Morgunblaðið - 22.01.2011, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 22.01.2011, Qupperneq 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2011 ✝ Lind Einarsdóttirfæddist 11. júlí 1956. Hún lést á heimili sínu í Strangnes í Svíþjóð 28. desember 2010. Foreldrar Lindar voru Þorbjörg Sig- urðardóttir, f. 4. jan- úar 1919, d. 2. mars 1991, og Einar Kjart- an Ólafsson, f. 11. júní 1913, d. 20. októ- ber 1992. Systkini Lindar eru: Hjördís Inga Einarsdóttir, samfeðra, f. 30. mars 1934, Sess- elja Ólafía, f. 21. ágúst 1938, Katr- ín Særún, f. 6. maí 1941, Ágústa, f. 14. nóvember 1943, Sigrún, f. 10. júní 1949, d. 28. nóvember 2004, Gróa Sigríður, f. 31. desember 1950, Þórey, f. 1. janúar 1954, og Ólafur Brynjólfur, f. 16. janúar 1967. Lind giftist í júní 1980 Gunnari Jósef Jóhannessyni, f. 1956. Börn þeirra eru 1) Garðar, f. 7. desem- ber 1980, kona hans er Jara Kristín Thom- asdóttir. Börn þeirra eru a) Vaka, f. 18. júní 2005, b) Katla, f. 2010. 2) Ríkey, f. 20. mars 1991. Gunnar og Lind skildu 1998. Seinni maður Lindar er Urban Bertling, f. 1. apríl 1956, þau giftu sig 28. desem- ber 2006. Fyrstu árin ólst Lind upp á Miklu- braut 16 í Reykjavík og gekk í Hlíðaskóla. Seinna flutti fjölskyldan á Látraströnd 26 á Sel- tjarnarnesi og gekk Lind þar í grunnskóla. Lind lauk prófi frá Ritaraskólanum og tók ýmis nám- skeið tengd sínu starfi. Lind vann ýmis skrifstofustörf, m.a. á Borg- arspítalanum, Landmælingum Ís- lands, Borgarverkfræðingi og Sím- anum. Útför Lindar fór fram í Svíþjóð 18. janúar 2011. Nú er önnur systir okkar fallin frá langt fyrir aldur fram og skilur hún eftir sig stórt skarð í systk- inahópnum og hjá eiginmanni, börnum og vinum. Linda var full af lífsþrótti og andlegum styrk fram á síðustu stundu. Hún lifði hamingjuríku lífi, var stolt af börnunum sínum og hafði unun af því að umgangast sitt fólk. Sem persónu verður henni best lýst þannig að hún kom hreint fram og það var ekki vafi á því hvaða skoðanir hún hafði. Hún vildi hafa reglu á sínu lífi en það kom berlega í ljós á ferðalögum að hún var jafnan búin að skipuleggja allt í þaula fyrirfram. Hún var vin- ur vina sinna og talaði vel um fólk. Linda fermdist í upphlut sem móðir okkar erfði en hann var með smíðaverki eftir föður hennar, Sig- urð Daníelsson gullsmið á Eyr- arbakka. Hún tók sig vel út á fermingardaginn í upphlutnum, hún var mikill fjörkálfur og seinna um daginn sást til hennar á stökki yfir garðveggi í hverfinu þannig að skotthúfan og hárið sveiflaðist til og frá í vindinum. Linda hafði marga hæfileika, t.d. söng hún mjög vel og tróð upp á skemmtunum og spilaði á gítar á sínum yngri árum. Hún var náttúrubarn og hafði gaman af allri útiveru. Hestar voru í uppáhaldi hjá henni og hún notaði hvert tækifæri til að um- gangast þá. Linda fór að heiman ung og byrjaði fljótlega búskap með Gunna mági. Það var þröngur kostur hjá þeim fyrst en þau keyptu litla íbúð á Öldugötunni og bjuggu þar meðan Gunnar var í námi. Á þessum tíma var Linda í þremur vinnum og Gunni vann með námi. Þau fluttu í Sörlaskjólið þar sem þau eignuðust son sinn Garðar. Á þessum árum náði Linda að mennta sig með vinnu. Seinna fluttist fjölskyldan í ein- býli í Grafarvogi þar sem Ríkey kom til sögunnar. Einar faðir okk- ar bjó hjá þeim síðasta árið sem hann lifði og undi hag sínum vel. Linda kynnist Urban fyrir fimm árum og kom hann með jákvæða strauma inn í líf hennar. Það var ekki síst fyrir hans sakir og barnanna sem henni tókst að eiga við veikindi sín af mikilli þraut- seigju og æðruleysi. Það er sorglegt að hugsa til þess að hún dó sama dag og þau áttu fjögurra ára brúðkaupsafmæli. Þau áttu fallegt heimili í Svíþjóð og sumarhús í Finnlandi. Þau ferð- uðust víða og áttu góðar stundir saman. Urban stóð eins og klettur við hlið hennar í veikindunum og veitti henni mikinn stuðning og von um bata í erfiðri viðureign. Það var gott að vita af henni í góð- um höndum og við munum æv- inlega vera honum þakklát fyrir. Í nóvember var stór dagur í fjöl- skyldunni, þá gekk Garðar sonur hennar að eiga Jöru og við það til- efni var Katla, yngra barnabarn Lindu og Gunnars, skírð. Linda geislaði af gleði og stolti af börn- um sínum sem bæði hafa erft dugnað og eljusemi foreldra sinna. Linda sagði stolt frá því hvað börnin hennar stóðu sig vel í skóla. Við vitum að helsta ósk hennar hefði verið að geta verið áfram með sínu fólki og haldið áfram að styðja við það. Við kveðjum hana systur okkar með mikilli sorg, trega og söknuði. Þórey Einarsdóttir og Ólafur Brynjólfur Einarsson. Nú er þessu stríði lokið. Það voru fyrstu orðin sem ég fann til að segja við hann Urban, þar sem við sátum við dánarbeð systur minnar Lindar Einarsdóttur. Svo ótrúlega sem hún hefur barist við krabbameinið í 2½ ár og allt til síðasta dags trúði hún á bata. Hún var næstyngst í stórum systkina- hóp og ólst upp við gott atlæti og væntumþykju. Ég minnist þess hvernig hún knúsaði hana mömmu og reyndi slíkt hið sama við hann pabba. Linda hafði snemma mik- inn áhuga á dýrum og fékk að fara í sveitina til Dísu systur á Snæ- fellsnesinu. 12 ára flutti Linda með fjölskyldunni á Seltjarnarnesið og þar eignaðist hún marga nýja vini sem hafa fylgt henni gegnum lífið. Svo stækkaði þessi fjörkálfur og fór út í heim. Hún fór sem au pair til London og þá var hún komin með kærasta, hann Gunna sinn. Þau gengu í hjónaband og eiga saman þau Garðar og Ríkeyju. Þau skildu árið 1997 en þrátt fyrir það voru þau alltaf góðir vinir og samtaka með börnin sín. Seinni maður Lindar er Urban Bertling sem hún kynntist 2. desember 2005 á Íslandi. Hún flutti til hans í mars 2006 og 28. desember sama ár gengu þau í hjónaband í Róm og þvílík ást og hamingja og gleði. Allt á fullu við að laga til á nýja heimilinu í Svíþjóð. Eins og alls staðar bjó hún Linda mín sér fal- legt heimili. Saman ferðuðust þau til margra landa og skemmtu sér. Allt var gert með hraði. Nú segir Urban að það sé betra að hafa átt fimm góð ár en 20 léleg. Mikill kraftur og dugnaður einkenndi Lindu alla tíð og lét hún aldrei deigan síga þótt hún væri sárlasin. Hún kom sífellt á óvart og hélt reisn sinni allt til enda. Hún lést á heimili sínu 28. des- ember 2010 umvafin ást og um- hyggju frá sínum elskaða Urban. Ég vil þakka honum fyrir alla elskuna sem hann gaf henni litlu systur minni. Útför hennar fór fram 18. jan- úar í Svíþjóð. Minningarathöfn fer fram í febrúar í Reykjavík og verður hún auglýst síðar. Hafðu hjartans þökk fyrir sam- fylgdina elsku Linda mín. Þín Gróa Einarsdóttir (Lóa). Lind Einarsdóttir AÐVENTKIRKJAN: Aðventkirkjan Vestmannaeyjum | Sam- koma í dag, laugardag, kl. 11. Boðið upp á biblíufræðslu fyrir alla. Guðsþjónusta kl. 12. Bein útsending frá sameiginlegri samkomu í kirkju aðventista í Reykjavík. Janos Kovacs-Biro prédikar. Aðventsöfnuðurinn | Sameiginleg sam- koma í Aðventkirkjunni í Reykjavík í dag, laugardag, kl. 12. Janos Kovacs-Biro prédikar. Biblíufræðsla fyrir börn, ung- linga og fullorðna kl. 11. Boðið upp á biblíufræðslu á ensku. Samfélag aðventista Akureyri | Sam- koma í Gamla Lundi í dag, laugardag, hefst kl. 11 með biblíufræðslu fyrir alla. Guðsþjónusta kl. 12. AKUREYRARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Prestur er sr. Hildur Eir Bolladóttir. Félagar úr messuhópi aðstoða. Félagar úr kór Akureyrarkirkju syngja, organisti er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir. Sunnu- dagaskóli í safnaðarheimilinu kl. 11. Umsjón Sunna Dóra og Sigga Hulda. ÁRBÆJARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Sigrún Óskarsdóttir þjónar fyrir altari og prédikar, organisti er Kristina Kalló Szklenár og kirkjukórinn leiðir al- mennan safnaðarsöng. Sunnudagaskól- inn á sama tíma í safnaðarheimilinu í umsjón Margrétar Ólafar og Hafdísar. Veitingar á eftir. ÁSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Barn verður skírt við messuna. Sr. Sig- urður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Ægi Sveinssyni djáknanema. Ásdís Pétursdóttir Blöndal djákni leiðir sunnudagaskólann. Kór Ás- kirkju syngur, organisti er Kári All- ansson. Kaffi og safi á eftir. Sjá askirkja- .is. BESSASTAÐAKIRKJA | Kvöldguðsþjón- usta kl. 20, sr. Jóna Hrönn Bolladóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Gospelkór Jóns Vídalíns syngur undir stjórn Ingvars Alfreðssonar. BESSASTAÐASÓKN | Sunnudagaskóli í Brekkuskógum 1 kl. 11. Umsjón hafa Auður S. Arndal og Heiða Lind Sigurð- ardóttir ásamt yngri leiðtogum. BORGARNESKIRKJA Messa kl 14. Guðsþjónusta á Dvalarheimili aldraðra kl. 15.30. Presstur Þorbjörn Hlynur Árna- son. BRAUTARHOLTSKIRKJA Kjalarnesi | Guðsþjónusta kl. 11. Gunnar Krist- jánsson sóknarprestur. BREIÐHOLTSKIRKJA | Messa kl. 11, prestur sr. Bryndís Malla Elídóttir. Kór Breiðholtskirkju syngur og organisti er Örn Magnússon. Sunnudagaskóli á sama tíma. Kaffi á eftir. BÚSTAÐAKIRKJA | Barnamessa kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Kór Bústaðakirkju syngur, organisti er kantor Jónas Þórir og prestur er sr. Pálmi Matthíasson. Kaffi eftir messu. DIGRANESKIRKJA | Messa kl. 11. Prest- ur sr. Gunnar Sigurjónsson, organisti er Zbigniew Zuchowicz, kór Digraneskirkju A hópur. Sunnudagaskóli í kapellu á sama tíma. Súpa og brauð á eftir. Sjá digraneskirkja.is. DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11. Sr. Hjálm- ar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari, Dómkórinn syngur, organisti Kári Þor- mar. Skólakór Kársnesskóla undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur syngur. Kaffi á eftir. FELLA- og Hólakirkja | Guðsþjónusta kl. 11. Prestur er sr. Svavar Stefánsson, söngvarinn Þorvaldur Halldórsson leiðir almennan safnaðarsöng. Sunnudaga- skóli á sama tíma í umsjá Þóreyjar Dagg- ar Jónsdóttur og Þóru Sigurðardóttur. Jó- hanna F. Björnsdóttir er meðhjálpari og kirkjuvörður. FRÍKIRKJAN Hafnarfirði | Sunnudaga- skóli kl. 11. Kvöldguðsþjónusta kl. 20. Altarisganga. Kór og hljómsveit kirkj- unnar leiða sönginn undir stjórn Arnar Arnarsonar, organisti er Skarphéðinn Þór Hjartarson og bassaleikari er Guð- mundur Pálsson. FRÍKIRKJAN Kefas | Sunnudagaskóli kl. 11. Aldursskipt fræðsla og hressing í lokin. Almenn samkoma kl. 13.30. Greg Aikins prédikar. Á samkomunni verður lofgjörð, barnastarf og boðið til fyr- irbæna. Kaffi á eftir. FRÍKIRKJAN Reykjavík | Guðsþjónusta Messa kl. 14. Anna Sigríður Helgadóttir og Carl Möller tónlistarstjórar ásamt kór Fríkirkjunnar leiða tónlistina. Einar Berg- mundur Arnbjörnsson prédikar og Bryn- dís Valbjarnardóttir þjónar fyrir altari. Barnastarfið hefst í kirkjunni. GRAFARVOGSKIRKJA | Messa kl. 11 með fermingarbörnum og foreldrum þeirra úr Borga- og Víkurskóla. Sr. Lena Rós Matthíasdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Vigfúsi Þór Árnasyni. Kór Grafarvogskirkju syngur, organisti er Hákon Leifsson. Sunnudagaskóli kl. 11. Umsjón hefur Gunnar Einar Stein- grímsson djákni. Borgarholtsskóli | Gospelmessa kl. 17. Sr. Guðrún Karlsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari, Vox Populi syngur, organisti er Guðlaugur Viktorsson. GRENSÁSKIRKJA | Morgunmatur kl. 10, bænastund kl. 10.15. Barnastarf kl. 11, umsjón hefur Erla Rut Káradóttir. Messa kl. 11. Altarisganga og samskot til Hjálp- arstarfs kirkjunnar. Messuhópur þjónar. Kirkjukórinn syngur, organisti er Árni Ar- inbjarnarson, prestur sr. Ólafur Jóhanns- son. Molasopi á eftir. Hversdagsmessa með Þorvaldi Halldórssyni á fimmtudag. GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili | Messa kl. 14, sr. Auður Inga Einarsdóttir messar. Söngstjóri er Kjartan Ólafsson. GUÐRÍÐARKIRKJA Grafarholti | Barna- starf kl. 11 í umsjá Árna Þorláks Guðna- sonar. Veitingar á eftir. Messa kl. 14, prestur sr. Sigríður Guðmarsdóttir, Þor- valdar Halldórssonar sér um tónlistina. Meðhjálparar Aðalsteinn D. Októsson og Sigurður Óskarsson. Kirkjuvörður Lovísa Guðmundsdóttir. Kaffi á eftir. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Messa kl. 11. Fermingarbörn aðstoða, prestur sr. Þórhallur Heimisson, organisti er Guð- mundur Sigurðsson. Barbörukórinn leiðir söng. Vænst er þátttöku fermingarbarna og foreldra þeirra. Hressing á eftir. Barnasamkoma í safnaðarheimilinu kl. 11. Messa á miðvikudag kl. 8.15. Morg- unverður á eftir. HALLGRÍMSKIRKJA | Messa og barna- starf kl. 11. Sr. Birgir Ásgeirsson prédik- ar og þjónar fyrir altari ásamt hópi messuþjóna. Eldri félagar Karlakórs Reykjavíkur syngja undir stjórn Friðriks S. Kristinssonar, organisti er Hörður Ás- kelsson. Fyrirbænamessa á þriðjudag kl. 10.30. Árdegismessa á miðvikud. kl. 8. HÁTEIGSKIRKJA | Messa og barnaguðs- þjónusta kl. 11. Umsjón með barnaguðs- þjónustu hafa Páll Ágúst og Bára. Org- anisti er Douglas A. Brotchie og prestur er Tómas Sveinsson. HJALLAKIRKJA Kópavogi | Messa kl. 11. Sr. Íris Kristjánsdóttir þjónar. Félagar úr kór kirkjunnar syngja og leiða safn- aðarsöng, organisti er Jón Ólafur Sig- urðsson. Sunnudagaskóli kl. 13. HJÁLPRÆÐISHERINN Akureyri | Almenn samkoma kl. 17. HJÁLPRÆÐISHERINN Reykjavík | Sam- koma kl. 14. Ræðumaður er Rannvá Ol- sen. Sunnudagaskóli í kjallarastofu. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía | Sam- koma kl. 11. Helgi Flatoy prédikar. Kaffi á eftir. Alþjóðakirkjan með samkomu á ensku kl. 14. Ræðumaður Alex Couper. ÍSLENSKA Kristskirkjan | Barnastarf kl. 11 í aldursskiptum hópum. Kennsla á sama tíma fyrir fullorðna, Kristleifur Kristjánsson kennir. Samkoma kl. 20 í lok samkirkjulegrar bænaviku. KAÞÓLSKA kirkjan: Péturskirkja, Akureyri | Messa kl. 11 og laugardag kl. 18. Þorlákskapella, Reyðarf. | Messa kl. 11 og 19. Virka daga er messa kl. 18. Jósefskirkja, Hafnarfirði | Messa kl. 10.30 og virka daga kl. 18.30 (nema föstudaga). Karmelklaustur, Hafnarfirði | Messa kl. 8.30 og virka daga kl. 8. Barbörukapella, Keflavík | Messa kl. 14. Kristskirkja, Landakoti | Messa kl. 10.30 og á ensku kl. 18. Virka daga er messa kl. 18. Maríukirkja við Raufarsel, Rvk. | Messa kl. 11 og virka daga kl. 18.30. Laugard. er messa á ensku kl. 18.30. Stykkishólmur | Messa kl. 10 og virka daga kl. 18.30. Ísafjörður | Messa kl. 11. Flateyri | Messa laugardag kl. 18. Bolungarvík | Messa kl. 16. Suðureyri | Messa kl. 19. Riftún í Ölfusi | Messa kl. 16. KEFLAVÍKURKIRKJA | Messa kl. 11. Kór Keflavíkurkirkju syngur undir stjórn Arn- órs Vilbergssonar. Sjálfboðaliðar reiða fram súpu að messu lokinni. Sr. Erla stýrir barnastarfinu, prestur er sr. Sigfús B. Ingvason. KFUM og KFUK | Samkoma á Holtavegi 28 kl. 20. Ræðumaður er Ólafur Jó- hannsson, Páll Ágúst og félagar sjá um tónlistina og leiða söng. Á eftir verður sælgætissala KSS opnuð. KÓPAVOGSKIRKJA | Tónlistarmessa kl. 11. Sr. Sigurður Arnarson prédikar og þjónar fyrir altari. Fermingarbörnum og foreldrum þeirra er sérstaklega boðið til messunnar. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová, kantors kirkjunnar. Sunnudagaskólinn hefst í kirkjunni, síðan í safnaðarheimilinu, um- sjón hafa Þóra Marteinsdóttir og Sólveig Aradóttir. Eftir messu verður fundur með fermingarbörnum og foreldrum þeirra. LANDSPÍTALI | Guðsþjónusta í Fossvogi kl. 10.30 á stigapalli á 4. hæð. Org- anisti er Helgi Bragason og prestur er sr. Ingileif Malmberg LANGHOLTSKIRKJA | Messa og barna- starf kl. 11. Prestur sr. Jón Helgi Þór- arinsson, organisti er Jón Stefánsson. Barnastarfið hefst í kirkjunni en síðan í safnaðarheimilið. Kaffi á eftir. LAUGARNESKIRKJA | Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Bjarni Karls- son þjónar ásamt Gunnari Gunnarssyni organista, kór Laugarneskirkju, sunnu- dagaskólakennurum og hópi messu- þjóna. Kaffi á eftir. LÁGAFELLSKIRKJA | Taize-guðsþjónusta kl. 20. Kirkjukór Lágafellssóknar syngur og leiðir safnaðarsöng. Vilborg Reyn- isdóttir, syngur einsöng, organisti er Arn- hildur Valgarðsdóttir og prestur er sr. Ragnheiður Jónsdóttir. Meðhjálpari er Arndís Linn. Sunnudagaskóli kl. 13 í um- sjón Hreiðars Arnar og Arnhildar. LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnudaga- skóli kl. 11 í Lindakirkju og Boðaþingi. Messa kl. 14. Kór Lindakirkju syngur undir stjórn Óskars Einarssonar. Ung- lingamessa kl. 17. Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson þjónar. Fermingarbörn sér- staklega boðin velkomin. Hljómsveitin Tilviljun? leikur og syngur. NESKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng, organisti er Steingrímur Þórhallsson og sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Umsjón með barnastarfi hafa Sigurvin, Katrín og Ari. Veitingar á Torginu á eftir. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN | Guðsþjónusta kl. 14 og barnastarf á sama tíma í um- sjón Elíasar og Hildar. Árni Heiðar Karls- son stjórnar kór safnaðarins. Maul eftir messu. Sjá www.ohadisofnudurinn.is. SALT kristið samfélag | Samkoma kl. 17 í safnaðaheimili Grensáskirkju. Ræðu- maður er Hermann Bjarnason. SELJAKIRKJA | Barnaguðsþjónusta kl. 11. Almenn guðsþjónusta kl. 14. Sr. Val- geir Ástráðsson prédikar og þjónar fyrir altari, kór Seljakirkju leiðir safn- aðarsönginn, organisti er Tómas Guðni Eggertsson. SELTJARNARNESKIRKJA | Messa kl. 11. Sunnudagaskóli á sama tíma. Sr. Toshiki Toma, prestur innflytjenda, pré- dikar, Harpa Frímannsdóttir kennari les ritningartexta dagsins. Félagar úr Kamm- erkór kirkjunnar leiða tónlistarflutning undir stjórn Friðriks Vignis Stefánssonar, organista, prestur er sr. Sigurður Grétar Helgason. Kaffi á eftir. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Kristinn Ólason annast prestsþjón- ustuna og nemendur af söngnámskeiði á vegum Jóns Þorsteinssonar sjá um söng og tónlistarflutning. VEGURINN kirkja fyrir þig | Fjölskyldu- samkoma kl. 14. Barnastarf, lofgjörð, prédikun og fyrirbæn. Erna Eyjólfsdóttir predikar. VÍDALÍNSKIRKJA | Messa og sunnu- dagaskóli kl. 11. Sr. Friðrik J. Hjartar prédikar og þjónar fyrir altari, félagar úr Kór Vídalínskirkju leiða safnaðarsönginn og organisti er Jóhann Baldvinsson. Leiðtogar safnaðarins annast sunnu- dagaskólabörnin undir forystu Odds Ei- ríkssonar, æskulýðsfulltrúa. Molasopi og djús á eftir. YTRI-Njarðvíkurkirkja | Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11. Kór kirkjunnar leiðir söng undir stjórn Stefáns H. Krist- inssonar. Meðhjálpari er Ástríður Helga Sigurðardóttir. Sunnudagaskóli kl. 11. ORÐ DAGSINS: Jesús gekk ofan af fjallinu. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Holtskirkja í Önundarfirði. (Matt. 8)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.