Morgunblaðið - 15.12.2010, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.12.2010, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 2010 Frægt varð þegar flogið hafði víttog breitt að Mark Twain væri allur og svo barst tilkynning frá höf- undinum um að fréttir af andláti hans væru orðum auknar.    Oft hafa boristfréttir af póli- tísku andláti Silvios Berlusconis, for- sætisráðherra Ítalíu. Helstu fjölmiðlar í norðanverðri Evr- ópu höfðu spáð að fall hans yrði mikið í síðustu kosningum, enda höfðu marg- víslegar fréttir bor- ist af honum sem dugað hefðu til að sálga tugum póli- tískra mannslífa í hinu siðprúða norðri.    En forsætisráðherrann vannmyndarlegan sigur og er nú sá forsætisráðherra ítalskur sem lengst hefur gegnt því embætti. Það er að vísu ekki jafn langt til jafnað og ann- ars staðar því að oft er minnt á að nærri fimm tugir ríkisstjórna hafa verið þar við völd frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Og nú var því spáð að vantraust á forsætisráðherrann yrði loksins samþykkt. En hann stóð það af sér, þótt tæpt væri.    Því var eitt sinn haldið fram að álöngum fundi í ítalska þinginu hefði einn helsti stjórnmálaforinginn þar verið orðinn svo langþreyttur að hann hefði sofnað í tvo tíma í þing- salnum og þegar hann vaknaði aftur kom í ljós að hann hefði tvisvar orðið forsætisráðherra á tímabilinu.    Á Íslandi er forsætisráðherra semer bara í embætti en ekki við völd og getur því ekki gert samninga við erlend ríki né séð til þess að fjár- lög séu afgreidd öðruvísi en sem skrípamynd af skilvirku þingræði. Þetta þætti meira að segja Silvio skrítið ástand. Jóhanna Sig. Í embætti án valda STAKSTEINAR Silvio Berlusconi Veður víða um heim 14.12., kl. 18.00 Reykjavík 7 súld Bolungarvík 10 rigning Akureyri 10 alskýjað Egilsstaðir 7 léttskýjað Kirkjubæjarkl. 4 alskýjað Nuuk 0 snjókoma Þórshöfn 5 heiðskírt Ósló -12 skýjað Kaupmannahöfn -2 skýjað Stokkhólmur -2 skýjað Helsinki -7 heiðskírt Lúxemborg -2 heiðskírt Brussel -2 skýjað Dublin 3 skýjað Glasgow 1 skýjað London 3 léttskýjað París -1 léttskýjað Amsterdam 0 léttskýjað Hamborg -2 skýjað Berlín -2 snjókoma Vín -3 snjókoma Moskva -11 þoka Algarve 17 heiðskírt Madríd 13 léttskýjað Barcelona 12 léttskýjað Mallorca 11 léttskýjað Róm 7 léttskýjað Aþena 11 skýjað Winnipeg -12 skýjað Montreal -11 snjókoma New York -6 alskýjað Chicago -12 léttskýjað Orlando 1 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 15. desember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 11:17 15:30 ÍSAFJÖRÐUR 12:02 14:55 SIGLUFJÖRÐUR 11:47 14:36 DJÚPIVOGUR 10:55 14:51 Kristján Jónsson kjon@mbl.is Hættumat bendir ekki til þess að auknar líkur séu á að hryðjuverk verði framin á Íslandi og ekki er haf- in rannsókn nema lögreglu berist upplýsingar um vísbendingar sem réttlæti slíka aðgerð, að sögn Jóns F. Bjartmarz, yfirmanns greining- ardeildar Ríkislögreglustjóra. Lög- regluyfirvöld í Svíþjóð hafa ekki haft sérstaklega samband við ís- lensk yfirvöld vegna hryðjuverka- árásarinnar í Stokkhólmi en bæði ríkin taka þátt í alþjóðlegu sam- starfi um varnir gegn hryðjuverk- um. „Þeir [Svíar] hafa sent út almenn erindi en ekki spurt sérstaklega um eitthvað sem geti tengst þessu máli hérlendis,“ segir Jón. „En hryðju- verkaógnin á Íslandi hefur almennt talist lítil. Engin bein vitneskja er eða hefur verið um að hryðjuverk séu í undirbúningi hér en eins og kemur fram í hættumatinu höfum við takmörkuð úrræði til að vinna að rannsókn slíkra mála.“ Íslenska lögreglan hefur ekki heimild til að stunda svonefndar for- virkar rannsóknir sem margir álíta að séu nauðsynlegar í baráttunni gegn alþjóðlegum hryðjuverkum, hún getur ekki safnað upplýsingum um einstaklinga eða lögaðila nema rökstuddur grunur um ákveðið af- brot liggi fyrir, t.d. undirbúning og skipulagningu tilræða eða fjár- mögnun slíkra afbrota. Sænska lögreglan með víð- tækar rannsóknaheimildir Svíar velta nú fyrir sér hvort hægt hefði verið að afstýra tilræð- inu ef lögreglan hefði getað aflað meiri upplýsinga. Þess má geta að heimildir sænsku lögreglunnar til að stunda forvirkar rannsóknir eru mun víðtækari en hér, hún hefur m.a. aðgang að símahlerunum á veg- um sérstakrar stofnunar hersins. Jón Bjartmarz vill ekki svara því beint hvort hingað hafi með vissu komið meintir hryðjuverkamenn eða stuðningsmenn þeirra og heldur ekki því hvort við séum betur á varð- bergi en Svíar. En Íslendingar ráði ekki yfir sérstakri öryggisþjónustu- deild lögreglu eins og og hin Norð- urlöndin. Hann er spurður hvort aðrar aðildarþjóðir Europol og Int- erpol hafi gagnrýnt viðbúnað og stefnuna hér í hryðjuverkavörnum. Svo sé ekki, svarar Jón, þjóðrétt- arlega beri hver þjóð ábyrgð á sínum málum og það tíðkist ekki í alþjóð- legu samstarfi að menn segi annarri þjóð fyrir verkum. Ögmundur Jónasson dómsmála- ráðherra var spurður hvort atburð- irnir í Stokkhólmi breyttu einhverju um efasemdir hans vegna tillagna um að íslenska lögreglan fái auknar heimildir til forvirkra rannsókna. „Nei, ekki þetta mál út af fyrir sig,“ segir ráðherra. „Það sem ég hef horft meira á er skipulögð glæpa- starfsemi sem margt bendir til að sé stunduð hér á landi, að hluta til inn- flutt. Þá erum við að horfa til vímu- efnasölu og mansals, verulega ljótra glæpa. „Vandfarin braut“ Auðvitað vill maður að það sé tekið á slíku af einurð og staðfestu. Spurn- ingin er hvernig þetta skuli gert og ég hef sagt ríkislögreglustjóra að ég vilji gjarnan fá upplýsingar um það hvaða úrræði menn hafi. Það er mitt hlutverk að gera tvennt í senn: að stuðla að því að það sé tekið hér á al- varlegum glæpum á markvissan hátt, hins vegar að standa vörð um mannréttindi. Þetta er vand- farin braut en það þýðir ekki að menn eigi að sitja aðgerðalausir.“ Aðspurður segir ráð- herra að menn verði að hafa í huga að þeir megi ekki verða óttanum að bráð; óskin um öryggi megi ekki taka öll völd. Tilræðið í Stokkhólmi kom flatt upp á menn. Það hefði getað orðið tugum manns að bana en sprengjumaðurinn var sá eini sem lét lífið. Magnus Ranstorp, prófessor við háskóla sænska hersins og einn af þekktustu sérfræðingum heims í baráttu gegn hryðjuverkum, segir að Svíar hafi ekki enn mótað neina stefnu eða lagt verulega vinnu og fé í að hindra ofstækis- öfl úr röðum íslam- ista í að ná fótfestu og vinna ódæði í landinu. Svíar ekki á varðbergi SPRENGJUTILRÆÐIÐ Magnus Ranstorp Lítil hryðjuverkaógn hér  Dómsmálaráðherra segir sprengjutilræðið í Stokkhólmi ekki breyta afstöðu sinni til óska íslensku lögreglunnar um forvirkar rannsóknaheimildir Reuters Vilja frið Svíar af íröskum ættum efndu til útifundar í Stokkhólmi í vikunni til að mótmæla ofbeldi og hryðjuverk- um. Tilræðismaðurinn, Taymor Abdel Wahab, var fæddur í Írak, bjó lengi í Svíþjóð en síðustu árin í Bretlandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.