Morgunblaðið - 22.01.2011, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2011
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti
vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is
Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Fundað var með fulltrúum hags-
munasamtaka í Ráðherrabústaðnum í
gær um áform stjórnvalda um nýtt at-
vinnuvegaráðuneyti og ráðuneyti um-
hverfis- og auðlindamála. Samkvæmt
upplýsingum Morgunblaðsins kom
m.a. fram að ekkert væri búið að
ákveða endanlega um sameiningu
ráðuneyta og kom sumum fundar-
mönnum á óvart að heyra hve óljós
staða þessara mála væri.
„Mér fannst þessi fundur einkenn-
ast af vandræðagangi,“ sagði einn
fundarmanna við Morgunblaðið.
Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðu-
neytisstjóri í forsætisráðuneytinu,
stýrði fundinum en á honum voru
einnig ráðuneytisstjórar þeirra ráðu-
neyta sem til stendur að sameina, að
undanskildu sjávarútvegs- og land-
búnaðarráðuneytinu. Samkvæmt
upplýsingum Morgunblaðsins kom
fram að það ráðuneyti hefði ekki tekið
þátt í undirbúningi fundarins, sem
átti að marka upphaf á samráðsferli
með hagsmunaaðilum um málið.
Ráðuneytisstjóra sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðuneytisins var boðið
til fundarins en ráðherrann, Jón
Bjarnason, mun hafa lagst gegn því
að hann færi á fundinn. Tveir fulltrú-
ar úr ráðuneyti Jóns voru þó við-
staddir fundinn.
Fram kom í Morgunblaðinu sl. mið-
vikudag að Jóhanna Sigurðardóttir
forsætisráðherra og Steingrímur J.
Sigfússon fjármálaráðherra hefðu á
sérstökum fundi upplýst Jón um að
sameiningarferli ráðuneytanna væri
hafið og fyrsta skrefið væri þessi
kynningarfundur sem fram fór í gær.
Kallað eftir afstöðu
Ríkisstjórnin hefur haft uppi áform
um að sameina ráðuneyti iðnaðar,
sjávarútvegs og landbúnaðar í eitt at-
vinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti
og flytja auðlindamál undir nýtt um-
hverfis- og auðlindaráðuneyti. Á
fundinum voru m.a. fulltrúar frá Sam-
tökum atvinnulífsins, Samtökum iðn-
aðarins, LÍÚ, Bændasamtökunum,
Samtökum ferðaþjónustunnar, Sam-
tökum fiskvinnslustöðva, Samorku,
Samtökum verslunar og þjónustu,
Samtökum rafverktaka og Samtök-
um sprotafyrirtækja. Fulltrúum frá
ASÍ mun ekki hafa verið boðið eða frá
samtökum í mjólkur- og kjötiðnaði.
Kallað var eftir afstöðu þessara að-
ila til hugmynda um ný ráðuneyti og
hvaða væntingar þeir hefðu. Sam-
kvæmt upplýsingum Morgunblaðsins
kom fram eindregin andstaða frá
fulltrúum sjávarútvegs og landbúnað-
ar við nýtt atvinnuvegaráðuneyti og
þá var einnig lýst andstöðu við að
færa auðlinda- og nýtingarmál undir
umhverfisráðuneytið. Sumir lýstu þó
stuðningi við þær hugmyndir.
Fundurinn stóð yfir í tæpa tvo tíma
en frekari fundahöld voru ekki boðuð
með formlegum hætti.
Sameining ráðuneyta óljós
Fundur með hagsmunasamtökum um sameiningu ráðuneyta Tekið var fram
að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra tók ekki þátt í undirbúningi fundarins
Jón Bjarnason
heimilaði ekki
ráðuneytisstjóra
sínum að sitja
kynningarfundinn.
Það var heldur óvenjuleg sjón sem blasti við á ísilögðu Hafravatni í gær en
þar voru kafarar frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins að leiðbeina köf-
urum frá sérsveit ríkislögreglustjóra við köfun undir ís.
„Það var maður frá okkur sendur til Colorado í Bandaríkjunum á nám-
skeið í köfun undir ís og hann er að kenna hinum núna,“ sagði Sigurjón
Hendriksson, vaktstjóri hjá slökkviliðinu. Hann sagði skylduæfingar vera
hjá köfurum slökkviliðsins, lögreglunnar og Landhelgisgæslunnar í hverj-
um mánuði og upplagt að nýta sér það að vatnið væri nú ísi lagt.
Kafað undir ísilagt Hafravatn
Fjöldi gæsa hefur sést spóka sig í
sótsvartri Vatnsmýrinni í kjölfar
sinubrunans sem varð þar fyrir
stuttu. Einhverjum þykir það ef-
laust furðulegt að gæsir sæki þang-
að. Raunin er sú að aðstæður í
Vatnsmýrinni hafa sjaldan verið
eins hagstæðar fyrir gæsir á þess-
um tíma árs.
„Þarna hafa gæsirnar mögulega
séð matarholu í hinu nýbrennda
graslendi og fæðu sem þær hefðu
annars ekki getað nýtt sér ef sinan
hefði verið yfir öllu,“ segir Ólafur
Karl Nielsen, fuglafræðingur hjá
Náttúrufræðistofnun Íslands. „Sin-
an er eins og þykkt teppi yfir þessu.
Ef þú brennir hana í burtu situr
eins konar salatbar eftir.“
Flestar gæsir fljúga suður á bóg-
inn yfir vetrartímann. Um þúsund
verða þó eftir. Gæsir eru grasbítar
og í sverðinum finna þær grænt
gras. Ólafur segir að þær gæsir sem
eru hér yfir vetrartímann nærist
helst á brauðgjöfum og grænu grasi
sem þær finna venjulega aðeins á
blettum sem eru slegnir yfir vetr-
artímann.
gislibaldur@mbl.is
Salatbar fyrir gæsir eftir
sinubruna í Vatnsmýrinni
Morgunblaðið/Ómar
Leita að grænu í svörtu Gæsir rífa upp grænt gras í sverðinum í Vatnsmýr-
inni. Sinubruninn kom þeim að góðu þar sem væn matarhola myndaðist.
Sinan eins og
teppi yfir fæðu
„Það þýðir að við
erum búin að
komast yfir það
rannsóknarefni
sem þurfti að
klára áður en
hann yrði látinn
laus,“ sagði Ólaf-
ur Þ. Hauksson,
sérstakur sak-
sóknari, við
Morgunblaðið í
gærkvöldi aðspurður hvers vegna
Sigurjón Þ. Árnason, fyrrum banka-
stjóri Landsbankans, var látinn laus
úr gæsluvarðhaldi. Jafnframt er
Halldór J. Kristjánsson, sem starf-
aði honum við hlið, laus úr farbanni.
Nokkur fjöldi manna var kallaður
til yfirheyrslu í gær vegna rann-
sóknar á millifærslum af reikningi
Landsbankans og kaupum bankans
á verðbréfum af sjóðum Landsvaka
eftir lokun sjóðanna hinn 6. október
2008. Þá voru menn einnig yf-
irheyrðir vegna meintrar markaðs-
misnotkunar, rannsóknar sem emb-
ættið tók fyrir í síðustu viku. Unnið
var samhliða í málunum tveimur og
að einhverju leyti hafa menn verið
yfirheyrðir vegna beggja mála.
gislibaldur@mbl.is
Nokkur
fjöldi í yf-
irheyrslu
Sigurjón Þ.
Árnason
Sigurjóni Árnasyni
sleppt úr haldi í gær
Karlmanni er haldið sofandi í önd-
unarvél á gjörgæsludeild Landspít-
ala í Fossvogi eftir alvarlegt vinnu-
slys í Borgarleikhúsinu.
Um er að ræða dansara í Íslenska
dansflokknum en flokkurinn var við
æfingar þegar slysið varð. Af þess-
um sökum var sýningu á leikritinu
Ofviðrinu frestað í gærkvöldi, en
hún er samstarfsverkefni Borg-
arleikhússins og Íslenska dans-
flokksins.
Magnús Geir Þórðarson, leik-
hússtjóri, staðfesti þetta við Morg-
unblaðið í gærkvöldi en sagði að ekki
væri hægt að greina nánar frá til-
drögum slyssins að svo komnu.
Haldið sofandi
eftir slys í Borg-
arleikhúsinu