Morgunblaðið - 15.12.2010, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.12.2010, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 2010 Áformuð innheimta vegtolla til að fjármagna vegaframkvæmdir á stofnbrautunum að höfuðborgar- svæðinu mælist illa fyrir. Ekki síst þar sem vegfarendur hafi ekki val um aðrar leiðir og ekkert liggi fyrir um að álögur á eldsneyti verði lækk- aðar á móti. Áætlanir um veggjöldin byggjast m.a. á umferðarspá sem stuðst var við í viðræðunum við lífeyrissjóði um fjármögnun framkvæmdanna. Þrátt fyrir að umferðin hafi minnkað um 7% eftir hrunið, þá er út frá því gengið að hún muni aukast á nýjan leik um 1% á ári fram að verklokum framkvæmdanna 2015. Því er svo spáð að umferðin aukist um 2% á ári eftir það, þ.e.a.s. eftir að innheimtan hefst og út lánstímann. Síðustu um- ferðartölur Vegagerðarinnar benda á hinn bóginn til að dregið hafi meira úr umferð að undanförnu en búist var við. Upphæð vegtollanna er ekki ákveðin en sett hafa verið upp dæmi og í umfjöllun FÍB er því haldið fram að fólk í grannbyggðum höfuðborg- arsvæðisins sem sækir daglega vinnu eða skóla til höfuðborgarinnar sjái nú fram á að þurfa að greiða allt að 700 kr. veggjald fyrir hverja ferð til og frá höfuðborginni sem þýði minnst 170 þúsund krónur árlega. Miklir vöruflutningar eru dag hvern yfir Hellisheiði, ekki síst með mjólkurvörur og önnur matvæli. „Við erum með ríflega 30 ferðir á viku,“ segir Guðmundur Geir Gunn- arsson, mjólkurbússtjóri MS á Sel- fossi. Sléttir 50 kílómetrar eru á milli mjólkurbúsins á Selfossi og Mjólk- ursamsölunnar á Bitruhálsi í Reykjavík. „Eins og þetta snýr að okkur þá yrðu þetta auknar álögur og tví- sköttun eins og rætt hefur verið. Maður spyr sig líka hvort ekki eigi jafnt yfir alla að ganga þegar um svona framkvæmdir er að ræða,“ segir Guðmundur. Spurður hvort innheimta veggjalda muni koma fram í hærra vöruverði segir hann að auknir skattar hljóti alltaf að koma einhvers staðar fram. Afurðastöðvar Sláturfélags Suð- urlands eru á Suðurlandi og er mjög umfangsmikil vörudreifing dag hvern um Suðurlandsveg og yfir Hellisheiðina inn á höfuðborgar- svæðið. Að mati Steinþórs Skúlasonar, forstjóra SS, eru ferðirnar að lág- marki 10 til 15 á hverjum degi. Hann segir vegtollana ekki síður koma nið- ur á ferðum starfsfólks sem fer á milli starfsstöðvanna í Reykjavík, Selfossi og Hvolsvelli dag hvern. Steinþór hefur miklar efasemdir um arðsemi þessara framkvæmda sem gangi út á að skattleggja íbúana. Þessu sé öfugt farið við gjaldheimt- una í Hvalfjarðargöngum þar sem ökumenn sjái sparnaðinn sem næst með því að þurfa ekki að aka fyrir Hvalfjörð. omfr@mbl.is Spá 1-2% aukn- ingu umferðar  Óttast að auknar álögur vegna vegtolla hafi mikil áhrif Morgunblaðið/RAX Gjaldsvæði Áform um innheimtu veggjalda á stofnbrautum út frá höfuðborgarsvæðinu mælast misjafnlega fyrir. Rætt hefur verið um 4 innheimtustöðvar eða eða tollhlið á Suðurlandsvegi og tvö til fjögur á Reykjanesbraut. Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Reykjavíkurborg hyggst draga úr framlögum til tónlistarskóla. Lækk- unin tekur gildi um áramótin, á miðju starfsári skólanna. Borgin er með þjónustusamn- inga við 18 tónlistarskóla og greiðir með um 2.500 nemendum í tónlistarnámi. Skólunum er gert að skera niður um 40 milljónir á komandi ári. „Ég hef áhyggjur af framtíð- arfyrirkomulagi tónlistarkennslu í Reykjavík,“ segir Þórunn Guð- mundsdóttir, aðstoðarskólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík. „Mesta hættan er sennilega sú að skammtíma sparnaðar- sjónarmið verði ofan á.“ Þórunn segir að líklega verði framlög til skólans skert um 10% um áramót- in. „Á miðju skólaári er ekki hægt að bregðast við þessu. Kenn- arar eru ráðnir út allt skólaárið og nemendur eru búnir að ganga frá sínum málum,“ segir Þórunn. „Við höfum nú þegar lent í töluverðum niðurskurði og höfum hagrætt eins og hægt er. Það næsta í stöðunni eru uppsagnir kennara.“ Hún segir að framlag Reykja- víkurborgar til tónlistarskólanna fel- ist í greiðslu fyrir stöðugildi kenn- ara. Niðurskurðurinn hafi því í för með sér færri kennara, sem leiði óhjákvæmilega til fækkunar nem- enda. Þórunn segir ekki koma til greina að hækka æfingagjöld nem- enda til að mæta þessari skerðingu. „Við erum komin að hámarkinu.“ Skólinn fagnar 80 ára afmæli sínu í ár og haldið hefur verið upp á það með margvíslegum hætti. „Það er hart að fá endalausan niðurskurð í afmælisgjöf,“ segir Þórunn Tónlistarskóli fær niður- skurð í 80 ára afmælisgjöf  Tónlistarkennari uggandi um framtíð tónlistarkennslu Þórunn Guðmundsdóttir Vegfarendur sem staldra við í Litlu kaffistofunni í Svínahrauni ræða fátt meira þessa dagana en áformin um vegtolla, „og menn fara alveg heljarstökk í skoðunum á þessu,“ segir Stef- án Þormar Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Litlu kaffistof- unnar, sem er vinsæll áningarstaður vegfarenda. „Bílstjórar og aðrir sem koma við hjá okkur eru þverskurður af þjóðfélaginu og mönnum ber saman um að þetta sé alveg það síðasta sem koma skyldi.“ Stefán segir greinilegt að umferð yfir Hellisheiði hafi minnkað umtalsvert frá 2008. Ótrúlega stór hópur fari daglega á milli til vinnu. „Það er alveg klárt mál eftir þetta síðasta útspil að þessir ráðamenn þjóðarinnar fá ekki mörg jólakort frá vegfar- endum.“ Fá jólakort til ráðamanna LITLA KAFFISTOFAN Stefán Þormar Guðmundsson ® Gildir í desember Lyfjaval.is • sími 577 1160 Bí laapótek Hæðarsmára Mjódd • Ál f tamýr i Nýju skipi útgerðarfélagsins Óss í Vestmannaeyjum var gefið nafn í Skagen í Danmörku á laugardag- inn. Þórunn Sigurjónsdóttir, móð- ir Sigurjóns Óskarssonar útgerðarmanns, gaf skipinu nafn föðurömmu hans. Þórunn Sveins- dóttir heitir nýja skipið og er það þriðja skip útgerðarinnar með þessu nafni. Nýja skipið er 39,95 metra langt, 11,2 metrar á breidd og hið fullkomnasta á allan hátt. Nú standa yfir prófanir á bún- aði og veiðarfærum, en Sigurjón sagðist reikna með að lagt yrði af stað heimleiðis í lok vikunnar. Ef allt gengi vel ætti skipið að koma til Eyja upp úr miðri næstu viku. „Ég var búinn að segja að þetta yrði stærsti jólapakkinn í ár og það ætti að geta staðist,“ sagði Sigurjón í gær. „Mér líst ljómandi vel á skipið og það er ekki laust við að mig langi á sjóinn aftur. Ég ætla að sigla með skipinu heim og vonandi náum við skötunni á Þor- láksmessu, alla vega jólasteik- inni.“ Sigurjón lauk miklu lofsorði á samstarfið við dönsku skipa- smíðastöðina Kaspersen. Allt hafi staðið eins og stafur á bók í sam- skiptum við Danina. Tafir á smíð- inni mætti rekja til erfiðleika hjá pólska fyrirtækinu sem smíðaði skrokk skipsins. Um 20 manns voru í Skagen á vegum Óss um helgina, fjölskylda Sigurjóns, hluti af áhöfn skipsins og eig- inkonur skipverja. aij@mbl.is Ljósmynd/Laufey Konný Með fríðu föruneyti Sigurjón Óskarsson, útgerðarmaður, til vinstri, ásamt fjölskyldu og samstarfsfólki í Skagen á laugardag er skipinu var gefið nafn- ið Þórunn Sveinsdóttir. Skip með þessu nafni hafa verið farsæl og fengsæl. „Ekki laust við að mig langi á sjóinn aftur“ „Ég mun fyrst og fremst leggja til og mæla með því að við leysum mál- ið á þessum hagstæða grundvelli sem nú er í boði og vonast eftir því að breið samstaða takist um það,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, fjár- málaráðherra, í samtali við fréttavef Morgunblaðsins um það hvort hann muni leggja til að nýtt samkomulag um Icesave verði lagt í þjóðarat- kvæðagreiðslu. Segir hann ótímabært að velta fyrir sér hvort málið eigi að koma fyrir þjóðina. Fyrst eigi Alþingi að fjalla um málið og afgreiða fyrir sitt leyti. „Enda er það ekki okkar að svara því. Það er ákvörðun sem tek- in er annars staðar ef til slíks kem- ur.“ Nú sé mögu- leiki á að klára málið á kjörum sem hann telji mjög hagstæð og ólíklegt sé að þau bjóðist betri, hvorki fyrr né síð- ar. Steingrímur segir að ágætlega horfi með sam- komulag um málsmeðferðina. Málið verði lagt fyrir fjárlaganefnd fyrir jólahlé og hún muni vinna í því fyrri hluta janúarmánaðar. Málið geti þá komist á dagskrá þingsins um leið og það komi saman aftur upp úr miðjum janúar ef samkomulag haldist. Leggur ekki til þjóðaratkvæði Steingrímur J. Sigfússon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.