Morgunblaðið - 15.12.2010, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 15.12.2010, Blaðsíða 36
MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 349. DAGUR ÁRSINS 2010 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3990 HELGARÁSKRIFT 2500 PDF Á MBL.IS 2318 1. Vilja seinka klukkunni 2. Lýst eftir stúlku 3. Skar undan kærasta dótturinnar 4. Richard Holbrooke látinn »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Pétur Gautur opnar vinnustofu sína, sem er á horni Snorrabrautar og Njálsgötu, á laugardaginn og mun hafa hana opna á hverjum degi fram að jólum frá klukkan 16-19. Djass verður spilaður á opnuninni. Pétur Gautur Pétur Gautur opnar á laugardaginn  Hljómsveitin Valdimar og tón- listarmaðurinn Kalli, eða Karl Henry, ætla að fagna próflokum og jólafríi náms- manna með tón- leikum í Frumleik- húsinu í Keflavík annað kvöld kl. 20.30. Valdimar gaf nýverið út sína fyrstu plötu, Undra- land, og Kalli er einnig með nýja plötu, Last Train Home. Valdimar og Kalli í Frumleikhúsinu  Kvikmyndaklúbburinn Arnar- hreiðrið sýnir í kvöld kl. 20 áströlsku kvikmyndina Ghosts of the Civil Dead frá árinu 1988 í Bíó Para- dís. Leikstjóri mynd- arinnar er John Hill- coat og samdi hann einnig handritið ásamt tónlistar- manninum Nick Cave. Myndin verður sýnd einu sinni. Ghosts of the Civil Dead í Bíó Paradís Á fimmtudag Norðanátt, 13-20 m/s austanlands, en mun hægari vestantil. Éljagangur norðaustanlands, en bjart veður fyrir sunnan og vestan. Frost 1 til 8 stig. Á föstudag Norðanhvassviðri og snjókoma, en úrkomulítið syðra. Dregur úr vindi austanlands síðdegis en hvessir vestantil. Áfram kalt í veðri. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Snýst í norðvestan 10-20 með éljum og hvassast austanlands. Léttir til S - og vestanlands. Milt veður en snöggkólnar, víðast hvar frost seinnipartinn. VEÐUR Dóra Stefánsdóttir, lands- liðskona í knattspyrnu, hef- ur ákveðið að leggja skóna á hilluna 25 ára gömul vegna þrálátra hnémeiðsla sem henni hefur ekki tekist að ráða bót á þrátt fyrir ítrek- aðar tilraunir. Hún segist hafa átt margar andvöku- nætur áður en ákvörðunin var tekin. Síðasta félag hennar, sænska úrvalsdeild- arfélagið Malmö, vill fá hana til starfa áfram. »1 Dóra leggur skóna á hilluna 25 ára Hrafnhildur Lúthersdóttir er einn þriggja íslenskra keppenda á heims- meistaramótinu í sundi í 25 metra laug sem hófst í Dubai snemma í morgun. Hún á mesta möguleika á að komast í undanúrslit þar sem hún á sextánda besta árangur allra kepp- enda í 100 m bringusundi. „Vissulega væri það draumur að komast í undan- úrslit,“ segir Hrafnhildur m.a. í viðtali við Morgunblaðið. »3 Væri vissulega draumur að komast í undanúrslit „Húsið mitt er orðið fullbókað næsta sumar og ég hef fengið fyrirspurnir heiman frá Íslandi um hvort það sé óhætt að koma og tjalda í garðinum hjá mér,“ sagði Rúrik Gíslason, lands- liðsmaður í knattspyrnu og leik- maður danska liðsins OB frá Óðins- véum, við Morgunblaðið en gífurlegur áhugi er fyrir úrslitakeppni 21-árs landsliðanna næsta sumar. »4 Húsið fullbókað og tjaldað í garðinum ÍÞRÓTTIR Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Talið er að um 35.000-40.000 lifandi jólatré seljist á Íslandi á ári og þar af er fjórðungur til þriðjungur inn- lend framleiðsla. Seljendur eru á því að kaupendur séu fyrr á ferð- inni í ár en áður og segja að mikill kippur hafi verið í sölunni um ný- liðna helgi. Samkvæmt upplýs- ingum frá Hagstofunni voru flutt inn um 199.000 kg af jólatrjám án rótar 2008 og um 247.000 kg í fyrra. Ef reiknað er með að trén séu 8 kg að meðaltali gera þetta um 25.000 tré 2008 og um 31.000 tré í fyrra. Að sögn Ragnhildar Frey- steinsdóttur hjá Skógræktarfélagi Íslands fóru að minnsta kosti um 9.000 íslensk tré á markað 2008 og um 11.000 tré í fyrra. Hún segir að innlend framleiðsla vegi ekki þyngra í heildinni en raun ber vitni vegna þess að tiltölulega nýlega hafi tré markvisst verið ræktuð sem jólatré og þau séu því ekki enn almennilega komin á markað. Í öðru lagi hafi innfluttu trén verið ódýrari. Normannsþinur vinsælastur Of mikið framboð var í fyrra og því halda seljendur að sér höndum í ár. Danski normannsþinurinn er vinsælasta tegundin en íslenska rauðgrenið stendur alltaf fyrir sínu og stafafuran hefur sótt mikið á. Leifur Gunnarsson, verslunarstjóri hjá Byko í Breidd, segir að blá- greninu hafi líka verið vel tekið, en sums staðar séu sumar stærðir af normannsþini upp- seldar. Steinunn Reynisdóttir, deild- arstjóri í Garðheimum, segir að svolítil söluaukning hafi verið í fyrra og byrjunin núna lofi góðu. „Það var mikið að gera um síðustu helgi og verður örugglega enn meira um þá næstu,“ segir hún og bætir við að normannsþinurinn sé alltaf vinsæll og þeir sem kynn- ist stafafuru vilji helst ekkert ann- að. Fegrun heimilisins „Hún gengur alveg glimrandi vel,“ segir Kristinn Einarsson, framkvæmdastjóri Blómavals, um jólatréssöluna. Hann segir að fólk sé frekar fyrr á ferðinni en áður, hugsanlega vegna góðs tíðarfars, og svo virðist sem hlutir, sem snúi að fegrun heimilisins, eigi upp á pall- borðið hjá fólki í kjölfar kreppu. Lifandi jólatré sé nokkuð sem fólk spari ekki við sig og hugsanlega geri það kaupin snemma til að eiga ekki á hættu að missa af lestinni. Mikill kippur í jólatréssölu  Um 35 til 40 þúsund lifandi tré seljast á hverju ári Morgunblaðið/Golli Jólatré Steinunn Reynisdóttir, deildarstjóri í Garðheimum, er ánægð með söluna í ár. Normannsþinur hefur selst mest mörg undanfarin ár og ekki virðist ætla að verða á því breyting enda hefðirnar ríkar þegar jólin eiga í hlut. Anton Magnússon, deildar- stjóri í Garðheimum, segir að sala á gervijólatrjám sé nú talsvert meiri en undan- farin þrjú ár. Úrvalið sé meira en áður, trén séu fal- legri og svo vilji fólk greinilega eiga varatré auk þess sem stöðugt fleiri vilji eiga gervitré. Kristinn Einarsson, framkvæmdastjóri Blómavals, segir hins vegar að jólatrjáamarkaðurinn sé íhalds- samur í eðli sínu og flestir haldi í ákveðnar hefðir í kringum kaupin. Salan í lifandi trjám sé mest á höf- uðborgarsvæðinu en gervitré selj- ist betur á landsbyggðinni, einkum til sveita þar sem erfiðara er að ná í jólatré, auk þess sem eldra fólk kaupi frekar gervitré. Hins vegar skynji hann frekar hreyfingu frá gervitrjám yfir í lifandi tré. Ríkar hefðir ráða för GERVITRÉ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.