Morgunblaðið - 15.12.2010, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.12.2010, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 2010 Nú er tími til að gefa ...og líka þiggja. Skráðu þig á americanexpress.is og fáðu tvöfalda Vildarpunkta Icelandair af allri veltu fram að jólum! Jólabónus American Express Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Hollensk stjórnvöld höfðu svigrúm til meiri eftirgjafar í Icesave-deilunni í síðustu samningalotu en þau kusu að nýta sér, enda sú skoðun útbreidd í Hollandi að bjóða þyrfti Íslendingum betri samning en þann sem felldur var með afgerandi hætti í þjóðar- atkvæðagreiðslu í mars. Andvígur síðasta samningi Þetta er mat Arnouts Boots, pró- fessors í fjármálum fyrirtækja við Amsterdam-háskóla, sem rifjar upp að hann hafi verið andsnúinn fyrri samningi, á þeim grundvelli að hann væri ósanngjarn gagnvart Íslandi. „Samningurinn sem nú hefur verið lagður fram er uppbyggilegri en sá síðasti, en telst engu að síður ekki rausnarlegur samningur. Í honum er greiðslunni frestað um tiltekinn tíma […] Samningurinn hefði getað verið rausnarlegri, að teknu tilliti til smæð- ar Íslands og þess gríðarlega efna- hagsvanda sem landið stóð frammi fyrir,“ segir Boot og bætir því við að hollensk stjórnvöld hafi haft svigrúm til að bjóða lægri vexti og höfuðstóls- lækkun af kröfunni. Hann kveðst aðspurður ekki telja að hollensk stjórnvöld hafi verið undir þrýstingi í samningunum við íslensk stjórnvöld eftir að síðasta samningi var hafnað í mars. Ábyrgð Hollendinga Boot bendir á að hollensk stjórn- völd beri einnig ábyrgð með því að koma ekki í veg fyrir að vandinn vegna Icesave-reikninganna yrði eins mikill og raunin varð. Spurður hvort hann telji að meiri- hluti hollenskra hagfræðinga sé á sama máli kveðst Boot ekki hafa for- sendur til að leggja mat á það. Hann telji þó óhætt að fullyrða að meirihluti Hollendinga hafi „talsverða samúð“ með málstað Íslands. Þessi greining vekur þá spurningu hversu stórt mál Icesave-deilan og nýi samningurinn sé í Hollandi. Yvonne Hofs, viðskiptablaðamaður á hollenska dagblaðinu Volkskrant, svarar spurningunni afdráttarlaust á þann veg að málið sé smámál (e. pea- nuts) í Hollandi. Athyglin á stóru fjárhæðunum Hollenska ríkið hafi sett um 30 milljarða evra til viðreisnar banka- kerfinu og því beinist athyglin ekki að þeim 1,3 milljörðum evra sem stjórn- in varði til að bæta sparifjáreigendum tjónið af völdum Icesave í Hollandi. Nýi samningurinn sé til vitnis um að hollensk stjórnvöld líti svo á að Ís- lendingar muni eiga erfitt með að standa undir kröfunni. Því sé nú boðið upp á betri kjör en síðast. Holland gat boðið betur  Hollenskur prófessor telur hollensk stjórnvöld hefðu getað gefið meira eftir í Icesave-deilunni  Hollensk blaðakona segir Icesave-deiluna smámál í Hollandi Arnout Boot Yvonne Hofs Meirihluti fjár- laganefndar af- greiddi fjárlaga- frumvarp ársins 2011 til þriðju umræðu í gær- kvöldi. Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri grænna, mætti ekki til fundarins „þann- ig að þetta voru aðallega heimilis- kettir en engir villikettir“, sagði Kristján Þór Júlíusson, Sjálfstæð- isflokki, að fundi loknum. Kristján Þór gagnrýndi meiri- hluta nefndarinnar og sagði að nefndin hefði þurft meiri tíma til að fara yfir tillögur stjórnarflokkanna að meiri útgjöldum ríkissjóðs. Alls næmi útgjaldaaukinn milli annarrar og þriðju umræðu um níu millj- örðum króna. Stærsti hlutinn, sex milljarðar, væri vegna aukinna vaxtabóta í tengslum við aðgerðir ríkisstjórnarinnar í þágu skuldugra heimila. Þau útgjöld ætti að fjár- magna með skatti á fjármálafyrir- tæki og lífeyrissjóði en eftir væri að útfæra með hvaða hætti það yrði gert. Þá væri óljóst hvort Íbúðalána- sjóður yrði einnig skattlagður til að standa undir vaxtabótunum. Um 1,9 milljarðar af auknum útgjöldum væru vegna þess að ríkisstjórnin hefði fallið frá því að lækka vaxta- bætur. Ekki náðist í Oddnýju G. Harðar- dóttur, formann nefndarinnar, Björn Val Gíslason varaformann eða Ásmund Einar Daðason. „Aðallega heimilis- kettir“ Kristján Þór Júlíusson  Fjárlagafrumvarp afgreitt úr nefnd Í svartasta skammdeginu – og þegar líða fer að hátíð ljóss og friðar – er nauðsynlegt að skreyta sem mest með björtum ljósum, til að bægja frá myrkri. Víðast hvar fá jólaljósin að njóta sín og meira að segja bátar og skip sem liggja við bryggju í Reykjavík eru fagurlega skreytt. Til- valið er því að bregða sér í gönguferð um hafn- arsvæðið og njóta aðeins óhefðbundnari jóla- skreytinga en gengur og gerist. Enginn bátur skilinn eftir óskreyttur Morgunblaðið/Árni Sæberg Einn var fluttur á slysadeild Land- spítala vegna reikeitrunar á tíunda tímanum í gærkvöldi, en áður hafði verið tilkynnt um eld í íbúð á Álfa- skeiði í Hafnarfirði. Allt tiltækt lið slökkviliðs höf- uðborgarsvæðisins var kallað út en þegar fyrsti bíll kom á vettvang upp- götvuðu slökkviliðsmenn að ekki var um eld að ræða. Húsráðendur höfðu gleymt potti á eldavél og fylgdi því mikill reykur. Einhverjar skemmdir urðu á íbúð- inni og þurfti að reykræsta. Á slysadeild með reykeitrun Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Útlit er fyrir mikil og óvenjusnörp veðrabrigði á landinu. Það snögg- kólnar í dag og útlit fyrir frost víðast hvar um landið síðdegis. Þótt nokkuð snemmt sé að spá í jólaveðrið er gert ráð fyrir snjó- komu víða á landinu á Þorláks- messu, í langtímaspá norsks veð- urvefjar. Miklar breytingar er að sjá í veðurkortunum næstu daga. Frosti er spáð út vikuna og að á fimmtudag og föstudag gangi hvasst norðanveður yfir landið með snjókomu norðanlands. Um helgina verður hiti ná- lægt frostmarki, samkvæmt spá Veðurstofu Íslands, en aftur fryst- ir á mánudag. Í langtímaspá norska veðurvefjarins yr.no er því spáð að töluvert frost verði hér á landi í næstu viku með snjókomu á Norðurlandi. Þá er gert ráð fyr- ir snjókomu á höfuðborgarsvæðinu á Þorláksmessu. Er útlit fyrir hvít jól á Akureyri. Jörð er nú marauð á Suðurlandi og spurning hvort spá um snjókomu á Þorláksmessu rætist og breyti rauðum jólum í hvít í Reykjavík. Snörp veðrabrigði í nánd  Snöggkólnar í dag  Útlit fyrir jólasnjó á Akureyri  Langtímaspá sýnir snjókomu í Reykjavík á Þorláksmessu Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.