Morgunblaðið - 22.01.2011, Blaðsíða 39
MINNINGAR 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2011
✝ Magnea Jóns-dóttir fæddist í
Reykjavík 22. sept-
ember 1945. Hún
lést á hjúkr-
unarheimili Hrafn-
istu í Boðaþingi
eftir erfiða sjúk-
dómslegu 6. janúar
2011.
Foreldrar henn-
ar voru Jón Jóns-
son, f. 11.10. 1909,
d. 13.10. 1980, og
Guðný B. Jóakims-
dóttir, f. 8.5. 1914,
d. 29.6. 1996. Systkini hennar
voru Sólveig, f. 1936, d. 1995,
Rósa (Dídí), f. 1937, Jóna Björg,
f. 1938, d. 1994, óskírður, f. 1939,
d. 1940, Brynhildur Ásta, f. 1942,
Álfheiður Erna, f. 1947, Jón, f.
1949, og Anna Margrét, f. 1952.
Magnea kynntist eftirlifandi
eiginmanni sínum, Guðmundi Jó-
hannssyni (Gúnda), f. 13.11.
1943, árið 1960. Foreldrar hans
voru Hulda Guðmundsdóttir, f.
4.2. 1911, d. 5.4.1984, og Jóhann
Hannesson, f.
30.10. 1916, d. 11.8.
2002. Systkini hans
eru Hulda Hanna,
f. 1945, og Hannes
Einar, f. 1946.
Magga og Gúndi
gengu í hjónaband
árið 1968. Börn
þeirra eru Hulda, f.
24.1. 1965, og Jón,
f. 13.8. 1968. Hulda
er í sambúð með
Jóhanni O. Guð-
mundssyni, f. 22.3.
1960, og eiga þau
tvo syni, Guðmund, f. 4.11. 1988,
og Óttar, f. 23.6. 1991. Jón er
ókvæntur en dóttir hans og Ír-
isar Ívarsdóttur, f. 14.5. 1972, er
Magnea Björg, f. 14.11. 1994.
Magga og Gúndi bjuggu á Sel-
tjarnarnesinu frá því 1977. Þau
voru einnig mikið í sveitinni en
árið 1995 keyptu þau jörðina
Ketilsstaði í Holta- og Landsveit
og þar var þeirra sælureitur.
Útför Magneu hefur farið
fram í kyrrþey.
Elsku mamma mín. Ég sakna þín
svo mikið. Þú varst mín besta vin-
kona. Við erum búnar að vera svo
mikið saman að það er skrítið að hafa
þig ekki lengur, viðbrigðin eru mikil.
Að sama skapi er ég svo þakklát fyrir
að þú þjáist ekki lengur. Það var svo
erfitt að horfa upp á veikindin ágerast
dag frá degi og geta ekkert gert nema
að vera til staðar fyrir þig. Að hafa
enga von um byltingu í læknaheim-
inum til að geta læknað þig. Og oft
fannst okkur áhugi læknanna á sjúk-
dóminum takmarkaður. Það er svo
sorglegt. En hvernig þú tókst á við
þessi veikindi var ótrúlegt. Æðru-
leysið og þrautseigjan var með ólík-
indum. Alltaf stutt í brosið og hlát-
urinn og það létti okkur lífið. Eftir að
þú gast ekki verið lengur heima og þú
lagðist inn á B2 – taugalækningadeild
– þann 1. desember 2009 þá hófst
eignlega nýr kafli í lífi þínu. Þú varst
inni á spítalanum til 31. mars 2010 en
þá fékkstu úthlutað hjúkrunarrými
hjá Hrafnistu í Boðaþingi. Það var
erfitt að fá þig ekki heim aftur og
þurfa að sjá þig í umsjá fagfólks sem
þurfti að aðstoða þig við allar þínar
þarfir. Það tók þig svolítinn tíma að
aðlagast enda ekkert skrítið þar sem
þetta var nýtt hjúkrunarheimili og
ekkert óeðlilegt að það væru byrjun-
arörðugleikar þar eins og hjá okkur
líka. En það besta við þetta allt var að
það var svo stutt fyrir mig að koma í
heimsókn til þín, miklu styttra en að
fara út á Seltjarnarnes.
Við höfum átt margar góðar og
mjög skemmtilegar stundir í Boða-
þingi. Starfsfókið þar hefur verið al-
veg einstakt og vinskapur þess við
okkur er ómetanlegur og gerði okkur
lífið léttara. Einnig hafa vistmennirn-
ir þar verið skemmtilegir og gefið líf-
inu lit og oft mikið hlegið. Gott að eiga
þá minningu. Systur þínar og fjöl-
skyldur þeirra hafa verið yndislegar
og heimsótt þig mikið og ég veit að þú
varst óendanlega þakklát fyrir það.
Ég veit ekki hvernig við hefðum farið
að ef við hefðum ekki átt þessa frá-
bæru fjölskyldu sem við eigum. Þeg-
ar þú gast ekki keyrt lengur þá komu
Dídí og Halli og buðu þér í bíltúr og
oft var farið í búðir. Þér leiddist nú
ekki að fara í búðir og var Deben-
hams í sértöku uppáhaldi.
Ég held að það sé ekki hallað á
neinn að minnast á hvað Dídí og Halli
hafa verið þér einstaklega góð. Þau
komu til þín á hverjum einasta degi
og alltaf varst þú jafn ánægð að sjá
þau birtast í dyrunum. Svo beiðstu
spennt eftir að Ásta birtist til að laga
hárið, lakka neglurnar eða lita auga-
brýrnar, þá brostirðu breitt. Ekki má
gleyma Önnu sem var alltaf að kaupa
einhver krem handa þér og Öllu sem
kom og nuddaði fæturna. Já, þú varst
sko ánægð með systur þínar og fjöl-
skyldur þeirra. Ég veit að Gúndi, Ótt-
ar og Magnea Björg hafa átt erfitt og
sakna þín mikið enda varstu einstök
amma.
Elsku mamma. Ég sakna þín svo
sárt. Vitundin um að þú sért á stað
þar sem þú getur gert allt án hjálpar,
léttir mér lífið. Takk fyrir allt. Við
sjáumst síðar, elsku mamma.
Þín dóttir,
Hulda Guðmundsdóttir.
Elsku amma mín. Ég minnist þín
alltaf brosandi þegar þú komst og
heimsóttir okkur bræðurna þegar við
vorum litlir. Náðir í okkur og keyrðir
okkur niður í búð og gafst okkur það
sem okkur langaði í að borða. Þótt
það hafi ekki verið nema 200 metrar
niður í búð þá keyrðirðu ekki af stað
fyrr en við vorum komnir í belti. Allt-
af rifumst við um það hvað það væri
stutt og enginn tilgangur að fara í
belti. En ég launaði þér þann greiða
þegar ég var að keyra þig á seinustu
árum út í búð eða í klippingu, þá neit-
aðir þú að fara í belti og ekki fór ég af
stað fyrr en þú loksins sagðir já og ég
hjálpaði þér í belti. Og gleymi aldrei
þegar ég spurði þig alltaf sömu
spurningarinnar þegar ég hitti þig!
Ertu ekki í stuði? Og alltaf var svarið
já eða þumalputtinn upp þegar þú
gast ekki talað. Varst alltaf brosandi
og hlæjandi. Hláturinn þinn var það
besta sem ég veit um, svo smitandi og
kom manni alltaf í gott skap. Lífið
verður erfitt án þín, en ég veit að þú
ert komin á betri stað og þér líður
betur núna. En það líður ekki dagur
þar sem ég hugsa ekki um þig. Þú
varst best. Hvíldu í friði elsku amma
mín.
Óttar Jóhannsson.
Það eina vísa í þessu jarðlífi er að
því lýkur fyrr eða síðar, en þegar kall-
ið kemur þá erum við oftar en ekki
óviðbúin. Það á við um andlát Möggu
systur okkar sem lést aðeins 65 ára 6.
janúar sl.
Magga lést eftir harða og hetjulega
baráttu við MSA-sjúkdóminn sem
hún glímdi við sl. 10 ár. Í veikindun-
um sýndi hún ótrúlegan kjark og
ærðuleysi eins og hún gerði ávallt er
hún tókst á við erfiðleika í lífinu. Með
sínu fallega brosi tókst hún á við allt
sem lífið bauð upp á, hvort sem það
var sorg eða gleði.
Við systkinin ólumst upp á Skúla-
götunni og eru margar góðar minn-
ingar þaðan. Þar var oft glatt á hjalla
og ýmislegt brallað enda stór syst-
kinahópur samankominn.
Þú varst mjög söngelsk, Magga, og
minnumst við systkinin þess hvað
mikið dálæti þú hafðir á ljóðum Dav-
íðs Stefánssonar, og voru ófá skiptin
sem ljóðasafn Davíðs, Svartar fjaðr-
ir, var tekið fram og ljóðin sungin.
Þar varst þú fremst í flokki og hafðir
nú ekki mikið fyrir að semja laglínu
við ljóðin og allur hópurinn söng með.
Allar minningar um þig, elsku
Magga, eru vel geymdar í hjörtum
okkar.
Nýr kafli tók við í lífi þínu þegar þú
kynntist ung og falleg ástinni þinni,
honum Gúnda, þá blómstraðir þú,
Magga. Þú og Gúndi stiguð ham-
ingjusporin ykkar inn í framtíðina og
eignuðust börnin ykkar tvö, Huldu
og Nonna. Saman byggðuð þið húsið
ykkar á Miðbrautinni af miklum stór-
hug og myndarskap, eins og allt sem
þú og Gúndi tókuð ykkur fyrir hend-
ur. Á Miðbrautinni sköpuðuð þið fjöl-
skyldan ykkur mjög fallegt og nota-
legt heimili, enda þið Gúndi
fagurkerar miklir.
Miklir gleðitímar tóku við í lífi ykk-
ar allra þegar Hulda og Jói eignuðust
Guðmund og Óttar og Nonni og Íris
eignuðust Magneu Björg. Barna-
börnin eru ykkur Gúnda miklir gleði-
gjafar og nutuð þið þess að hafa þau
öll nálægt ykkur.
Ferðalög voru ykkur Gúnda ofar-
lega í huga og ferðuðust þið vítt og
breitt um heiminn sem þið bæði nut-
uð. Ófá voru skiptin sem þið fjöl-
skyldan dvölduð á Spáni í húsinu
ykkar og nutuð samverustundar þar
og áttuð þar góða tíma. Eins eftir að
þið eignuðust Ketilsstaði í Holtum,
þá voru brettar upp ermar og byggt
upp af miklum myndarskap svo af
bar.
Síðustu mánuði ævi þinnar dvald-
ist þú á hjúkrunarheimili DAS að
Boðaþingi í Kópavogi. Þar varst þú
umvafin fólkinu þínu sem stóð eins og
klettur við hlið þína og þú umvafðir
til baka með þínum einstaka kærleik
og brosi. Jólin hafa ávallt verið þér
kær, enda varstu svo mikið jólabarn
alla tíð. Um miðjan nóvember var
herbergi þitt alskreytt jólaljósum. Á
táknrænan hátt kvaddir þú þetta líf
6. janúar sl. með jólunum. Þú kvaddir
ekki baráttulaust, þú varst alltaf sú
sterka, elskaðir lífið, vildir ekki yf-
irgefa ástkæra fjölskyldu sem vék
ekki frá þér og stóð með þér eins og
klettur þar til yfir lauk. Nú er þinni
löngu þrautagöngu lokið og þú komin
í faðm látinna ástvina.
Þakkir sendum við starfsfólki og
hjúkrunarfólki Boðaþings fyrir að
annast Möggu okkar.
Elsku fjölskylda, við vottum ykkur
okkar dýpstu samúð við missi Möggu
okkar. Megi Guð styrkja Möggu og
alla ástvini hennar. Hvíl í friði, elsku
systir.
Rósa, Ásta, Álfheiður,
Jón, Anna Margrét.
Okkur langar til að minnast henn-
ar Möggu móðursystur okkar með
nokkrum orðum.
Magga var stórglæsileg, falleg og
glaðlynd kona. Það var alltaf stutt í
hláturinn hennar og hún hafði ein-
staklega góða nærveru. Það var alltaf
vel tekið á móti okkur á Miðbrautinni
og munum við vel eftir jólaboðunum
sem voru alveg stórglæsileg. Þar
svignuðu borðin undan kræsingun-
um, eins og henni og systrunum
hennar er einum lagið þá töfruðu þær
fram veisluborð á einu augabragði.
Magga var alltaf til staðar þegar á
reyndi og er okkur þar m.a efst í
minni þegar mamma okkar lá veik og
við systurnar bjuggum í Svíþjóð , og
var kallað eftir okkur heim. Þá kom
Magga og Hulda dóttir hennar og
sóttu okkur upp á flugvöll og það
dugði ekki að bíða við útganginn
heldur var komið inn fyrir tollsvæðið
og beðið við stigann með tárin í aug-
unum og við látnar fá fréttir af líðan
mömmu okkar sem allra fyrst, þar
sem talið var að ekki væri aftur snúið
og hún gæti farið á hverri stundu.
Magga ætlaði að sjá til þess að við
næðum að komast til mömmu okkar
áður en það væri of seint. Hennar
nærvera á spítalanum þá var ómet-
anleg eins og allra þeirra systranna
og fjölskyldum þeirra. Hún passaði
upp á að það væri nóg til að borða og
nóg með kaffinu, það mátti ekkert
skorta á þessum mjög svo erfiðum
tímum. Magga er búin að eiga við erf-
ið veikindi að stríða í nokkur ár og
hefur tekist á við þau af miklum styrk
og æðruleysi. Fjölskylda hennar hef-
ur staðið þétt við bakið hennar og hef-
ur það verið aðdáunarvert hversu ná-
in og samheldin þau hafa verið í
gegnum veikindi hennar.
Við systkinin og fjölskyldur þökk-
um elsku Möggu okkar fyrir sam-
fylgdina og biðjum góðan Guð að
blessa hana og veita Gúnda, Huldu,
Nonna og fjölskyldum þeirra og ást-
vinum styrk í sorginni.
Ómar, Jón, Hulda,
Guðný og Svala.
Það er sorg í hjarta okkar vin-
kvenna úr saumaklúbb er við komum
saman til að minnast Möggu eins og
við kölluðum Magneu alltaf.
Það má segja að Magga hafi komið
bakdyramegin inn í saumaklúbbinn,
þar sem hún kom ekki úr Langholts-
skóla eins og við hinar. Hún féll strax
vel inn í hópinn, enda einstaklega ljúf
manneskja.
Við stöllur höfum ýmislegt brallað
gegnum árin, bæði innanlands sem
utan. Klúbburinn var okkar leið til að
halda hópinn og umfram allt til að
missa ekki hver af annarri. Magga
mat samveru okkar mikils, sást það
best á því, að hún lét sig ekki vanta
þótt óvæginn sjúkdómur væri farinn
að segja illilega til sín.
Það er sárara en orð fá lýst að
kveðja svona fljótt, en Magga tókst á
við erfiðan sjúkdóm af þvílíku æðru-
leysi að með ólíkindum má telja.
Við kveðjum kæra vinkonu með
söknuði og virðingu, elsku Gúndi,
Hulda, Nonni, barnabörn, vinir og
vandamenn, innilegar samúðarkveðj-
ur frá okkur vinkonum Möggu.
Guð gefi ykkur styrk með von um
að tíminn lini þraut.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Saumaklúbburinn,
Anna Kristín, Birna, Guðrún,
Karen, Marta og Soffía.
Magnea Jónsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Elsku amma mín. Takk fyrir
allar góðu stundirnar okkar
saman. Það er gott að geta
hugsað til þeirra og rifjað upp
skemmtilegan tíma saman. Það
var svo gaman þegar ég var að
segja þér brandara og fá þig til
að hlæja og hvað þú gast hlegið
innilega, það var svo frábært.
Ég sakna þín elsku amma
mín.
Þinn
Guðmundur.
Þegar ég kveð þig
kæra frænka er það
efst í huga að þakka
fyrir þá ást og
umyggju sem þú gafst okkur öllum.
Strax í æsku var það okkur dýr-
mætt að eiga þig og Sigga að og all-
ar götur síðan hefur þú fylgt okkur
eftir í gegnum lífið. Þú tókst þátt í
gleði okkar og sorg, hvattir okkur,
hrósaðir og studdir. Það ber að
þakka þegar komið er að leiðarlok-
um. Minning þín mun lifa í hjörtum
Vigdís Valgerður
Eiríksdóttir
✝ Vigdís ValgerðurEiríksdóttir fædd-
ist í Gunnarshólma,
Eyrarbakka 1. janúar
1926. Hún lést á
Landspítala í Foss-
vogi 11. janúar 2011.
Útför Vigdísar fór
fram frá Fossvogs-
kirkju 21. janúar
2011.
okkar alla tíð.
Í skógi lækur leynist
og lautin geymir
blóm.
Í mannsins hjarta er
minning
með mildan endur-
óm.
Og þó að lækur þorni
og þó að deyi blóm,
þá miðlar hjartans
minning
þeim milda enduróm.
(A. Hedenstjerna/
Þórarinn Hjartarson
þýddi)
Elsku Ásta, Matti, Eiríkur og fjöl-
skyldur. Ég veit að minningin um
ástkæra móður og atorkusama ætt-
móður mun ætíð fylgja ykkur. Megi
algóður Guð styrkja ykkur og styðja
á sorgartímum.
Erla, Loftur, börn
og tengdabörn.
✝
Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför
ÓLAFS BERGMANNS ÁSMUNDSSONAR,
Geislalind 4,
Kópavogi.
Sérstakar þakkir fá Stella, Sóley og annað starfs-
fólk lungnadeildar Landspítala, Fossvogi, fyrir
einstaka umönnun og hlýtt viðmót.
Málfríður Ólína Viggósdóttir,
Aðalbjörg Ólafsdóttir,
Halldóra Ólafsdóttir,
Heiðrún Ólafsdóttir,
Ragnheiður Ólafsdóttir,
Ólafur Már Ólafsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir til allra sem heiðruðu minningu og
sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts
elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
KARINAR WAAG HJÁLMARSDÓTTUR,
Gullsmára 10,
Kópavogi.
Hjálmar W. Hannesson, Anna Birgis,
María Inga Hannesdóttir, Ólafur Georgsson,
Guðrún Andrésdóttir,
Jakob Bragi Hannesson,
Kristín Hanna Hannesdóttir, Páll Torfi Önundarson,
Glódís Karin E. Hannesdóttir,
Guðmundur Hannes Hannesson,
barnabörn og barnabarnabörn.