Morgunblaðið - 22.01.2011, Side 20
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2011
Virðing
Réttlæti
VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK
S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS
Hefur þú áhuga á að
starfa í forystu VR?
Samkvæmt 20. gr. laga VR auglýsir kjörstjórn eftir einstaklingsframboðum í
stjórn VR. Jafnframt auglýsir kjörstjórn eftir einstaklingsframboðum á lista
uppstillinganefndar í trúnaðarráð félagsins.
Um er að ræða formann félagsins, 7 aðalmenn í stjórn, 3 varamenn í stjórn og 82
í trúnaðarráði.
Áhugasamir geta gefið kost á sér með því að senda inn skriflegt erindi til
kjörstjórnar á skrifstofu VR.
Skrifleg meðmæli 50 félagsmanna þarf vegna framboðs til formanns, 10 vegna
framboðs til stjórnar og 5 vegna framboðs til trúnaðarráðs.
Framboðsfrestur er til kl. 12:00 á hádegi fimmtudaginn 3. febrúar 2011.
Frambjóðendum er bent á að kynna sér nánari upplýsingar á heimasíðu VR,
www.vr.is.
Kjörstjórn
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Íslandsbanki mun í næstu viku kynna
viðskiptavinum sínum hvernig staðið
verður að endurreikningi húsnæðis-
lána í erlendri mynt. Er þetta gert til
samræmis við það samkomulag sem
náðist milli stjórnvalda og fjármála-
fyrirtækja og þau lög sem samþykkt
voru á Alþingi í kjölfarið.
Samkvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins hyggst bankinn ganga
lengra en lögin segja til um og end-
urreikna öll erlend lán með veði í
íbúðarhúsnæði, óháð því hvort um
eigið húsnæði er að ræða. Þannig get-
ur þetta einnig náð til þeirra er tóku
lán til viðhalds eða annarra nota. Þá
mun viðskiptavinum Íslandsbanka
gefast kostur á að velja áfram höf-
uðstólslækkun á erlendu láni, ef það
kemur betur út en endureikningur.
Getur lækkað um 25-40%
Hvora leiðina sem fólk velur er lán-
unum breytt í íslenskar krónur. Ef
endurreikningur skilar betri útkomu
er hægt að velja á milli vaxtakjara
Seðlabankans og vaxta Íslandsbanka,
verðtryggðra eða óverðtryggðra. En
sé höfuðstólslækkun valin þá hefur
viðkomandi lántaki ekki rétt á seðla-
bankavöxtunum. Getur höfuðstóll
lánanna lækkað um 25-40%, allt eftir
því hvernig lánin eru samsett og hve-
nær þau voru tekin.
Um 100 starfsmenn Íslandsbanka
vinna nú að endurreikningi lána, að
sögn Guðnýjar Helgu Herbertsdótt-
ur, upplýsingafulltrúa bankans, en til
þessa hafa á bilinu 20-30% lántakenda
með erlend íbúðalán hjá bankanum
nýtt sér úrræði með höfuðstólslækk-
un. Munu lán þeirra einnig verða end-
urreiknuð, sem og þau lán sem hafa
verið yfirtekin eða uppgreidd, en
stefnt er að því að birta fyrsta hluta
endurreiknings fyrir 25. febrúar nk.
Íslandsbanki mun einnig bjóða upp
á 110% aðlögun húsnæðislána fyrir þá
sem eiga rétt á slíku úrræði, þ.e. lán í
íslenskum krónum, hvort sem slíkt
lán var tekið í upphafi eða erlendu
láni breytt í íslenskt. Eru húsnæðis-
skuldir þá lagaðar að 110% af mark-
aðsvirði eignar eða fasteignamati,
hvort sem hærra er.
Úrræðið mun fyrst beinast að þeim
viðskiptavinum sem eru með verð-
tryggð íslensk húsnæðislán, enda
þarf endurútreikningi á erlendum
lánum að vera lokið áður en hægt er
að fara í 110% leiðina.
Geta einstaklingar fengið allt að
fjórar milljónir niðurfelldar, gegn því
að leggja fram skattframtöl síðustu
þriggja ára og undirrita yfirlýsingu
þess efnis að þeir eigi engar aðrar að-
fararhæfar eignir. Hjón og einstæðir
foreldrar eiga rétt á allt að sjö millj-
ónum.
Íslandsbanki er einnig með sér-
tæka skuldaaðlögun fyrir þá við-
skiptavini sem ekki dugar almenn úr-
ræði, sem hægt er að fara í til þriggja
ára. Eru skuldirnar þá að lágmarki
færðar niður í 100% af markaðsvirði
veðhæfra eigna, bæði bíla og húsnæð-
is. Miðar bankinn við að í byrjun sé
hægt að greiða af a.m.k. 70% mark-
aðsvirðinu.
Öll erlend lán endurreiknuð
Íslandsbanki hyggst ganga lengra í endurreikningi íbúðalána en lög kveða á um
Endurreikningur
» Frumvarp efnahags- og við-
skiptaráðherra um geng-
isbundin lán varð að lögum í
lok nýliðins árs.
» Fengu lánastofnanir þá 60
daga frest til endurreiknings á
erlendum bíla- og íbúðalánum.
Morgunblaðið/Samsett mynd
Höfuðstólslækkun í 110% úrræðinu
Dæmi um hússnæðisskuldir hjóna sem lækkaðar eru
í 110% af marksvirði eignar.
35
30
25
20
15
10
5
0
M
ill
jó
ni
r
kr
.
Markaðsvirði
fasteignar
Áhvílandi
húsnæðisskuldir
Skuldir eftir
höfuðstólslækkun
25
milljónir króna
32
milljónir króna 27,5
milljónir króna
Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurð-
aði í gær 23 ára gamlan karlmann og
tvo 17 ára pilta til að sæta áfram-
haldandi gæsluvarðhaldi til 28. jan-
úar nk. Þeir eru grunaðir um aðild
að fjölmörgum innbrotum á höf-
uðborgarsvæðinu, og liggja játn-
ingar fyrir að hluta.
Mennirnir voru handteknir sl.
laugardagskvöld í tengslum við inn-
brot í Mosfellsbæ kvöldinu áður. Á
sunnudeginum voru þeir úrskurð-
aðir í gæsluvarðhald til 21. janúar.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
fór fram á það að þeir yrðu áfram í
haldi og varð héraðsdómur við þeirri
kröfu í þágu rannsóknarhagsmuna.
Var gæsluvarðhaldið framlengt um
viku.
Árni Þór Sigmundsson, aðstoð-
aryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni
á höfuðborgarsvæðinu, sagði í sam-
tali við fréttavef Morgunblaðsins,
mbl.is, að játningar lægju fyrir að
hluta um aðild að tugum innbrota á
höfuðborgarsvæðinu. Málið væri
umfangsmikið en að rannsókn máls-
ins miðaði vel áfram.
Rannsókn lögreglu beinist að inn-
brotum í heimahús í Reykjavík,
Hafnarfirði og í Mosfellsbæ. Rann-
sókn málsins nær til október í fyrra.
jonpetur@mbl.is
Innbrots-
þjófar enn
í varðhaldi
Umfangsmikið mál
Innbrot Ungu mennirnir játuðu að hluta
tugi innbrota á höfuðborgarsvæðinu.
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Vatns- og fráveitugjöld eru nú til
umfjöllunar hjá borginni eftir að
borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðis-
flokks og Vinstri grænna lögðu fram
fyrirspurn um málið á borgarráðs-
fundi í fyrradag. Mikil óánægja er
með þessi gjöld og innan Orkuveitu
Reykjavíkur er tekin til starfa kæru-
nefnd vatns- og fráveitumála sem
hægt er að skjóta málum til.
Ósanngjarnt fyrirkomulag
Í fyrirspurn minnihlutans kemur
fram að Orkuveita Reykjavíkur hafi
rekið fráveituna frá árinu 2006 en
sveitarfélög hafa séð um innheimtu
vatns og fráveitugjalda sem hlutfall
af fasteignamati þar til á þessu ári.
Gjaldið sé ekki miðað við notkun
heldur fermetrafjölda og slíkt viðmið
geti augljóslega verið ósanngjarnt,
t.d. fyrir lagerhúsnæði.
Borgarfulltrúarnir óska eftir upp-
lýsingum um verkferla Orkuveitu
Reykjavíkur við innheimtu vatns og
fráveitugjalds, um kostnað félagsins
vegna innheimtunnar og spyrja hver
hlutur innheimtukostnaðar sé af
vatns- og frá-
veitugjaldinu.
Einnig er óskað
upplýsinga um
verkferla félags-
ins ef til greiðslu-
falls kemur, upp-
lýsinga um
uppbyggingu
gjaldskrár og
hversu mikið
vatns- og frá-
veitugjald hækkar á þessu ári á þjón-
ustusvæði Orkuveitu Reykjavíkur.
Aukinheldur er spurt hvort breytt
viðmið gjaldsins orsaki mikla hækk-
un einstakra greiðenda og hugsan-
lega lækkun annarra?
Gengur ekki
Júlíus Vífill Ingvarsson, borgar-
fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að
borgarfulltrúar verði að fara mjög
vel yfir þetta mál og endurskoða það.
Gjaldskrárhækkanir verði að meta
heildrænt og OR hafi þegar hækkað
gjaldskrár sínar um allt upp í 40% of-
an á þær hækkanir á gjaldskrám og
sköttum sem meirihluti borgar-
stjórnar hafi tekið ákvörðun um.
„Greiðslugeta sumra er á þrotum.“
Fjallað um vatn-
ið í borgarráði
Kærunefnd fráveitumála til starfa hjá OR
Júlíus Vífill
Ingvarsson