Morgunblaðið - 15.12.2010, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.12.2010, Blaðsíða 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 2010 –– Meira fyrir lesendur : Þann 4. janúar 2011 kemur út glæsilegt sérblað um skóla og námskeið semmun fylgjaMorgunblaðinu þann dag. MEÐAL EFNIS: Háskólanám. Verklegt nám og iðnnám. Endurmenntun. Símenntun. Listanám. Sérhæft nám. Námsráðgjöf og góð ráð við námið. Tómstundanám- skeið og almenn námskeið. Nám erlendis. Lánamöguleikar til náms. Ásamt fullt af öðru spennandi efni Skó lar & nám ske ið Katrín Theódórsdóttir Sími 569 1105 kata@mbl.is NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, miðvikudaginn Skólar & námskeið SÉ RB LA Ð Skól ar & nám skei ð Lafleur útgáfan, sem Benedikt S. Lafleur stýrir, hefur gefið út fjórar nýjar og ólíkar bækur. Allt til að vera hamingjusöm og fleiri sögur er smá- sagnasafn eftir hinn kunna franska rithöfund Eric-Emmanuel Schmitt sem er Íslendingum kunnur af fyrri verkum sem þýdd hafa verið. Sig- urður Pálsson þýðir sögurnar sem hafa notið mikilla vinsælda í heima- landi höfundar. Dæmisögur Tolstojs, sem Ingi- björg Elsa Björnsdóttir þýðir, eru 92 örstuttar dæmisögur eftir rússneska skáldjöfurinn. Þeim var upphaflega ætlað sérstakt mótunarhlutverk í lestrarkennslu fyrir börn og ung- linga. Sögurnar koma nú í fyrsta sinn út á íslensku. Örlagateningur er ný skáldsaga eftir Benedikt S. Lafleur. Hún bygg- ist á sannsögulegum atburðum. Söguhetjan lamast af hinum illvíga taugasjúkdómi „Locked-in synd- rome“ og fjallar sagan um örlög hans og glímu hans og eiginkonunnar við sjúkdóminn. Örlagateningur fjallar einnig um þátttöku sögupersóna í samfélaginu og vægi listarinnar; öðr- um þræði er hún um glímu andans við efnið. Fjórða bók forlagsins er Dýrasög- ur fyrir börn á öllum aldri, VI. bindi, einnig eftir Benedikt. Þessar bækur, Dýrasögurnar, eru sagðar geyma skondinn og siðferðilegan boðskap fyrir öll börn. Sögurnar eru alls 21 talsins og munu koma út í níu bókum. Dæmisögur, smásögur og skáldsögur Lév Tolstoj Benedikt S. Lafleur Kór Bústaðakirkju heldur í kvöld, miðvikudag, jólatónleika undir yfirskriftinni Jólaljós. Sérstakir gestir kórsins verða Örn Árnason leikari og söngvarinn Ívar Helga- son sem nýverið gaf út geisladisk- inn Jólaljós. Titillag disksins verður flutt en það er eftir stjórnanda kórs og hljómsveitar, Jónas Þóri. Þá verður frumflutt verk eftir Jónas sem byggist á 9. kafla Jesaja-bókar. Einsöngvarar úr Kór Bústaða- kirkju eru þau Edda Austmann, Kristín Sædal, Guðrún Jóhanna Jónsdóttir, Ólöf Ásbjörnsdóttir, Svanur Valgeirsson, Svava Kristín Ingólfsdóttir, Sæberg Sigurðsson og Valdimar Hilmarsson. Strengjasveit, blásarar og hryn- sveit leika með kórnum. Á efnisskrá eru þekkt jólalög. Tónleikarnir hefjast klukkan 20. „Jólaljós“ í Bústöðum Söngvarar Kór Bústaðakirkju. Gospelkór Jóns Vídalíns held- ur tónleika í hátíðarsal Fjöl- brautaskólans í Garðabæ í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20.00. Kórinn er samstarfs- verkefni Fjölbrautaskólans í Garðabæ og Vídalínskirkju. Hann var stofnaður árið 2006 og hefur verið starfrækur síð- an og er eini gospelkórinn á landinu fyrir utan Gospelkór Reykjavíkur. Í honum er ein- göngu ungt fólk á aldrinum 16 til 26 ára. Kórstjóri og píanóleikari er Ingvar Alfreðsson. Aðgangs- eyrir fer í að leysa þrælabörn úr ánauð á Indlandi. Það er verkefni á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar sem Vídalínskirkja hefur tekið mikinn þátt í. Tónlist Gospelkór Jóns Vídalíns syngur Hluti Gospelkórsins. Hljóðbók.is gefur nú út sjö hljóðbækur. Bækurnar eru úr ýmsum áttum, fjórar koma í fyrsta skipti út á hljóðbók en þrjár eru endurútgefnar. Af mér er það helst að frétta eftir Gunnar Gunnarsson. Höf- undur les. Bárðar saga Snæ- fellsáss í lestri Hjalta Rögn- valdssonar. Konungsbók Arnaldar Indriðasonar, í lestri Arnars Jónssonar. Auður, skáldsaga Vilborgar Davíðsdóttur. Höfundur les. Í Kvosinni, minningar Flosa Ólafssonar. Tvær gamlar konur eftir Velmu Wallis, Gyrðir Elíasson þýddi en Ingrid Jónsdóttir les. Útkall - Pabbi, hreyflarnir loga, eftir Óttar Sveinsson. Bækur Nýjar hljóðbækur koma út fyrir jólin Arnaldur Indriðason Félag áhugamanna um heim- speki og Kaffi Haítí standa að bókakynningu annað kvöld, fimmtudagskvöld. Verður hún á Kaffi Haítí, Geirsgötu 7, og hefst klukkan 20. Róbert H. Haraldsson kynnir bók sína Ádrepur - um sannleika, hlutleysi vísinda, málfrelsi og gagnrýna hugsun. Sigurjón Björnsson les upp úr þýðingu sinni á verki Sig- munds Freuds, Draumaráðningar. Kristín Sætr- an kynnir bók sína Tími heimspekinnar í fram- haldsskólum, Gunnar Hersveinn kynnir Þjóðgildin og Róbert Jack les úr þýðingu sinni á Af sifjafræði siðferðisins, eftir Nietzsche. Heimspeki Höfundar lesa úr heimspekiritum Sigurjón Björnsson Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Píanóleikarinn Ástríður Alda Sigurð- ardóttir hefur vakið verðskuldaða at- hygli fyrir leik sinn og minnast marg- ir þess er hún flutti 2. píanókonsert Chopins með Sinfóníuhljómsveit Ís- lands fyrir ári. Ástríður Alda hefur nú gefið út sína fyrstu sólóplötu og kallar hana Chop- in; á henni eru allar ballöður tón- skáldsins og Sónatan í b-moll með hinum þekkta sorgarmarsi. Kemur platan út í tilefni þess að 200 ár eru liðin frá fæðingu tónskáldsins. „Tónlist Chopins hefur lengi verið mér hugleikin og ég hef unnið mörg verk hans gegnum tíðina.„Eftir að hafa flutt konsertinn með Sinfóníunni fyrir ári myndaðist nokkurt tómarúm og mig langaði þá að halda áfram að spila Chopin. Ég hafði hugsað mér að gefa út annað efni, en hann kallaði á mig á afmælisárinu,“ segir Ástríður Alda. Kröfðust upptökurnar mikils und- irbúnings? „Ó já! Ég er ekki að spila neitt af þessu í fyrsta skipti. Fyrstu ball- öðuna spilaði ég á einleikaraprófinu í gamla daga, sónatan og tvær ball- öður í viðbót bættust við í náminu mínu í Bandaríkjunum, þegar ég var að læra þar. Þetta verður ekki hrist fram úr erminni á einum degi.“ Chopin er eitthvert alþekktasta tónskáld sem samið hefur fyrir pí- anó. Ástríður Alda segir ekki erfitt að finna sína rödd í verkunum. „Mér finnst ég þekkja orðið tón- mál Chopin en mikilvægast er að leyfa tónlistinni að flæða í gegnum sig,“ segir hún. „Tónlistin hans spannar allan til- finningaskalann og líka margar ynd- islegar laglínur,“ segir hún. Yndislegar laglínur og miklar tilfinningar Morgunblaðið/Ernir Ástríður Alda „Verður ekki hrist fram úr erminni á einum degi,“ segir hún.  Ástríður Alda leik- ur verk Chopins á nýjum hljómdiski Mér hefur alltaf fund- ist að fólk ætti ekki að vanmeta mátt hins óvænta. 30 » Eins og margir sem unna ís-lenskum skáldskap vitahefur Baldur Óskarssonmargsýnt á sínum langa og merkilega ferli að hann getur verið af- ar magnað skáld þegar honum tekst best upp og nú hefur hann sent frá sér nýja bók, stóra og þykka af ljóðabók að vera og með fjölbreytilegum yrk- isefnum, þótt rödd Baldurs og stíl megi kenna hvar sem borið er niður á blaðsíðunum tvö hundruð. Margt er greinilega ort á ferðalögum og stundum finnst lesanda sem hann sé kominn á staðinn með Baldri; mörg ljóðanna kvikna af minningum og sum af öðrum ljóðum og öðrum skáldum; Baldur er eiginlega klassískur tuttugustu aldar módernisti af evrópska skólanum, af ætt Pound og Eliot og Lorca svo einhverjir séu nefndir, enda til þeirra vitnað eða til kallað víða í bókinni, og raunar er þar að finna fáein þýdd ljóð eftir Lorca og Pound og fleiri. Ég verð reyndar að játa að mér hefur löngum fundist ljóð Baldurs eiga það til að vera dálítið torskilin eða lokuð, eins og mig kannski vanti forsendur eða þekkingu til að sjá til hvers hann er að vísa; það á kannski ekki síst við um stystu ljóðin – eitt heitir „Landsýn“ og er bara svona: „Þjónarnir segja að skjöldurinn fari vel.“ En þetta er samt enginn ókostur við bókina, hún er svo fjölbreytt og sumt á auðvitað ekki að skiljast; „A poem should not mean, but be“ sagði annað skáld og sína hugsun í þá veru orðar Bald- ur svo í þessari bók: „Til eru ljóð sem bera serk og blæju – þau sýna augun“ Til eru ljóð aldrei skilin, skynjuð þó drukkin þó og skipsflök sem hafa lengi legið á víkum og halda háan út á rúmsjó í draumi Og sá sem hér skrifar telur að þetta megi kallast all- góður skáldskapur. Bók Baldurs, stundum myrk, stund- um lærð og hlaðin vísunum, en iðulega ort af listfengi, er eitthvað fyrir ljóðaunnendur að lesa, hugsa, skynja og melta. Að lesa, hugsa, skynja og melta Langtfrá öðrum grjótum bbbbn Eftir Baldur Óskarsson. Ormstunga, 2010. 203 bls. EINAR KÁRASON LJÓÐABÓK Morgunblaðið/Eggert Baldur „Magnað skáld þegar honum tekst best upp.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.