Morgunblaðið - 22.01.2011, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 22.01.2011, Qupperneq 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2011 ✝ Hafsteinn Sig-tryggsson fæddist á Mosfelli í Ólafsvík 21. september 1933. Hann lést á Heilbrigð- isstofnun Vesturlands á Akranesi 11. janúar 2011. Foreldrar hans voru Sigtryggur Sig- tryggsson, f. 6.8. 1898 á Ríp í Skagafirði, d. 16.4. 1978, og Guð- björg Jenný Vigfús- dóttir, f. 11.10. 1902 á Kálfárvöllum í Stað- arsveit, d. 10.8. 1982. Systkini Hafsteins eru: Haukur, f. 1.9. 1924, d. 21.2. 1998, Sverrir, f. 30.8. 1925, d. 26.9. 1992, Þráinn, f. 1.9. 1928, d. 7.3. 2008, Sveinbjörn, f. 3.10. 1930, Vigfús, f. 29.4. 1932, d. 5.3. 2009, og Bjarný, f. 15.11. 1941. Hafsteinn var ókvæntur og barn- laus. Hann ólst upp í föðurhúsum á Mosfelli í Ólafsvík og lauk hefð- bundinni skólagöngu í Barnaskóla Ólafsvíkur. Eftir það lá leið hans í Laugarvatnsskóla og lauk hann þaðan landsprófi árið 1952. Að námi loknu starfaði Hafsteinn m.a. við smíðavinnu hjá Sveinbirni bróður sín- um og var liðtækur í smíðavinnu þegar á þurfti að halda innan fjölskyldunnar. Allan sinn starfsaldur starf- aði Hafsteinn hjá Hraðfrystihúsi Ólafs- víkur samhliða því sem hann sinnti fjárbúskap, sem var algengt á þeim árum, ásamt föður sínum og bræðrum. Á sumrin tók hann sér frí frá störfum við Hraðfrystihús Ólafs- víkur og sinnti þá eingöngu bú- störfum, bæði heyvinnu og slátrun, og kom svo aftur til starfa að hausti. Þá hafði hann gaman af bókalestri og var víðlesinn og vel að sér í mörgu enda áhugasamur um hvers kyns málefni. Hafsteinn bjó á Mosfelli alla tíð ásamt bræðr- um sínum Sverri og Vigfúsi sem báðir eru látnir. Hafsteinn verður jarðsunginn frá Ólafsvíkurkirkju í dag, 22. janúar 2011, og hefst athöfnin kl. 14. Í dag kveð ég föðurbróður minn Hafstein Sigtryggsson frá Mosfelli í Ólafsvík. Það er tómlegt um að litast á Mosfelli en þar hafði frændi minn búið í 77 ár. Hann bjó þar á uppvaxt- arárum sínum en síðar ásamt bræðrum sínum Sverri og Vigfúsi. Margar góðar minningar koma upp í hugann. Það var gott að koma á Mosfell og alltaf tekið vel á móti manni með kaffi og meðlæti. Það var eins og skarkali hversdagslífsins hyrfi og maður fann fyrir svo miklu öryggi í þessu gamla húsi þar sem gamli tíminn frá ömmu og afa var í fyrirrúmi. Allt var á sínum stað og skapaði þetta rólega andrúmsloft. Það er margs að minnast frá barn- æskunni og eitt er mér ofarlega í huga. Það var alltaf mikil eftirvænt- ing þegar Hafsteinn fór í sumarfrí og gerði sláttinn kláran og náði í græna traktorinn í skemmuna úti á bökkum. Þá fengum við ýmist að keyra hring uppi á túni eða sitja aft- an á kerrunni. Þetta var tími sem beðið var eftir á hverju ári. Haf- steinn var einstaklega ljúfur og góð- ur maður. Hann var rólegur og yf- irvegaður og hafði hlýlegt viðmót, var fastheldinn og hafði ákveðnar skoðanir á hlutunum á sinn hógværa hátt. Oft var setið við eldhúsborðið og rætt um málefni líðandi stundar eða liðna tíð. Eldhúsglugginn var oft notaður til að fylgjast með afla- brögðum annarra báta. Þá kom fyrir að dregnar voru fram gamlar ljós- myndir af bæjarlífinu, ættingjum eða vinum og þar var frændi minn hafsjór af fróðleik. Hafsteinn hafði gaman af því að safna og halda utan um gamla muni. Mér er minnisstætt er ég var í heim- sókn ein jólin ásamt fjölskyldu minni og umræðan snerist um púsl. Þá dró Hafsteinn fram gamalt púsl sem hann hafði límt á stórt pappaspjald vandlega pakkað inn og sýndi börn- unum mínum. Þau skynjuðu strax hvað minningin um þessa gömlu gjöf var honum mikils virði en voru líka jafnundrandi hvað hann hafði varð- veitt hana vel. Þannig er Hafsteini rétt lýst en hann bar virðingu fyrir hlutunum og umhugað um að hafa allt hreint og snyrtilegt í kringum sig. Hafsteinn hafði gaman af því að ferðast innanlands og fór margar ferðir í Skorradalinn en þar áttu þeir bræður sumarbústað. Þá lögðu hann og Fúsi oft leið sína á Laugarvatn en þaðan átti Hafsteinn góðar minning- ar frá námsárunum og bar ávallt hlýjan hug til skólans. Hafsteinn fylgdist vel með því sem fjölskyldan tók sér fyrir hendur og spurði frétta og sýndi unga fólk- inu alltaf áhuga. Að lokum kveð ég kæran frænda með þakklæti fyrir allar samverustundirnar og hlýju og vinsemd sem hann sýndi mér og fjöl- skyldu minni. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Blessuð sé minning hans. Sigtryggur S. Þráinsson. Þegar að veglokum er komið er margs að minnast frá okkar vegferð saman í þessu lífi. Sem barn var ég mikið ömmubarn og ekki bara það, heldur hafði ég allt á Mosfelli sem ég þurfti, ömmu, afa og þrjá móður- bræður sem snerust í kringum þessa litlu stelpu sem gat verið baldin, frek og uppátektasöm. Lífið á Mosfelli snerist um þetta daglega strit sem allir tóku þátt í og fékk þessi atorkusami krakki hlut- verk í því og ábyrgð með fullorðna fólkinu. Margt var að gera bæði heima við og eins við að sinna fénu sem þeir bræður voru með langt fram eftir mínum ungdómsárum og var það mitt yndi að fá að vera með þeim í öllu sem að því sneri. Hafsteinn sem ég kveð nú síðastan af þessu fólki var leikfélagi minn, vinur og bakland. Sárt er að kveðja sína og minnast í fátæklegum orðum. Hafsteinn var rólyndur og vel gerð- ur maður sem gaf mikið af sér til sinna nánustu. Hann vann lengst af við fiskvinnslu í Ólafsvík en heima undi hann sér best við ýmislegt dundur. Ömmu var hann stoð og stytta við allt sem heimilinu við kom og var það stórt hlutverk, því í þá daga var ekki farið út í búð eftir öll- um hlutum. Amma, Hafsteinn og „ég“ vorum þríeyki í eldhúsinu við allar stærri athafnir eins og kæfu- og sláturgerð og var þá oft glatt á hjalla og margir komu við til að hjálpa eða bara segja sögur og hlæja. Eftir ömmu daga sá hann um allt sem laut að heimilis- haldi fyrir bræður sína og fór honum það afskaplega vel úr hendi því snyrtimennska var honum í blóð bor- in. Vinátta og bræðralag þriggja manna er það fallegasta samband sem ég hef upplifað, þó að ýmislegt hafi verið nöldrað og tuðað voru böndin sterkari en stál og var mér mikils virði að vera hluti af því allt til síðasta dags. Stutt var stórra högga á milli hjá þeim bræðrum, Fúsi frændi dó í mars 2009 og stóð þá Hafsteinn einn eftir heima á Mosfelli og við þau endalok urðum við enn nánari og var mér ljóst hvað ég átti mikið að hafa alla tíð haft þessa góðu menn mér við hlið. Hafsteinn dvaldi mikið hér í Reykjavík síðasta vetur vegna veik- inda sinna og undir vor þegar allt leit betur út áttum við góðar stundir saman. Fallegt vor, sól og við úti að borða á Borginni, fara á rúntinn til dóttur minnar sem var honum einkar kær að skoða litla nýfædda krílið hennar, hann að borða þar sinn fyrsta grillmat og hann naut þess að vera til og hér í borginni, labbaði á kaffihús og skoðaði lífið í bænum. Við hittumst nær daglega þennan tíma sem hann var hér í höfuðborg- inni og fórum saman yfir atburði dagsins hjá hvort öðru. Ræddum við það bæði í gamni og alvöru að hann kæmi suður eftir sumarið til vetur- setu en öðruvísi fór það nú allt. Eftir yndislegt sumar þar sem við frændsystkinin vorum svo glöð að hafa getað farið með honum í styttri og lengri ferðir tóku veikindin sig upp aftur og undir jól var ljóst hvert stefndi. Hann tók sínum örlögum með þeirri rósemd sem við mátti bú- ast og var heima þar sem hann vildi helst vera til síðasta dags. Kveð ég þig nú, ástkæri frændi, og þakka þér það góða sem þú lagðir inn í líf mitt. Þín frænka, Bylgja. Hann Hafsteinn frændi á Mosfelli er fallinn frá, fastur punktur tilver- unnar horfinn með honum. Þvílík forréttindi að hafa getað kíkt inn til hans hvenær sem var og drukkið kaffi og ekki skorti meðlætið, notið þess að hafa allt þetta sem er eins og þegar maður var barn og átti sitt annað heimili hjá ömmu afa og bræðrunum Sverri Fúsa og Haf- steini. Nú stendur Mosfell autt, þetta litla fallega hús, Grundarbraut 15 Ólafsvík, sem er höll í hugum okk- ar ættingjanna, allir fallegu og vel með förnu hlutirnir sem eru okkur svo kærir, allar minningarnar. Haf- steinn frændi var ekki maður marg- mennis eða fyrirgangs, gekk hægt um lífsins veg. Hann hafði gaman af ferðalögum og var fróður um landið sitt og heimabyggð. Hefur hann frætt mig um nöfn og kennileiti á nesinu og í Ólafsvíkinni okkar kæru. Í bíltúrunum okkar var fastur liður að fara túnhringinn og rifja upp árin sem þeir bræður voru með kindur og fjárhús og allt stússið í kringum það. Ég sakna hans sárt og minning hans lifir með mér og okkur sem unnum honum. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð hjartans þakkir fyrir liðna tíð lifðu sæll á ljóssins friðarströnd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Hvíl í guðs friði. Þín systurdóttir, Jenný. Mig langar að kveðja hann Haf- stein frænda minn með þessu fallega ljóði: Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Elsku Hafsteinn hafðu þökk fyrir allt. Soffía Elín. Kveðja. Drottinn vakir, Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. Blíðlynd eins og besta móðir ber hann þig í faðmi sér. Allir þótt þér aðrir bregðist, aldrei hann á burtu fer. Drottinn elskar, – Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. Löng þá sjúkdómsleiðin verður, lífið hvergi vægir þér, þrautir magnast, þrjóta kraftar, þungt og sárt hvert sporið er, honum treystu, hjálpin kemur, hann af raunum sigur ber. Drottinn elskar, – Drottinn vakir daga’ og nætur yfir þér. Þegar æviröðull rennur, rökkvar fyrir sjónum þér, hræðstu eigi, hel er fortjald, hinum megin birtan er. Höndin, sem þig hingað leiddi, himins til þig aftur ber. Drottinn elskar, – Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. (Sigurður Kristófer Pétursson) Með þessum sálmi kveð ég þig kæri Hafsteinn með þökk fyrir allt og bið góðan guð að geyma þig. Sofðu rótt. Berglind Sigrún Þráinsdóttir. Elsku Hafsteinn frændi. Mínar fyrstu minningar um okkar samvist- ir eru þegar ég kom í sveitina sem barn, þá þótti mér gaman að koma til þín og leika mér í því fallega um- hverfi sem Mosfell var og er. Ég fékk að leika mér með rokkinn og saumavélina hennar langömmu og einnig fannst mér mikið sport að fá að hjálpa ykkur bræðrum við hús- verkin, fara í búðina og kaupa í mat- inn fyrir ykkur. Ég naut þess að fá að koma til ykkar og undi mér vel á Mosfelli. Mér þótti þú mikill töframaður í spilum og gleymi ég því ekki þegar þú gerðir galdurinn 21 fyrir mig í fyrsta skipti. Ég var agndofa og reyndi í hvert skipti að fá upp úr þér hver galdurinn væri, en þá sagðir þú að það væri ekki galdur ef þú segðir mér hver hann væri. Við áttum margar góðar stundir saman í eldús- inu þar sem þú spilaðir við mig og sýndir mér galdra. Það verður skrítið að fara til Ólafsvíkur núna þar sem það var fastur liður að stoppa alltaf á Mos- felli og kíkja í kaffi áður en haldið var aftur til Reykjavíkur. Það var alltaf svo notalegt að koma í heimsókn á Mosfell í rólegheitin og gamla tíð- arandann, það var eins og að ferðast aftur í tímann. Þar sem rokkurinn hennar langömmu stendur enn og allt er með kyrrum kjörum. Mér er þó eftirminnilegastur sein- asti vetur þegar þú komst til Reykja- víkur og varst hér í nokkrar vikur. Gaman var að kynnast nýrri hlið á þér og sjá þig í öðru umhverfi. Við spjölluðum um allt milli himins og jarðar, við ræddum hvað það væri nú gaman fyrir þig að prufa að fara til útlanda, fara í leikhús og út að borða og fleiri skemmtilega hluti sem þú hafðir ekki gert í langan tíma. Mikið er ég glöð að hafa fengið þig til að koma til mín í grill í sumar og trúði ég varla mínum eigin eyrum þegar þú sagðir mér að þetta hefði verið í fyrsta skipti sem þú smakk- aðir grillmat. Það er svo margt sem þú lést ekki eftir þér og langaði mig til að gera svo margt með þér. Takk fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Þú munt alltaf hafa sérstakan stað í hjarta mínu. Hvíldu í friði elsku Hafsteinn. Þín frænka, Alma Ösp. Hafsteinn Sigtryggsson ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem heiðruðu minningu og sýndu okkur samúð og stuðning við andlát og útför okkar ástkæru AÐALHEIÐAR SIGURÐARDÓTTUR, Skólastíg 14 A, Stykkishólmi. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki Dvalar- heimilis aldraðra í Stykkishólmi fyrir frábæra umönnun. Jófríður Sveinbjörnsdóttir, Aðalheiður Sveinbjörnsdóttir, Stefán Þór Sveinbjörnsson. ✝ Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför GUÐMUNDAR JÓNSSONAR píanóleikara, Vatnsnesvegi 29, Keflavík. Sérstakar þakkir fyrir góða umönnun til starfsfólks Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, heimahjúkrunar, dagdvalar Reykjanesbæjar og Sunnuhlíðar í Kópavogi. Ingibjörg Þorbergs, Auður Eir Guðmundsdóttir, Helgi Gestsson, Guðmundur K. Guðmundsson, Vigdís Sigtryggsdóttir, Helga K. Guðmundsdóttir, Stefán Sigurðsson, Þórdís Guðmundsdóttir, Sigurður V. Guðmundsson, afa- og langafabörn. ✝ Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður og afa, JÓNS LAXDAL ARNALDS, Fjólugötu 11A, Reykjavík. Ellen Júlíusdóttir, Eyþór Arnalds, Dagmar Una Ólafsdóttir, Bergljót Arnalds, Páll Ásgeir Davíðsson, Anna Stella Karlsdóttir, Arne Tronsen og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.