Morgunblaðið - 15.12.2010, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.12.2010, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 2010 ✝ Bryndís Jóhanns-dóttir fæddist í Holti í Svínadal í Austur-Húnavatns- sýslu 24. maí 1924. Hún andaðist 29. nóvember 2010. For- eldrar hennar voru hjónin Fanný Jóns- dóttir húsfreyja, f. 14. mars 1891, d. 4. júlí 1958, og Jóhann Guðmundsson, bóndi í Holti, f. 5. nóv- ember 1887, d. 11. ágúst 1949. Systur Bryndísar voru tvær: a) Björg, húsfreyja á Klébergi og síðar í Reykjavík, f. 26. febrúar 1916, gift Ólafi Kristni Magnússyni, skóla- stjóra á Klébergi, f. 6. desember 1911, d. 24. janúar 2010; b) Sofía, húsfreyja í Holti, f. 22. júní 1920, d. 28. júní 1974, gift Guðmundi Bergmann Þorsteinssyni frá Geit- hömrum, bónda í Holti, f. 26. ágúst 1910, d. 1. janúar 1984. Sambýlismaður Bryndísar frá 15. júní 1958 var Valdimar Bær- ingsson frá Sellátri á Breiðafirði, málarameistari í Reykjavík, f. 21. mars 1925, d. 9. september 2010. Foreldrar hans voru Bæring Níelsson Breiðfjörð útvegsbóndi, f. 28. júlí 1892, d. 23. ágúst 1976, og Ólöf Guðrún Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 15. mars 1892, d. 5. desember 1980. Bryndísi og Valdi- mar varð ekki barna auðið. Bryndís hlaut heimafræðslu í Holti og gekk í fimm eða sex vikur í farskóla sveitar sinnar. Fimmtán ára var hún þrjá mánuði í ungl- ingaskóla hjá séra Þorsteini Gíslasyni í Steinnesi í Þingi og veturinn eftir var hún í Héraðsskól- anum í Reykholti í Borgarfirði. Næstu ár var hún ýmist í Reykja- vík eða í Holti en flutti alfarin suð- ur með foreldrum sínum árið 1948. Þar vann hún fyrst við mat- reiðslu í tvo vetur, og síðan á saumastofu einn vetur. Haustið 1951 hóf hún störf hjá útgerð- arfyrirtækjunum Hrönn og Fylki, einkum við launaútreikninga og gjaldkerastörf. Þar vann hún uns Fylkir var lagður niður árið 1966. Bryndís vann eftir þetta í Veð- deild Landsbanka Íslands uns hún fór á eftirlaun 1994. Frá ágúst 2009 bjuggu Bryndís og Valdimar á Hrafnistu í Hafnarfirði. Útför Bryndísar Jóhannsdóttur verður gerð frá Grafarvogskirkju í dag, 15. desember 2010, og hefst athöfnin kl. 13. Bryndís var ein af fáum sem voru heima við þegar ég kom í heiminn. Hún fór hálfpartinn á taugum eins og hún sagði sjálf frá, engin ljósmóðir og hvað þá læknir. Engan skal undra að það reyni á að fylgjast með systur sinni ala barn við einföldustu aðstæð- ur. Þannig þekktir þú mig, Bryndís, frá fyrstu stundu og núna kveð ég þig með fullt hús góðra minninga. Þú þekktir fámennið í sveitinni og varst dugleg að senda okkur böggla um jól og páskaeggin komu frá þér. Einnig komst þú ætíð færandi hendi á sumr- in en það var fastur liður í tilverunni. Þú lékst þér að því að stríða okkur krökkunum í góðu, ærslast með okk- ur og gaman hafðir þú af því að klæða okkur Sigrúnu, frænku og jafnöldru, í fötin hvort af öðru, mig í hennar og hana í mín. Þetta var leikur en böndin tryggð. Þegar ég, enn á barnsaldri, þurfti að leita til háls- og augnlækna í Reykjavík tókst þú á móti mér og sást um allt sem sjá þurfti um. Þú og þinn maður, Valdimar, bjugguð í íbúð í Álf- heimunum og þar var minn tryggi áfangastaður á leið milli landa á námsárunum og einnig þar á eftir í allmörg ár. Þessi fyrsti áfangastaður reyndist oftar en ekki halddrjúgur og öruggur. Þannig tóku þið á móti mér þegar systir þín og móðir mín lá fyrir dauðanum, veikindi sem lömuðu alla er til þekktu. Þá fóru kannski færri orð okkar á milli en endranær enda ráðaleysi gagnvart hinu óumflýjan- lega. Einmitt þá er þessi náni stuðn- ingur svo mikilvægur. Ekki gleymi ég heldur hversu vel og af hve mikilli nærgætni þið tókuð á móti mér er faðir minn dó í byrjun árs í mikilli ófærð og aðstoð ykkar þá. Stuðningurinn var ekki síðri við gleðilegri atvik. Þú tókst afar vel á móti Ulrike þegar hún kom fyrst til landsins og tókust strax með ykkur góð kynni. Þú komst líka í brúðkaupið okkar suður í Svartaskógi. Þannig fylgdir þú mér mjög náið, og það á við um okkur fleiri frændsystkinin, enda kölluðum við þig stundum Bryndísi bestu frænku. Og þú hélst áfram að senda pakka. Í áraraðir kom jóla- pakki frá þér með hangikjöti og þann- ig urðu hangikjöt og reyktur lax fast- ir liðir í jólahaldi okkar Ulrike. Það eins og svo margt fleira er þér að þakka. Ykkur Valdimar varð ekki barna auðið og eftir að þið komust á eft- irlaun dró úr félagslegum samskipt- um við aðra. Það tók mig nokkurn tíma að átta mig á að þú, sem ég ætíð upplifði sem mjög félagslynda og til í að ræða og rífast um menn og mál- efni, værir oft ansi ein ásamt Valdi- mar seinustu árin. En þá var ekki síð- ur gott að koma til ykkar og eyða góðum dagparti í að ræða málin. Þá rifjuðust upp ýmis atvik og lýsingar frá því þú varst að alast upp í Holti, hvað þú hélst mikið upp á hann föður þinn og hans miklu reglusemi í hví- vetna, hvernig þú horfðir á mæðiveik- ina ganga á fjárstofninn, eða hvernig þú nældir þér í góðan hest svo eitt- hvað sé nefnt. Nú kveðjum við þig með miklu og djúpu þakklæti. Þú munt áfram hafa fastan sess í huga okkar og minningu. Þorsteinn Guðmundsson. Eins og lömbin, folöldin og blómin fæddist Bryndís frænka mín inn í húnvetnska vorið og sín uppvaxtarár átti hún hér í Svínadalnum. Hún var yngst þriggja systra og heimilið var mannmargt þannig að hún var í reynd prinsessan á bænum. Hún ólst upp við hefðbundin sveitastörf og hafði gaman af að vaka á vorkvöldin, rak þá stundum ærnar frá túninu þegar aðrir fóru að sofa, hlustaði á kyrrð næturinnar og veröldina vakna með sólarupprásinni þegar best lét. Það háði frænku minni að hún var mjög nærsýn. Sterk gleraugu fékk hún nokkru fyrir fermingu og bættu þau mikið úr og þá sá hún nágranna- bæina af Holtshlaðinu. Á þrítugsaldrinum flutti hún til Reykjavíkur og þar kynntist hún manninum sínum, Breiðfirðingnum Valdimari Bæringssyni málarameist- ara sem var vandvirkur hagleiksmað- ur og góður sagnamaður. Sambúð þeirra varaði í meira en hálfa öld og oftar en ekki voru þau hér á heimilinu nefnd í sameiningu þegar um annað var talað. Bryndís og Valdimar voru myndarlegt par hvar sem þau fóru og í frítímum gerðu þau töluvert af því að ferðast, ekki síst innanlands en einnig til annarra landa. Þau voru náttúruunnendur og horfðu jafnt á hið smáa sem stóra í ferðum sínum. Ótaldir voru til dæmis sunnudagsbílt- úrarnir til Þingvalla. Taugar hennar til Svínadalsins voru miklar og margar ferðirnar hingað norður, meðan kraftar leyfðu, bæði að sumrinu og ekki síst í rétt- irnar, sem aldrei misstu sinn ævin- týraljóma í huga hennar. Þá var alltaf nóg til á koníakspelanum enda fannst henni gott koníak flestum drykkjum betra. Eftir að til Reykjavíkur kom stundaði hún gjaldkera- og skrif- stofustörf, lengst hjá útgerðarfélag- inu Fylki og í Landsbankanum. Þegar við systkinin og okkar fólk fórum til Reykjavíkur var jafnan opið hús í Álfheimunum og síðar í Hlað- hömrunum fyrir okkur hvort sem um lengri eða skemmri tíma var að ræða. Hálfan vetur var ég við vinnu í Reykjavík og þá var ekki um annað að ræða en ég byggi í þeirra húsum mér að kostnaðarlausu. Bryndís var um ýmsa hluti sérstak- ur persónuleiki, hress í viðmóti og viðræðu og vel að sér um menn og málefni. Hún hafði sterkar skoðanir og gaman af að rökræða málin en fór ekki alltaf troðnustu göturnar þegar hún tjáði skoðanir sínar og gat þá ver- ið nokkuð dómhörð um það sem henni líkaði ekki. Bryndís og Valdimar áttu við van- heilsu að stríða mörg síðustu árin og studdu þá hvort annað með ráðum og dáð líkt og verið hafði í þeirra búskap en hann féll frá fyrir fáum vikum. Ég og fjölskylda mín söknum vina í stað. Jóhann Guðmundsson. Margar kærar minningar koma upp í kollinn minn þegar ég hugsa til ömmusystur minnar, Bryndísar Jó- hannsdóttur. Hún, þessi fallega bros- andi kona, gekk undir nafninu Stóra- Binna þegar ég og jafnaldra systkini mín töluðum um hana á okkar yngri árum. En þessa nafngift fékk hún frá okkur systkinunum til að auðveldara væri að aðgreina hana frá annarri góðri frænku sem gekk undir nafninu Litla-Binna. En aldurinn réð því hvor þeirra var sú stóra og hvor sú litla. Í huga mínum er og verður Bryndís alltaf tengd við nýlega fráfallinn sam- býlismann sinn, Valdimar Bærings- son. Þau voru í barnsminningunni alltaf sem eitt, ein heild. Þau bjuggu í Reykjavík, komu norður yfir heiðar að sumri og síðan aftur að hausti. Það var ætíð mikill spenningur í systkina- hópnum þegar þau komu og mikil til- hlökkun þegar við vissum af ferðum þeirra. Stundum held ég að foreldrar okkar hafi ekkert verið að láta okkur vita of snemma af ferðum þeirra svo við myndum nú halda ró okkar aðeins lengur. En þegar þau komu, og við höfðum fengið einhvern pata af komu þeirra, biðum við í stofuglugganum eftir bíl eða bílljósum úti í vatnsvík- inni og vonuðum alltaf að bíllinn eða ljósin sem sáust væru á bílnum þeirra. Eftirvæntingin var mikil. Okkur var ætíð heilsað innilega og síðan fylgdi gjarnan með setning á borð við: „Þú hefur stækkað svona mikið“, „þú situr hestinn svo vel“, „ertu með svona margar freknur“ eða „ertu komin með svona sítt hár“, það gladdi barnssálina að eftir manni var tekið. Ósjaldan gaukuðu þau einnig að okkur einhverju góðgæti og kannski spennu í hárið. Á haustin komu þau norður til að fara í réttir. Réttirnar voru fullkomn- ar í augum okkar þegar Volvo-bíllinn þeirra var í hlaðinu. Þau voru miklir gleðigjafar og öllu heimilisfólkinu þótti afar vænt um þessa gesti. Spjall, hlátur, koníakstár, sígarettureykur og bros voru svífandi yfir vötnum. Seinna þegar við höfðum aldur til áttuðum við okkur líka á tilvist ákveð- ins jólasveins sem sendi alltaf jóla- pakka og merkti hann „Frá jólasvein- inum í Álfheimum“, og síðar eftir að þau fluttu á nýjan stað „Frá jóla- sveininum í Hlaðhömrum“. Ég hef oft hugsað til þess hvað götuheitin voru heppileg fyrir jólasveininn. En það má eiginlega segja að þetta mæta fólk hafi verið töfraljóma vafið í augum okkar barnanna. Við vorum svo sann- arlega lánsöm að fá að njóta samvista við þetta hjartahlýja fólk sem bar með sér angan af kærleik og velvild. Minning þeirra mun lifa. Sofía Jóhannsdóttir. Bryndís móðursystir var glæsileg og eftirminnileg kona, elegant og smart. Hún las dönsku blöðin og gjör- þekkti konungsfjölskylduna, hún átti langt svart munnstykki sem hún reykti sígarettur með, þær geymdi hún í slegnu sígarettuhulstri, henni þótti koníak öndvegisdrykkur og neytti þess við valin tækifæri. Hún bjó sér og Valdimar afar notalegt Bryndís Jóhannsdóttir HINSTA KVEÐJA Ég vil þakka Bryndísi og Valdimar góð kynni síðan 1970 og allt sem þið hafið gert fyrir mig. Björg. ✝ Yndisleg dóttir mín, systir okkar, mágkona og frænka, SIGRÚN SKÍRNISDÓTTIR, (SÍSA), Múlasíðu 5e, Akureyri, lést á Sjúkrahúsi Akureyrar laugardaginn 11. desember. Útför hennar fer fram frá Laufáskirkju laugardaginn 18. desember kl. 14.00. Hjördís Sigurbjörnsdóttir, Sigurbjörn Ingi Skírnisson, Kristín Tryggvadóttir, Jón Bragi Skírnisson, Sigurbjörg Helga Pétursdóttir, Jóhann Skírnisson, Freydís Ágústa Halldórsdóttir, Bessi Skírnisson, Eiríksína Þorsteinsdóttir, Hannes Trausti Skírnisson, Katrín Eymundsdóttir, Skafti Skírnisson, Kristbjörg Lilja Jóhannesdóttir, Sigurlaug Skírnisdóttir, Víðir Ársælsson, Guðrún Elfa Skírnisdóttir, Kjartan Guðmundsson, Hjördís Sunna Skírnisdóttir, Magnús Þór Helgason og fjölskyldur þeirra. ✝ Konan mín elskuleg, ÁSLAUG ÁRNADÓTTIR, Vesturgötu 42, Reykjavík, andaðist á dvalarheimilinu Grund aðfaranótt mánudagsins 13. desember. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Agnar Ludvigsson. ✝ Ástkær eiginkona mín, ANTJE BRÜCKNER-KORTSSON, fædd Lorenz, 6. janúar 1944, andaðist sunnudaginn 12. desember af völdum krabbameins. Fyrir hönd aðstandenda, Dr. Karl Helmut Brückner-Kortsson. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, sonur, tengdafaðir, afi og bróðir, GEIR HLÍÐBERG GUÐMUNDSSON læknir, Löngumýri 2, Garðabæ, lést mánudaginn 6. desember á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut. Útförin fer fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ föstudaginn 17. desember kl. 11.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Minningarsjóð Kiwanisklúbbsins Heklu (Á.H.E.), sími 568-7650 / 892-8333, eða aðrar líknarstofnanir. Margrét Guðmundsdóttir, Guðmundur Freyr Geirsson, Pálína Kristín Jóhannsdóttir, Gunnar Þór Geirsson, Steinunn Ósk Geirsdóttir, Friðrik Óskar Friðriksson, Guðný Jónasdóttir, Gísli Hlíðberg Guðmundsson, Sara Vilbergsdóttir, Sigurdís Guðmundsdóttir, Eyjólfur Ólafsson, Sindri Geir, Eydís Lilja, Jóhann Margeir, Iðunn Lilja og Friðrik Skorri. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, SVANLAUG ESTER KLÁUSDÓTTIR, Fjarðargötu 17, Hafnarfirði, sem lést á heimili sínu aðfaranótt 8. desember, verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju föstudaginn 17. desember kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Slysavarnarfélag Íslands og Minningarsjóð Önnu Pálínu Árnadóttur, 0334-13-554646, kt. 430805-0880. Ásgeir Árnason, Sigríður Jóhannesdóttir, Páll Árnason, Bryndís Skúladóttir, Kristín Árnadóttir, Einar Sindrason, Hólmfríður Árnadóttir, Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.