Morgunblaðið - 15.12.2010, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 15.12.2010, Blaðsíða 7
FRÉTTIR 7Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 2010 Menningarsjóður útvarpsstöðva auglýsir Hlutverk Menningarsjóðs útvarpsstöðva er að veita styrki til eflingar innlendri dagskrárgerð fyrir hljóðvarp og sjónvarp, þeirri er verða má til menningarauka og fræðslu, sbr. reglugerð um Menningarsjóð útvarpsstöðva dags. 11. febrúar 1986 með síðari breytingum. Stjórn sjóðsins auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Þetta er lokaúthlutun sjóðsins og verður hann lagður niður að henni lokinni. Stjórn sjóðsins er skipuð af mennta- og menningarmálaráðuneytinu og annast úthlutun. Í henni sitja Laufey Guðjónsdóttir, formaður, Lovísa Óladóttir og Þorbjörn Broddason en starfsmaður er Reynir Berg Þorvaldsson. Stefnt er á að ákvarðanir um styrki liggi fyrir í lok febrúar 2011. Í umsóknum skulu eftirfarandi upplýsingar koma fram: 1. Nafn umsækjanda, kennitala og heimilisfang, ásamt upplýsingum um aðstandendur verkefnis og samstarfsaðila og skriflegum staðfestingum allra aðila um þátttöku í verkefninu. 2. Handrit eða nákvæm lýsing verkefnis og greinargerð umsækjanda um verkefnið. 3. Fjárhæð styrks sem sótt er um. 4. Kostnaðar- og fjárstreymisáætlun. 5. Skriflegir samningar eða önnur staðfesting um fjármögnun eða fjármögnunar- áætlun auk tæmandi upplýsinga um aðra styrki sem sótt hefur verið um og/eða verkefnið hefur fengið. 6. Nákvæm áætlun um framvindu verkefnis og greinargerð um það til hvaða verkþátta sótt er um styrk til. 7. Upplýsingar um alla gerða eða fyrirhugaða framleiðslusamninga og áætlun um tekjuskiptingu eftir því sem við á. 8. Markaðs- og kynningaráætlun. 9. Upplýsingar um framleiðslufyrirtæki. 10. Yfirlýsing sjónvarps- eða útvarpsstöðvar um að fyrirhugað sé að taka dagskrárefni, sem sótt er um styrk til, á dagskrá. Upplýsingar um úthlutunarreglur, skilyrði og umsóknargögn má nálgast í gegnum netfangið menningarsjodur@internet.is eða í síma 663 6245. Frestur til að skila inn umsóknum í sjóðinn hefur verið framlengdur til 7. janúar nk. Umsóknum og öllum fylgigögnum ber að skila í þríriti til Menningarsjóðs útvarpsstöðva, Hverfisgötu 54, 101 Reykjavík. Með umsókn skal skila þar til gerðum eyðublöðum sem fást afhent á sama stað eða í gegnum netfangið menningarsjodur@internet.is. Morgunblaðið/Ernir Bifröst Háskóli verður áfram í Bifröst. „Þetta er í anda þess sem við lögð- um upp með og fleiri aðilar. Ég er því alsæll,“ segir Óli H. Þórðarson, formaður Hollvinasamtaka Bifrast- ar. Háskólastjórn ákvað í gær, eftir samráð við ýmis samtök, að halda áfram rekstri Háskólans á Bifröst í stað þess að halda áfram viðræðum um sameiningu við Háskólann í Reykjavík. „Menn ætla að renna sterkari stoðum undir starfsemina og halda síðan ótrauðir áfram,“ segir Hrafnhildur Stefánsdóttir, formaður háskólastjórnar. Ákvörðun háskólastjórnar var tekin í framhaldi af löngum og ströngum fundi háskólanefndar með ýmsum hagsmunaaðilum á Bif- röst í fyrradag. Þar voru kostir og gallar sameiningar og sjálfstæðs skóla vegnir og metnir. Óli segir að fulltrúar Hollvinasamtaka Bifrast- ar, Borgarbyggðar og Sambands ís- lenskra samvinnufélaga hafi lagt mikla áherslu á að starfinu verði haldið áfram. „Við höfum lagt áherslu á sérstöðu skólans sem hef- ur gefið góða raun, nánd nemenda við kennara og hópvinna með kenn- urum á staðnum,“ segir Óli. Komið hefur fram að Háskólinn í Bifröst á í lausafjárerfiðleikum, meðal annars vegna þess að nem- endur hafa lent í erfiðleikum með að greiða skólagjöld. Hrafnhildur segir að áfram verði unnið að fjár- málum skólans. Halda þurfi áfram að hagræða. „Við teljum okkur vera með mjög góðan skóla og viljum styrkja hann með því að höfða til nemenda og halda áfram að mennta fólk fyrir atvinnulífið,“ segir hún. helgi@mbl.is Háskólastarfi haldið áfram á Bifröst  Í anda þess sem við lögðum upp með, segir formaður Hollvinasamtakanna  Háskólastjórn hyggst renna styrkari stoðum undir rekstur háskólans Lögreglu höfuð- borgarsvæðisins hefur verið til- kynnt um ellefu innbrot í heima- hús í Hafnarfirði og Garðabæ á undanförnum fjórum vikum. Samkvæmt upp- lýsingum frá lög- reglunni hafa langflest innbrotin átt sér stað að degi til en fáein að kvöldlagi. Málin eru talin tengjast. Rannsókn lögreglu stendur sem hæst en eftir því sem Morgunblaðið kemst næst hefur enginn verið handtekinn. Því er biðlað til al- mennings en lögregla telur ekki ósennilegt að einhver hafi séð til þjófanna. Þá er fólk hvatt til að hafa augun hjá sér og láta lögreglu vita verði það vart við grunsam- legar mannaferðir, jafnvel skrá niður bílnúmer eða lýsingar á fólki. Innbrotahrina stendur yfir í Hafn- arfirði og Garðabæ Þjófarnir brjótast inn á daginn. Klukkunni á Íslandi kann að verða seinkað um eina klukkustund ef þingsályktunartillaga sem fjórtán þingmenn úr öllum flokkum hafa lagt fram á Alþingi nær fram að ganga. Gert er ráð fyrir að valin verði hentug tímasetning til þess að ráðast í aðgerðina, innan árs frá samþykkt tillögunnar, að lokinni kynningu í þjóðfélaginu. Í þingsályktunartillögunni segir að miðað við gang sólar sé klukkan á Íslandi rangt skráð. Í stað þess að sól sé hæst á lofti um hádegisbil sé sól hæst á lofti í Reykjavík að með- altali kl. 13.28 og á Egilsstöðum hálftíma fyrr. Verði klukkunni varanlega seinkað um eina klukkustund, eins og þingsályktunartillagan gerir ráð fyrir, yrði sól hæst á lofti í Reykja- vík að jafnaði klukkan hálf eitt og á Egilsstöðum í kringum tólf. kjartan@mbl.is Seinkar klukkunni um klukkustund? Tveir karlmenn voru fluttir á slysadeild Land- spítala síðdegis í gærdag eftir að ekið var á þá. Annar mannanna fótbrotnaði en ekki fengust upplýsingar um líðan hins í gær- kvöldi. Sá síðarnefndi varð á milli tveggja bifreiða á Sléttuvegi í Reykjavík. Samkvæmt upplýs- ingum frá lögreglu höfuðborgar- svæðisins var bifreið bakkað á manninn með þeim afleiðingum að hann klemmdist milli hennar og annarrar bifreiðar. Sá sem fótbrotnaði varð fyrir bíl á Höfðabakka, við Gullinbrú. Til- drög slyssins eru óljós. Ekið á tvo karlmenn síðdegis í gærdag Lögreglumenn við störf á Gullinbrú.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.