Morgunblaðið - 15.12.2010, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 15.12.2010, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 2010 með framleiðendum og MAST, sem er eftirlitsaðilinn, við að uppfylla kröf- ur markaðarins um hvítan fisk á við- urkenndan hátt. Fundir eru fyrirhug- aðir með MAST til að fara yfir þessi mál í heild og við viljum uppfylla kröf- ur varðandi neytendamál og vöru- gæði.“ Í salti eru efni eins og kopar og járn og þau eru hvati til súrefnisupptöku í fiskfitunni, sem aftur leiðir til þrán- unar og þess að fiskurinn gulnar. Fos- fatið bindur hins vegar þessi efni og fiskurinn helst hvítur eins og kaup- endur á Spáni og víðar vilja hafa hann. Þeir Sveinn og Sigurjón nefna að á síðasta ári hafi margir íslenskir fram- leiðendur orðið fyrir áfalli vegna að- skotaefna í salti, að líkindum kopars. Saltfiskurinn gulnaði og tjón fram- leiðenda varð umtalsvert. Ef fosfat hefði ekki verið notað við framleiðsl- una hefði tjónið orðið enn meira en ella, en járn og kopar bindast í fosfat- inu. Þeir áætla að einni til tveimur evrum meira fáist fyrir kíló af hvítum saltfiski, eins og Spánverjar vilja hann, heldur en fyrir gulari fiski eins og fer gjarnan á aðra markaði, s.s. Portúgal. Sigurjón segir að fosfatið sé fyrst og síðast notað til að tryggja uppruna- leg gæði fisksins, en ekki til að binda vatn. „Við þekkjum ekki til rannsókna sem benda til þess að fosfat sé hættu- legt í því magni sem notað er í salt- fisk,“ segir Sigurjón. „Sem dæmi má nefna að ef ný- veiddur þorskur er borðaður ferskur eru í honum u.þ.b. 0,45% af fosfati. Við verkun og útvötnun á þessum fiski fer fosfatinnihaldið niður í um 0,2%. Við framleiðslu á saltfiski fer fosfatmagn- ið hæst í um 0,7-0,8%, en eftir að fisk- urinn hefur verið útvatnaður er þetta hlutfall komið niður í um 0,2%, sem er vart mælanlegt og talsvert minna en þegar fiskurinn kom úr sjónum. Slíkt fer þó að sjálfsögðu eftir aðferðum. Markmiðið með notkun fosfats í salt- fiski er ekki að binda vatn, heldur að tryggja sem upprunalegust gæði, með lágmörkun á gulnun samfara þrán- un.“ Fari á jákvæða listann Færeyingar hafa notað þessi efni í 15-20 ár og hér á landi hafa þau verið notuð við verkun á saltfiski í um ára- tug og þá litið á þau sem tæknileg hjálparefni, en ekki þarf sérstakt leyfi ef sú skilgreining er viðurkennd. Fáist slík viðurkenning ekki vilja framleiðendur að efnið verði leyft sem aukefni og liggur erindi þar að lútandi fyrir Eftirlitsstofnun EFTA, ESA. Fáist það samþykkt, fer fosfat á sérstakan aukefnalista eða já- kvæða listann eins og þeir Matís- menn nefna hann einnig. Verði fos- fötin samþykkt sem aukefni verði tekið fram á umbúðum að þau hafi verið notuð við framleiðsluna. Á vegum Matís hefur starfsfólk í fjölda ára unnið að rannsóknum og þróun á saltfiski sem og öðrum mat- vælum. Náið er unnið með framleið- endum og situr Sigurjón í stjórn Ís- lenskra saltfiskframleiðenda sem hlutlaus aðili og ráðgjafi í sambandi við þróun á vinnsluferlum og vöru- vöndun á hráefni. Íslendingar hafa náð langt í vöruþróun á saltfiski og stöðugt er unnið að nýjum leiðum. Um aðrar að- ferðir til að varðveita upprunalegan lit fisksins og uppfylla kröfur neyt- enda segir Sigurjón að það snúi þá að meðferð hráefnisins og í hvernig ástandi fiskurinn er þegar komið er með hann að landi og hvernig hann nýtist. Einnig hafi menn verið að skoða ýmsar aðrar lausnir og aðferð- ir. Notkunin svar við kröfu kaupenda  Áfram verður reynt að fá fosföt viðurkennd við verkun á saltfiski  Aðrar aðferðir til að varðveita upprunaleg gæði einnig skoðaðar  Fosfatið vart mælanlegt þegar saltfiskur hefur verið útvatnaður Morgunblaðið/Eggert Bacalao Spánverjar kunna að meta vel verkaðan hvítan, íslenskan saltfisk. BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Notkun fosfata við framleiðslu á salt- fiski var svar við kröfu kaupenda á Spáni, Ítalíu og Grikklandi um að upprunaleg gæði og litur fisksins væru varðveitt. Í framhaldi af banni á notkun fosfata við framleiðslu á salt- fiski til neyslu í löndum Evrópusam- bandsins eru tvö verkefni brýnust að mati forsvarsmanna Matís. Annars vegar að þróa lausnir við framleiðslu á saltfiski sem gætu komið í staðinn fyr- ir fosfat, til varðveislu á gæðum og lit og hins vegar að skoða með framleið- endum og eftirlitsaðilum hvort fosfat eigi heima á lista yfir aukefni eða verði viðurkennt sem tæknilegt hjálp- arefni við framleiðslu á saltfiski. Þeir Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís, og Sigurjón Arason, yfirverk- fræðingur, segja Íslendinga ekki vera einu þjóðina sem velti fosfatnotkun í saltfiski fyrir sér. Framleiðendur frá Noregi, Danmörku, Færeyjum og Þýskalandi telji rétt að fosfat verði leyft sem aukefni í saltfiski, en þar hafa efnin verið notuð á sambæri- legan hátt og á Íslandi. Bannið sé gengið í gildi á Íslandi og í Noregi, en t.d. í Danmörku hafi verið veittur frestur fram í apríl á næsta ári og staðan sé óljós á þessum tíma- punkti í Færeyjum. Ekki megi gleyma því að viðskiptavinir í fyrrnefndum löndum við Mið- jarðarhafið vilji hafa fiskinn hvítan og hafi ekki gert athuga- semdir við fosfat í fiskinum. Ekki hættuleg út frá manneldissjónarmiðum Þeir Sigurjón og Sveinn telja ekki að notkun fosfata við verkun á saltfiski í þeim mæli sem þau eru notuð hér á landi sé hættuleg út frá manneldissjónarmiðum. Efnin séu í notkun víða í matvælaiðnaði. „Við lítum að sjálfsögðu svo á að framfylgja eigi þeim reglum, sem nú hafa verið settar,“ segir Sveinn. „Næstu skref hljóta að vera að vinna Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is Skyrtur í úrvali hvítar, svartar, bláar, munstraðar... Stærðir 36-52 Laugavegi 53, s. 552 1555 TÍSKUVAL Opið virka daga kl. 10-18, lau. kl. 11-16 Góð jólagjöf Treflar, slæður, sjöl og hanskar Skoðið úrvalið á laxdal. is GLÆSILEG JÓLAGJÖF FLOTTIR SPARIJAKKAR Laugavegi 63 • S: 551 4422 Tekið er á móti framlögum á reikningi Fjölskylduhjálpar: Bnr. 101-26-66090 – Kt. 660903-2590. Tökum á móti matvælum og fatnaði að Eskihlíð. Upplýsingar í síma 551-3360 og 892-9603. Jólaúthlutun verður dagana 14, 15, 21. og 22. desember í Eskihlíð 2-4. Skráning í síma 892 9603. Jólasöfnun Fjölskylduhjálpar Íslands er hafin fyrir starfsstöðvar okkar í Reykjavík, á Akureyri og í Reykjanesbæ. Þúsundir einstaklinga eru nú án atvinnu, auk þeirra fjölmörgu sem minna mega sín í þjóð- félaginu og eiga um sárt að binda. Leggjum okkar af mörkum til að allir geti haldið gleðileg jól. Fjölskylduhjálp Íslands | Eskihlíð 2-4 | Sími 551 3360 og 892 9603 fjolskylduhjalpin.net | fjolskylduhjalp@simnet.is Athugið að við erum einu óháðu og sjálfstætt starfandi hjálparsamtökin, áttunda árið í röð. Smáfræsarar Smáfræsarar í úrvali, margar gerðir og mikið úrval af aukahlutum Hlutafélagið Matís ohf. tók til starfa 1. janúar 2007 og heyrir undir sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðuneyti. Í hlutafélaginu sameinuðust þrjár rík- isstofnanir sem unnið höfðu að matvælarannsóknum og þróun í mat- vælaiðnaði; Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Matvælarannsóknir Keldnaholti og Rannsóknastofa Umhverfisstofnunar. Matís ohf. sinnir fjölbreyttu rannsókna-, þjónustu- og ný- sköpunarstarfi í matvælaiðnaði, en er ekki eftirlitsaðili. Matís er með þjónustusamning við ráðuneytið er lýtur að öryggi, þróun og nýsköpun. Þá sækir fyrirtækið fjármagn til þróunar- verkefna innanlands og utan. Matís á gömlum grunni RANNSÓKNIR OG ÞRÓUN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.