Morgunblaðið - 15.12.2010, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 15.12.2010, Blaðsíða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 2010 BRUCE WILLIS, MORGAN FREEMAN, JOHN MALKO-VICH OG HELEN MIRREN ERU STÓRKOSTLEG Í ÞESSARI ÓTRÚLEGA SKEMMTILEGU GRÍN HASARMYND HHHH - HOLLYWOOD REPORTER HHHH - NEW YORK POSTSÝND Í KRINGLAN FRÁ TODD PHILIPS, LEIKSTJÓRA THE HANGOVER SÝND Í ÁLFABAKKA OG EGILSHÖLL HHHHH - ANDRI CAPONE -- RÁS 2 SÝND Í KRINGLUNNI „EXCELLENT. A ZEITGEIST FILM.“ - RICHARD CORLISS, TIMES „SHARP, TIMELY AND VERY FUNNY.“ - KAREN DURBIN, ELLE SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI 7 SÝND Í KRINGLUNNI OG AKUREYRI SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, AKUREYRI OG KEFLAVÍK „THE BEST ROMANTIC COMEDY OF THE YEAR!“ - GREG RUSSELL, MOVIE SHOW PLUS „HIN FULLKOMNA STEFNUMÓTAMYND.“ - BONNIE LAUFER, TRIBUTE CANADA „SPRENGHLÆGILEG.“ - ALI GRAY, IVILLAGE.COM MIÐASALA Á SAMBIO.IS DON CARLO VerdiDon Carlo MIÐASALA Á WWW.SAMBIO.IS endurflutt 15. des. (örfá laus sæti) DON CARLO Ópera (endurflutt) kl. 6 L THE LAST EXORCISM kl. 6 - 8 - 10:10 16 THE JONESES kl. 8 12 RED kl. 10:10 12 ÆVINTÝRI SAMMA - 3D ísl. tal kl. 6 3D L / KRINGLUNNI LIFE AS WE KNOW IT kl. 8 - 10:10 L HARRY POTTER kl. 6 - 9 10 ÆVINTÝRI SAMMA - 3D kl. 63D ísl. tal L / AKUREYRI Í KVÖLD KL.18:00 Dagbók Kidda klaufa - Róbbi rokkar Eftir Jeff Kinney. Tindur gefur út. bbbnn Dagbækur Kidda klaufa eru marg- faldar metsölubækur vestan hafs og ekki að ófyrirsynju; þær eru skemmtilega skrifaðar og mynd- skreytingar bráðsmellnar. Kiddi klaufi á í vandræðum með flest, bróðir hans er tillitslaus fantur, litli bróðir hans kjaftar frá öllu og mamma hans er alltaf að grípa inn í þegar Kiddi sér fram á betri tíð. Þegar við bætast ýmsar neyðarlegar uppákomur í skólanum og kennarar með kvalalosta er lífið táradal- ur fyrir Kidda, en bráðfyndið fyrir okkur hin. Fyrir 10-14 ára. Logandi víti Eftir Helga Jónsson. Tindur gefur út. bbnnn Logandi víti er fimmtánda Gæsa- húðarbókin. Hún segir frá heldur hörmulegri uppákomu í friðsælum bæ úti á landi, eða eins og rakið er á kápu bókarinnar: „Þennan dag er hvasst og byrjar að snjóa. Eftir há- degi kviknar eldur. Síðan stendur leikskólinn í ljósum logum. Inni eru 20 börn og 4 starfsmenn.“ Af þessu má ráða að það sem framundan er verður ekki fallegt, ekki síst í ljósi þess að fljótlega kemur fram að ekki muni öll börnin lifa ósköpin af. Gallinn er bara sá að einmitt þegar hiti færist í leik- inn, í bókstaflegri merkingu, klárast bókin og við blas- ir bið eftir framhaldi fram að páskum. Úff. Fyrir 12-16 ára. Vinur, sonur, bróðir Eftir Þórð Helgason. Salka gefur út. bbbnn Bókin segir frá Óla, strák í 10. bekk sem á heldur en ekki merkilegt skólaár framundan. Hann eignast bróður, verður vitni að hruni hag- kerfisins haustið 2008, leysir dular- fullt eineltismál og nær sér í kær- ustu; eins og því er lýst í bókinni: „Ég er ekki krakki lengur. Strák- urinn Óli er á undanhaldi. Ég er að verða fullorðinn, ég er að verða að manni, karlmanni.“ Bókin fer stirðlega af stað en smám saman herðir á framvindunni og þegar upp er staðið er hún bráðvel heppnuð. Persónur eru reyndar ekki mjög lifandi og samtöl ekki eðlileg, en það er margt gott við þessa bók og hún er vel til þess fallin að vekja krakka til umhugsunar um lífið og tilveruna. Aldur 12-16 ára. Ég er ekki norn Eftir Kim M. Kimselius. Urður gefur út. bbnnn Í bókinni er sagt frá þeim Theo og Ramónu sem hrökkva óforvarandis aftur í aldir – hverfa frá Svíþjóð nú- tímans til þess tíma þegar galdraof- sóknir voru í algleymingi. Í bland við söguþráðinn er ýmislegur fróð- leikur um lækningajurtir og meðferð á grunuðu galdrafólki þó sagnfræðin sé vafasöm. Þau Theo og Ramóna eru heldur óspennandi persónur, mikið um endurtekningar og lítið um spennu. Ekki vantar óttalegar uppákomur, en allt er málað svo sterkum litum að það verður eiginlega kjánalegt og dulrænn þáttur sögunnar afkáralegur. Aldur 12-16 ára. Stelpurokk Eftir Bryndísi Jónu Magnúsdóttur. Tindur gefur út. bbbnn Stelpurokk gerist í Keflavík á spennandi tímum; rokkið er komið til sögunnar og íslensk unglinga- menning verður til. Söguhetjan Sunna vill stofna fyrstu stelpu- hljómsveit Íslandssögunnar og lætur ekkert hindra sig við það. Inn í allt saman blandast svo fyrstu ástar- málin, tískubylting og uppákomur í daglegu lífi. Efniviðurinn er því ær- inn, en Bryndísi tekst ekki að vinna úr honum nema miðlungi vel. Atburðarásin er þannig fulltilviljanakennd, en inn á milli eru fyrirtaks sprettir. Fín bók að mestu leyti. Aldur 12-16 ára. Hliðgátt Ptólemeusar Eftir Jonathan Stroud. Ugla gefur út. bbbmn Bartimæus-þríleikurinn vakti mikla athygli ytra á sínum tíma, en heldur þykir mér lítið hafa farið fyrir hon- um hér á landi. Þetta eru fínar bæk- ur, fyndnar, ævintýralegar og ótta- legar í senn. Í sem stystu máli segja þær frá heimi sem er áþekkur okkar um margt, en þar skilur á milli að í heimi bókanna eru galdramenn með tögl og hagldir, ráða því sem þeir vilja og líta heldur en ekki niður á þá sem engan galdur geta framið. Bartimæus er ári sem þjónar ungum galdramanni og lendir í ótrúlegum ævintýrum með honum, nauðugur viljugur. Í Hliðgátt Ptólemeusar er lokaorrustan háð með mögnuðum endi sem er einkar áhrifamikill, átakanlegur og rökréttur. Einkar vel af hendi leyst. Aldur 12-16 ára. Neyðarlegar uppákomur, nornir og rokkstelpur Árni Matthíasson arnim@mbl.is Yfirlit yfir nýútkomnar unglingabækur, íslenskar og þýddar Unglingabækur Kvikmyndagerðarmenn fráNýja-Sjálandi eyddu tíuvikum hér á landi viðfluguveiðar og afrakst- urinn er þessi glæsilega 50 mínútna langa kvikmynd um Ísland og þá möguleika sem fluguveiðimönn- um standa hér til boða. Á disknum er boðið upp á ís- lenska þýðingu leiðsögumanns kvikmyndagerð- armannanna, Kristjáns Bene- diktssonar. The Source - Ísland er sú þriðja í röð mynda um áfangastaði veiði- manna og náttúru veiðisvæðanna; fyrri myndir fjalla um áströlsku eyna Tasmaníu og Suðurey Nýja- Sjálands. Kvikmyndin er römmuð inn af ferðalagi Nýsjálendinganna með ferju hingað til lands snemmsum- ars, og svo þegar þeir sigla til baka um haustið, þegar fjallvegir hér eru orðnir ísi lagðir og sjóbirtingurinn er að ganga í árnar. Myndinni er síðan skipt í kafla; sá fyrsti er um laxinn hér, þá er fjallað um urr- iðann, bleikjuna og loks sjóbirting- inn. Inn á milli er skotið viðtölum við þátttakendur í ævintýrinu, um veiðina sem þeir dásama og hæla í hástert, þó veðrið sé af og til að stríða þeim. Þeir benda réttilega á að það sé þó hluti af veiðiskapnum. Fyrst og fremst er þessi kvik- mynd glæsilegt kvikmyndaljóð um fluguveiði á Íslandi og þar er ís- lensk náttúra í allri sinni dýrð í aukahlutverki. Kvikmyndatakan er þaulhugsuð, myndað er úr þyrlu, á landi og undir yfirborðinu. Mikið er stuðst við hæg myndskeið, kvik- myndavélin er færð fram og aftur á markvissan hátt og gælt við fallegar náttúrumyndir; hvort sem það er hreistur á fiski, ský sem siglir yfir himin, laxar sem fylgst er með und- ir yfirborðinu eða stjörnubjartur hausthiminn. Íslenskir framleiðendur veiði- myndefnis mættu taka nálgun nýsjálensku kolleganna sér til fyrir- myndar; það þarf vissulega að skemmta sér við kvikmyndagerðina, en aldrei má gleyma aðalatriðinu – að gera vandað efni og að gera ýtr- ustu kröfur til tækninnar og leik- stjórnarinnar, eins og hér er svo sannarlega boðið upp á. Áhorfendur fá sjaldnast að vita hvar fiskarnir taka flugur veiði- mannanna, enda varðar erlenda áhorfendur lítið um það, en oft vak- ar sú spurning eflaust í huga ís- lenskra glápara. Í lok myndarinnar kemur þó fram að þeir hafi kvik- myndað í Minnivallalæk, Tungulæk, Selá, Jöklu og Breiðdalsá. The Source - Ísland er veisla fyrir augað sem ætti að stytta veiðimönn- um biðina eftir sumri nú í skamm- deginu. Glæsileg sýn á fluguveiði The Source - Ísland bbbbn Fluguveiðimynd. Leikstjóri og framleið- andi: Nick Reygaert. Gin-Clear Media, 2010. EINAR FALUR INGÓLFSSON MYNDDISKUR Tveimur málverkum eftir Sigtrygg Berg Sigmarsson var stolið af skemmtistaðnum Bakkus/Venue um liðna helgi. Sigtryggur segir frá því á fésbókarsíðu sinni. „Ef einhver veit hvar myndirnar gætu verið eða bara sá sem rændi þeim – endilega komið þeim til skila á Bakkus,“ skrifar Sigtryggur. Honum sé sama hver rændi verk- unum og af hvaða ástæðu hann gerði það, hann vilji bara fá mynd- irnar aftur. Sigtryggur vonar jafn- framt að ekki sé búið að eyðileggja verkin, þau séu honum kær. Tveimur verkum Sigtryggs stolið Stolið Verkin tvö eftir Sigtrygg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.