þess að stjórn hans getur misst meirihlutann hvenær sem er.“ Þúsundir manna tóku þátt í mót- mælum gegn stjórn Berlusconis á götum Rómar í gær og lögreglan beitti táragasi og kylfum gegn mót- mælendum sem kveiktu í bílum, köstuðu glerflöskum og púðurkerl- ingum. Ryskingar urðu einnig með stuðningsmönnum og andstæðing- um Berlusconis í neðri deild þings- ins þegar þeir hnakkrifust um at- kvæðagreiðsluna skömmu áður en skýrt var frá úrslitum hennar. Silvio Berlusconi hélt enn velli á þinginu  Sigraði naumlega í atkvæðagreiðslu um vantrauststillögu  Stjórnin veik og getur misst meirihlutann hvenær sem er Heimild: NASA TUNGLMYRKVI OG VETRARSÓLSTÖÐUR Tunglmyrkvi verður á þriðjudaginn kemur, 21. desember, og þá verða einnig vetrarsólstöður. Tunglmyrkvinn mun sjást best í Norður-Ameríku, á Íslandi, í Norður-Noregi, Síberíu og víðar á norðurslóðum, auk Kyrrahafsins Almyrkvi sést Tunglmyrkvi sést þegar tunglið sest Myrkvi sést þegar tunglið kemur upp Tunglmyrkvi sést ekki Tungl Jörð Braut tunglsins Jarðmöndullinn TUNGLMYRKVI verður þegar tunglið gengur inn í skugga jarðar á sama tíma og jörðin er stödd á milli sólar og tungls VETRARSÓLSTÖÐUR verða 21. desember þegar sólin er í hvirfilpunkti á hádegi á 23,5 breiddargráðu suður, á steingeitarbaugi Hálfskuggi Alskuggi Sól Sólarljós Miðbaugur Krabbabaugur Steingeitarbaugur KLUKKAN Deildar- myrkvi 06:33 Deildar- myrkvi 10:01 Almyrkvi 07:41 Almyrkvi 08:53 Myrkvi nær hámarki 08:17 HEFST LÝKUR Kínverskt ríkisfyrirtæki hefur gert samning við norska olíufyrirtækið Statoil um að bora eftir olíu í Norðursjó þrátt fyrir reiði stjórn- valda í Kína yfir því að kínverski andófsmaðurinn Liu Xiaobo var sæmdur friðarverðlaunum Nóbels. Samkvæmt samningnum á kín- verska olíufyrirtækið China Oilfield Services að starfrækja olíuborpall í Norðursjó í allt að fimm ár. Bor- unin á að hefjast næsta sumar. Stjórnvöld í Kína brugðust mjög hart við því að Liu Xiaobo fékk friðarverðlaunin, stöðvuðu viðræður um nýjan viðskiptasamning við Noreg og sögðu að val nób- elsverðlaunanefndarinnar myndi hafa alvarlegar afleiðingar fyrir samskipti landanna. Langtímaáhrif deilunnar eru þó óljós og hún varð ekki til þess að Kínverjar fúlsuðu við arðbærum samningi um olíuvinnslu í Norður- sjó. Statoil sagði að samningurinn auðveldaði fyrirtækinu að end- urnýja olíuborpallana og tryggja stöðuga olíuframleiðslu í Norð- ursjó. Statoil samdi við Kínverja um borun  Nóbelsdeilan hindraði ekki samstarfið Silvio Berlusconi komst fyrst til valda árið 1994 en fyrsta ríkis- stjórn hans entist aðeins í nokkra mánuði. Honum tókst þó að sameina ítalska hægrimenn sem sigruðu aftur í kosn- ingum árið 2001. Ber- lusconi hélt þá völd- unum í fimm ár, lengur samfleytt en nokkur annar forsætisráðherra á Ítalíu eftir síðari heimsstyrjöldina. Berlusconi og flokksbræður hans sigruðu einnig í þingkosn- ingum árið 2008. Síðan þá hefur forsætisráðherranum margoft ver- ið spáð falli vegna ýmissa hneykslismála, axarskafta og ásakana um spillingu, jafnvel um tengsl við mafíuna. Hefur oft verið spáð falli FÓR FYRIR LANGLÍFUSTU STJÓRN ÍTALÍU EFTIR STRÍÐ Reuters Götuóeirðir Til átaka kom milli mótmælenda og lögreglumanna nálægt þinghúsinu í Róm í gær. Svíar áfrýjuðu í gær niðurstöðu dómara héraðsdómstóls í Bretlandi um að leysa bæri Julian Assange, aðalrit- stjóra uppljóstrunarvefjarins WikiLeaks, úr haldi gegn tryggingu þar til fjallað hefur verið um beiðni sænskra yfirvalda um að hann verði framseldur til Svíþjóðar vegna ásakana um kynferðisbrot. Dómarinn samþykkti að Assange yrði látinn laus gegn tryggingu, sem nemur 240.000 pundum ( 43 millj- ónum króna). Dómarinn setti þó það skilyrði að Assange yrði undir eftirliti og afhenti lögreglunni vegabréf sitt. Niðurstaða efra dómstigs gæti legið fyrir í dag. Svíar áfrýjuðu þegar sleppa átti Assange Julian Assange

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.