Morgunblaðið - 22.01.2011, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 22.01.2011, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2011 ✝ Fjóla fæddist áFossi í Blönduhlíð í Sagafirði 12. maí 1929. Hún lést á Heil- brigðisstofnuninni á Sauðárkróki 10. jan- úar 2011. Foreldrar Fjólu voru Friðrika Steinunn Ólafsdóttir, f. 24.4. 1888, d. 7.11. 1963, og Baldvin Bergsveinsson Bárð- dal kennari, f. 27.7. 1859, d. 14.10. 1937. Systir Fjólu sam- mæðra var Hulda Jónsdóttir, f. 2.6. 1914, d. 9.1. 1992. Systkini samfeðra voru; Agnar, f. 4.9. 1885, d. 2.12. 1947, og Valrós, f. 22.8. 1887, d. 20.12. 1958. Fjóla ólst upp á Sauðárkróki. Hún missti ung föður sinn og var hjá móður sinni eftir það. Fjóla fór ung í vist á Sauðárkróki og vann síðar við ýmis störf svo sem fisk- vinnu og saumaskap, ásamt því að annast um veika móður sína sem 1994, menntaskólanemi. 2) Stein- unn, f. 4.3. 1962, sérkennari við Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi, gift Sigurði Guðjónssyni, f. 14.10. 1960, verkfræðingur á verk- fræðistofunni Verkís, synir þeirra eru; a) Örn, f. 4.12. 1988, d. 21.6. 2008. b) Þorgeir, f. 27.5. 1993 menntaskólanemi. 3) Ingibjörg, f. 27.9. 1965, hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum, gift Einari Sæv- arssyni, f. 9.7. 1963, sölumanni hjá Dímon, þeirra börn eru: a) Sig- urþór, f. 15.5. 1991, mennta- skólanemi. b) Arngunnur, f. 29.8. 1997, c) Þorgerður, f. 29.8. 1997. Fjóla tók virkan þátt í Kvenfélagi Skarðshrepps og var ein af stofn- endum þess. Í Messuholti ræktaði Fjóla fallegan garð og átti um tíma gróðurhús þar sem hún ræktaði hverskyns grænmeti og matjurtir. Í mörg ár voru börn í sumardvöl hjá Fjólu og önnur til lengri tíma. Einn- ig var hún dagmamma um árabil. Fjóla hafði yndi af ferðalögum og fór í margar ferðir innanlands með Sigurþóri, einkum þó til fjalla. Útför Fjólu fer fram frá Sauð- árkrókskirkju í dag, 22. janúar 2011, og hefst athöfnin kl. 14. hún gerði af mikilli alúð. Fjóla var í sambúð með Sigurþóri Hjör- leifssyni, f. 15.6. 1927 á Brunngili í Bitru, fv. ráðunautur og at- vinnurekandi í Messu- holti. Foreldrar Sig- urþórs voru, Áslaug Jónsdóttir og Hjör- leifur Sturlaugsson. Dóttir Sigurþórs og Sólveigar Þórarins- dóttir er Hjördís Þóra, f. 5.6. 1959. Haustið 1967 tók Fjóla að sér heimilið í Messuholti og þrjár ung- ar dætur Sigurþórs og Guðbjargar Hafstað sem lést 2.7. 1966, og gekk þeim í móðurstað. Fósturdætur Fjólu eru: 1) Arngunnur, f. 4.3. 1962, kennari í Reykjavík, gift Ægi Sturlu Stefánssyni, f. 15.5. 1961, vélsmiður hjá Ístaki, dætur þeirra eru; a) Guðbjörg Fjóla, f. 11.2. 1990, háskólanemi, b) Melkorka, f. 5.4. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Þegar ég var lítil stelpa kenndi Fjóla mér þessa bæn. Hún kom inn í líf mitt þegar ég var fimm ára og gekk okkur systrunum í móðurstað. Til þess hefur þurft mikinn kjark, en verkefnið leysti Fjóla vel af hendi og fyrir það verður aldrei fullþakkað. Nú er ljósið þitt slokknað, en minn- ingar um góða konu lifa. Hafðu þökk fyrir allt. Þín Steinunn. Mamma, ég man þá daga, man þína hvítu sterku hönd. Ein kunni hún allt að laga og opna hlið í drauma lönd. Stoltari en stormaveldin, sterkari en élja kveldin varði hún æskueldinn, árdaga og fagra strönd. (Sigurður Hansen) Elsku mamma mín, nú þegar þú hefur kvatt þetta líf er mér efst í huga þakklæti til þín. Það var gæfa okkar systranna að þú komst til okkar í Messuholt. Síðasta árið var þér erfitt, þú varst mikið lasin og fannst ómögu- legt að vera svona máttlaus og drusluleg eins og þú sagðir sjálf. Ég trúi því að þér líði betur þar sem þú ert núna og hafir hitt hann Örn okkar og þið fylgist með okkur hinum í okk- ar veraldlega vafstri. Þín Ingibjörg. Elsku Fjóla. Ég vil hér minnast þín og þakka þér fyrir uppeldið, samferð- ina og allt sem þú hefur gefið mér. Þegar ég horfi til bernskuáranna fyllist ég auðmýkt og þakklæti, þér verður aldrei þakkað nógu vel fyrir gæsku þína, æðruleysi og fórnfýsi. Þú sýndir kjark og þor þegar þú tókst að þér þrjár ungar systur og heimilis- hald í Messuholti. Ég er þér óendanlega þakklát fyrir allt það sem ég hef fengið í uppeldi mínu og lít á það sem gæfu mína að hafa eignast þig fyrir móður. Þú varst okkur afar kær, lagðir þig fram um að gera allt fyrir okkur, gafst okkur ást og hlýju og settir okkur systurnar alltaf í fyrsta sæti. Þú hafðir mikið að gefa og ég minnist þess hvað þú varst flink að gera gott úr öllu og þú varst líka svo úrræðagóð og skapandi. Þú sagðir okkur nýjar sögur á hverju kvöldi, allt skáldsögur frá þér og stundum var framhaldssaga. Þessar sögur heyrði ég svo í breyttri mynd mörgum árum seinna þegar þú end- urtókst leikinn fyrir barnabörnin. Þú varst barnabörnunum afar kær, alltaf tilbúin að spila og leika við þau og að hvetja þau áfram. Þú varst allt- af tilbúin að passa fyrir mig þó að oft væru 300 km á milli okkar, þá varst þú alltaf tilbúin að koma suður eða fá stelpurnar norður í vikutíma. Dætur mínar eiga líka góðar minningar um ferðalög með ömmu og afa hringinn í kringum landið og víða í óbyggðum. Á seinni árum höfum við fjölskyldan notið þess að vera í nálægð við þig þegar við höfðum dvalið í Skógarholti og samgangur fjölskyldunnar við ykkur pabba hefur gefið okkur og stelpunum dýrmætar minningar um jól og áramót og mörg skemmtileg sumur. Elsku Fjóla ég kveð þig með sökn- uði um leið og ég gleðst yfir því að þjáningu þinni er lokið. Hvíl þú í friði. Þín Arngunnur. Nú þegar komið er að leiðarlokum langar mig að þakka Fjólu tengda- móður minni fyrir allt, sem hún hefur gert fyrir mig og fjölskyldu mína. Leiðir okkar Fjólu lágu saman fyrir tæpum 30 árum. Þá var ég að gera hosur mínar grænar fyrir Steinunni fósturdóttur hennar sem síðar varð konan mín. Fjóla tók mér afskaplega vel frá fyrsta degi og reyndist mér sönn og dygg tengdamóðir alla tíð. Aldrei bar skugga á okkar samskipti og ríkti ávallt gagnkvæm vinátta og traust okkar í milli. Í Fjólu átti ég alla tíð stuðnings- mann til allra góðra hluta, sem hikaði ekki við að taka málstað minn þrátt fyrir á stundum réttmæta gagnrýni fósturdóttur hennar á hann. Fjóla annaðist og rak heimilið í Messuholti af miklum myndarskap. Hún hugsaði vel um fjölskyldu sína og var umhug- að um að allir hefðu það gott og liði vel. Segja má, að hún hafi ræktað garðinn sinn af alúð í eiginlegri og óeiginlegri merkingu þeirra orða. Fjóla var ekki sú manngerð sem tran- aði sér fram eða lét mikið á sér bera en vann verk sín af alúð og umhyggju. Hún hafði ákveðnar skoðanir, sem hún stóð fast á ef þess þurfti við. Fjóla var ákaflega barngóð og hafði einstakt lag á börnum enda passaði hún mörg börn á sinni lífstíð. Hún taldi aldrei eftir sér að spila, lesa og leika við börnin og virtist alltaf hafa jafngaman af og þau. Synir okkar tveir nutu þess alla tíð að vera í návist við hana enda voru þeir tíðir gestir hjá afa og ömmu í sveitinni. Þegar ég spurði son minn að því hvernig hann minntist ömmu sinnar svaraði hann einfaldlega: „Amma, hún var bara ná- kvæmlega eins og ömmur eiga að vera.“ Það er við hæfi að enda þessa stuttu minningu með þeim orðum. Takk fyrir allt og allt, ég kveð þig Fjóla með þakklæti og söknuði. Sigurður Guðjónsson. Í dag kveð ég Fjólu Barðdal, tengdamóður mína. Fjóla var ættfróð og góður sagna- brunnur, við áttum margar góðar samræður um menn og málefni og hún fræddi mig gjarnan á því hvað gerðist á Króknum í gamla daga. Þegar ég minnist Fjólu er mér efst í huga góð nærvera hennar, létt lund, gæska og æðruleysi. Fjóla var ein- staklega barngóð og ég er þakklátur fyrir þann tíma sem dætur mínar fengu að njóta hennar. Fjóla var smekkvís og naut þess að rækta garð- inn sinn og hafa huggulegt í kringum sig. Hún var dýravinur, náttúruunn- andi og var dugleg að ferðast, sér- staklega um hálendi Íslands með Sóra. Eftir að við fjölskyldan byggðum okkur bústað í Skógarholti urðu sam- verustundir okkar fleiri og við nutum gestrisni og hjálpsemi Fjólu. Þegar bústaðurinn var í byggingu þurfti ekki að hafa fyrir því að hugsa um mat eða kaffi, Fjóla bara blés í lúð- urinn þegar matur og kaffi var á borðum. Ég vil þakka Fjólu fyrir samferð- ina. Blessuð sé minning hennar. Ægir Sturla Stefánsson. Elsku amma, ég kveð þig með söknuði en á þó alltaf eftir ljúfar minningar um þig. Þú að blístra í eld- húsinu á meðan þú eldaðir, hvernig þú spilaðir alltaf við okkur barnabörn þín ólsen ólsen, svarta pétur og svo mætti lengi telja. Ein sterkasta minn- ingin um þig er hvernig þú dáðir Fjóla B. Barðdal ✝ Okkar ástkæra SIGURRÓS INGÞÓRSDÓTTIR er látin. Útförin hefur farið fram í kyrrþey, að ósk hennar. Margrét Sigurrós Guðnadóttir, Ragnhildur Hreiðarsdóttir, Hjálmar Theodórsson, Davíð Elvar Hill. ✝ Elskuleg eiginkona mín og móðir okkar, HALLDÓRA EBBA GUÐJOHNSEN, lést á Droplaugarstöðum fimmtudaginn 6. janúar. Útförin fór fram frá Fossvogskapellu mánudaginn 17. janúar. Þökkum öllum vinum og ættingjum, starfsfólki Droplaugarstaða og systrum úr Rebekkustúku númer 1, Bergþóru, sýnda samúð. Pétur Sigurjónsson og fjölskylda. ✝ Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, ÓLI G. JÓHANNSSON listmálari, lést á Landspítalanum fimmtudaginn 20. janúar. Útförin verður auglýst síðar. Lilja Sigurðardóttir, Örn Ólason, Christina Nielsen, Sigurður Ólason, Áshildur Hlín Valtýsdóttir, Hjördís Óladóttir, Björn L. Þórisson, Hrefna Óladóttir, Sverrir Gestsson og barnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, HEIÐA AÐALSTEINSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Garðvangi Garði fimmtu- daginn 20. janúar. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 28. janúar kl. 11.00. Fyrir hönd aðstandenda, Halldóra L. Júlíusdóttir, Ólafur Arnbjörnsson, Kristín Ó. Muller, Phil Muller, Örn Sævar Júlíusson, Pétur Viðar Júlíusson, Kristín Þ. Guðmundsdóttir, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, JÓNAS HELGASON, Æðey, sem lést fimmtudaginn 20. janúar, verður jarð- sunginn frá Grafarvogskirkju föstudaginn 28. janúar kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Hjarta- heill. Katrín S. Alexíusdóttir, Alexíus Jónasson, Edda María Hagalín, Magnús Helgi Jónasson, Sigrún Helgadóttir, Jónas Kristján Jónasson og barnabörn. ✝ Ástkæri eiginmaðurinn minn, HELGI EINÞÓRSSON, lést fimmtudaginn 30. desember. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Þakka auðsýnda samúð. Fyrir hönd annarra vandamanna, Sigríður Magnúsdóttir. ✝ Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, SIGURBJARGAR PÁLSDÓTTUR frá Laufskálum. Sérstakar þakkir til starfsfólks Dvalarheimilis aldraðra Borgarnesi fyrir góða umönnun. Símon Aðalsteinsson, Þuríður Jóhannsdóttir, Erlingur Aðalsteinsson, Kári Aðalsteinsson, Eydís Sigvaldadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.