Morgunblaðið - 15.12.2010, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.12.2010, Blaðsíða 20
Munið að slökkva á kertunum Slökkvilið höfuborgasvæðisins Setjið kerti aldrei nálægt tækjum sem gefa frá sér hita s.s. sjónvarpi. Hiti frá tæki veldur aukinni hættu á óhappi. Umræðan MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 2010 Þökk sé forseta Ís- lands, íslensku þjóð- inni og nýrri samn- inganefnd Íslands. Nýr Icesave- samningur hefur litið dagsins ljós, margfalt hagstæðari en sá sem ríkisstjórnin reyndi að þröngva upp á þjóðina og komandi kynslóðir Íslendinga. Íslenska þjóðin kvað upp dóm sinn á gjörningi rík- isstjórnarinnar í þjóðaratkvæði. Hún tók völdin af stjórnmálafor- ingjum sem voru lamaðir af ótta við nýlenduherrana í Babelturn- inum í Brussel. Á Alþingi urðum við vitni að því þegar þingmenn Samfylkingar og Vinstri grænna voru barðir til hlýðni við Icesave-samning ríkis- stjórnarinnar. Samninginn um stórkostlegt tjón til handa þjóð sinni. Birtingarmynd valdagræðg- innar náði þar nýjum hæðum. Ríkisstjórnar Jó- hönnu Sigurðardóttur verður minnst í sögu Íslands fyrir að hafa tekið hagsmuni er- lendra ríkja fram yfir hagsmuni eigin þjóð- ar. Íslenska þjóðin þarf stjórnmálamenn sem hún getur treyst að berjist fyrir hags- munum hennar. Framsóknarflokk- urinn er elsti stjórnmálaflokkur landsins, stofnaður 1916. Hann hef- ur átt nokkra afburðastjórnmála- foringja. Einn þeirra er Tryggvi Þórhallsson, guðfræðingur og for- sætisráðherra 1927-1932. Tryggvi hafði ákveðna skoðun á því, hvað góður stjórnmálamaður þarf að hafa til brunns að bera. Tryggvi segir: „Stjórnmálaforinginn verður að vera einlægur ættjarðarvinur sem verður að vera reiðubúinn að helga föðurlandinu alla krafta sína til þess að forða því frá stórkostlegu tjóni um frelsi og fé.“ Þessi áhrifamiklu orð eiga vel við í stjórnmálum á Íslandi í dag. Þjóðin hefur horft upp á stjórn- málaforingja sem hafa gerst sekir um hið gagnstæða. Stjórnmálaforingja sem voru búnir að fjötra þjóð sína til fram- tíðar til að þóknast erlendu valdi. Stjórnmálaforingja sem brugðust þjóð sinni á ögurstundu. Þeir eiga að víkja og biðja þjóð- ina afsökunar á gjörðum sínum. Að forða þjóð sinni frá stórkostlegu tjóni Eftir Birgi Þórarinsson » Stjórnmálaforingjar brugðust þjóð sinni á ögurstundu. Þeir eiga að víkja og biðja þjóðina afsökunar á gjörðum sínum. Birgir Þórarinsson Höfundur er varaþingmaður Framsóknarflokksins. Góðri rjúpnavertíð er lokið. Sex helgar í röð mátti ganga til rjúpna og notaði ég fjórar þeirra til veiða og útivistar. Fór tvisvar norður, einu sinni á Vestfirði og eina ferð á Suður- landið. Veður og göngufæri misjafnt eins og gengur. Sama með veiðina, hún var frá því að vera enginn fugl upp í sjö fuglar á dag. Ég endaði aðeins fyrir ofan ráð- lagða veiði Umhverfisstofnunar sem voru 15 fuglar á mann. Núver- andi fyrirkomulag á rjúpnaveiði er mjög gott og vonandi helst það óbreytt um ókomna tíð. Sem betur fer virðist magnveiði vera á undanhaldi og ég tel að bann við sölu á rjúpum hafi þar mikið að segja. Að mínu mati ætti einnig að banna sölu á annarri villibráð svo sem gæsum og öndum. Það myndi eflaust minnka magnveiði gæsa- veiðimanna sem er því miður ennþá töluverð. Ein ferð var farin í Húnavatns- sýsluna og gist á Gauksmýri. Þar var framúrskarandi þjónusta, mat- ur og hagstætt verð. Hvet alla ferðaþjónustuaðila að bjóða rjúpna- skyttur velkomnar næsta haust og bendi rjúpnaveiðimönnum á að kanna gistimögu- leika hjá þessum að- ilum þegar farið verður til veiða að ári. Það eru mikil for- réttindi að fá að búa í þessu landi og fá að ganga til rjúpna í fal- legum víðáttum Ís- lands. Er ekki viss um að allir kunni að meta það sem við höfum. Með því að ganga hægt um gleðinnar dyr og skjóta rjúpur af hófsemi tryggjum við veiðimenn okkur áframhaldandi aðgang að þessari dýrmætu auð- lind. Að loknum rjúpnaveiðum Eftir Gísla Pál Pálsson Gísli Páll Pálsson »Með því að ganga hægt um gleðinnar dyr og skjóta rjúpur af hófsemi tryggjum við veiðimenn okkur áframhaldandi aðgang að þessari dýrmætu auðlind. Höfundur er forstjóri og rjúpnaskytta. Íslenska þjóðin undraðist mjög er forsætisráðherra flutti fæðingarstað Jóns Sigurðssonar um set úr Arn- arfirði yfir í Dýrafjörð í hefðbund- inni ræðu á Austurvelli 17. júní í vor. Ekki var hægt að álykta annað af málavöxtum en hjálparmenn hennar og ræðuskrifarar í ráðu- neytinu hafi ekki vitað betur og óvíst með ráðherrann, þó maður hafi nú viljað bera í bætifláka fyrir hana. Og nú er röðin komin að mennta- málaráðherra, sem skrifar svo í bréfi til skólastjóra grunnskóla landsins þar sem hún kynnir rit- gerðasamkeppni fyrir 8. bekk um Jón Sigurðsson í tilefni 200 ára af- mælis hans, sem er útaf fyrir sig hið besta mál: „Gert er ráð fyrir því að ritgerðir verði í formi sendibréfs. Varð- veist hafa rúm- lega 600 sendi- bréf til Jóns og mun hann ekki hafa skrifað færri bréf sjálfur.“ Hér skriplar mennta- málaráðherra á skötunni eins og ríkisstjórnarfyrirliðinn í vor og er nauðsynlegt að leiðrétta. Í bókinni Jón Sigurðsson forseti, Lítil sögu- bók, segir svo: „Í Landsbókasafni og Þjóðskjalasafni eru varðveitt 830 bréf Jóns Sigurðssonar til nálægt 140 viðtakenda, en í þessum söfnum eru til hvorki meira né minna en yf- ir 6000 bréf til Jóns frá um 870 bréf- riturum. Skýringin er sú, að Jón hélt öllum saman, slíkur hirðumaður sem hann var, en tilviljun réð hvað varð um bréf hans sjálfs. (Heimild: Bréf til Jóns Sigurðssonar, Menn- ingarsjóður Rvk. 1980. Samkv. skrá Páls Bjarnasonar cand. mag.) Æ, þetta er nú hálfgerður flumbru- gangur hjá blessuðum kerlingunum, kannski prentvillupúkar á ferð, eða hvað á maður að kalla þetta? HALLGRÍMUR SVEINSSON, Þingeyri. Ráðherrar skripla á skötunni Frá Hallgrími Sveinssyni Hallgrímur Sveinsson Bréf til blaðsins Morgunblaðið birtir alla út- gáfudaga aðsendar umræðu- greinar frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna grein- um, stytta texta í samráði við höf- unda og ákveða hvort grein birt- ist í umræðunni, í bréfum til blaðsins eða á vefnum mbl.is. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi einstakra stofnana, fyrirtækja eða samtaka eða til að kynna viðburði, svo sem fundi og ráðstefnur. Innsendikerfið Þeir sem þurfa að senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Formið er undir liðnum „Senda inn efni“ ofarlega á for- síðu mbl.is. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Ekki er lengur tekið við grein- um sem sendar eru í tölvupósti og greinar sem sendar eru á aðra miðla eru ekki birtar. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið, en næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá not- andasvæðið virkt. Ekki er hægt að senda inn lengri grein en sem nemur þeirri hámarkslengd sem gefin er upp fyrir hvern efnisþátt en boðið er upp á birtingu lengri greina á vefnum. Nánari upplýsingar gefur starfsfólk greinadeildar. Móttaka að- sendra greina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.