Morgunblaðið - 15.12.2010, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 15.12.2010, Blaðsíða 5
Fyrir miðjum firði Myndbrot frá liðinni öld Eftir Jón Hjartarson Jón Hjartarson, fyrrum skólastjóri og fræðslu- stjóri, var alinn upp á Undralandi í Kollafirði í Fellshreppi (nú Brodda- neshreppi) í Strandasýslu. Jón á tvær afastúlkur, Snædísi Rán og Áslaugu Ýri sem eru með samsetta sjón- og heyrnarskerðingu auk þess að vera bundnar við hjólastól. Til að halda tengslum fór hann að skrifa frásagnir af því hvernig hann hafði það þegar hann var að alast upp fyrir vestan, og smám saman varð til lítil bók sem hér birtist. Jón segir frá aðstæðum í sveitinni, viðhorfum sveita- mannsins til hlutanna, hugsunarhætti og ýmsum atburðum sem áttu sér stað. Nýjar bækur að vestan Hjartað slær til vinstri Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ Eftir Rúnar Kristjánsson á Skagaströnd Hjartað slær til vinstri fjallar um hrifnæman ung- ling sem er að vaxa upp í landsbyggðarþorpi um og eftir 1960. Það er sama hvort fjallað er um pólitík, verkalýðsmál, þjóðmál eða heimsmál, á öllu hefur unglingurinn í Nesbæ brenn- andi áhuga. Þetta er ósvikin íslensk saga sem segir frá veröld sem var og margir muna enn. Hún gæti hafa gerst hvar sem er á Íslandi til sjávar og sveita. Margir munu kannast við Kalla í Nesbæ í sjálfum sér. Rúnar Kristjansson er húsasmiður og er þetta sjöunda bók hans. Sagan af Lillalalla og vatninu góða Eftir Eyvind P. Eiríksson Það er margt sem snýst í höfðinu á Lillalalla: Af hverju flytur fólk úr þorpinu? Af hverju má pabbi ekki veiða meiri fisk? Heldur mamma vinnunni? Og hvað með Badda hrekkjusvín? Bók fyrir unglinga á öllum aldri. Eyvindur er fjöl- menntaður maður og hefur stundað kennslu við gagnfræðaskóla, mennta- skóla og háskóla, var m. a. lektor í sjö ár í Helsingfors og Kaupmannahöfn. Frá honum hafa komið yfir þrjátíu skáldverk, þar á meðal fjórar barna-og ung- lingabækur og hann hefur unnið sem skáld með listamönnum á Íslandi, Ítalíu og í Kanada. Hanna María öskureið Eftir Magneu frá Kleifum Þetta er sjöunda og síð- asta bókin um hina heil- brigðu og fjörugu stúlku Hönnu Maríu. Í bókinni er mikið af góðum boð- skap sem á erindi við börn og unglinga og líka þá fullorðnu. Magnea, sem er frá Kleifum í Kaldbaksvík í Strandasýslu, má teljast í hópi hinna sjálfmenntuðu höfunda úr alþýðustétt, líkt og til dæmis Guðrún frá Lundi. Hún hefur skrifað og gefið út fjölda bóka fyrir alla aldurshópa og margir hafa haldið upp á bækur hennar í gegnum tíðina. Fást í bókaverslunum um land allt kr. 1.980- kr. 2.400-kr. 1.980- kr. 2.400-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.