Morgunblaðið - 15.12.2010, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.12.2010, Blaðsíða 32
32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 2010 Harry Potter, Hermione Granger, Ron Weasley og Voldemort eru komin aftur í magnaðasta ævintýri allra tíma SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, AKUREYRI OG SELFOSSI HHHH - BOXOFFICE MAGAZINE HHHH - Time Out New York „IT’S THE BEST FILM IN THE SERIES.“ - ORLANDO SENTINEL HHHH „ÞETTA ER KLASSÍK VORRA TÍMA.“ - Ó.H.T. – RÁS 2 HHHH SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNISÝND Í EGILSHÖLL OG KEFLAVÍK Óhugnaleg spennumynd sem fór beint á toppinn í USA og Bretlandi! Komdu í ferðalag og upplifðu ævintýri Narnia eins og þú hefur aldrei séð áður „ÓGNVÆNLEGA SKEMMTILEG.“  SARA MARIA VIZCARRONDO  BOXOFFICE MAGAZINE HHHHH„SKÖRP OGÓGNVEKJANDI MYND.“  KIM NEWMAN  EMPIRE HHHH EXORCISM THELAST BESTA SKEMMTUNIN THE LAST EXORCISM kl. 6 - 8 - 10:10 16 DUE DATE kl. 8 - 10:10 10 LIFE AS WE KNOW IT kl. 5:30 - 8 - 10:30 L KONUNGSRÍKI UGLANNA kl. 5:503D ísl. tal 7 HARRY POTTER kl. 5:30 - 7 - 8:30 - 10 10 HARRY POTTER kl. 5:30 - 8:30 VIP / ÁLFABAKKA NARNIA - 3D kl. 5:303D - 83D - 10:303D L HARRY POTTER kl. 5 - 8 - 10:10 10 LIFE AS WE KNOW IT kl. 5:30 - 8 - 10:30 L DUE DATE kl. 8 10 / EGILSHÖLL Eins og Íslendingar áttuFinnar jólasvein áður enCoca Cola-sveinninnkomst á kreik. Eins og hjá okkur þá var hann ekki heldur neinn herra Næs Gæ. Hann var grimmur og úrillur, jafnvel verri en okkar sveinar, líklegast líkari Grýlu en sveinunum. Út frá þessari hug- mynd um jólasveininn kemur finnska jólamyndin Rare Exports. Djúpt í jörðu, á yfir fimm hundruð metra dýpi í Korvantura-fjöllunum í Finnlandi er eitt best varðveitta leyndarmál jólanna – jólasveinninn sjálfur. Námaverkamenn eru að grafa þar og koma niður á þetta leyndarmál sem hefur þær afleið- ingar fyrir nærumhverfið að allt í einu fara börn að hverfa og þorpsbú- ar safnast saman til að komast yfir þau auðæfi sem jólasveinninn er. En þá skerast jólaálfarnir í leikinn til hjálpar meistara sínum. Úr verður spennandi barátta. Ég var hálfóviss hvort um væri að ræða hrollvekjandi mynd eða fyndna, spennandi, barna- lega, jólalega eða eitthvað annað. Það er galli á henni að eftir að ég kom út af henni þá var ég ekki enn viss. Hún hefur eitthvað af þessu öllu án þess að ganga alla leið í neina átt. En sagan virkar. Hún er smá hrollvekjandi, smá fyndin, smá barnaleg og ætti að geta virkað fyrir krakka frá tíu ára aldri og upp í sex- tugt. Með svona súrt handrit sem er á mörkum þjóðsagna og raunveru- leika hefði verið mjög auðvelt að gera óaðlaðandi mynd en Finnunum tekst að halda áhuga manns mynd- ina á enda. Myndin hefur fengið veglegan fjárhagsstuðning og hæfileikafólk komið að henni. Kameran er klass- ísk, vandað handbragð á kvikmynda- tökunni. Leikurinn er afslappaður og hógvær. Hún sver sig í ætt við svo margt sem manni fellur við frá Finnlandi, flestu er stillt í hóf; til- finningum, kímni og fagurfræðilegu dekri. En gefinn er gaumur að því öllu. Þetta er bráðfyndin mynd sem nær að vera hrollvekjandi á köflum og spennandi en er í grunninn barnaævintýri. En einmitt vegna þess hvað hún snertir marga strengi í manni, nær hún ekki að heilla neina ákveðna taug hjá manni þannig að maður yfirgefi salinn undir ein- hverjum sterkum hughrifum. Súr og hrollvekjandi jólamynd Bíó Paradís Rare Exports bbbmn Leikstjóri: Jalmari Helander. Aðalleik- arar: Jorma Tommila, Onni Tommila og Peeter Jakobi. Finnland, 2010. 84 mín. BÖRKUR GUNNARSSON KVIKMYND Jólasveinahrollur Finnska jólamyndin Rare Exports er óvenjuleg mynd. Bandaríski leikarinn Nicholas Cage missti stjórn á skapi sínu fyrir utan næturklúbb einn í Búk- arest í Rúmeníu um sl. helgi og hellti sér yfir ónefndan karlmann og tvær konur. Atvikið náðist á myndband sem m.a. má sjá á vefnum PopEater (popeater.com). Cage er staddur í Rúmeníu við tökur á framhaldi kvikmyndar- innar Ghost Rider. Ekki heyrast orðaskil á myndbandinu en ljóst er að Cage er hamslaus af bræði. Þó heyrist hann segja fólki að snerta sig ekki og að ónefndur maður eigi að sýna honum virð- ingu. Reuters Æðiskast Cage við tökur á fram- haldi Ghost Rider í Búkarest. Cage óður í Búkarest Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Electric Ethics og Extreme Chill verða með raf- tónlistarviðburð í kvöld á Faktory. Fram koma raf- tónlistarmenn og brautryðjendur í tilraunakenndri tónlist á Íslandi. „Það eru fáir á Íslandi sem sinna raftónlist og flestir þeirra bestu verða hér í kvöld,“ segir Ólafur Þórsson úr Electric Ethics. „Þetta er óeigingjarnt starf sem þessir menn sinna,“ segir hann. Jóhann Eiríksson úr Reptilicus mun koma fram undir eigin nafni, en þess má geta að Reptilicus er að undirbúa nýja plötu. Aðalsteinn Jörundsson eða AMFJ mun einnig spila en tónlist hans einkennist af miklum þunga með hörðum takti. Óskar Thor- arensen treður upp með syni sínum Pan Thor- arensen undir formerkjum Stereo Hypnosis og einnig sem Jafet Melge með fjöllistamanninum Óm- ari Stefánssyni myndlistarmanni. Sérstakur gestur kvöldsins er listamaðurinn Snorri Ásmundsson. Finnbogi Pétursson hljóðlistamaður og sonur hans Stefán Finnbogason úr hljómsveitinni Sykri munu einnig troða upp. Aðspurður hvernig sé að spila með syni sínum segir hann það ganga mjög vel. „Við höfum unnið saman í átján ár,“ segir Finn- bogi, „eða frá því að hann fæddist. Við höfum alið hvor annan upp í tónlistinni.“ Listafeðgarnir Finnbogi er myndlistarmaður sem hefur haft mikinn áhuga á hljóði og var í hinni frægu pönk- hljómsveit Bruna BB þegar hann var um tvítugt. Hann vann með Jóni Skugga og Herði Bragasyni á sínum tíma og líka Einari Erni áður en hann fór í Purrk Pillnikk. Þeir fóru síðan að vinna aftur sam- an fyrir fimm árum og hafa gefið út tvær plötur þar sem Ghostigital er í aðalhlutverki. Svo hefur Finn- bogi líka spilað með syni sínum. Aðspurður hvort hann ráði ekki ferðinni sem faðirinn segir hann svo ekki vera. „Nei, hann er miklu betri en ég. Ég á bara miklu flottari græjur sem er tilkomið af því að ég á miklu meiri pening en hann,“ segir Finnbogi. Tónlist sonarins í Sykri er hægt að flokka sem gleðipopp í gameboy-stíl, ekki ólíkt tónlistinni sem Apparat spilar, en aðspurður segist Finnbogi ekki geta lýst tónlist sinni. „Eða öllu heldur vil ég ekki lýsa henni. Þetta er svona samsull af alls konar dót- aríi og ég vil ekki vera að setja þetta í einhverja girðingu,“ segir Finnbogi. Raftónlistarveisla á Faktory  Margt myndlistarmanna verður með hljóðgjörninga  Snorri Ásmundsson selur syndugum aflátsbréf  Feðgar troða upp með tónlist tveggja kynslóða Morgunblaðið/Eggert Feðgar Finnbogi Pétursson og sonur hans Stefán verða á raftónlistarviðburðinum á Faktorý. Í gagnrýni um kvikmyndina The Last Exorcism datt út orð í loka- setningu sem gjörbreytti merk- ingu hennar. Gagnrýnin endaði svo: „Þó er engin ástæða til að mæla með The Last Excorcism fyrir þá sem hafa gaman að skop- legum skrattamyndum …“ en í setninguna vantaði orðið „ekki“. Setningin átti því að vera á þessa leið: „Þó er engin ástæða til að mæla ekki með The Last Excorc- ism fyrir þá …“ Eru lesendur beðnir afsökunar á þessum mis- tökum. LEIÐRÉTT Mælt með The Last Exorcism

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.