Morgunblaðið - 15.12.2010, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.12.2010, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 2010 ódýrt og gott Floridana Jólasafi, 1 l 289kr.stk. Vottunarstofan Tún hefur staðfest að fyrirtækið Bústólpi ehf. uppfylli kröfur um lífrænar aðferðir við framleiðslu á kjarnfóðri. Vottorð þess efnis var formlega afhent í vinnslustöð fyrirtækisins á Akur- eyri. „Þessi vottun hefur mikla þýð- ingu fyrir Bústólpa þar sem hún gerir fyrirtækinu kleift að þjónusta einnig þá vaxandi sprotagrein sem lífrænn landbúnaður er,“ segir Hólmgeir Karlsson, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins. Bústólpi ehf. er fyrsta sérhæfða kjarnfóðurfyrirtækið hér á landi sem hlýtur vottun til lífrænnar framleiðslu á kjarnfóðri, segir í til- kynningu. Með vottun Túns sé staðfest að Bústólpi ehf. noti viðurkennd hrá- efni við framleiðslu á hinu vottaða kjarnfóðri, að lífræn hráefni séu á öllum stigum vinnslu aðgreind frá öðrum efnum og afurðum, að að- ferðir við úrvinnslu og blöndun samræmist reglum um lífræna framleiðslu og að gæðastjórnun, skráningar og merkingar uppfylli settar kröfur. Bústólpi ehf. hefur stundað fram- leiðslu á fóðri fyrir nautgripi, sauðfé, svín, hross og alifugla og hefur nú hafið nýtingu á íslensku lífrænu byggi til framleiðslu á kjarnfóðri. Bústólpi ehf. fær vottun til lífrænnar framleiðslu á fóðri til búfjárræktar Vottun Hólmgeir Karlsson og Gunnar Á. Gunnarsson, framkvæmdastjóri Túns. Krossgátubók ársins 2011 er komin í versl- anir. Bókin hefur komið út árlega í 29 ár og ætíð notið mikilla vin- sælda hjá áhuga- fólki um kross- gátur. Krossgátubókin er mikil að vöxtum og eru gáturnar bæði fyrir nýliða í fræðunum og þá sem lengra eru komnir. Lausnir annarrar hverrar gátu eru einnig aftast í bókinni. Forsíðumyndin er að venju eftir Brian Pilkington teiknara. Hún er af vel þekktri persónu í sögulegum atburðum ársins sem er að líða, Jóni Gnarr borgarstjóra. Krossgátubók ársins 2011 fæst í bókaverslunum og öllum helstu blaðsölustöðum landsins. Útgefandi sem fyrr er Ó.P.- útgáfan, Grandagarði 13, Reykja- vík. Krossgátubók árs- ins 2011 komin út Í tilefni af 25 ára afmæli Kynfræð- ingafélag Íslands þann 9. desember sl. ákvað stjórn félagsins að heiðra einn aðila sem hefur með einum eða öðrum hætti eflt framgöngu kyn- fræða á Íslandi. Verða þessar viður- kenningar árviss viðburður. Ástráður, forvarnarstarf lækna- nema verður fyrst til að hljóta verð- laun félagsins. Ástráður hefur und- anfarin 10 ár unnið að forvörnum á sviði kynfræði með áherslu á kyn- sjúkdóma og ótímabærar þunganir. Læknarnir sem starfa í Ástráði sinna starfi sínu í sjálfboðavinnu. Heiðursverðlaun Jólaaðstoð 2010 fékk í fyrradag af- hent 5 milljóna króna framlag frá Bónus. Framlagið er í formi svo- kallaðra gjafakorta Bónuss. Fulltrúar Bónuss komu í húsakynni Jólaaðstoðarinnar að Skútuvogi 3 og afhentu gjöfina. Að Jólaaðstoð 2010 standa Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Hjálparstarf kirkjunnar, Rauði krossinn í Reykjavík og Hjálpræð- isherinn. Byrjað verður að senda út matarpakka um næstu helgi Gjöf frá Bónus STUTT Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Framkvæmdir í Noregi eru veigamikill þáttur í starfsemi verktakafyrirtækisins Ístaks þessa mán- uðina. Síðustu 18 mánuðina hefur verið samið um verkefni fyrir um 12 milljarða króna í Noregi og af þeirri upphæð er eftir að framkvæma fyrir um átta milljarða. Um 200 manns, flestir Íslendingar, starfa nú á vegum fyrirtækisins í Noregi og er útlit fyrir að sá fjöldi verði nokkuð stöðugur út næsta ár, að sögn Ásgeirs Loftssonar, yfirverkfræðings hjá Ístaki Hann segir að margir sýni áhuga á að komast í störf hjá fyrirtækinu í Noregi. Nýjasta verkefnið er gerð 2,7 kílómetra ganga og vegalagning í Tosbotn fyrir um fjóra milljarða króna. Að auki er unnið að verkefnum í Måløy, Stamsund, Hammerfest, Bergen og Gryllefjord. Verkefnin eru við gerð hafna, vega og jarðganga og hefur Ístak fengið þau öll eftir útboð opinberra aðila. Fjórða virkjunin Í Grænlandi er starfsemi Ístaks í hægagangi yfir vetrartímann en þar er fyrirtækið að byggja fjórðu virkjunina sem það byggir fyrir Grænlendinga. Byrjað var á þeim framkvæmdum síðasta sumar og er samningurinn við grænlensk yfirvöld upp á um tólf milljarða. Ístak er með um 200 manns í vinnu í Noregi  Verkefni fyrir um 12 milljarða  Nýlega samið um jarðgöng Ljósmynd/Ístak Framkvæmdir Meðal verkefna, sem Ístak hefur fengið eftir útboð í Noregi, er dýpkun siglingaleiðar undir Måløybrú. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Almennt gengur Íslendingum vel hér í Noregi og þeir eru eft- irsóttur starfskraftur,“ segir Arna Grétarsdóttir, prestur ís- lenska safnaðar- ins í Noregi. Mikið er að gera hjá prest- inum þessa des- emberdaga og hún heimsækir meðal annars Þrándheim, Bergen, Stav- anger og Dram- men fyrir utan hefðbundið starf í Osló. Hún nái á aðventunni að heimsækja þá staði þar sem Ís- lendingar séu flestir. Arna hefur verið prestur í Noregi síðan haustið 2007 og á þessum tíma hefur fjölgað í söfn- uðinum úr tæplega fjögur þúsund manns í um sex þúsund. Hún seg- ir að mest sé af iðnaðarmönnum í hópi þeirra sem hafi flutt til Nor- egs frá hruninu á Íslandi. Arna nefnir einnig tæknimenntað fólk og fólk með háskólamenntun. Góð þátttaka í starfi kirkjunnar Í guðsþjónustum sé fólk á öllum aldri, en í öðru starfi verði hún mikið vör við yngra fólk. Hún segir að góð þátttaka sé í starfi kirkjunnar og vel mætt í guðsþjónustur. Sóknartal kirkj- unnar fylgi yfirleitt fólki þegar það flytur til Noregs og fólk verði þá hluti af íslenska söfn- uðinum í Noregi. Þeir sem það vilji geti hins vegar skráð sig í önnur trúfélög við komuna til Noregs. Arna segir mörg dæmi um að annar aðilinn hafi komið á undan, en makinn komi síðan með börnin nokkrum mánuðum síðar. Slíkir flutningar séu helst þegar leyfi eru í skólum og um áramótin séu til dæmis nokkrar fjölskyldur væntanlegar og eins í vor. Íslendingar eftirsóttir  Um sex þúsund manns í íslenska söfnuðinum í Noregi  Iðnaðarmenn stór hluti þeirra sem flutt hafa til Noregs Brottfluttir frá Íslandi okt. 2008 til sept. 2010 Fimm lönd sem flestir fluttu til Land sem flutt er til Alls Karlar Konur Pólland 5.773 4.600 1.173 Noregur 2.937 1.670 1.267 Danmörk 2.787 1.353 1.434 Svíþjóð 1.434 716 718 Bandaríkin 813 422 391 Tölur um aðflutta og brottflutta á árinu 2010 eru byggðar á bráðabirgðatölum Hagstofunnar og geta því breyst við endanlegt uppgjör búferlaflutninga. Brottfluttir eftir aldri 4.000 3.000 2.000 1.000 0 00 -0 4 05 -0 9 10 -1 4 15 -1 9 20 -2 4 25 -2 9 30 -3 4 35 -3 9 40 -4 4 45 -4 9 50 -5 4 55 -5 9 60 -6 4 65 -6 9 70 -7 4 75 -7 9 80 -8 4 Aldur 1. 27 6 87 7 61 7 74 8 3. 23 9 3. 91 2 2. 85 2 2. 11 1 1. 60 2 1. 32 3 1. 10 2 51 3 21 4 81 30 18 4 Brottfluttir eftir upprunalandsvæði Suðurnes 1.609 Vesturland 750 Vestfirðir 341 Norðurland vestra 197 Norðurland eystra 1.132 Austurland 1.696 Suðurland 1.262 Reykjavík 8.568 Höfuðborgarsvæðið utan Reykjavíkur 4.964 Þegar rætt var við Örnu Grétarsdóttur var 18 stiga gaddur í Noregi. „Það er svo kalt hérna að nefhárin næstum frjósa saman,“ segir Arna. „En það er alltaf hlýtt í kirkjunni og vel tekið á móti fólki. Mér finnst allir hjálpast að og mikill samtakamáttur vera meðal Íslending- anna.“ Hún segist ekki finna annað en að Íslendingar séu velkomnir í Nor- egi. „Það eina sem Norðmenn setja fyrir sig er ef fólk talar ekki not- hæfa norsku. Málið þarf ekki að vera fullkomið og hjá þeim sem leggja sig fram er norskan fljót að koma. Norðmennirnir vilja helst ekki að fólk tali ensku á vinnustöðunum,“ segir Arna. 18 stiga frost - hlýtt í kirkjunni NORÐMENN VILJA AÐ ÍSLENDINGARNIR TALI NORSKU Arna Grétarsdóttir Nýlega var haldið uppboð í Góða hirðinum. Alls söfnuðust 301.000 krónur sem renna óskiptar til Bjarkaráss, sem veitir fötluðu fólki dagþjónustu, hæfingu og vinnu. Uppboðshaldari var KK sem gaf vinnu sína. Alls hafa safnast 687.000 krónur til Bjarkaráss. Bjarkarás styrktur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.